Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Page 32
44 LAUGARDAGUR 5. MARS 1994 Sviðsljós Anjelica Huston í hlutverki sínu sem Morticia Addams i kvikmyndinni The Addams Family og Christopher Lloyd sem Fester. Anjelica Huston sem sló í gegn í Addams Family: Gaman að eiga unga aðdáendur - segir leikkonan sem var lengi að ná sér eftir skilnað við Jack Nicholson Það er glæsileiki yfir leikkonunni Anjelica Huston. Hún hefur þetta leyndardómsfulla yílrbragð, eins og væri hún af konungsættum. Hún hefur þó engan áhuga á að tala um aldur sinn og verður frekar skrítin þegar hann berst í tal. Þess- ari 42ja ára leikkonu líkaði alls ekki að verða fertug. „Það var hræðilegur dagur,“ seg- ir hún. „Mér leið hrikalega illa í tvo daga og vorkenndi sjálfri mér heil ósköp. Sennilega hefur það ekki síst stafað af því að móðir mín lést þegar hún var 39 ára. Þegar ég var lítil fannst mér mamma vera tals- vert fullorðin en nú er ég orðin eldri en hún var nokkurn tíma.“ Þrátt fyrir að Anjelica hafl unnið óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Prizzi Honour og var tilnefnd fyrir leik sinn í The Grifters og Enemi- es, A Love Story er það fyrst og fremst The Addams Family sem hefur gert hana heimsfræga, að minnsta kosti meðal yngri bíó- gesta. „Það er skemmtilegt að eiga unga aðdáendur," segir hún. Þrátt fyrir það þurfti Anjelika langan umhugsunartíma um hvort hún ætti að vera með í The Addams Family númer tvö. Þar sem hún leikur hina kynþokkafullu Mortic- iaAddams. Pabbinn var aldrei heima Anjelica Huston ólst upp í Galway á írlandi. Fjölskylda henn- ar líktist að sumu leyti Addams fjölskyldunni. „Við bjuggum á eyðistað langt frá öllum öðrum,“ segir hún. „Alveg eins og Addams fjölskyldan. Það var oft rok og rign- ing og húsið var fullt af draugum. Við höfðum ekki sjónvarp á heimil- inu, né leikfangaverslanir í ná- lægðinni þannig að ég og bróðir minn, Tom, höfðum nægan tíma til að hræða hvort annað." Faðir Apjelicu, kvikmyndaleik- Anjelica ásamt eiginmanni sínum Robert Graham myndhöggvara. stjórinn og framleiðandinn John Huston, var ekki mikið heima og börnin sáu hann því sjaldan. „Hann kom heim einu sinni á ári er hann tók sér frí frá upptökunum. Viðhöfðum hann heima á jólunum og það var frábært. Þegar hann ætlaði að fara aftur lögðumst við Tom á fætur hans svo hann kæm- ist ekkiburt." Ömurleg leikkona Þegar Anjelica var sextán ára skildu foreldrar hennar og hún flutti með móður sinni til London. Það var þá sem hún lék í kvikmynd í fyrsta sinn. Faðir hennar bauð henni aðalhlutverk í kvikmyndinni A Walk With Love and Death, mynd sem lítill áhuga var fyrir. „Ég var ömurleg í myndinni," viður- kennir leikkonan. „Ég tók hlut- verkið eingöngu vegna þess að mig langaöi að vera meira með föður mínum. Gagnrýnendurvorulítt hrifnir af myndinni og ég tók það mjög persónulega. Mér fannst eins og ég hefði eyðilagt bíómynd fóður míns. Seinna unnum við fleiri bíó- myndir saman og það var mjög skemmtileg upplifun fyrir okkur Anjelica með mönnunum tveimur sem hafa haft mestu áhrif á hana í lífinu, faðirinn John Huston og Jack Nicholson. bæði. Stærsta ólukkan í lífl Anjelicu varð þegar hún missti móður sína, þá aðeins átján ára. Móðirin lenti í bílslysi í Frakklandi. „Ég var í öngum mínum og gat ekki einu sinni búið lengur í London. Ég varð að fara í burtu frá öllu sem minnti á móður mína. Ég flutti til New York og hóf störf sem fyrirsæta." Árið 1973 flutti Anjelica til Holly- wood þar sem hún kynntist stór- stjörnunni Jack Nicholson. Þau voru saman í sautján ár. í stað þess að fá rólegan og jarðbundinn eigin- mann eins og hún þurfti fékk hún flautaþyrilinn Nicholson. Samband þeirra var mjög sérstakt og þegar hann náði sér í viðhald gerði hún það sama. Eftir fimm ára sambúð sleit hún sambandinu og byijaði að vera með Ryan O’Neal. Eftir eitt ár var hún þó komin í fangið á Jack Nicholson aftur. Dáði karlmennina „Við bjuggum þó ekki lengur saman. Næstu tólf ár heimsóttum við hvort annað. Hún reynir að útskýra hvemig þetta gat gengiö svo lengi. „Það er hægt að elska manneskju á margan hátt. Ég dáði foður minn þrátt fyrir að hann væri móður minni ekki góður. Á sama hátt dáði ég Jack. Eg býst við að konur eigi það til að falla fyrir mönnum sem minna þær á fóður þeirra. Ég vissi það ekki þá en sé það núna. Ég er sterk kona en verð þó að viðurkenna að bæði Jack og faðir minn voru allsráðandi á heimilum sínum. Eftir að þeir eru báðir horfnir úr hfi mínu finnst mér ég vera sjálfstæðari." Árið 1989 fékk Anjelica að vita að Jack ætti von á barni með 25 árum yngri leikkonu, Rebeccu Bro- ussard. „Mér fannst ég vera niður- lægð fyrir allra augum og leið hræðilega illa. En tíminn læknar öll sár. Við erum ágætis vinir í dag og höfum ákveöið að leika saman í nýrri kvikmynd, The Crossing Guard, þar sem ég leik fyrrverandi eiginkonu. Einmana sál Eftir að faðir hennar lést og hún skildi við Jack fann Anjelica hversu einmana hún var. „Ég hef aldrei verið jafn einmana," útskýr- ir hún. „í annan stað var þetta mjög gott fyrir mig. Alla tíð hafði ég verið dóttir Johns Hustons eða vinkona Jacks Nicholsons. Þarna gat ég orðið ég sjálf og staðið á eig- in fótum. Ég byrjaði að leika aftur qg fann hamingjuna á nýjan leik.“ í dag er hún gift Robert Graham myndhöggvara. „Þegar ég kynntist honum fannst mér strax eitthvert sérstakt samband á milli okkar. Við áttum bæði erfið sambönd áð baki og gátum stutt hvort annað í því að yfirstíga erfiðleika skilnað- arins. Við gátum gefið hvort öðru svo mikið," segir hún. „Roberthef- ur kennt mér að njóta lífsins." Hún á þó eina ósk óuppfyllta, að eignast barn. „Ég er mjög hrifm af börnum og er virkilega afbrýðisöm út í vini mína sem eru með börn. En maður getur víst ekki fengið allt í lífinu," segirleikkonan. Ólyginn sagði... .. ,að prinsessan af Wales hefði þurft að að hafna boði í brúð- kaupsveislu í Brasilíu vegna þess að foreldrar brúðgumans, brasilísku sendiherrahjónin, treystu sér ekki til að hafa nægi- legan öryggisbúnað fyrir prins- essuna. .. .að Stefania prinsessa ætti von á tvíburum. Það má búast við að hún þurfi að gangast undir keisaraskurð eins og i fyrra skiptið. Stefanía á rúmlega árs- gamalt barn fyrir. .. .að Burt Reynolds hefði nóg að gera þessa dagana. Hann hefur nefnilega lofað kærustu sinni, Pamelu Seals, að gera hana ófríska. Burt hefur lofað sjálfum sér að verða orðinn pabbi sextugur. Hann er nú 58 ára þannig að tíminn styttist. .. ,að allir væru mjög glaðir með þá ákvörðun að láta leikkonuna Whoopi Goldberg kynna óskars- verðlaunaafhendinguna. Whoopi er ein hæst launaða leikkona í Hollywood með um 500 milljónir króna fyrir hverja mynd. .. .að Birgitte Nielsen hefði höfð- að mál á hendur fyrrum eigin- manni sinum, Sylvester Stallone. Hún krefur hann um litlar 250 milljónir króna fyrir að gera litið úr henni i blaðaviðtali. Vöðva- búntið er þó ekki á því að láta hana hafa nokkra peninga. „Hún mergsaug mig þegar við skildum og fékk 400 milljónir þá,“ segir hann og bætir við að hún hafi svert hann miklu meira með því að segja hann lélegan bólfélaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.