Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 18. MARS 1994 Fréttir DV Matthías Bjamason, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis: Eru sjómenn ekki neyddir til að henda þorski? - það er bannað að henda fiski, segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsraðherra „Eru sjómenn ekki neyddir til aö henda þorski sem veiðist með öðrum fiski ef enginn er þorskkvótinn? Er þeim það ekki uppálagt? Auðvitað er þetta eins óskynsamlegt og nokkur hlutur getur verið. Það er verið að koma á kvótakerfl til að friða fiski- stofna en það vita það bæði guð og menn að þegar kemur dauður fiskur úr netum þá er honum hent aftur í sjóinn. Hvernig eiga menn að forðast það að þorskur slæðist með þegar þeir eru að veiða aðrar fisktegundir? Svo maður tali nú ekki um þegar svo mikið er af honum eins og nú er. Þetta er því allt eintómt rugl," sagði Matthías Bjarnason, formaður sjáv- arútvegsnefndar Alþingis, þegar hann var spurður hvað skipstjórar á sérveiðum, svo sem steinbíts-, kola-, ufsa- eða ýsuveiðum, eigi að gera ef þorskur slæðist með en þeir eigi eng- an þorskkvóta. „Samkvæmt lögum er bannað að fleygja veiddum fiski aftur í sjóinn. Ætli menn að gera það verður farið með slík mál að lögum,“ sagði Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra, spurður um það sama og Matt- hías. DV hefur raunar heimildir fyrir því að nú þegar sé allmikið um að þorski sé hent. Þorskkvótalausir skipstjórar segjast ekki eiga önnur ráð en að henda þeim þorski sem slæðist með á sérveiðunum. Komi þeir að landi með þorsk sé þeim refs- að og þeir sektaðir. Hjá því verður aldrei komist aö allmikið veiðist af þorski hjá bátum sem eru á þessum sérveiðum. Undanfarin ár hafa útgerðarmenn báta, sem voru búnir með þorsk- kvóta sinn og fóru á sérveiðar, alltaf getað keypt þorskkvóta á skaplegu verði til að bjarga sér. Nú fæst enginn kvóti. Sé einhver svo heppinn að geta fengið eitthvað lítilræði af þorsk- kvóta þá er verðið komið upp í 65 krónur. Til þess að standa á sléttu eftir slík viðskipti þarf að selja þorsk- kílóið á um 160 krónur í landi og það segja sjómenn að sé ekki hægt. -S.dór Stuttar fréttir Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir mála- myndaumsókn í ESB ekki koma til greina. Að sögn Alþýðublaðs- ins telur ráðherrann óhyggilegt aö afsala íslensku þjóðinni þegn- rétti í samfélagi Evrópuþjóða. Hreyfing á fasteignum Fasteignamarkaðurinn hefur tekið mikinn kipp i kjölfar vaxta- lækkana að undanfomu. Sam- kvæmt Mbl. jukust viðskipti með skuldabréf um 30% í febrúar mið- að við sama tíma í fyrra. Sendiráðsprestur ráðinn Séra Jóni Dalbú Hróbjaitssyni, sóknarpresti í Laugarneskirkju, hefur verið veitt staða sendiráðs- prests í Gautaborg. Átta umsækj- endur voru um stöðuna. Davíðmeðiandsiiðinu Davið Oddsson forsætisráð- herra fer til Japans i dag í boöi íslensk-japanska félagsins. Með í fór er landsliðið i fótbolta. Svínakjöt hækkar Bændur hækka verð á svína- kjöti á næstu dögum. Morgun- blaðiö skýrði frá þessu. Opinnfóstruskóli Fósturskóli íslands opnar húsa- kynni sin fyrir börnum á öllum aldri siðdegis á morgun. Gestum verður boðið upp á sögustund, leikræna tjáningu, brúðuleikhús, tónlist og margt fleira, Frakkar aflétta hömkim Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna flutti óhindrað 4 gáma af fiski til Frakklands I gær. Sam- kvæmt RÚV hafa Frakkar ákveð- ið að aflétta hömlum á innflutn- ingi íslensks fisks. Nýttpipuorgel Nýtt pípuorgel er komið í Víöi- dalstungukirkju. Orgelið er 6 radda, smíðað af Katli Sigurjóns- syni. Aö sögn Mbl. veröur orgelið vígt á sunnudaginn. Orkustofnunskiptupp Á boðuðum ársfundi Orku- stofnunar verður rætt um að skipta stofnunínni í tvennt. Ann- ars vegar starfx hún sem stjóm- sýslustofnun og hins vegar sem sjálfstætt hlutafélag um orku- rannsóknir. Mbl. greindi frá þessu. -kaa Stúdentaráð Háskóla íslands kaus sér nýjan formann i vikunni. Á myndinni má sjá Dag B. Eggertsson, nýkjörinn formann, taka við lyklum aö skrifstofu ráðsins af fráfarandi formanni, Páli Magnússyni. Félagshyggjufólk í Röskvu vann nýverið kosningar til ráðsins og er með meirihluta í ráðinu. Dagur stundar nám í læknisfræði en verður væntanlega að fresta náminu um ár vegna þessa nýja trúnaðarstarfs í þágu stúdenta. DV-mynd BG Síbrotamaður: Dæmdurí15 mánaðafangelsi Hæstiréttur hefur dæmt sí- brotamann í 15 mánaöa fangelsi og til að endurgreiða 172 þúsund krónur auk vaxta og greiða allan málskostnað fyrir aö hafa ásamt öðrum brotist inn í söluturn við Óðinstorg í janúar í fyrra og stol- ið þaðan sígarettum, vindlum og peningum. Einnig fyrir að hafa svikið ríflega 172 þúsund krónur út úr sautján fyrirtækjum, bönk- um og einstaklingum á tímabil- inu frá desember 1992 fram í aprfl 1993. Síbrotamaðurinn hefur meðal annars verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun tfl mann- dráps. -GHS Krefstenn að dómararvíki Hæstiréttur hefur svarað kröfu Tómasar Gunnarssonar lög- manns um að allir dómarar við Hæstarétt víki í málum sem hann flytur eða mun flytja við réttinn. Segir í bréfi réttarins að hann geti ekki tekið fyrir kröfu Tómas- ar þar sem lögum samkvæmt þurfi slík krafa að koma fram í hveiju einstöku máli. Samkvæmt áreiðaniegum heimildum DV hefur Tómas þeg- ar lagt fram sömu kröfu í kæru- máli sem bíður úrlausnar réttar- ins. -pP Hugsanlegar aðildarviðræður að Evrópusambandinu: Jón Baldvin segir nýjar forsendur haf a skapast - kratar hafa einangrast á Alþingi í þessu máli Eftir að hafa rætt um samninga fjögurra EFTA-ríkja um aðild að Evrópusambandinu og alveg sér- staklega samninga Norðmanna þar um sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra á Aiþingi í gær, þegar hann flutti skýrslu sína um utanríkismál: „Niðurstöður þessarar lotu aðild- arviðræðna gefa nýjar forsendur til þess að meta kosti og galla aðfldar. Ríkisstjórnin hefur því ákveðiö að fela óháðum aöila, Háskóla íslands, að leggja hlutlægt mat á kosti og galla aðfldar íslands aö Evrópusamband- inu og bera saman stöðu íslands sem samningsaðfla að EES við Evrópu- sambandsaöild." Umræöur um skýrslu utanríkis- ráðherra stóðu fram á kvöld. Þar kom fram að Jón Baldvin Hannibals- son og Alþýðuflokkurinn eru ein- angraðir í þessu máli á Alþingi. Steingrímur Hermannsspn, Ólafur Ragnar Grímsson, Anna Ólafsdóttir Bjömsson og Björn Bjamason, for- maður utanríkismálanefndar, lýstu því öfl yfir að umsókn um aðild kæmi ekki til greina. Þau bentu öll á nauð- syn þess að hefja þegar í stað viðræð- ur við ESB um tvíhliða samning þar sem ljóst væri að ísland er að verða eitt eftir með EES-samninginn. Þess- ari sömu skoðun hefur Davíð Odds- son forsætisráðherra einnig lýst yfir. Jón Baldvin tók fram í sjálfum umræðunum að eins og stæði væri umsókn um aðild að ESB ekki á dag- skrá. Hins vegar væri ljóst að það bæri að skoða það mál vel, kosti þess og galla fyrir okkur íslendinga að sækja um aðild. Enginn ræöumanna nema Rann- veig Guðmundsdóttir, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, tók undir þetta. Jón Baldvin hlaut mjög harkalega gagnrýni fyrir sjónarmið sín í málinu. Páll Pétursson og fleiri fógnuðu yfirlýsingu forsætisráðherra um að hann skyldi ætla til Brussel til viö- ræðna við ráðamenn þar um tvíhliða samning. Páll var reiður við Jón Baldvin og sagðist fagna því að for- sætisráðherra ætlaði ekld að hafa hann með sér til viöræðnanna. Ann- ars var umræðan öll óvenju málefna- leg og án gífuryrða. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.