Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. MARS 1994 Fréttir Skoðanakönnun DV um innílutning á landbúnaðarafur ðum: Mikill meirihluti vill aukið innf lutningsfrelsi - stuðningsmönnum frjáls innflutnings hefur flölgað um tæplega 9 þúsund frá 1989 Mikill meirihluti landsmanna vill aukið frelsi á innflutningi landbún- aðarafurða samkvæmt skoðana- könnun DV. Niöurstaðan gildir jafnt um kjósendur á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur stuðningsmönnum algjörs innflutn- ingsfrelsis fjölgað verulega á undan- förnum árum. Ummæli fólks íkönnuninni „Við ættum aö leggja niður bændastéttina því það er svo dýrt að halda henni uppi,“ sagði karl á Austurlandi. „Meðan verð á landbúnaðarafuröum lækkar ekki meir en raunin er hér á landi er ég fylgjandi innflutningi,“ sagöi karl í Reykjavík. „Ég vil ekki fá hormónakjöt og geril- snauða mjólk á mitt borð,“ sagði karl á Norðurlandi „Eigi bændur að geta keppt við innfluttar vörur verður að bjóða þeim sambæri- legt verð fyrir sínar afuröir," sagði kona á Suðuriandi. „Þeir sem eru andvigir frelsinu ættu að flytja til kommúnistalanda,“ sagði karl á höfuðborgarsvæð- inu. „Það má auka frelsið í inn- flutningi landbúnaðarvara til að veita bændum aðhald. Frjáls inn- flutningur myndi hins vegar ríða íslensku bændastéttinni að fullu,“ sagði kona á Norðurlandi. Önnur kona á Norðurlandi kvaöst á móti innflutningi því íslendingar ættu besta kjöt í heiml „Ég aðhyllist vissan inn- flutning," sagði karl á Sauöár- króki. „Viö eigum fyrst og frerast að hugsa um íslenskt atvinnulíf," sagði kona á Vesturlandi. „Inn- flutningur myndi svipta fólk vinnu og eyöileggja iðnaðinn," sagði kona á höfuðborgarsvæð- inu. „Frelsið er sjálfsagt því það gefur fólki möguleika til að velja og hafna. Sjálfur aðhyllist ég is- lenskar landbúnaðarvörur þótt þær séu dýrari," sagði ungur Samkvæmt könnun DV eru fylgj- endur aukins frelsis á innflutningi landhúnaðarafurða nú 62,5 prósent þjóðarinnar. Andvígir auknu frelsi voru 31,8 prósent og 5,6 prósent voru óákveöin eða neituðu aö svara. Sé einungis tekið mið af þeim sem af- stöðu tóku í könnuninni reyndust 66,3 prósent vera fylgjandi auknu frelsi en 33,7 prósent andvíg. Sé afstaða landsmanna til aukins innflutningsfrelsis greind eftir bú- setu kemur í ljós að á höfuðborgar- svæðinu eru 74,5 prósent þeirra sem afstöðu taka fylgjandi auknu frelsi en 25,4 prósent andvíg. Á lands- byggðinni eru 57,7 prósent fylgjandi auknu frelsi og 42,3 prósent andvíg. Meirihluti í öllum flokkum Sé afstaða þátttakenda í könnun- inni greind eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka kemur í ljós að meirihluti stuðningsmanna allra flokka er fylgjandi auknu frelsi í inn- flutningi landbúnaðarafurða. Mest- an hljómgrunn fyrir auknu frelsi er að finna í Alþýðubandalaginu því meðal stuðningsmanna þess sögöust 75 prósent vera fylgjandi auknu frelsi. Andvíg reyndust 18,8 prósent og 6,2 prósent voru óákveðin eða neituðu að svara. Meðal stuöningsmanna Alþýðu- flokkins sögðust 71,8 prósent vera fylgjandi auknu frelsi en 28,2 prósent andvíg. Meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins sagðist 71,1 pró- sent vera fylgjandi auknu frelsi, 25,8 prósent voru andvíg og 3,1 prósent óákveðin eða neituðu að gefa upp afstöðu sína. Mesta andstöðuna við aukið inn- flutningsfrelsi er að finna í röðum framsóknarmanna og stuönings- manna Kvennalistans. í báðum flokkunum eru andstæðingar aukins frelsis þó færri en fylgjendur frelsis. í stuðningshópi Kvennalistans reyndust 36,1 prösent vera andvíg auknu frelsi, fylgjandi voru 59 pró- sent en 4,9 prósent voru óákveðin eða neituðu að svara. Meðal framsóknar- manna reyndust 43,4 prósent vera andvíg auknu frelsi, 51,8 prósent fylgjandi en 4,8 prósent voru óákveö- in eða gáfu ekki upp afstöðu sína. Meðal þeirra sem ekki hafa tekið afstöðu til einstakra stjórnmála- flokka, eða neita að gefa afstöðu sína upp, er einnig meirihlutafylgi við aukið innflutningsfrelsi. Fylgjandi reyndust 58,8 prósent, 32,8 prósent voru andvíg og 8,4 prósent voru óá- kveðin eða neituðu að svara. Þá má geta þess að í könnuninni reyndist eini stuöningsmaöur Þjóð- arflokksins vera fylgjandi auknu innflutningsfrelsi. Á öndverðri skoð- un reyndust hins vegar tveir stuðn- ingsmenn Flokks mannsins og Borg- araflokksins. Framkvæmd könnunarinnar Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Könnunin fór fram um síðustu helgi. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. Spurt var: „Ertu fylgjandi eöa andvígur auknu frelsi í innflutningi landbúnaðaraf- urða?“ Skekkjumörk í könnun sem þessari eru tvö til þrjú prósentusyg. í könnuninni var einnig kannað fylgi landsmanna við að innflutning- ur landbúnaðarafurða verði algjör- lega gefinn fijáls. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur frjálsum inn- flutningi á landbúnaðarafurðum?" Aukinn stuðningur við frelsi Niðurstaðan í þessum hluta könn- unarinnar varð sú að 32,8 prósent þátttakenda sögðust fylgjandi því að innflutningur landbúnaðarafurða yrði gefinn frjáls. Andvígir voru 60,7 prósent en 6,5 prósent voru óákveðin eða neituöu að svara. Sé einungis tekið mið af þeim sem afstöðu tóku reyndust 35,1 prósent fylgjandi al- gjöru frelsi og 64,9 prósent andvíg. Miðað við sambærilega könnun DV í desember 1989 hefur stuðnings- mönnum frjáls innflutnings á land- búnaðarafurðum fjölgað nokkuð á undanfömum árum. Af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni 1989 reyndust 30,4 prósent vera fylgjandi frelsi en 69,6 prósent andvíg því. Á þessum rúmlega fjórum áram sem liðin eru hefur stuðningsmönn- um frjáls innflutnings á landbúnaö- arafurðum því íjölgað um 4,7 pró- sentustig. Miðað við fjölda kosninga- bærra manna á landinu lætur því nærri að stuðningsmönnum frjáls innflutnings hafi íjölgað um tæplega niu þúsund. Mest andstaða á landsbyggðinni Sé afstaða landsmanna til frjáls innflutnings á landbúnaðarafurðum greind eftir búsetu kemur í ljós nokk- ur munur milh íbúa landsbyggðar- innar og höfuðborgarsvæðins. Af þeim sem afstöðu tóku á höfuðborg- arsvæðinu sögðust 44,8 prósent vera fylgjandi frjálsum innflutningi en 55,2 prósent voru andvíg. Á lands- byggðinni sögðust hins vegar ein- ungis 25,4 prósent vera fylgjandi frelsinu en 74,6 prósent lýstu sig and- víg því. -kaa maðuráVesturlandi. -kaa 28,2% 71,8% Aukíð frelsi í iri landbúnaðai eftir stuöningi við stjómmálafl. 60,7 - niöurstööur skoöana- kemnana DV * des-.~19S9— og í mars 1994 S,2 Fylgjandi Andvígir Óákv. — 1,3 Svara ekki $ DV Hæstiréttur fellir lögbann úr gildi: Bryndís má fást við munnholið Lögbann á starfsemi Bryndísar ar í munnholi sjúklinga. Töldu hann ekki efiii til þess að galla um Kristinsdóttur tannsmiðs var í gær tannlæknar samninginn og starf- réttarstöðu málsaöila í ágreinings- fefltúrgildimeðdómiHæstaréttar. semi Bryndísar bijóta gegn lög- efiú þeirra, sem lá lögbannskröfú Þaö var í október árið 1992 sem vörðum hagsmunum sinum þar Tannlæknafélagsins til grundvall- sýslumaðurinn í Reykjavík sam- sem hún tæki mót af tanngarði ar. þykkti lögbannsbeiðniTannlækna- sjúklinga sínna, sem væri starfs- Tannlæknafélaginu var gert að félags íslands á Bryndísi. Lögbann- vettvangur tannlækná. greiða Bryndísi 400 þúsund krónur iö tók til samnings hennar við Taldi dómurinn ekki fullnægt í málskostnað í héraði og fyrir Tryggingastofnun ríkisins að þvi skiiyrðum til að lögbannskrafan Hæstarétti. ef tók til tannsmíðavinnu Bryndis- mætti ná fram að ganga. Þá taldi -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.