Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. MARS 1994 Viðskipti Ufsi áfiskm. kr./kg- Mi Fi Hlutabr. Isi útvfél. I I 1 I 1111 1111 2,84 I 2,83 Fö Má Þr Ml Bensín 92 okt. torrn Mi Fi Fö Má Þr Mi Sænska krónan 9,22 Þr Mi Fi Kauph. í Frankfurt Oax-' ~J: .bri' t* ■ b~! ... L'"' 30 Fi Fö Má Þr Mi Fi Sænska krónan áuppleið Meöalverð fyrir ufsa á fisk- mörkuöum lækkaði lítillega í gær eftir nokkra uppsveifiu dagana á undan. Veröið í gær var 41 króna kílóið. Þrátt fyrir tilkynningu um hagnað á síðasta ári lækkuðu hlutabréf íslenska útvarpsfélags- ins í veröi í gær um 1,7%. Gengið fór í 2,85. Eftir lækkun í síðustu viku hef- ur 92 oktana bensín í Rotterdam hækkað á ný. Á þriðjudag og miðvikudag var tonnið selt á 142 dollara. Á einni viku hefur gengi sænsku krónunnar gagnvart þeirri íslensku hækkað í veröi um rúfnt 1%. Sölugengið var skráð 9,202 krónur í gær. Hlutabréf í Þýskalandi eru greinilega að hækka í verði því DAX-30 vísitalan í kauphölhnni í Frankfurt hefur hækkað jafnt og þétt síðustu daga. -bj b 188 milljóna króna tap Flugleiða 1993: Þessi af koma er ekki viðunandi - sagði forstjóri Flugleiða á aðalfundi Þessi mynd, sem var tekin á aðalfundi Flugleiða i gær, lýsir kannski af- komu Eimskips og Flugleiða á siðasta ári. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips en stjórnarformaður Flugleiða, er öllu léttari á brún heldur en Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. Eimskip hagnaðist um 368 milljónir en Flugleiðir töpuöu 188 milljónum. DV-mynd GVA „Það var strax ljóst við áætlana- gerð í upphafi árs 1993 að rekstur félagsins yrði erfiður á árinu. Sú var raunin og tap varð af rekstri félags- ins sem nam 1,4% af veltu. Þetta er annað árið í röð sem félagið má þola tap af starfseminni. Þessi afkoma er ekki viðunandi og verður þaö aðal- verkefnið á komandi mánuðum að snúa þessari þróun við, bæði með hertri markaössókn og með því að leita leiða til frekari sparnaðar," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í upphafi ræðu sinnar á aðalfundi félagsins fyrir árið 1993. Á árinu varð 188 milljóna króna tap af starfsemi Flugleiða sem er 40% meira tap en árið áður þegar 134 milljóna króna tap varð af starfsem- inni. Af 188 milljóna tapi nam tap af innanlandsflugi síðasta árs 125 millj- ónum króna. Á aðalfundinum var tillaga stjórnar samþykkt um að greiða hluthöfum ekki arð og er það í fyrsta sinn sl. 10 ár. Afkoman af rekstrarliöum utan fjármagnskostnaöar batnaði lítillega frá fyrra ári, 703 milljóna króna hagnaður samanborið við 687 mfilj- ónir árið 1992. Rekstrartekjur voru 13,3 mfiljarðar og rekstrargjöld 12,6 milljarðar. Farþegum fjölgaði um 3% á árinu en meðalfargjald lækkaði um tæp 4% á árinu. Gerigistap síðasta árs var rúmir 2 milljarðar. Eigið fé Flugleiða í árslok var tæp- ir 4 mfiljaröar króna. Eiginfjárhlut- fall, þ.e. hlutfall eiginfjár af heildar- fjármagni, lækkaði úr 18% í 16% milli ára. Því hafa Flugleiðir enn fjar- lægst markmiö sitt um 25% eiginfjár- hlutfafi. Að sögn Sigurðar er mikfi lægð á hlutabréfafharkaðnum ástæð- an fyrir því að ekki hefur verið ráð- ist í hlutafjárútboð til að bæta eigin- fjárhlutfallið. Hlutafé Flugleiða í árs- lok var rúmir 2 milljarðar og hluthaf- ar 4.460 talsins, 83 fleiri en í árslok 1992. Rúmlega 3,5 milljóna hagnaöur varð af rekstri dótturfélaga Flugleiða en árið 1992 varð 26 mfiljóna hagnaö- ur. Lakari afkomu dótturfélaga má einkum rekja til 12 mfiljóna króna taps af rekstri Úrvals-Útsýnar á síð- asta ári. Mestar áhyggjur af innanlandsfluginu Af afkomu síðasta árs hafa forráöa- menn Flugleiða mestar áhyggjur af tapinu á innanlandsfluginu en sá rekstur er stór hluti af veltu félags- ins. Tap varð aö auki af N-Atlants- hafsfluginu en hagnaður af Evrópu- fluginu og öörum greinum. í innanlandsfluginu minnkuðu flutningar um 4% milfi ára og lfleöslunýting versnaði um 2%. Fraktflutningar innanlands voru tæp 1.400 tonn og minnkuðu um 8% frá árinu 1992. Farþegar voru 249 þúsund en voru 241 þúsund árið 1992. Sætanýtingin versnaði um 2% mfifi ára. Flugleiðir fljúga tfi 9 staða á landinu, þar af eru 4 staðir lang- stærstir: Akureyri, Vestmannaeyjar, ísafjörður og Egfisstaðir. Sigurður sagöi á aðalfundinum að innanlandsflug væri háð sveiflum í efnahagsfifinu og samkeppni hefði aukist á mfili flugfélaga. Með hlið- sjön af þessum aðstæðum var ákveð- ið um mitt sl. ár að nota þrjá Fokk- era í innanlandsfluginu og leigja fjórðu véfina tfi Austrian Airlines. Sú leiga er reyndar útrunnin og ekki hefur tekist að afla fleiri verkefna. Flugleiðir hafa ákveðið að endur- meta alla rekstrarþætti innanlands- flugsins. Engar áætlunarleiðir verða lagðar niður en að sögn Leifs Magn- ússonar, yfirmanns innanlands- flugsins, er helsta breytingin í ár aö Flugfélag Norðurlands míin taka að sér flug til Sauöárkróks fjórum sinn- um á viku í sumar. Ferðum tfi Sauð- árkróks með Fokkervél verður fækk- að niður í fjórar á viku samkvæmt sumaráætlun. -bjb Sveif lur á gengi gjaldmiðla Gengi helstu gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni hefur sveiflast til undanfarna viku. Ekki er um stór- vægfiegar sveiflur að ræða. Myntir eins og pund og jen hafa lækkað fyrst en hækkað aftur síðustu daga. Á meðfylgjandi grafi hafa aðeins sænska krónan, franski frankinn og ECU-mynt hækkað frá síðustu viku. Um óverulegar hækkanir er að ræða. Enginn gjaldmiöfil hefur einungis tekið verðlækkunum á þessum tíma. Af gjaldeyrismálum á erlendum mörkuðum er það helst að frétta að ákvörðun þýskra, franskra og sviss- neskra stjómvalda um óbreytta vexti hefur haldið gengi viðkomandi gjaldmiðla stöðugu. Hins vegar eru vonir um vaxtahækkun í Bandaríkj- unum. -bjb Húsnæðisbréfá almennan mark- að5.apríl Mjög dræm þátttaka var í síð- asta útboði Húsnæðisstofnunar á húsnæöisbréfum. Aðeins bárust 6 tilboð upp á 85 milljónir með meðalávöxtuninni 5,08% og 2 tfi- boðum var tekið með 5% ávöxt- un. Að sögn Sigurðar E. Guö- mundssonar, forsfjóra Hús- næðisstofnunar, var þetta síðasta útboð sinnar tegundar á hús- næðisbréfum. Næsta uppboð, 5. apríl nk., fer i fyrsta sinn fram á almennum skuldabréfamarkaöi. Þá verður ekki lengur selt beint til lífeyrissjóða heldur munu veröbréfafyrirtæki annast sölu á húsnæðisbréfum til handa hveij- um sem verða vill. Stefnt er að sölu á húsnæðisbréfum i ár fyrir 10 milljarða króna. „Dræmar undirtektir valda okkur að sjálfsögöu miklum von- brigðum í síðasta útboði en ég bíð spenntur eftir viðbrögðum á al- mennum markaði,“ sagði Sigurð- ur. Myndmark breytirvið- skiptaháttum í tilkynndngu frá Samkeppnis- stofhun segir að forsvarsmenn og félagar í Myndmarki, félagi myndbandaútgefenda og mynd- bandaleiga, hafi látið af meintum samkeppnishindrunum. Stofh- uninni barst formleg yfirlýsing þess efifls. 1 ljósi yfirlýsingarinnar hefur samkeppnisráð ákveðið að haíást ektó frekar að í máfinu. Rökrásflytur inn sætuefni Heildsölu- og þjónustufyrirtæk- ið Rökrás í Reykjavík er komið með umboö og dreifingu á sætu- efnínu Sweet'n Low frá Band.a- ríkjunum. Nýjung í framleiðslu kemur frá fyrirtækinu i vor en þaö er sykurfrítt sælgæti. Sætuefnið er ekki talið valda skaöa á tönnum. Efht verður til sérstakrar kynningar 7. aprfl nk. í tfiefni af alþjóðlegum tann- verndardegi. Að sögn Jóhannes- ar I. Friðþjófssonar fijá Rökrás er ætlunin að fá stimpil frá Tann- læknafélagi íslands. -bjb SOmilljónatap hjá KEA1993 Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Ég er mjög óánægður eins og gefur að skilja því við erum að tapa peningum," segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, en um 50 mifijóna króna tap varð á rekstri kaupfélagsins á síðasta ári. Þar er einungis um að ræða móður- fyrirtækið sjálft en verulegt tap er einnig á rekstri dótturfyrir- tækjanna og þá sérstaklega á vatnsútflutningsfyrirtækinu AKVA. Magnús Gauti segir að við þess- um taprekstri verði að bregðast með aðhaldsaðgerðum eins og reyndar hafi verið gert. Sumar þeirra aðgerða hafi skfiaö árangri en aðrar ekki. „Viö verðum að reyna að spfia eíns vel og við get- um úr því sem við höfum því við búum við samdrátt í landbúnaöi og fiskveiðum þannig að við sjáum ekki fram á aukin umsvif." Hvort þaö komi tfi greina að hætta vatnsútflutningnum segir Magnfls Gauti að hlutafjárútboð í AKVA sé í gangi í Bandaríkjun- um. „Því lýkur í apríl og að því loknu munum við taka ákvöröun um framhaldið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.