Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 18. MARS 1994 31 Menning Sviðsmynd úr Sumargestum sem Nemendaleikhúsið sýnir um þessar mundir. Gaman og alvara Starfsemi Nemendaleikhússins hefur tekist sérstak- lega vel þetta árið. Uppsetningin á Draumi á Jóns- messunótt fyrr í vetur verður örugglega lengi í minn- um höfð og nú spilar útskriftarhópur Leikhstarskólans út öðru trompi með frumsýningunni á Sumargestum eftir Maxím Gorkí. Það eru margar ástæður fyrir því að sýningin tekst svona vel og sú fyrsta blasir raunar við augum þegar gengið er í salinn. Honum hefur verið umbreytt í frá- bærlega skemmtilegt umhverfi fyrir Sumargestina, þar sem lúin tjöld, visnaðar rósir og rykfallin málverk fylla salinn og kallast á við angurværð og lífsleiða persónanna í verkinu. Sviðsmynd Stígs Steinþórsson- ar er hreinasta veisla fyrir augað, hlaðin smáatriðum og alls kyns dóti sem truflar þó ekki heldur skapar sannfærandi bakgrunn fyrir samskipti fólksins. Kjartan Ragnarsson leikstjóri fyllir þetta svið af lífi og nýtir hvern krók og kima. Undir hans stjórn skilar leikgerðin andblæ hðins tíma og ekki gleymist kald- hæðnisleg gamansemin. Sýningin er oft sprellfjörug og einstaklega lifandi þrátt fyrir alvarlegan og ádeilu- kenndan undirtón. Sjö af átta útskriftarnemum Leikhstarskólans taka þátt í þessari sýningu ásamt fjórum gestaleikurum. Leikaraefnin eru Benedikt Erhngsson, Guðlaug Ehsa- bet Ólafsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigrún Ól- afsdóttir og Þórhallur Gunnarsson. Þau hafa tekist á við æði fjölbreytt verkefni í sýning- um vetrarins og áhorfendum hefur gefist kostur á að kynnast þeim ahnáið á sviðinu. Án þess að fara að gefa þeim sérstakar einkunnir er óhætt að segja að það verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíð- inni. Hópurinn er sterkur sem hehd en þó er meira um vert að þetta eru skemmtilega óhkir einstaklingar og í verkefnum vetrarins hefur strangt fjögurra ára nám skhað sér í ótrúlega þroskuðum vinnubrögðum. Leikritið fjallar um menntafólk í Rússlandi í kring- um aldamótin síðustu og á yfirborðinu svipar því um margt til verka Antons Tsjekhovs. Hópur fólks lætur sér leiðast í sumarhúsi. Þarna eru læknar, rithöfund- ur, verkfræðingur og málafærslumaður, upplýst fólk á þeirra tíma mælikvarða. Þau eru runnin upp úr al- þýðustétt og áttu sér einhvem tíma hugsjónir en þær em ýmist gleymdar eða orðnar æði rykfalhiar. Degin- um eyða þau í endalaust orðagjálfur, lethegar uppá- komur, smárifrildi og pirring svona almennt. Undir yfirborðinu krauma duldar ástríður og þær brjótast fram í ýmsum myndum þegar minnst varir. Hugsjónaþreytan nær inn í hjónaböndin sem farin eru að ghðna alvarlega á saumunum og eftir því sem hður á verkið veröur það æ ljósara að uppgjör er óhjá- Leiklist Auður Eydal kvæmhegt. Þessi ágæti hópur leikiistarnema hefur fengið úrvals fagfólk til hðs við sig. Auk þeirra Kjartans og Stígs eiga Eghl Ingibergsson, sem sér um stemningarfulla lýsingu, og Margét Pálmadóttir, sem aðstoðaði við skemmtilega útfærslu á söng, sinn heiður af útkom- unni. Þá taka íjórir gestaleikarar þátt í sýningunni. Það eru þau Magnús Jónsson, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Sigurður Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Þátttaka þeirra fehur eðlhega inn í hehdina og útkom- an er ein af betri sýningum Nemendaleikhússins til þessa. Nemendleikhúsiö sýnir i Lindarbæ: Sumargesti eftir Maxim Gorkí Þýöing: Árni Bergmann Leikgerð unnin af Kjartani Ragnarssyni og hópnum, byggð á leikgerð Peters Steins og Botho Strauss Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd og búningar: Stigur Steinþórsson Lýsing: Egill Ingibergsson SÍ í stuði Tónleikar voru í Háskólabíói í gærkvöldi. Sinfóníu- hljómsveit íslands lék. Stjórnandi var Rico Saccani. Einleikari á sehó var Erhng Blöndal Bengtsson. Á efn- isskránni voru verk eftir Hector Berhoz, Robert Schumann, Pjotr Tsjækofskí og Ottorino Respighi. Ef undirritaður hefur gengið of linlega fram í að krefjast nýs tónhstarhúss upp á síðkastið fékk hann áhrharíka áminningu þar um á þessum tónleikum. Þakleki í Háskólabíói sendi þunga vatnsdropa í óreglu- legu hljóðfalh rakleiðis í sæti gagnrýnandans og var þar allt orðið vel blautt. Önnur sæti aht í kring voru skraufþurr. Kannski var þetta ábending frá stjórn hljómsveitarinnar um að þau illu skrif sem hrutu úr tölvu gagnrýnandans eftir síðustu tónleika verði ekki hðin átölulaust. Ef þessi er skýringin gefst nú gott tækifæri th yfirbóta því að á tónleikunum í gærkvöldi lék hljómsveitin eins og best hún getur. Mestu mun- aði hér um stjórnandann sem stjómaði af afslöppuðu öryggi og með góðum tilþrifum. Látbragð hans var stundum svolítið leikrænt en hann stóð vel fyrir slíku og setti framkoma hans skemmtilega glaðværan svip á tónleikana. Einleikarinn Erling Blöndal Bengtsson brást ekki aðdáendum sínum frekar en endranær. Leikur hans í sellókonsert Schumanns var sérlega blæbrigðaríkur og fahegur og var þar hvergi snurðu að finna. Fyrsta verkið á efhisskránni, Carneval eftir Berhoz, hljómaði mjög vel á þessum tónleikum. Útsetningin er vel gerð og hljóðfall og hendingaskipun skemmti- lega persónuleg eins og oftast er í tónhst þessa sér- kennhega Frakka. Capriccio Italiene eftir Tsjækofskí er fuhþunnt til að vera boðlegt verk á sinfóníutónleik- um nú th dags og er þetta sagt með fullri virðingu fyrir hinu merka rússneska tónskáldi. Furur Róma- borgar era mun innihaldsríkari og er þar einkum átt Tórúist Finnur Torfi Stefánsson við hljómsveitarbúning verksins sem er sérlega hug- myndaauðugur og vel hljómandi. Annar efniviður verksins ristir ekki tiltakanlega djúpt. Kafh númer tvö, fururnar hjá grafhvelfmgunum, er þó undantekn- ing frá þessu. Þar tekst höfundi að ná öhum þáttum saman í öfluga og hrífandi heild. Það voru ekki aðeins stjórnandinn og hljómsveitin í hehd sem stóðu sig vel á þessum tónleikum. Nokkrir hljómsveitarmenn létu ljós sitt skína í fallega sphuðum einleiksköflum og má þar nefna Daða Kolbeinsson á enskt horn, Einar Jóhannesson á klarínettu og Ásgeir Steingrímsson á trompet. Þrátt fyrir ofankomu og blautt sæti skal í kjölfarið á þessari jákvæöu umsögn á það hætt að setja fram nokkra gagnrýni á hljómsveitina. Efnisval henn- ar er allt of þröngt og verður það æ tilfmnanlegra eft- ir því sem lengra hður. Hún þarf að leita lengra aftur í tímann að verkum th flutnings. Mikhvægast er þó að hún færi sig nær nútímanum. Afmæli Mikkalína María Alexand- ersdóttir - Lína Mikkalína María Alexandersdóttir, th heimilis að Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, er áttræð í dag. Starfsferill Lína fæddist á Suðureyri við Súg- andaQörð og ólst þar upp. Hún hefur stundað húsmóðurstörf frá giftingu, lengst af í Steinbúð (Garðastíg 4) á Suðureyri. Lína fluttí. síðan th Ákra- ness 1984 og hefur átt þar heima síð- an, fyrst að Hjarðarholti 8 en á Höfða frá árslokum 1993. Fjölskylda Lína giftist 1.6.1941 Ingólfi Jóns- syni, f. 9.8.1917. Foreldrar hans voru hjónin Jón Hálfdán Guðmundsson, útvegsb. á Gelti í Súgandafirði, og Arnfríður Guðmundsdóttir frá Laugum í Súgandafirði. Ingólfur starfaði lengst af hjá Fiskiðjunni Freyju í Súgandafirði en eftir að þau hjónin fluttu th Akraness starfaði hann hjá Fiskiðjunni Arctic hf. og HBhf. Börn Línu og Ingólfs eru Jónína Ingólfsdóttir, f. 10.4.1941, ljósmóðir á Akranesi, gift Ásmundi Olafssyni en þau eignuðust þijá syni; Magnús D. Ingólfsson, f. 11.3.1944, verkstjóri í Reykjavík, kvæntur Margréti Guð- jónsdóttur en þau eiga þrjú börn; Arnfríður Ingólfsdóttir, f. 29.9.1947, starfsstúlka í Hafnarfirði, gift Pálma Adólfssyni en þau eiga þrjá syni; Hafsteirm Ingólfsson, f. 20.5. 1950, kafari á ísafirði, kvæntur Kristjönu Kristjánsdóttur og eiga þau þrjá syni. Afkomendur Línu og Ingólfs eru nú tuttugu ogíjórir alls. Alsystir Línu: Jónína Kristín, f. 1915, ekkja eftir Björn Steindórsson. Systkini Línu, samfeðra: Sigurð- ur, f. 1920, var kvæntur Kristínu Eyjólfsdóttur sem nú er látin; Björg- vin, f. 1923, var kvæntur Hrefnu Jóhannsdóttur sem nú er látin; Guð- munda Berta, f. 1926, gift Þóri Daní- Mikkalína María Alexandersdóttir. elssyni; Jóhann, f. 1934, kvæntur Kristínu Antonsdóttur. Foreldrar Línu voru Alexander Jóhannsson, f. á Eyri i Önundarfirði 31.10.1892, d. 29.11.1979, sjómaður á Suöureyri, og fyrri kona hans, Berta Guðrún Daníelsdóttir frá Vöðlum í Önundarfirði, f. á Sæbóli á Ingjaldssandi 6.8.1893, d. 31.8.1916. Seinni kona Alexanders var Mar- grét Sigurðardóttir. Ætt Alexander var sonur Jóhanns Jónssonar, b. á Eyri við Önundar- fjörð, og Jónínu Kristjánsdóttur frá Atlastöðum í Sléttuhreppi. Berta var dóttir Daníels Bjarna- sonar, b. og smiðs á Vöðlum og Kirkjubóli í Valþjófsdal, og Guðnýj- ar Kristínar, dóttur Finns Eiríks- sonar, b. frá Hrauni á Ingjaldss- andi, og Guðnýjar Guðnadóttur frá Kirkjubóli í Valþjófsdal. Lína og Ingólfur taka á móti gest- um á morgun, 19.3., á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Jörundar- holti 114, Akranesi. Þetta er yflrskrift hstahátiðar sem hefst í Seltjamarneskirkju á sunnudag og stendur fram yfir páska. Fulltrúar teiknilistar, mál- arahstar, glerlistar, tónlistar, leir- listar, vefnaðarhstar, danslistar, leiklistar og ljóðlistar munu sýna vork sín eða koma fram. Hátíöin hefst á sunnudag með guðsþjónustu kl. 11 og um kvöldið verða tónleikar Gunnars Kvaran sellóleikara og Selkórsins. Flutt verða verk eftir Bach og Hafhða Hallgrímsson. Tilgangur hátíðarinnar er að auðga menningarlíf í Seltjarnm-- nessöfnuði með því að bjóða upp á íjölbreyttan listhutning lista- manna sem búsettir cru á Seltjarn- arnesi og tengja saman kirkju og listir. Sýnd verða myndverk eftir nemendur Mýrarhúsaskóla, Val- húsaskóla og þau börn sem taka þátt í safnaöarstarfl kirkjunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.