Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 18. MARS 1994 Afmæli Grímur Skúlason Norðdahl Grímur Skúlason Norðdahl, b. á Úlfarsfelli í Mosfellssveit, er áttatíu ogfimmáraídag. Starfsferill Grímur er fæddur á Úlfarsfelli og ólst þar upp. Hann vann þar til 1940 og var þar fyrirvinna 1934-AO, vann í byggingarvinnu og við innheimtu- störf í Reykjavík 1940-47 og í Kópa- vogi 1947-61 en hefur verið b. á Úlf- arsfelli frá 1961. Grímur var í stjórn Ungmennafé- lagsins Aftureldingar í fimmtán ár, var formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings, sat í stjórn Ung- mennasambands íslands á annan áratug, var einn af stofnendum og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Breiðabliks og sat í stjórn Náttúru- verndarfélags Suðvesturlands um skeiö og var varaformaður þess. Hann fór til Finnlands fyrir Ung- mennasamband íslands á eina fyrstu norrænu æskulýðssamkom- una 1949. Grímur er heiðursfélagi UMFAog UMFB. Fjölskylda Grímur kvæntist 18.3.1949 Ragn- heiöi Guðrúnu Guðjónsdóttur, f. 7.10.1912, d. 11.2.1988, húsfreyju, dóttur Guðjóns Jóhannssonar, skó- smiðs og bátasmiðs í Súgandafirði, og síðar í Kópavogi, og konu hans, Ágústu Bjarnadóttur húsfreyju. Börn Gríms og Ragnheiðar eru Skúli Norðdahl, f. 23.12.1946, iðn- verkamaður á Úlfarsfelli; Ingibjörg Norðdahl, f. 9.10.1948, flugfreyja í Reykjavík, gift Daníel Þórarinssyni viðskiptafræðingi og eiga þau þrjú börn; Guðmundur Norðdahl, f. 17.9. 1950, strætisvagnastjóri í Reykjavík; Guðjón Ágúst Norðdahl, f. 18.8.1952, iðnverkamaður í Reykjavík, kvænt- ur Auðbjörgu Pálsdóttur kennara. Systkini Gríms eru Haraldur Norðdahl, f. 24.9.1897, fyrrv. toll- vörður; Lára Norðdahl, f. 26.7.1899, d. 14.10.1970, húsfreyja að Mosfelli; Kjartan Norðdahl, lengst af b. og verkamaður á Úlfarsfelh; Guð- mundur Norðdahl, f. 27.61904, d. 17.11.1918; RannveigÁsdís Norðdahl, f. 11.4.1906, d. 22.4.1908; GuðrúnÁsdís Norðdahl, f. 2.3.1911, nú látin, lengst af afgreiðslumaður í Iðnó; Úlfar Norðdahl, f. 14.2.1916, lengst af vegavinnumaður og vinnu- maðurtilsveita. Foreldrar Gríms voru Skúli Norðdahl, f. 18.3.1870, d. 6.8.1934, vegaverkstjóri og b. á Úlfarsfelli, og kona hans, Guðbjörg Guðmunds- dóttir,f. 2.11.1874, d. 1941. Ætt Skúli var sonur Guðmundar Norðdahl, b. á Elliðakoti í Mosfells- sveit, Magnússonar Norðdahl, prests í Meðallandsþingum, Jóns- sonar, prests í Hvammi í Norður- árdal, Magnússonar, sýslumanns í Búðardal, Ketilssonar. Móðir Magn- úsar sýslumanns var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúla fógeta. Móðir Magnúsar Norðdahls var Guðrún Guðmundsdóttir, sýslu- manns á Svignaskarði, Ketilssonar, bróður, samfeðra, Magnúsar í Búð- ardal. Móðir Guðmundar var Rann- veig Eggertsdóttir, prests í Stafholti, Bjamasonar landlæknis Pálssonar. Móðir Eggerts var Rannveig Skúla- dóttir fógeta Magnússonar. Móðir Skúla var Guðrún Jónsdóttir, b. í Langholti, Gissurarsonar og Guð- rúnar Jónsdóttur, b. á Syðri-Steins- mýri, Jónssonar, prests í Meðal- landsþingum, Jónssonar, bróður Steingríms biskups. Móðir Jóns prests var Helga Steingrímsdóttir, systir Jóns eldprests. Móðurbróðir Gríms var Eiríkur, afi Vigdísar forseta. Annar móður- bróðir Gríms var Einar, faðir Guð- mundar frá Miðdal, föður Errós. Guöbjörg var dóttir Guðmundar, b. í Miðdal, Einarssonar, b. á Álfsstöð- Grímur Skúlason Norðdahl. um á Skeiðum, Gíslasonar, b. þar, Helgasonar, bróður Ingveldar, móð- ur Ofeigs ríka á Fjalli, langafa Grét- ars Fells rithöfundar. Móðir Guð- mundar var Margrét Hafliðadóttir, b. á Birnustöðum, Þorkelssonar. Móðir Guðbjargar var Vigdís Ei- ríksdóttir, b. á Vorsabæ á Skeiðum, Hafliðasonar, bróður Margrétar. Grímur tekur á móti gestum í Hlé- garðisunnudaginn20.3. kl. 16.00. 90 ára Helgi Elíasson, Háteigsvegi 16, Reykjavík. Guðný Guðjónsdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. 85 ára Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Bergstaöastræti 40, Reykjavík. 80 ára Sveinbjörn Þorsteinsson, Skálholtsstíg 2, Reykjavik. Björn Bjarnason, Birkihlíð, Skriðdalshreppi. Sigrún Jóhannsdóttir, Víðimel48, Reykjavík. Jóruun Hrólfsdóttir, Eyrarvegi 29, Akureyri. 70 ára Sigriður Benny Eiríksdóttir, Ljósheimum 9, Reykjavík. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Brúnalandi 19, Reykjavík. Steinunn Guðjónsdóttir, Hafbliki, Grýtubakkahreppi. EinarGislason, Sóleyjargötu 15, Reykjavík. 60 ára Andrés Sigurðsson, Hrauntungu 49, Kópavogi. Jóbanna Birna Ágústsdóttir, Melavegi 9, Hvammstanga. Jóna Hóbnfríður Guðjónsdóttir, Höfðabrekku4, Húsavík. Anna Steinunn Eiriksdðttir, Hólavegi40, Sauðárkróki. Unnur Ólafsdóttir, Álftamýri 28, Reykjavik. 50 ára Viihjálmur Pálsson, Lambhaga24, Selfossi. Símon Gunnarsson, Austurvegi 13, Vík í Mýrdal. Eiginkona hans er Sigríöur Guð- mundsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 19. mars Helena Ágústa Óskarsdóttir, • Hverflsgötu 34, Reykjavík. 40ára Bjárni Höskuldsson, Sólbrekku 8, Húsavik. Ásta Kristín Andrésdóttir, Reykjafold30, Reykjavxk. Irma Ingimarsdóttár, Lokastíg 1, Dalvík. Hallur Kristján Illugason, Hcrjólísgötu 14, Hafnaríiröi. Svanfríður Arnórsdóttir, Hjallavegi 19, ísafirði. Sigrún Bénediktsdóttir, Linnetsstíg9a, Hafnarfirði. Helga Matthíasdóttir, Laufasvegi 26, Reykjavík. Jóhannes Karl Jia, Álagranda27, Reykjavík. Hinrik Kristjánsson, Ólafstúni 4, Flateyri. William Jensen William Jensen múrari, Brændgárdvej 5III, 7400 Herning, Danmörku, er sjötiu og fimm ára í dag. Starfsferill Wilham fæddist á Jótlandi og ólst þar upp. Hann lærði múrverk í Dan- mörku á unglingsárunum en kom til íslands 1946 og starfaöi þar við múrverk til 1986, lengst af í Reykja- vík. Fjölskylda William kvæntist 1957 Edith Hvid Jensen, f. 14.2.1932, húsmóður. Börn William og Edith eru Olga, f. 1957, húsmóðir og sjúkrahði í Koge í Danmörku; Leif, f. 1959, trésmiður í Herning í Danmörku; Erik, f. 1963, húsgagnasmiður í Danmörku. William Jensen. Foreldrar Wilham: Carl Peter Jensen, bakarameistari í 0re- sundsby á Jótlandi, og Olga Karo- hne Margrethe kaupmaður. Bemódus Ólafsson Bernódus Ólafsson vélstjóri, Mána- braut 5, Skagaströnd, varð sjötíu og fimmáraígær. Starfsferill Bernódus er fæddur á Gjögri í Árneshreppi á Ströndum og ólst upp í Kúvíkum í Reykjafirði á Strönd- um. Hann var einn vetur í Reykja- nesskóla við Ísaíjarðardjúp og síðar í Vélskólanum á ísafirði og lauk þaðan prófi sem vélstjóri. Bernódus vann sem vélstjóri að loknu prófi á bát frá Keflavík. Hann gerðist vélstjóri hjá Hólanesi hf. á Skagaströnd 1943 og hefur verið búsettur þar frá þeim tíma. Bernód- us hefur unnið ýmis störf sem þó aðallega eru tengd sjósókn og fisk- vinnslu. Bernódus var oddviti í hrepps- nefnd Höfðahrepps 1974-78 og einn- ig var hann í sýslunefnd Austur- Húnavatnssýslu 1982-85. Bernódus var virkur félagi í Leikklúbbi Skagastrandar í mörg ár, jafnt sem leikari og leikstjóri. Hann tók einnig þátt í starfsemi Ungmennafélagsins Fram og í Bridgeklúbbi Skaga- strandar. Fjölskylda Bernódus kvæntist 1.7.1944 Önnu Hahdórsdóttur Aspar, f. 7.1.1923, húsmóður. Foreldrar hennar: Hall- dór Guðmundsson Aspar og Krist- björg Torfadóttir. Þau voru búsett á Ákureyri. Börn Bernódusar og Önnu: Haha Björg, f. 27.3.1944, starfsmaður á leikskóla, gift Ara Hermanni Ein- arssyni, skrifstofu- og sölumanni frá Móbergi í Langadal, þau eru búsett á Blönduósi og eiga þrjú börn, Einar Hauk, Önnu Aspar og Helgu Óhnu; Þórunn, f. 18.7.1945, nemi og starfs- stúlka, gift Guðmundi Jóni Björns- syni, gröfumanni frá Skagaströnd, þau eru búsett á Skagaströnd og eiga þrjár dætur, Elísabetu Eik, Auði Evu og Kristbjörgu Unu, Þór- unn átti dóttur fyrir, Önnu Sjöfn Jónasdóttur; Ólafur Hahdór, f. 23.8. 1951, kennari, kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur, skrifstofumanni frá Sauðárkróki, þau eru búsett á Skagaströnd og eiga tvö börn, Hall- dór Gunnar og Hólmfríði Önnu; Lilja, f. 10.11.1959, póstmaður, hún er búsett í Reykjavík. Systkini Bernódusar: Herbert, starfsmaður Þjóðleikhússins, hann er búsettur í Reykjavík; Björg, fyrrv. starfsmaður á Landakotsspít- ala, hún er búsett í Reykjavík; Karit- as Laufey, starfsmaður á elhheimih, Bernódus Olafsson. hún er búsett á Skagaströnd. ForeldrarBernódusar: Ólafur Magnússon, f. 3.2.1890, d. 1948, sjó- maður, og Þórunn Samsonardóttir, f. 16.5.1891, d. 1986, húsmóðir, þau bjuggu á Gjögri í Ámeshreppi. Ætt Ólafur var sonur Magnúsar, hús- manns á Gjögri, Jónssonar, b. í Tungugröf, Guðbrandssonar, b. í Tungugröf, Ólafssonar. Móðir Ólafs á Gjögri var Lilja Þorbergsdóttir, b. í Reykjarvík, Bjömssonar, b. á Klúku í Bjamarfiröi, Bjamasonar. Ragnheiður Hákonardóttir Ragnheiður Hákonardóttir húsmóö- ir, Urðarvegi 33, ísafirði, er fertug í dag. Starfsferill Ragnheiður er fædd í Reykjarfirði við Djúp og ólst þar upp. Hún er gagnfræðingur frá Gagnfræðaskól- anum á Reykjanesi 1970 og var í Húsmæðraskólanum á Varmalandi 1971-72. Ragnheiður lærði tækni- teiknun 1975-76 og þá er hún með 30 tonna skipstjórnarréttindi frá Iðnskólanum á ísafirði. Hún var í öldungadeild Framhaldsskóla Vest- fjarða 1991-93 og hefur að undan- förnu verið í námi í svæðabundinni leiðsögn. Ragnheiður vann við landbúnað og einnig við skrifstofu- og verslun- arstörf. Hún var ennfremur i afleys- ingum til sjós sem kokkur. Ragn- heiður hefur sinnt húsmóðurstörf- umundanfarinár. Ragnheiður starfaði með JC- hreyfingunni 1978-82 og sat í stjórn Foreldrafélags Grunnskólans á ísafirði 1986-91. Hún hefur starfað mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og verið í framboði en Ragnheiður skipar nú 5. sæti hstans fyrir kosn- ingamar í vor. Hún er fyrrv. for- maður Sjálfstæðiskvennafélagsins og fyrrv. stjórnarmaður í Sjálfstæð- isfélagi ísfirðinga. Ragnheiður, sem situr í skólanefnd Grunnskóla ísa- fjarðar, er í varastjórn Landssam- bands sjálfstæðiskvenna og situr í fulltrúaráði flokksins á ísafirði. Fjölskylda Ragnheiður giftist 20.8.1977 Guð- bjarti Ásgeirssyni, f. 10.6.1949, skip- stjóra. Foreldrar hans: Ásgeir G. Guðbjartsson skipstjóri, og Sigríður Brynjólfsdóttir húsmóðir. Þau eru búsett á ísafirði. Börn Ragnheiðar og Guðbjarts: Sigrún Helga, f. 5.7.1976, nemi í FSV; Ásgeir Guðbjartur, f. 8.12.1977, nemi í FSV; Hákon Oddur, f. 7.3. 1984; Jónína Guðbjörg, f. 13.7.1986; Guðbjartur, f. 26.3.1988, d. 27.3.1988; Alberta Gullveig, f. 27.4.1990; Jó- hann Gunnar, f. 17.1.1992. Bræður Ragnheiöar: Ingimundur, f. 26.3.1955, verslunarstjóri, maki Sigrún Óladóttir bankastarfsmað- ur, þau em búsett í Reykjavík og eiga fjögur börn; Salvar, f. 6.3.1959, bóndi í Reykjarfirði; Marinó Krist- inn, f. 26.3.1963, smiður, maki Júlía Þórðardóttir rafvirki, þau em bú- sett á ísafirði og eiga tvö böm. Foreldrar Ragnheiðar: Hákon Salvarsson, f. 14.6.1923, bóndi og Ragnheiður Hákonardóttir. hreppstjóri, og Steinunn Helga Ingi- mundardóttir, f. 29.9.1933, hús- freyja. Þau era búsett í Reykjarfirði. Ætt Hákon er sonur Salvars Ólafsson- ar, f. 4.7.1888, d. 3.9.1978, bónda í Reykjarfirði, og Ragnheiðar Hákon- ardóttur, f. 16.8.1901, d. 19.5.1977, húsfreyju og hannyrðakonu. Steinunn Helga er dóttir Ingi- mundar Þ. Ingimundarsonar, f. 11.9. 1894, d. 30.5.1976, verkamanns og sjómanns á Hólmavík, og Maríu Helgadóttur, f. 15.4.1890, d. 14.1. 1966, húsfreyju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.