Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Síða 17
Chili Con Came Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslu- meistari Sjónvarpsins, ætlar að kynna mexikóska matargerö fyrir sj ón varpsáhor fendum og bj óða upp á Chili Con Carne í þætti sínum á miövikudag. Mexíkó hefur verið talsvert í sviðsljósinu að undanf- ömu og sérstakir dagar með mexí- kóskri matargerð. Allt er þetta í að hætti Mexíkana kjölfar myndarinnar Kryddlegin hjörtu sem margir íslendingar hafa séð. En uppskrift Úlfars lítur þann- ig út og svo er bara að horfa á hand- bragðið á miðvikudag. 800 g nautahakk 1 msk. olía 1 tsk. kúmen 1-2 lárviðarlauf 1 tsk. oregano 1- 3 msk. chili 2- 3 dl niðursoðnir tómatar 2-3 hvítlauksgeirar Cayennepipar eftir smekk 2-3 dl nýmabaunir salt og pipar LAUGARDAGUR 5. MARS 1994 Djasskvartett Reykjavíkur: Á stjömuslóð í London Nokkrum dögum áður en Björk Guðmundsdóttir sópaði til sín tvennum Brit-verðlaunum hljóm- uðu íslenskir tónar í hjarta Soho í London. Þar var Djasskvartett Reykjavíkur á ferð og lék í fræg- asta djassklúbbi Evrópu, Ronnie Scott’s Jazz House. Kvartettinn er skipaður þeim Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara, Sigurði Flosasyni saxófónleikara, Tómasi R. Einarssyni bassaleikara og Einari Scheving trommuleikara. Gestaleikari með kvartettinum var Guy Barker sem lék á trompett. Djassklúbbur Ronnie Scott’s hef- ur verið starfræktur í þrjátiu og flmm ár. Eigandinn, Ronnie Scott, er enn í fullu fjöri og sér sjálfur um kynningar á listamönnum. Hann er þekktur fyrir íjöruga framkomu og fas hans, spaugsyrði og brandarar jafnfrægir og klúbb- urinn sjálfur. Ronnie hefur komið til íslands og þekkir til íslenskra djassmanna sem margir hverjir láta ekki undir höfuð leggjast að heimsækja djassklúbbinn séu þeir í London. Scala djassheimsins Allar helstu stórstjörnur djass- heimsins hafa spilað hjá Ronnie Scott. Þar eru veggir þaktir ljós- myndum af stjömunum, og á sín- um stað er mynd af Eyþóri Gunn- arssyni, tekin þegar hann spilaði þar á Mezzoforte-dögum sínum. Það þykir mikill heiður að fá að troða upp hjá Ronnie Scott, ámóta kannski og fyrir óperusöngvara að syngja á fjölum Scala í Mílanó. Djasskvartett Reykjavíkur hefur ekki starfað saman í meira en tvö ár en leiðir þeirra Sigurðar, Tóm- asar og Eyþórs hafa oft legið saman í gegnum tíðina. Þeir segjast vera lítt þekktir sem grúppa heima á íslandi enda hafi þeir troðið helm- ingi oftar upp erlendis. Þeir þræddu t.d. djassklúbbana á Norð- urlöndum og spiluöu á útihátíð í Þýskalandi í fyrra. Þeir flytja helst fmmsamin lög þeirra Sigurðar og Tómasar og það er ekki laust við að um mann hríslist þjóðrembu- hrollur þegar svahr tónar drengj- anna kljúfa reykmettað loftið í frægustu djassbúllu Evrópu. „ ... hóflega væld" í þessari Mekka djassins sitja gestir við lítil borð með köflóttum dúkum og á hverju borði er rauður lampi með dempuðu ljósi. Á hverju borði er líka lítill miði og á honum stendur með kurteislegu orðalagi að gestir séu beönir um að hafa þögn meðan listamennirnir leika og að blaðurskjóðum verði vísað á dyr. Engum dettur í hug að láta reyna á agann því að menn eru hvort eð er komnir á Ronnie Scott’s til að hlusta. Klæðaburður á staðnum er frjáls- legur og þar með einstaklingsbund- inn en okkar menn vitnuði í aðra hljómsveit (Stuðmenn) og sögðust hafa „snyrtimennskuna í fyrirrúmi en vera þó hæfilega væld“. Guy Barker hefur spilað með kvartettinum nokkrum sinnum áður. Hann er einn þekktasti og besti trompettleikari Breta af yngri kynslóðinni og má til dæmis nefna að hann blæs í lúður á nýjustu plötu Sting. Uppselt á íslendinga Djasskvartett Reykjavíkur spil- aði á Ronnie Scott’s á hverju kvöldi í viku og seinni hluta vikunnar seldust öll sæti upp og einungis var hægt að fá stæði ef maður lagði á sig að bíða í röðinni utan dyra. Piltarnir dásömuðu mjög alla að- stöðu í klúbbnum, töldu hana vera þá bestu sem þeir hefðu kynnst. Þeir vildu líka koma á framfæri þakklæti til menningarfulltrúa ís- lands við sendiráðið í London, Jak- obs Magnússonar, sem greiddi götu Eyþór Gunnarsson, Sigurður Flosason, Tómas R. Einarsson og Guy Barker, gestaleikari Djasskvartetts Reykjavikur. Einar Scheving, hinn kornungi en bráöefnilegi trommuleikari, sést þvi miður ekki á myndinni. Það stafar m.a. af þvi að aðstaða til myndatöku var afleit og það var með naumindum að Ijósmyndaranum tókst að smella af nokkrum myndum milli þess sem hann nánast slóst við yfirþjóninn sem harðbannaði honum að nota glampaljós, hvað þá að trufla áheyrendur með þvi að skyggja á listamennina. þeirra í heimsborginni og kom þeim í samband við rétta aðila með orötaki sínu: „Nei er ekkert svar!“ Texti og myndir: Dagur Gunnarsson Hverfiskráin þín Frábærar pitsur 12", 4 áleggsteg., kr. 890,- 16", 4 áleggsteg., kr. 1.110,- 0,5 lítrar, kr. 350,- Höfum fullt leyfi ur HRAUNBERGI4, BREIÐHOLTI Þessir vinsælu inniskór eru loksins komnir aftur. Aldrei kalt á fótunum. Mjúkir, vel fóðraðir skór úr villi-rúskinni, mjög léttir. St. 37-44, kr. 1790. Pós íre rs Itftiin Prima PÖNTUNARSÍMI 91-628558

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.