Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Síða 10
10
LAUGARDAGUR 5. MARS 1994
Það dugar ekkert minna en jeppar og vélsleðar til að komast að og frá Þrasastöðum á vetrum. Þau íris og Jón Elvar láta það ekki á sig fá.
DV-myndir Þórhallur
Þrasastaðí
komnar. Þetta hefur ekki verið
verra í vetur en það að ég hef alltaf
komist þriðja hvern dag niður í
sveitina."
Lifa ekki
afbúskapnum
Nú skilst manni að þetta hafi ver-
ið frekar harður vetur og stórviðri
geisað á stundum?
„Æth það .hafl nú ekki verið
meira gert úr því en efni standa
fil,“ segir íris. „Þetta hefur ekki
verið neitt harður vetur, það er
helst síðustu vikuna sem gert hefur
leiðindatið. Það hefur reyndar
komið dagur og dagur sem snjóað
hefur dálítið í logni. Við sleppum
oft svo vel héma fram frá við vind.
Það getur verið bölvaður beljandi
neðan við Hóla þó hér hreyfi vart
vind,“ segir Jón.
En varla lifið þið af þessum bú-
stofni?
„Nei, við gerum það ekki og ætl-
um okkur að komast í vinnu í sum-
ar. Þaö tekur ekki orðið nema viku
að heyja þannig að það er heldur
ekki yfir neinu að vera fyrir okk-
ur. Við erum þokkalega vongóð
með vinnu í sumar,“ sagði Jón. „Já,
og ef við fáum ekki vinnu hérna í
Fljótunum þá er stutt yfir heiðina
til Ólafsfjarðar. Annars væri nátt-
úrlega líka gott með tíð og tíma aö
koma sér upp einhverri aukabú-
grein. Einhverju öðru en ferða-
þjónustu sem allir ætla í núna,“
sagði íris.
Gottsauðland
Jón sagði agalegt að geta ekki
Búa á einum afskekktasta stað landsins:
Ævintýraþráin býr í okkur
- segja íris Jónsdóttir og Jón Elvar Númason sem hófu búskap í afdölum
íris Jónsdóttir og Jón Elvar Númason á Þrasastöðum hófu búskap sl.
haust langt inni í afdölum.
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
„Okkur fannst allt í lagi að flytja
hingað enda þekkti Jón vel til.
Maður fmnur ekki svo mikið fyrir
einangruninni," segir íris Jóns-
dóttir frá Selfossi sem nú er orðin
hússtýra á Þrasastöðum í Stíflu.
íris og unnusti hennar, Jón Elvar
Númason, hófu búskap sl. haust á
einu afskekktasta býli landsins.
Þau hafa þegar fengið aö kynnast
vetrarhörkum og einangruninni en
láta það ekki á sig fá.
Fljótin eru af mörgum talin ein
fallegasta sveit landsins. Perla
þeirra er Stíflan, sá hluti sveitar-
innar, sem er framan Skeiðsfoss-
virkjunar og Stífluhóla. Stíflan er
falleg í dag en enn fegurri var hún
áöur en Skeiðsfossvirkjun kom til
við lok fimmta tugs aldarinnar.
Uppistöðulón virkjunarinnar færði
tæpan tug jarða undir vatn, undir-
lendi fór mestallt undir lónið, þar
á meðal hinn fallegi gróður er vafði
sig meðfram bökkum árinnar er
hðast um dahnn. En þó Stíflan sé
sumarblíð sveit, getur verið harð-
býlt þar að vetrum og trúlega er
hún þá með afskekktari plássum
landsins. Römm er sú taug er orða-
tiltæki sem notað er um trygg-
lyndi. Það á vel við um þær þijár
fjölskyldur sem búa í Stíflu í dag.
Tvíbýlt er á Deplum, þar sem búa
Ástvaldur Hjálmarsson og Sigríður
Sveinsdóttir og fjölskylda Hauks,
sonar þeirra.
Þá hóf í haust búskap á Þrasa-
stöðum, fremsta bænum í dalnum,
komungt sambýhsfólk. Jón Elvar,
sem fæddur er og uppalinn á Þrasa-
stöðum, 21 árs að aldri, og unnusta
hans, íris, sem er tveimur árum
eldri. Það er fátítt að svo ungt fólk
byrji búskap í sveit í dag og mörg-
um finnst það sjálfsagt skrýtið að
ungt fólk setji sig niður í fásinni
lengst frammi í afdal þar sem að-
eins vélsleðinn og vel búnir jeppar
rjúfa einangmnina að vetrinum.
Þurfti talsverðrar
lagfæringar
Blaðamanni DV lék forvitni á að
vitja búendanna ungu á Þrasastöð-
um og um leið gafst honum tæki-
færi til að prófa gönguskíðin aö
nýju, eftir aldarfjórðungs hlé.
Veðrið var dásamlegt í Stíflunni og
unaðslegt að ganga eftir Gauta-
staðavatninu ísilögðu og þegar því
sleppti var að baki stærsti hluti sjö
kílómetra göngunnar frá Skeiðs-
fossvirkjun að Þrasastööum.
íris birtist á hlaðinu og bauð
blaðamann velkominn en Jón, sem
haföi bragöið sér á vélsleðanum
niður í sveitina, kom í hlaðið í þann
mund sem blaðamaður hafði lokið
fyrsta kaffibohanum í nýstand-
settu eldhúsinu á Þrasastöðum.
Það var í mörgu að snúast fyrir þau
Jón og íris í haust. íbúðarhúsið var
lagfært mikið og era vistarverar
nú orðnar hinar snotrustu. Þá
þurfti að innrétta fjárhúsin algjör-
lega upp á nýtt þar sem aht tréverk
var rifið innan úr þeim eftir aö fjár-
stofninn var skorinn niður vegna
riðu 1987. Þá bjó á Þrasastöðum
Númi, faðir Jóns, sem veitti nú
dygga aðstoð við uppbygginguna
hjá syni sínum.
„Það þurfti margt að gera í haust
og við vorum sVolítið sein fyrir. Það
bjargaði öllu hvað tíðarfarið var
gott fram eftir haustinu því það
stóð á endum að daginn eftir að við
lukum við að setja síðustu einangr-
unarmottuna í húsin þurfti að taka
féð á gjöf,“ sagði Jón.
Kynntust á
bændaskólanum
Bústofninn á Þrasastöðum er
rúmlega 200 fjár og 11 hestar. Þaö
hafðist ekki að flytja kúna neðan
úr sveitinni fyrir fyrstu hríðar í
haust og það mun víst bíða til vors
að hún komi í nýja sumarhaga því
eins og Jón sagði mundi nytin hrið-
faha í henni með þvæhngi á þess-
um árstíma.
Þau Jón Elvar og íris kynntust á
Bændaskólanum á Hvanneyri og
útskrifuðust þau sem búfræðingar
frá skólanum á hðnu vori.
Þannig að þið ættuð að geta búið,
bæði búfræðingar?
„Já, það er víst ætlast th þess.
Annars fannst okkur skorta dálítið
á verkmenntunina eins og vih nú
verða í skólum," sagði íris. „Ja, það
var að minnsta kosti margt sem
maður kunni áður,“ bætti Jón viö.
Hvernig leist svo kaupstaðar-
stelpunni á að flytja á þennan af-
skekkta stað?
„Mér fannst það aht í lagi fyrst
að Jón þekkti tíl héma. Við erum
bæöi mikið fyrir búskap, útívera
og svo blundar ævintýraþráin í
okkur. Annars verð ég ekkert svo
vör við einangrun hérna. Það er
aldrei svo slæmt lengi að við kom-
umst ekki það sem vhjum á vélsleð-
anum.“
Jón tekur undir þetta og segir
aht annaö líf hjá þeim að búa þama
fremra núna heldur en hafi verið
hjá föður hans á sínum tíma.
Suzuki Fox jeppinn sem hann eigi
komist líka svo mikið í snjó, sér-
staklega þegar hleypt sé aðeins úr
dekkjunum.
„Pabbi þurfti oft að berjast áfram
í fleiri tíma á dráttarvélinni og þá
vora hka ekki framdrifsvélamar
nýtt þessa góðu sumarhaga betur,
„Hér er frábært sauðland. Ég var
með langbestu meðalvigtína í
haust, og var heppinn hvað þetta
var fituféll htíð hjá mér, miðað við
hvað dilkarnir voru rosalega þung-
ir. Meðalvigtin var 19,1 kg af tæp-
lega 150 dilkum. Það fékkst samt
thtölulega lítið fyrir þetta. Það er
líklega besta verðið fyrir ulhna af
afurðum í dag. Uharverðið hækk-
aði mikið í haust enda leggjum við
áherslu á góða meðferð hennar. Við
rúðum strax og féð var tekið inn í
nóvemberbyrjun í haust og ætlum
svo að rýja í næsta mánuði aftur,"
segir Jón. „Já, rúningurinn var lík-
lega eitt af því fáa verklega sem við
lærðum í skólanum," bættí íris viö.
Sambýlisfólkið á Þrasastööum
samþykkti þá ályktun blaðamanns
að það væri ekki heiglum hent að
byija búskap í sveit í dag. Þau
sögðu að það sem hefði gert þeim
það kleift var að jörðina og kvótann
hefðu þau fengið með góðum kjör-
um hjá foreldram Jóns. Þau íris
og Jón vora líka sammála um að
nýta þyrftí kvótann og eigin fram-
leiðslu eins og mögulegt væri.
„Já, maður getur svo ekki leyft
sér neitt óskaplega mikiö. Það
veröur allavega ekki farið tíl út-
landa mörgum sinnum á ári,“ sagði
íris.
Þau Jón og íris hta út fyrir aö
vera dugnaðarþjarkar og sjálfsagt
eiga þau eftír aö bjarga sér þama
inni við fjöhin háu. Þar sem sóhn
hafði enn ekki náð að senda geisla
sína th fóstudaginn 4. febrúar. íris
sagði þau á Deplum hafa séö sólina
aöeins um daginn. Hún hefði náð
að senda geisla sína niður dalina
en þeir ekki náð fyrir fjöllunum
fram th þeirra.