Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Side 21
21 Þessi mynd er tekin í World Class þar sem Berta kennir jógaeróbikk um þessar mundir. DV-myndir Ægir Már Vöndu6 60 W hljómtækjasamstæða, meó geislaspilara, tvöíöldu kassettutæki, útvarpi, góðum hótölurum, fulominni fjarstýringu og innbyggðum vekjora ó fróbæru verði - Goldstor FFH-333L Nýjung í líkamsræktinni: Jóga og eróbikk í einum pakka Ægir Már Kárason, DV, Keflavík: „Ég hef verið að kenna líkamsrækt í tíu ár. Mér hefur fundist vanta and- legu heilsuræktina og þess vegna fór ég að stunda jóga en þaö höfðar mjög til mín. Síðan frétti ég að í Bandaríkj- unum væri að byrja nýtt æði, jóga- eróbikk, og ákvað aö kynna mér það,“ segir Berta Guðjónsdóttir, eig- andi líkamsræktarstöðvarinnar Æf- ingastúdíó í Njarövík. Berta hefur að undanförnu kennt jógaeróbikk í Njarðvík en hefur nú fært út kvíarn- ar og er byrjuð að kenna í World Class. Jógaeróbikk er nýtt æði á Suður- nesjum. Það hefur komið geysilega á óvart og hafa margir sagt að þetta sé það sem hefur vantaö hér á landi. „Helstu líkamsræktarfrömuðir í Bandaríkjunum, þar á meðal Jane Fonda, eru að hefja æfmgar á jóga- eróbikk. Þaö má segja að þarna sé búið að sameina allt það besta sem kemur úr austrinu við eróbikkið sem er vestrænt, þ.e. huglægu æfingarn- ar, einbeitinguna og andlega vellíð- an. Eróbikkið bætir síðan úr með snerpuna, hraðann og þolið. Þegar fólk stundar þetta allt í einum tíma verður útkoman afslöppun og vellíð- an og spennan er á bak og burt,“ segir Berta. Berta Guöjónsdóttir andar að sér fersku lofti niður við ströndina í Njarðvík. „Margir hafa verið hræddir við eróbikkiö þar sem hipphopp tónlist er í fyrirrúmi og finnst erfitt að hoppa og skoppa á kössunum enda höfðar það ekki til allra. Sumir virð- ast t.d. stífna mikið í vöðvunum eftir tímana. Jóga er hins vegar þroskandi en of rólegt þannig að eitthvað vant- aði sem kæmi þarna á milli,“ segir hún. „Þeir sem hafa prófaö tímana hjá mér eru mjög ánægðir þannig að mig langaði að færa út kvíarnar og kenna þetta líka í Reykjavík. Það er ekki nógu gott að koma úr stressandi vinnu og fara beint í eróbikk þar sem er mikil spenna. Nauðsynlegt er aö fólk fái líka slökun. Það má ekki ein- blína á keyrsluna og brennsluna," segir Berta ennfremur. „Öndun er ríkur þáttur í jógaeró- bikk, tíminn byrjar rólega en hrað- inn eykst eftir því sem á líður þó að æfingarnar séu alltaf mjúkar. Engu að síður næst brennsla og svitinn sprettur út. Margir eru hissa hversu miklar harðsperrur þeir fá eftir tím- ann.“ Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Hauka í Hafnarfirði, segir að jóga- eróbikk sé tískufyrirbrigði í Banda- ríkjunum um þessar mundir. „Þeir kalla þaö „inn“ þar núna,“ segir hann. „Það er ekki eins mikill djöful- gangur í jógaeróbikki eins og hinu. Ég býst við að það væri gott fyrir fólk að fara í eróbikk einn daginn og jógaeróbikk hinn. Öndun er ríkur þáttur í þessu og manni líður mjög vel eftir timann." V arnarliðið: Tölvunarfræðingur/Kerfisfræðingur Húsnæðisstofnun flotastöðvar Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða tölvun- ar- eða kerfisfræðing til starfa tímabundið til 30. septem'oer 1994. Starfið felst í kerfisgreiningu á núverandi vinnuferli, gera tillögur um breytingar og stjórna og taka þátt í framkvæmd þeirra. Um er að ræða Novell-nettengd kerfi, nærnet og fjarvinnslu og stefnt að fullri tölvuvinnslu allra verkþátta að svo miklu leyti sem eðlilegt getur talist. Yfirumsjón með verkinu verður í höndum tölvudeildar Varnarliðsins. Kröfur: Umsækjandi sé tölvunar- eða kerfisfræðingur með sem víðtækasta reynslu á sviði vél- og hugbúnaðar. Þarf að geta unnið sjálfstætt og að eiga gott með samskipti við annað fólk. Góðrar enskukunnáttu er krafist, bæði á talað mál og skrifað. Umsóknir skulu berast til ráðningardeildar varnarmálaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarð- vík, sími: 92-11973, ekki síðar en 14. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á sama stað, auk þess sem starfslýsing iiggur þar frammi til aflestr- ar fyrir umsækjendur. Aðeins 44.900,- kr, eða 39.900.- stgr. Dúndur Tl N. ILBOI Í AEG #>voff<vvél Lavamat 920 w Tekur 5 kg. Vinding: 1000/700 sn. pr. min. Stiglaust hitaval Sparnaðarkerfi Óko-kerfi sparar 20% þvottaefni Verð á&ur 94. 829,- eða 88191,- stgr. Tilboð kr s Umboösmenn Reykjavík og nágrenni: BYKO Reykjavík, Hafnarfiröi og Kópavogi Byggt & Búiö, Reykjavík Brúnás innréttingar.Reykjavik Fit, Hafnarfiröi Þorsteinn Bergmann.Reykjavík H.G. Guöjónsson, Reykjavik Rafbúöin, Kópavogi. Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi Ásubúö.Búöardal Vestfirölr: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi Edinborg, Bddudal Verslun Gunnars Sigurössonar Þingeyri Straumur.isafiröi Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík Kf. V-hún., Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Blönduósi Skagfiröingabúö, Sauöárkróki KEA, Akureyri KEA, Dalvlk BókabúÖ, Rannveigar, Laugum Sel.Mývatnssveit Kf. Þingeyinga, Húsavík Urö, Raufarhöfn Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi Stál, Seyöisfiröi Verslunin Vík, Neskaupsstaö Hjalti Sigurösson, Eskifiröi Rafnet, Reyöarfiröi Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli Mosfell, Hellu Árvirkinn, Selfossi Rás, Þorlákshöfn Brimnes, Vestmannaeyjum Reykjanes: Stapafell, Keflavík Rafborg, Grindavík. Heimilistæki ismet Heimilistæki ZWILLING ^ J.A. HENCKELSi Hnífar »BOSCH Bílavarahlutir - dieselhlutir BRÆÐURNIR ORMSSCMHF Lágmúla 8, Sími 38820 Umbodsmenn um land allt AEG Heimilistæki og handverkfæri 4þindesíl Heimilistæki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.