Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 18. MARS 1994 11 dv Merming Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarkona. Anna Gunnlaugsdóttir í ASÍ Um samspil málverks og merkingar Litameöferðin er helsta verkefni málarahstarinnar og því gæti vart veriö öðruvísi farið. Samspil litanna, áferð litarefnisins og aðferðin sem beitt er til að bera htinn á grunninn - þetta eru þeir tæknilegu þættir sem málarar fást við. Á þessu sviði gilda að sjálfsögðu engar almennar eða ófrávíkjanlegar reglur. Hver listamaður hefur sinn háttinn á og reynir að finna þau svör sem honum henta best og þær leiðir sem best tjá sam- band hans við verkið og veruleikann. Það er einkenni þeirra sem fremst- ir standa í málaralistinni að þeir hafa velt þessum hlutum fyrir sér: lita- valið - pallettan - er orðið nokkuð fastmótað og er aldrei beinlínis tilvilj- anakennt; þeir hafa fundið sínar eigin leiðir til að veita málverkinu þá dýpt sem mismunandi áferð getur kallað fram; þeir hafa valið sér tæki og þróað með sér handbragð sem gerir þeim kleift að draga hugsun sína og tilfínningar fram í samspili lita, áferðar og forpia. Anna Gunnlaugsdóttir virðist hafa lagt rækt við þessi viðfangsefni málarahstarinnar. Hún hefur valið sér tæki eða aðferð og notað spaða til að vinna myndir sínar. Hún blandar litinn oft grófara efni til að ná fram sendinni áferð líkt og er á kalkmáluðum veggjum og hún málar oft lit yfir ht þannig að litfletirnir verða flóknir og margræðir - í gegnum yfirborðið sér í aðra liti líkt og Anna vilji segja að enginn litur sé algild- ur, engin ein túlkun einhæf, heldur hlaðist eitt á annað. Þannig verða myndirnar dýpri en ella og manni virðist að undir málverkinu sem sýnt er gæti leynst annað og undir því enn eitt - málverkið er samspil ótal möguleika sem listamaðurinn velur úr, án þess þó að útiloka nokkuð. Myndlist Jón Proppé Síðan er auðvitað enn einn þáttur sem málarinn kemst aldrei fyllilega undan, hversu djúpt sem hann kann að sökkva sér í litina. Það er teikn- ingin. Jafnvel í afstraktmálverkinu er einhver teikning, þótt það komist næst því að losna undan henni. Litapæhngin sjálf er alltaf afstrakt - eins og tónhst - en málverkið, einkum fígúratift málverk, er alltaf samsph hins afstrakta og hins hlutlæga. Lausnir Önnu á þessu sviði bera þess vitni að htirnir eru henni hugstæðari. Hún málar að vísu fígúratíft - myndirnar á sýningunni eru af konum. En að þessu leyti eru myndirnar ansi líkar hver annarri og ná ekki að miðla neinni sterkri tilvísun. Mynd- efnið er látlaust og þögult og ekki til þess fallið að vekja með áhorfandan- um vangaveltur um annað en htanotkunina sjálfa. Oðruvísi tekst þó th í myndinni af Mjahhvíti þar sem tengingin við þjóðsöguna fær áhorfand- ann th aö skoða myndbygginguna í nýju ljósi: svipbrigðaleysi Mjallhvítar vekur mann til umhugsunar um tvíræða stöðu hennar í sögunni (var hún fórnarlamb eða örlagavaldur?) og órólegur bakgrunnurinn undirstrikar þau óradjúp forneskju og sálardrama sem gína bak við einfalda söguna. Fæstar myndirnar á sýningu Önnu bera þó titla af þessu tagi - þeim er ekki gefin nein tenging við þekktar sögur eða temu eins og þó hefur tíðk- ast meðal málara um aldir, einkum þegar þeir voru að feta sig fram á veginn í nýstárlegri notkun hta og efnis. Þessir málarar skhdu að það er engin skömm að því að mála upp aftur margnotuð temu ef málarahæfi- leikar manns ná að vekja nýtt líf í þessum temum. Temalaus fígúratíf málverk, hversu vel sem þau eru gerð, verða hins vegar yfirleitt óttalega líf- og merkingarlaus. rAFAEL YGLESIAS Fíction FRJALS FJOLMIÐLUN HF ^uhöfundinnRAF/tELYGLESmS OTTALAUS hefur hlotið mjög góðar viðtökur og verið þýdd á mörg tungumál. íslenska er níunda tungumálið sem færir lesendum sínum þessa heillandi skáldsögu innan árs frá því að bókin kom út í Bandaríkjunum. Rafael Yglesias er einn fjölhæfasti rithöfundur okk- ar tíma. Hann hefur ein- stakt lag á að halda les- andanum föngnum og gefa persónum sínum það líf sem þær þurfa til að búa áfram í huga lesandans þegar bókin er lesin til enda. Samnefnd kvikmynd verð- ur sýnd í Sambíóunum. Með aðalhlutverk fara Jeff Bridges, Rosie Perez og Isabella Rossellini. OTTALAUS var efst á blaði hjá banda- ríska stórblaðinu New York Times þegar athyglisverðar skáldsögur árs- ins 1993 voru rifjaðar upp (NYT Book Review, 5 des. 1993). Það er ekki að- eins að sögupersónurnar lifi af flug- slysið, heldur lifa þær áfram i hugum lesendanna segir í umsögn blaðsins. A NÆSTA SOLUSTAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.