Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Page 16
16
LAUGARDAGUR 5. MARS 1994
iv.
&
Sfl
X
Þrjár senjórítur frá Mexikó, Hilda og Anjelica, sem búa hér á landi, og systir Hildu, dansarinn Rosa, sem kom hingaó til lands í eina viku til að
dansa fyrir íslendinga á mexíkóskum dögum. DV-myndir Brynjar Gauti
Senjórítur frá Mexíkó:
Vantar sól og
brosandi fólk
- segja þær Anjelica og Hilda en eru engu að síður ánægðar á íslandi
„Viö vorum meö mexíkóska daga í
fyrra og þeir tókust mjög vel þann-
ig aö ákveðið var að endurtaka þá.
Það hefur verið heilmikill undir-
búningur en þetta hefur verið
skemmtilegt," segja þær Anjelica
Cantú Dárila og Hilda Torres Ortiz
sem hafa matreitt mexíkóskan mat
undanfama viku á Hótel Loftleið-
um. Þær Anjelica og Hilda tala
mjög góða íslensku enda eru þær
giftar íslenskum mönnum og bú-
settar hér á landi.
„Það kom okkur mikið á óvart
þegar við vorum beðnar um að elda
á þessum dögum en þetta hefur
verið mjög gaman. Viö erum fáar
konur hér á landi frá Mexíkó, að-
eins sex,“ segja þær.
Anjelica hefur verið á íslandi í
fimm ár. Hún kom hingað fyrst sem
skiptinemi og kynntist þá eigin-
manni sínum. Hilda kynntist eigin-
manni sínum í Mexíkó þar sem
hann var á ferðalagi árið 1986. „Við
vorum góðir vinir fyrst og hann
bauð mér að koma hingað í heim-
sókn. Einnig átti ég góða íslenska
vinkonu sem ég kynntist í Mexíkó.
Ég vissi því dálítið um landiö þegar
ég kynntist manninum mínum,“
segir Hilda. „Mér leist vel á að flytja
til íslands. Ég kom hingað um sum-
ar og það var mjög fallegt. Viö gift-
um okkur fyrst hér á laridi og síðan
í Mexíkó. Það var eiginlega erfiðast
fyrir mig að yfirgefa fjölskyldu
mína þar sem tengsl eru mjög
sterk. Eg sakna fjölskyldu minnar
mikið og fæ oft heimþrá," segir
Hilda ennfremur. Undanfarna daga
hefur systir hennar búið hjá henni,
Rosa Isela Torres Ortiz, en hún er
danskennari og kom hingað til
lands til að dansa á mexíkósku
dögunum.
Kynntust á íslandi
Þær Hilda og Anjelica þekktust
ekki í Mexíkó heldur kynntust þær
á íslandi, í Háskóla íslands þar sem
báðar stunduðu íslenskunám. Nú
eru þær í saumaklúbbi ásamt
nokkrum vinkonum sínum frá
Suður-Ameríku. Þær hittast einu
sinni í mánuði og tala þá eingöngu
spænsku og búa til mexíkóskan
mat.
Anjelica kom fyrst hingað til
lands árið 1987 sem skiptinemi. „Ég
ætlaði mér aldrei að koma hing-
að,“ útskýrir hún. „Það var hins
vegar allt fullt á ítahu og Frakk-
landi og þeim stöðum sem ég hafði
hug á að fara til. Ég spurði því
hvert ég gæti farið og var þá boðið
ísland. Ég hafði ekki hugmynd um
land eða þjóð. Hélt að fólkið liti út
eins og Grænlendingar. Síðan
kynntist ég stúlku frá Finnlandi
sem sagði mér hvernig væri hér á
landi og hvatti mig til að fara því
hér væri mjög fallegt. Þá fór ég að
velta þessu fyrir mér, keypti bækur
um ísland og fannst mjög spenn-
andi að fara hingað," segir hún.
Ásveitaheimili
íVopnafirói
Anjelica var þó mjög óheppin í
byijun. Hún fékk heimili í Reykja-
vík en varð að flýja þaðan þar sem
húsbóndinn á heimilinu var ofbeld-
ishneigður drykkjumaður. „Ég
fékk þá annað heimili á Vopna-
firði. Mér leist ekki á það í byijun
að fara í sveit enda kom ég frá
Starað á götu
Hilda segist finna fyrir þessu líka
því stundum þegar hún fer út í búð
að versla er hún ávörpuð á ensku.
Þær eru þó sammála um að þetta
sé að breytast enda hefur dökku
fólki fjölgað mjög mikið í landinu.
Ennþá er þó starað á þær á götu.
„Þetta er skiljanlegt í litlu landi
sem var mjög einangrað," segir
Hilda.
Þær eru sammála um að suörænt
fólk sé miklu léttara og opnara en
hinir „köldu“ íslendingar. „Það er
ekkert skrítið," segja þær. „Þar
sem alltaf er sól og hiti er engin
ástæöa til annars en að syngja og
brosa."
Anjelica segir að það taki langan
tíma að kynnast Islendingum en
þegar það tekst er vart hægt að
finna betri vini. „Ég á nokkrar vin-
konur sem eru gullmolar," segir
hún.
Hilda segir að þaö skipti miklu
máli að vera í takt við þjóðfélagið
sem óneitanlega er mjög sérstakt.
Hún er spænskukennari, kennir
m.a. nemendum í Verslunarskóla
íslands og Menntaskólanum í
Kópavogi. „Það er mikill áhuga á
spænskunámi og íslendingar eru
mjög fljótir að ná spænskunni enda
eru þeir duglegt fólk.“
í góðu sambandi
við Mexíkó
Hilda fer til Mexíkó einu sinni á
ári til að heimsækja íjölskyldu
sína. Hún á von á barni í maí þann-
ig að hún vonast til að móðir henn-
ar komi í heimsókn í sumar. Hilda
heldur miklu sambandi við fjöl-
skyldu sína. Anjelica heldur líka
góðu sambandi við sína fjölskyldu
en hún hefur þó ekki komist til
Mexíkó þar sem það er mjög dýrt
og vart fyrir þá sem standa í hús-
byggingu.
Þegar þær eru spurður hvers þær
sakni mest að heiman fyrir utan
fjölskyldurnar eru þær fljótar að
svara; „Sólarinnar."
- En ætli það sé eitthvað sem þær
vildu breyta hér á landi?
„Já, að íslendingar hætti að líta
á okkur sem útlendinga og fari að
líta á okkur sem íslendinga,“ svara
þær. „Við erum íslendingar en alls
ekki nýbúar eða Ný-íslendingar.
Ég þoli bara ekki slík orð,“ segir
Anjelica og hryllir sig. „í Mexíkó
er tekið á móti útlendingum með
mikilli gestrisni og farið með þá
eins og kónga enda allir velkomnir.
Ég hélt að þannig yrði tekiö á móti
mér hér þegar ég kom fyrst," segir
Hilda. „Ég varð því mjög undrandi
þegar ég fann hve íslendingar eru
lokaðir en mér líður mjög vel hér.“
Anjelica tekur undir og segir að þaö
sé bæöi gott og gaman aö vera á
íslandi.
Mexíkódögunum lýkur á morgun
en þær Anjelica og Hilda eru
ánægðar með hversu margir hafa
komið og prófaö matinn þeirra.
„Fólk hefur gaman af að smakka,"
segja þær. „Það er alltaf að aukast
aö íslendingar þori að smakka
framandi rétti. Okkur finnst mjög
mikilvægt að geta gefið íslending-
um eitthvað af menningu okkar og
landi. Okkur langar líka til að gera
meira að því að kynna Mexíkó fyr-
ir íslendingum," segja senjórítum-
artvær. -ELA
Matbúið í eldhúsinu á Lofleiðum. Rosa, Hilda og Anjelica.
Mexíkóborg þar sem búa tuttugu
milljónir manna. En ég fór í sveit-
ina og það var alveg yndislegur
tími. Fjölskyldan var frábær og
mér hefur aldrei liðið jafnvel og
þar,“ segir Anjelica. Hún hafði
kynnst tilvonandi mannsefninu á
þeim stutta tíma sem hún bjó í
Reykjavík þannig að eftir vetrar-
dvöl á Vopnafirði fór hún aftur
suður til að hitta hann. Áður en
hún settist að á íslandi fór hún
heim til Mexíkó og hugsaði málið.
En þetta var stór ákvörðun.
Þær Hilda og Anjelica telja báðar
að mjög erfitt sé að læra íslensk-
una. Þær hafa lagt mikið á sig til
aö ná málinu en eru ekki ánægðar
með árangurinn enn. „Hvaðan
kemur þetta erfiða en fallega
tungumál," spyrja þær. Hilda er
ennþá í Háskólanum að læra, er á
þriðja ári. Anjelica hætti námi til
að fara að vinna en hún og eigin-
maður hennar standa í húsbygg-
ingu. Áður en hún kom hingað
hafði hún stundað nám í arkitektúr
í Bandaríkjunum og saknar þess
að geta ekki haldið áfram á þeirri
braut. „Ég hef miklu minni mögu-
leika hér vegna þess að ég er út-
lendingur,“ segir hún. „Sem út-
lendingur á íslandi þarf maður að
vera mjög sterkur, ákveðinn og
bjartsýnn. Á hverjum einasta degi
erum viö spurðar hvaðan við séum.
Við viljum líta á okkur sem íslend-
inga þar sem við búum hér. Það er
auðvitaö ekki óeðlilegt aö stöðugt
sé verið að spyija en fyrir okkur
er þetta mjög leiðigjamt," segir
Anjelica.