Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 18. MARS 1994 13 Neytendur Samanburður á bamabílstólum: Algengt að bílstól- ar séu rangt notaðir - enda fylgir þeim sjaldnast leiðarvísir á íslensku Taliö er algengt aö barnabílstólar séu rangt notaðir og einnig er býsna algengt að börn séu höfð laus í bif- reiðum. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins en þar er ítarleg úttekt á þeim barnabílstól- um sem fást á markaðinum ásamt lýsingu á hveijum þeirra og verði. Úttektin nær til u.þ.b. 40 tegunda hjá 17 seljendum og er þorri þeirra prófaður og viðurkenndur í sam- ræmi við evrópskan staðal en þrír hafa viðurkenningu samkvæmt bandarískum staðh. Þar segir aö mikið vanti upp á að leiðarvísir á íslensku fylgi stólunum og að afar mikilvægt sé að leiðbeiningum sé fylgt og að stóllinn sé settur rétt í bíhnn og hann notaður rétt. Ekki er mælt með því að stólarnir séu notað- ir lengur en í u.þ.b. 10 ár. Sex flokkar Stólunum er skipt niður í sex flokka, 0-10 kg fyrir allt að eins árs, 9-18 kg fyrir 1-3 ára, 0-18 kg fyrir 0-3 ára, 0-25 kg fyrir 0-6 ára, 9-25 kg fyrir 1-6 ára og 9-36 kg fyrir 1-10 ára. Th einfoldunar berum viö hér eingöngu saman stóla í flokknum 9-18 kg eða fyrir 1-3 ára. Þar eru sjö stólar í boði, t.d. KL Jeenay frá Bretlandi sem festa á í 2-3 punkta belti (en það gildir um þá alla) og er sjálfur með 5 punkta belti og tvær hallastihingar. Hann var á til- boðsverði í Bílanausti. Hollenski stólhnn Spirit er með 4 punkta belti og býður upp á tvær hallastillingar. Hann fékkst í Hvelli. Berger plus er frá Ítalíu og er með fjögurra punkta belti og hefur óvenju margar halla- stillingar, eða sjö. Hann fæst í Bama- heimi. Bimbo plus fæst í Álímingum og Mikilvægt er að stóllinn sé settur j bílinn á réttan hátt og hann notaður rétt. Of algengt er að stólarnir séu notaðir rangt eða að börnin séu höfð laus í bílnum. DV-mynd BG er frá Ítalíu. Hann er með 4 punkta belti og sjö hallastilhngar. Cam fæst í Vörðunni og er líka ítalskur. Hann er með 5 punkta belti og 4 hahasthl- ingar. Britax Freeway er frá Bret- landi. Hann er með 5 punkta belti og 2 hahasthlingar. Hann fæst hjá Skelj- ungi. Loks fæst hollenski stóllinn bobob í Fífu. Hann er með 4 punkta belti og 2 hahastihingar. Ahir eiga stólarnir að snúa í akst- ursstefnu en Cam stóhinn má líka snúa baki í akstursstefnu. Einungis einum stól fylgdi leiðarvísir á ís- lensku, bobob-stólnum, en algengt er að hann sé á ensku. Avallt eru bó myndir í leiðarvísi. -ingo Bónus með 20% lægra í nýlegri skýrslu Hagfræðístof- unnar, sem gerö var fyrir Bónus, kemur fram að undanfarin fimm ár hafl meðalfjölskyldan sparaö 20% í matarinnkaupum með því að versla í Bónusi í stað annarra stórmarkaða. Hún hefur að raeð- altali keypt fyrir 32 þúsund krón- ur í mánuði í stað 40 þúsunda. Hafa ber þó í huga óhk verslunar- form. Bónus býður færri vöruteg- undir, minni þjónustu, tekur ekki við greiðslukortum og könnunin tekur ekki tihit th gæða. Bónus hefur aö meðaltah verið með rúmlega 38% lægra verð en stórmarkaðir á grænmeti og ávöxtum, tæplega 20% á kjöti, tæplega 14% á pakkavöru og tæp- lega 9% á mjólkurvöru. Verð- munur á mhli Hagkaups og Bón- uss hefur ekki breyst eftir að Hagkaup keypti hlut í Bónusi. Lægra meðalverð í þessari sömu skýrslu segir að meðalverð helstu matvara hafi lækkaö undanfarin 5 ár um tæp- lega 17% að raunvirði. Aðrir út- gjaldaliðir heimhanna hafa stað- ið í stað að raunvirði eða hækkað um aht að 60% umfram almennt verðlag. Samkeppni í matvöru, hagkvæmni í innkaupum heimil- anna og áhugi fjölmiðla á neyt- endamálum (t.d. verðkannanir DV) séu hluti skýringarinnar á þvi af hverju matvara haíi hækk- að minna en aðrir útgjaldahðir heimilanna. -ingo Pastauppskriftasamkeppnin: Mílanófarar valdir í dag Barnabílstólar fyrir 1-3 ára — 9-18 kg - 16000 -.300 Úrshtin í pastasamkeppninni verða tilkynnt á Bylgjunni í dag svó þátttakendur eru að vonum orðnir spenntir. Föstudagsuppskriftin birt- ist hér og ein auka þar sem ákveðið hefur verið að veita aukaverðlaun. Þeir sem hljóta 1., 2. og 3. verðlaun fá ferð til Mílanó, matarkörfu og bókaverðlaun og þeir sem eru í 4., 5. og 6. sætunum hljóta matarkörfur og bókaverðlaun. Pasta með smokkfiski 400 g Bariha pastaslaufur 400 g smokkfiskur 400 g niðursoðnir tómatar {1 dós) 1 msk. tómatpuré 3-4 söxuð hvítlauksrif ólífuolía 1 msk. basil 1 tsk. timian 1 tsk. oregano rasp hveiti 1 saxaður laukur salt og pipar eftir smekk Sjóðið pastað. Veltið smokkfiskin- um upp úr hveiti og steikið í ol- íunni. Stráið raspi yfir svo það fari utan á smokkfiskinn og kryddið með salti og pipar. Setjið tómatana, tómatpuré, hvít- lauk, basil, timian, oregano og lauk í pott og sjóðið saman. Setjið pastað fyrst á diskinn, þá tómatkryddsós- una og að síðustu smokkfiskinn. Grænmetislasagne Eitt broccolihöfuð slatti af ferskum sveppum 'A laukur 'A blaðlaukur 'A hvítlaukur ein dós niðursoðnir tómatar 1 peli rjómi 1 piparostur brauöostur smjör, hveiti, mjólk ólífuolía Italian seasoning steinselja Barilla grænar lasagneplötur Framkvæmd: Gufusjóðið broccoli nokkrar mín., steikið laukinn, blaðlaukinn og nokkur hvítlauskrif í ólífuolíu (ekki brúna). Takið laukinn af og steikið sveppina. Bætið kálinu og lauknum út í og veiðið tómatana upp úr dós- inni og setjið á pönnuna. Kryddið með Italian seasoning. Hellið helm- ingnum af rjómanum út á og látið krauma smástund. Ostasósa: Bræðið 4 msk. af smjörva í potti og bætið 1 dl af hveiti út í. Hrærið stöðugt í á meðan. Bætiö !4-l lítra af mjólk varlega út í, hrærið í á með- an, setjið 'A rifinn piparost út í, nokk- ur rif af mörðum hvítlauk og stein- selju. Látið suðuna koma upp. Síðan er lögunum raðað í eldfast mót með hefðbundnum hætti: osta- sósa, plötur, ostasósa, grænmetis- sósa, plötur, ostasósa, grænmetis- sósa o.s.frv. Efst eru plöturnar þakt- ar með ostasósu og rifnum osti, 'A piparosti og jafnt af brauðosti. Af- ganginum af ijómanum hellt yfir. Bakað við 200°C í 45 mín. með álpapp- ír og u.þ.b. 15 mín. án álpappírs. Bor- ið fram m/heitu smábrauði. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.