Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 29
Jóhanna Jónas í einu hlutverka sinna. Dónalega dúkkan Skjallbandalagið sýnir í kvöld kl. 20.30 Dónalegu dúkkuna eftir Dario Fo og Franka Rame í leik- húsi frú Emilíu í Héðinshúsinu. Potturinn og pannan í leiksýn- ingimni eru Jóhanna Jónas sem leikur einleik í þremur leikþátt- um og María Reyndal leikstjóri. Leikhús í Dónalegu dúkkunni er konan tekin fyrir í hinum ýmsu mynd- um. Velt er fram grátlegum en þó helst sprenghlægilegum per- sónum og uppákomum þar sem ítalskur hiti og ástríður kvenna ráða ríkjum. Sigurður Fjeldsted. Angóru- fatnaður til útiveru Fyrirtækið Angórufatnaður hf. í Borgamesi hefur í eitt og hálft ár framleitt undirfatnað og heilsufatnað úr angórahári og öðrum efnum. Fyrirtækið spinn- ur sjálft allt gam í framleiðslu sína og prjónar og vinnur úr því fatnað. Óll framleiðslan fer fram í Borgamesi nema spuninn á gaminu sem fer fram í Mos- fellsbæ. Um helmingur fram- leiðslunnar er seldur til útlanda. „Stærsti markaðurinn er Glæta dagsins Þýskaland. Við seljum einnig til Noregs, Ítalíu og ísraels," segir Sigurður Fjeldsted, forstjóri Ang- órufatnaðar. „Héma innanlands erum við í baráttu við erlendu vönma sem hefur haslað sér völl. Okkur gengur illa að sannfæra fólk um gæði vörunnar og að hún sé ódýr- ari en sú erlenda," segir Sigurð- ur. • Fyrirtækið hefur nýverið sett á markað undirfatnað sem er ætl- aður til notkunar fyrir alla þá sem dveljast utandyra í íslensku loftslagi. Áður en varan var boðin til sölu var hún rækilega prófuð, til dæmis af sjómönnum í Smug- unni, af útiverufólki á fjölium, af verkamönnum og ileirum. Að sögn Sigurðar hefur varan alls staðar staðist kröfur um einangr- unargildi, mýkt og endingu. Færð á vegum Á Suður- og Vesturlandi em flestir aðalvegir færir, þó er ófært um Bröttubrekku og Geldingadraga. Fært er um Snæfellsnes og Dali allt Umferöin vestur í Reykhóla. Á sunnanverðum Vestfjörðum er fært um Kleifaheiði og Hálfdán. Að noröanverðu er haf- inn mokstur á Steingrímsíjarðar- heiði og um ísafjarðardjúp. Fært er um Breiðadalsheiði og Botnsheiði. Fært er til Siglufjarðar og Akur- eyrar. Einnig er fært um Möðrudals- öræfi. Verið er að opna veginn til Borgarfjarðar eystra. Fært er um heiðar á Austfjörðum og með strönd- inni allt til Reykjavíkur. Blús barinn: Hljómsveitin Dan Cassidy and the Sundance Kid skemmtir á Blús bamum í kvöld og verður aðallega leikið blús, rytma blús, soul og rokk aö því er skemmtanastjórinn, Jónas Hailgrímsson, greinir frá. Dan Cassidy, sem er frá Washing- tonD.C. i Bandaríkjunum, leikur á fiðlu en hann hefur dvahð á íslandi í tvö ár. Söngkona hljómsveitar- innar er færeysk og heitir Sölva Jacobsen. Ásgeir Ásgeirsson leikur á gítar, Baldvin Baldvinsson á trommur og Stefán Ingólfsson á bassa. Tónleikamir hefjast um 23. Daniel Cassidy fiðluleikari og Sölva Jacobsen söngkona. Þessi bráðmyndarlega stúlka vó hún 3A12 grömm og mældist 52 fæddist8.marskl. l.OS.Viðfæðingu sentímetrar. Foreldrar þeirrar ---- stuttu,semhlotiðhefurnafniðÞór- dis María, eru Oddný Björnsdóttir og Runólfur Ómar Jónsson. Hús and- Meryl Streep og Jeremy Irons i Húsi andanna. anna Bíóborgin sýnir um þessar mundir Hús andanna. Myndin er byggð á bók Isabel Allende og er Bille August leikstjóri. Myndin gerist í Chile skömmu áður en herforingjastjórnin nær völdum. Viðfangsefnið er yfirstéttarfjöl- skylda í Chile, líf hennar og ástir. Fjölskyldufaðirinn Esteban bygg- Bíóíkvöld ir auð sinn á gulh sem hann fór að leita að þegar hann var ungjur og heitbundinn. Unnusta hans deyr meðan hann er fjarverandi og við heimkomuna kvænist hann systur hennar. í áranna rás verður hann einn af auðugustu mönnum í Chile. Hann fylgir hernum að málum og á þátt í að koma honum til valda. Vonbrigð- in verða því mikil þegar dóttir hans fehur fyrir almúgamannin- um Pedro sem er lýðveldissinni og andstæðingur Estebans í einu og öllu. Nýjar myndir Háskólabíó: Listi Schindlers Stjörnubíó: Dreggjar dagsins Laugarásbíó: Leiftursýn Bíóhölhn: Á dauðaslóð Saga-bíó: í loftinu Bíóborgin: Hús andanna Regnboginn: Arizona Dreain Gengið Almenn gengisskráning Ll nr. 76. 18. mars 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 72,140 72,320 72,670 Pund 107,580 107,850 107,970 Kan. dollar 52,720 52,850 53,900 Dönsk kr. 10,8730 10,9000 10,8210 Norsk kr. 9,8200 9,8450 9,7770 Sænskkr. 9,1680 9,1910 9,0670 Fi. mark 13,0430 13,0750 13,0890 Fra. franki 12,5040 12,5350 12,4810 Belg. franki 2,0664 2,0716 2,0609 Sviss. franki 50,1000 50,2300 50,8600 Holl. gyllini 37,8800 37,9800 37,7700 Þýskt mark 42,5900 42,7000 42,4000 it. líra 0,04306 0,04316 0,04297 Aust. sch. 6,0520 6,0670 6,0300 Port. escudo 0,4139 0,4149 0,4168 Spá. peseti 0,5185 '0,5197 0,5209 Jap. yen 0,68020 0.68190 0,69610 irskt pund 103,270 103,530 103,740 SDR 100,93000 101,18000 101,67000 ECU 82,2400 82,4500 82,0600 Simsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan 1 zl T~ n t É <? )D ira )Z i BH iL> ' n 18’ i l'r Lárétt: 1 könnun, 8 fyrirgangur, 9 tunga, 10 flaumósa, 12 poki, 13 keyrði, 14 rölt, 16 félaga, 17 smæst, 19 marga, 20 fæðu. Lóðrétt: 1 ávöxtur, 2 róðrarmaður, 3 kynstur, 4 liðugum, 5 varðandi, 6 pinni, 7 lélegast, 11 áhlaup, 13 ugg, 15 rösk, 17 svörö, 18 átt. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 skörp, 8 púta, 9 rök, 10 ðfugir, 11 kul, 12 akur, 14 griði, 16 ló, 17 ógrónir, 19 má, 20 slurk. Lóðrétt: 1 spök, 2 kúfur, 3 ötulir, 4 raga, 5 prikinu, 6 forulir, 7 æki, 13 rór, 14 góm, 15 pól, 18 gá. i '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.