Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Qupperneq 28
36 FÖSTUDAGUR 18. MARS 1994 Víðast kaldi Albert Guðmundsson. Er ekki að grínast „Ég hef ekki veriö aö grínast meö mín framboðsmál í fortíöinni. Ég er búinn aö vera í borgarstjórn, forseti borgarstjómar, þingmað- ur og ráðherra og á grundvelb þess geta menn metiö alvöruna í þessu hjá mér. Ég fór ekki sjálf- viljugur af þingi,“ sagöi Albert Guömundsson um alvöruna á bak viö yfirlýsingar um hugsan- legt framboö til borgarstjórnar. Ummæli dagsins Kemur ekki á óvart „Þaö hefur alltaf verið ljóst aö ef Norömenn semdu viö Evrópu- sambandiö myndi þaö gera kröfu til þess aö fara með alla samninga um veiðar á þessum hafsvæðum. Þess vegna kemur þaö ekki á óvart þótt Evrópusambandið gangi í bö meö Norðmönnum í þessu efni. Þaö hefur blasaö viö aö svo færi,“ sagöi Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra um samning Norðmanna og ESB. Endurspegla kvíða „Ég tel aö þessar niðurstööur endurspegb ákveöinn kviöa ís- lendinga viö einangrun þegar frændþjóöirnar streyma inn í Evrópusambandið. Ég tel aö þetta sé ákveðin viöhorfsbreyting og menn séu opnari nú en áöur fyrir því að kanna aðild," sagöi Össur Skarphéðinsson um niðurstöðu skoðanakönnunar DV um aðild aö ESB. Samkvæmt könnuninni er meirihluti þjóðarinnar fylgj- andi aðbdarumsókn. Kynjafordómar „í sakleysi mínu hélt ég aö nú á árinu 1994 gæti maður treyst því aö „fagleg umfjöllun" lærðra manna væri ekki krydduð lág- kúrulegum ödipusarduldum kynjafordómum á borð viö þá sem verðbréfamiðlarinn gerir sig sekan um, ekki einu sinni heldur níu sinnum í grein sinni til varn- ar óskabarni þjóöarinnar Eim- skip hf. Hvern íj... skiptir þaö máh í málefnalegri umræöu al- mennt, hvort viðmælandinn er dekurdís, frekjudós eða fitu- bolla?" skrifar Jenný St. Jens- dóttir viöskiptafræöingur í Mbl. um grein VUhjálms Bragasonar, löggbts verðbréfamiðlara og við- skiptafræðings. Magnús Scheving spjallar hjá SÁÁ ÞolfimísnilUngurinn Magnús Fundir Scheving talar um gildi Ukams- ræktar kl. 22.30 í kvöld hjá SÁÁ í Úlfaldanum og mýflugunni aö Ármúla 17a. Að loknum spjaU- fundinum veröur diskótek fram . eför nóttu. Austan- og norðaustanátt verður á landinu í dag og víðast kaldi. Um sunnan- og vestanvert landiö verður Veðrið í dag víöast bjartviöri en áframhaldandi éljagangur á Noröur- og Austur- landi. Frost veröur 5 tU 10 stig í fyrstu en eins til fimm stiga frost aö degin- um. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustangola eða kaldi og léttskýj- aö. Frost 2 til 5 stig í dag en allt að 12 stiga næturfrost. Sólarlag í Reykjavík: 19.37 Sólarupprás á morgun: 07.33 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.02 Árdegisflóð á morgun: 10.18 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað -7 Egilsstaðir skýjað -9 Gaitarviti snjóélás. klst. -7 Keílavíkurílugvöllur léttskýjað -6 Kirkjubæjarkiaustur léttskýjað -6 Raufarhöfn snjókoma -6 Reykjavík léttskýjað -8 Vestmannaeyjar léttskýjað -8 Bergen skýjað -2 Ósló skýjað -1 Stokkhóimur skýjað -5 Þórshöfn skýjaö -1 Amsterdam rign. ás. klst. 4 Berlín skýjað 2 Chicago alskýjað 3 Feneyjar heiðskírt 5 Frankfurt skýjað 2 Glasgow skýjað 3 Hamborg snjóél 1 London skýjað 6 LosAngeies skýjað 16 New York heiðskírt -2 Nuuk alskýjað -7 Orlando heiðskirt 9 París rigningás. klst. 6 Vín léttskýjað 12 Washington alskýjað 3 Winnipeg frostúði -A Veðrið kl. 6 i morgun Bjargaði hjónum úr logandi bíl: „Ég átti óvænt erindi upp í EgUs- staði þennan dag,“ sagði Rúnar Kristinsson, vörubifreiöarstjóri á Eskifirði, en hann kom að alvar- legu bbslysi á Fagradal síöastUðinn þriöjudag og vann þar merkUegt björgunarafrek ásamt ökumanni vörubilsins sem lenti í árekstrinum er varð í slæmu skyggni. Lenti framhluti fólksbílsins und- ir vörubílnum þannig að stuöari _____4___________________________ Maður dagsins vörubílsins nam við framrúðu fólksbilsins. Eldur kom upp i báö- um bílunum. „Aðalheiöur Ingimundardóttir, sú fyrirhyggjusama kona, gaf mér bílaslökkvitæki í aftnælisgjöf fyrir 7 árum, reyndar með ósk um aö ég þyrfti aldrei aö nota það. Ég hef Rúnar Kristinsson. haft það í mínum bfl síöan. Það kom sér vel við þessar aðstæður þar sem ég náði að slá á eldinn og vinna viö þaö dýrmætan tíma við aö bjarga hjónunum sem voru fóst í brennandi bílnum,“ sagði Rúnar. Rúnar er vörubílstjóri aö atvinnu en þykir einkar handlaginn og út- sjónarsamur og sannkaUaður þús- undþjalasmiður í hveriu sem hann tekur sér fyrir hendur. Harrn er kunnur steinkantahleðslumaður hér um slóðir og notar þá valda steina úr náttúrunni til verksins. „HeimUið og fiölskyldan og vel- ferð hennar ásamt starfinu og um- hverfinu er aöaláhugamál mitt Ég hef gaman af garðrækt og gróður- setningu tijáa. Og áhugamáUn eru mörg en aftur á móti UtiU tími til að sinna þeim þar sem ég er alltaf að safna í botnlausa baukinn hans Frissa," segir Rúnar. Rúnar er giftur Guðrúnu E. Karlsdóttur og eiga þau fiórar dæt- ur, Rögnu Kristbjörgu, Katrínu Regínu, Hildi Þuríði og Ölmu Rún. Emil Thorarensen Myndgátan Lausn á gátu nr. 874: EyhóR- Varaskeifa Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði Tveir kvenna- leikir í 1. deild kvenna í handbolta fer fram leikur í átta liða úrsUtum. Valur og Fram mætast kl. 19.30 á Hlíðarenda. íþróttir í 1. deild kvenna í körfubolta mætast Grindavík og KR kl. 20 í Grindavík. Skák Garrí Kasparov þurfti ekki einasta að þola yfirburðasigur erkifiandans Karpovs á mótinu í Linares heldur var hann i ofanálag ásakaður um að hafa rangt við í skák sinni við Judit Polgar. í miklu tímahraki snerti Kasparov riddara sirrn og ætlaði að leika honum til c5 en hætti við og sneri honum til f8. Sumir héldu að Kasparov hefði sleppt riddaranum á c5 en skákdómari úrskurð- aði að svo hefði ekki veriö og Kasparov fékk að „taka leikinn upp“. Svona var staðan. Kasparov hafði svart og átti leik: Kasparov sá sig um hönd í stöðunni, enda blasir við að 36. - Rc5? 37. Bc6 kost- ar hann lið. Skákin tefldist: 36. * Rf8 37. Re4 R8d7 38. Rxf6+ Rxf6 39. Dxb6 Rg4 40. Hft e4 41. Bd5 e3 42. Bb3 De4 43. Bxc2 Dxc2 44. Hd8 Hxd8 45. Dxd8+ Kh7 46. De7 Dc4! og Judit gafst upp. Bridge Sveit Guðlaugs Sveinssonar var framan af undankeppni íslandsmóts 1 sveita- keppni í baráttu um sæti í úrslitum. Hún lagði sterka sveit L.A. Café, 21-9, í ann- arri umferð og var 27 impa yfir í hálfleik í leik sínum á móti sveit Metró í ijórðu umferð. Sveinn Sigurgeirsson og Jón Stefánsson, sem sátu NS í fyrri hálfleik þess leiks, spiluðu sérlega vel og stigu varla feilspor. Þeir hnekktu til dæmis þriggja granda samningi vesturs með öryggi í þessu spili í leiknum. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og NS á hættU: ♦ ÁD109 ¥ 65 ♦ 64 * Á9832 ♦ 652 ♦ KG V KG9 ♦ D108753 + KG ♦ 8743 V D ♦ KG9 + D10754 ¥ Á1087432 ♦ Á2 + 6 Austur Suður Vestur Norður -Pass Pass 14 1* 2» 2* 2 G Pass 3» 3* 3 G P/h Sveinn Sigurgeirsson í norður var ekki á því að gefa slag í útspilinu og spilaði því út hjartasexunni. Sagnhafi byrjaði á því aö renna niður sjö slögum í hjarta og henti fjórum tíglum heima. Síðan spilaði hann spaða á gosann sem drepinn var á drottningu. Þá spilaði Sveinn tígli, lítiö spil úr blindum, suður átti slaginn á kóng og spilaði aftur spaða og spilið fór einn niður. Á hinu borðinu voru spiluð fjögur hjörtu, slétt unnin og sveit Guðlaugs Sveinssonar græddi 10 impa á spilinu. Sömu spil voru spiluö í öllum leikjum og algengasti samningurinn var 4 hjörtu sem unnust í fleiri tilfellum en ekki. Þó á sá samningur að vera niður með bestu vöm. Sveit Metró náði að jafna leikinn í síðari hálfleik og hann fór 15-15 í vinn- ingsstigum. Sveit Guðlaugs tapaði síðan illa, 4-25, gegn sveit Tryggingamiðstöðv- arinnar síðar í keppninni og þá var draumurinn um sæti í úrslitum úti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.