Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Page 25
FÖSTUDAGUR 11. MARS 1994
33
Það er stutt siðan hætt var að sýna
Mr. Jones í kvikmyndahúsi i
Reykjavík en þar leikur Lena Olin
á móti kvennagullinu Richard
Gere.
Lena Olin vakti verulega athygli fyrir leik sinn i myndinni The Un-
berable Lightness of Being. Hér er það Juliette Binoche sem myndar
Lenu óklædda í einu atriði myndarinnar.
Lena Olin:
Elskar myndavélina
Sænska leikkonan Lena Olin seg-
ist vera á vissan hátt ástfangin af
myndavélinni. Þess vegna segir
hún oft „hann“ myndavélin, eins
og um karlmann væri að ræða, þó
svo að orðið sjálft sé kvenkynsorð.
Helstu kostir myndavélarinnar að
hennar mati er að hún setur ekki
þröng skilyrði og tekur manneskj-
unni eins og hún er. Það er hægt
að gera hvað sem er fyrir framan
myndavélina án þess að hún geri
athugasemdir eins og karlmaður-
inn myndi gera. Lena segir það
stærsta gallann við ástarsambönd
að henni finnist hún yfirleitt á ein-
hvern hátt heft í sambandi en fyrir
framan myndavélina getur hún
verið frjáls.
Lena segist hafa tekið allar mikil-
vægustu ákvarðanir lífs síns
snöggt og án þess að hugsa sig um.
Að hennar mati eyðileggjum við
svo margt fyrir sjálfum okkur með
því að hugsa um hlutina, þó óneit-
anlega sé það stundum gagnlegt.
Eitt af því sem hún segist ekki
vilja hugsa um eru kvikmyndirnar
sem hún hefur sjálf leikið í. Þess
vegna forðast hún það í lengstu lög
að horfa á sjálfa sig á hvíta tjaldinu
hún líkir áfallinu við að horfa á
eigin myndir við það að skrifa ást-
arbréf ætlað einum manni en sjá
það síðan á forsíðu dagblaðs daginn
eftir.
Lena stefndi ekki á frægð og
frama í Hollywood en ákvað að
taka tilboðinu um að leika í The
Unberable Lightness of Being þar
sem hana langaði til að breyta til
eftir að hafa leikið í leikhúsum í
Stokkhólmi um árbO. Fyrir
frammistöðu sína í myndinni var
hún tilnefnd til óskarsverðlauna
fyrir bestan leik í aukahlutverki
og eftir það kepptust umboðsmenn-
irnir um að fá hana á samning.
Þær eru orðnar nokkuð margar
Hollywood-myndirnar sem hún
hefur leikið í síðan þá en þrátt fyr-
ir það heldur hún fast í heimili sitt
í Svíþjóð. Eitt af því sem hún á erf-
itt með að sætta sig við í Holly wood
er hve leikstjórinn kemur seint inn
í myndina. „Þú færð handritið og
nöfnin á meðleikurunum löngu
áður en búið er að ráða leikstjór-
ann en í mínum huga skiptir mestu
máh hver kemur til með að stýra
mér,“ segir Lena.
Henni finnst áherslan á „stjörn-
urnar“ líka vera farin að skyggja á
myndirnar og gæði þeirra. Oft á
tíðum sé eins og það sé mikilvæg-
ara hver leikur aðalhlutverkið og
hvernig hann lítur út heldur en
hvernig sagan er. Að hennar mati
er það ekki höfuðatriði hversu dýr
eða flott kvikmyndin er heldur
hvort hún snerti eitthvað innra
með henni.
Það að velja hlutverk finnst Lenu
oft erfitt. Það er ekki hægt að fylgja
ákveðinni formúlu í þeim málum.
í hvert skipti sem hún fær nýtt
handrit í hendurnar segist hún
reyna að meta það hvað hún geti
gert úr hlutverkinu. Á vissan hátt
þurfi hún að sjá fyrir sér liti, finna
lykt og geta ímyndað sér allt í
kringum persónuna. Þaö sé einna
helst hægt að líkja því við að verða
ástfangin. Stundum segist hún ekki
hafa farið eftir þessari eðlisávísun
sinni og í þau skipti hafi hún held-
ur ekki verið ánægð með árangur-
inn.
py____________________Afrnæli
Kristján Pálsson
Kristján Pálsson, fyrrverandi bif-
reiðarstjóri, til heimilis að Kross-
eyri í Bíldudalshreppi en dvelur nú
í Lönguhlíð 21-23 á Bíldudal, verður
sjötugur á sunnudaginn.
Starfsferill
Kristján bjó í Sperðlahlíö í Suður-
fjarðahreppi til 15 ára aldurs og svo
á Krosseyri næstu sjö árin. Hann
var síðan í Reykjavík í áratug, á
Álftanesi í 1 ár, í Skagafirði í 3 ár,
þá nokkur ár í Keflavík og svo aftur
í Reykjavík og í Skagafirði. Kristján
bjó í Kópavogi í 1 ár og 17 ár á Eyrar-
bakka en er nú búsettur á Bíldudal.
Kristján var atvinnubílstjóri í
fjóra áratugi og var fyrst hjá Þrótti
og síðarhjáMjölni.
Fjölskylda
Fyrri kona Kristjáns var Marta
Maríasdóttir, látin, hún var úr
Reykjavík. Seinni kona Kristjáns
var Aðalheiður Guðmundsdóttir,
látin, hún var frá Flekkuvík í Vatns
leysustrandarhreppi.
Kjördóttir Kristjáns er Sigrún Ell-
en Einarsdóttir, búsett í Reykjavík.
Bróðir Kristjáns: Björn Ólafur
Pálsson, látinn, kennari og skóla-
stjóri.
Foreldrar Kristjáns: Páll Krist-
jánsson frá Skátadal í Patreksfirði
og Málfríður Ólafsdóttir frá Trost-
ansfirði í Arnarfirði.
Svidsljós
Tilkyimingar
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð-
ur á morgun. Lagt af staö frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi.
kjallaragrein
Þau mistök urðu í handriti að grein
Ólafs Halldórssonar, „Veiðar og
stærð fiskstofna", sem birtist í DV
9. mars sl., að sagt var að á undan-
förnum 10 árum hefði þorskafli farið
100 þús. tonn fram úr því sem Haf-
rannsóknastofnun hefði lagt til. - Hið
rétta er að aflinn hefur farið 700 þús.
tonn fram úr tillögunum.
Úkraínsk kvikmynd í
bíósal MÍR
„Hvítur fugl með svartan díl“ nefnist
kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal
MÍR, Vatnsstíg 10, nk. laugardag 13. mars
kl. 16. Myndin var gerð í Úkraínu 1971
og hlaut gullverðlaun á sjöundu alþjóð-
legu kvikmyndahátíðinni í Moskvu árið
eftir. Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Norsk bókakynning í
Norræna húsinu
Laugardaginn 12. mars kl. 16 verður
norsk bókakynning í Norræna húsinu.
Jan Erik Vold, sem er einn af þekktustu
núlifandi ljóðskáldum Norðmanna, verð-
ur kynntur á síðustu bókakynningu vetr-
arins. Allir velkomnir og áðgangur
ókeypis.
Félag eldri borgara
j Reykjavik og nágr.
í dag kl. 14 er spiluð félagsvist í Risinu.
Göngu-Hrólfar fara frá Risinu, Hverfis-
götu 105, kl. 10 á laugardagsmorgun.
Fjölskylduhátíð í
Hafnarfirði
Fjölskyldu- og tívolíhátíðin Marsbúinn
verður haldinn í íþróttahúsinu við
Strandgötu dagana 12. og 13. mars. í um
50 básum verða alls kyns leiktæki fyrir
unga íslendinga á öllum aldri. Skemmti-
atriði af ýmsu tagi verða á palli ásamt
hljómsveit og veitingar verða í boði. Há-
tíöin hefst kl. 13 á laugardag og verður
opið til kl. 18. Á sunnudag er opiö kl.
13-17. Aðgangur er ókeypis.
Safnaðarstarf
Grensáskirkja: Starf fyrir 10-12 ára í dag
kl. 17.30.
Hallgrímskirkja: Kvöldbænir með lestri
Passíusálma kl. 18.00.
Langholtskirkja: Aftansöngur kl. 18.00.
Laugarneskirkja: Mæðra- ogfeðramorg-
unn kl. 10-12.
Seljakirkja: Fyrirbænastund í kirkjunni
í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum veitt mót-
taka á skrifstofu safnaðarins.
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
GLEÐIGJAFARNIR
eftirNeil Simon
með Árna Tryggva og Bessa Bjarna.
4. sýn. sun. 13. mars, blá kort gilda, upp-
selt, 5. sýn. mið. 16. mars, gul kort gilda,
uppselt, 6. sýn. fös. 18. mars, græn kort
gilda, uppselt, 7. sýn. sun. 20. mars, hvit
kort gilda, uppselt, 8. sýn. mið. 23. mars,
brun kortgilda, uppselt, lau. 26. mars,
uppselt, mið. 6. april, fáein sæti laus, fös.
8. april,fim. 14. april.
Stóra sviðið kl. 20.
EVA LUNA
. Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og
Oskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa-
belAllende
í kvöld, uppselt, á morgun, uppselt, fim.
17. mars, örfá sæti laus, laud. 19. mars,
uppselt, fimd. 24. mars, fösd. 25. mars,
uppselt, sun. 27. mars., fim. 7. apríl, lau.,
9. april, uppselt, sun. 10. april.
Geisladiskur með lögunum úr Evu Lunu til
sölu í miðasölu. Ath.: 2 miðar og geisla-
diskur aðeins kr. 5.000.
Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla
daga nema mánudaga. Tekið á móti
miðapöntunum í síma 680680 kl.
10-12 alla virka daga.
Bréfasími 680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar.
Tilvalin tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavikur-
Borgarleikhus.
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Stóra sviðið kl. 20.00
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Simonarson
Á morgun, uppselt, sud. 13/3, uppselt,
fid. 17/3, uppselt, föd. 18/3, uppselt, fim.
24/3, uppselt, lau. 26/3, uppselt, fid. 7/4,
uppselt, föd. 8/4, uppselt, sud. 10/4, upp-
selt, sud. 17/4, mvd. 20/4, fid. 21/4.
MENNINGARVERÐLAUN DV1994
MÁVURINN
eftir Anton Tsjekhov
Aukasýning þri. 15. mars, uppselt.
ALLIR SYNIR MÍNIR
eftir Arthur Miller
í kvöld, lau. 19/3, fös. 25/3.
Fáarsýningareftir.
SKILABOÐASKJÓÐAN
eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýri með söngvum
Á morgun kl. 14, uppselt, sun. 13. mars
kl. 14, örfá sæti laus, mvd. 16. mars kl.
17.00, uppselt, sud. 20. mars kl. 14.00,
nokkur sæti laus, sud. 27. mars kl. 14.00.
ÍSLENSKI
DANSFLOKKURINN
Sud. 20/3 kl. 20.00, lau. 26/3 kl. 20.00.
Ath. Fáar sýningar eftir.
Bæjarleikhúsið
Mosfellsbæ
LEIKFÉLAG
MOSFELLSSVEITAR
SÝTUR GAMAHLEIKirin
Smíðaverkstæðið kl. 20.30.
BLÓÐBRULLAUP
eftir Federico Garcia Lorca
í kvöld, uppselt, laud. 19. mars, fáein
sæti laus, sud. 20. mars, föd. 25. mars.
Sýningin er ekki við hæfi barna.
Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn
eftir að sýning er hafin.
i Bæjarleikhusinu, Mosfellsbæ
Kjötfarsi með einum sáimí
eftir Jón St. Krlstjánsson.
í kvöld. Siðasta sýn.
Ath.! Ekki er unnt að hleypa gestum
i salinn eftir að sýning er haf in.
Mlðapantanir kl. 18-20 alla daga
isima 667788
og á öðrum tímum i 6877B8, simsvara.
Litla sviðið kl. 20.00.
SEIÐUR SKUGGANNA
eftir Lars Norén
Á morgun, næstsiðasta sýning, föd. 18.
mars, siðasta sýning.
Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn
eftir að sýning er hafin.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13.00-18.00
og fram að sýningu sýningardaga. Tekiö
á móti simapöntunum virka daga
frá ki. 10.
Græna línan 99 61 60.
I R l I M I I. I A
■ L E I K H Ú Sl
I Leikhúsi frú Emilíu
Héðinshúsinu, Seljavegi 2
DÓNALEGA DÚKKAN
SKJALLBANDALAGIÐ sýnir Dóna-
legu dúkkuna
eftir Dario Fo og Fröncu Rame i leik-
stjórn Mariu Reyndal.
Öll hlutverk: Jóhanna Jónas.
2. sýn. i kvöld kl. 20.30, örfá sæti laus,
3. sýn. á morgun, lau., kl. 20.30,4. sýn.
sun. 13. mars kl. 20.30.
Sýnt í Héðinshúsinu, Leikhúsi frú Emilíu.
Miðapantanir i sima 12233 og 11742 allan
sólarhringinn.
í S L E N S K A
LEIKHÚSI0
Hinu húsinu, Brautarholti 20
Sími624320
VÖRULYFTAN
eftir Harold Pinter
í leikstjórn Péturs Einarssonar
Á morgun kl. 20, sun. 13. mars kl. 20,
þri. 15. marskl. 17, mið. 16. marskl. 17.
Miðapantanir i Hinu húsinu, simi 624320.
Ný íslensk stuttmynd
BYRON
Sýnd í Tjarnarbíói i kvöld kl.
21 og 22, síðustu sýningar
Leikfélag Akureyrar
fiarPar
eftir Jim Cartwright
SÝNT í ÞORPINU, HÚFÐAHLÍÐ1
í kvöld kl. 20.30, uppselt.
Laugardag 12. mars kl. 20.30, uppselt.
Sunnudag 13. mars kl. 20.30.
Föstudag 18. mars kl. 20.30.
Laugardag 19. mars kl. 20.30.
Sunnudag 20. mars kl. 20.30.
Ath.: Ekki er unnt að hleypa gestum i
salinn eftir að sýning er hafin.
eftir Ken Hill
i Samkomuhúsinu
Frumsýnlng fös. 25. mars, kl. 20.30.
2. sýning laud. 26. mars, kl. 20.30.
Aðalmiðasalan i Samkomuhusinu er
opin alla virka daga nema mánudaga
kl. 14-18 og sýningardaga fram að
sýningu. Simi 24073.
Simsvari tekur við miðapöntunum ut-
an afgreiðslutima.
Ósóttar pantanir að BarPari seldar í
miðasölunni í Þorpinu frá kl. 19 sýn-
ingardaga. Simi 21400.
Greiðslukortaþjónusta.