Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími FOSTUDAGUR 18. MARS 1994. Viðbrögð við DV-könnun: Fólkið vill aukið frelsi „Ég er ekki hissa þó aö hátt hlut- fall sé fylgjandi frjálsum innflutningi á landbúnaöarvörum. Menn eru með á nótunum eftir umræðuna undan- farið, vita að þessar breytingar eru í vændum og eru sáttir við þá stefnu en vilja ekki að það kosti hrun í ís- lenskum landbúnaði," segir Stein- grímur J. Sigfússon um niðurstöður könnunar DV á fylgi við aukið frelsi í innflutningi landbúnaðarafurða. „Fólk vill aukið frelsi í innflutningi en gengur um leið út frá því að beitt verði eðlilegum jöfnunargjöldum eins og aðrar þjóðir gera. Þessar nið- urstöður sýna að það er rétt að sam- þykkja Gatt-samning um fijálsan innflutning og beita jöfnunargjöld- um. Bændasamtökin eru á því,“ segir Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda. „Neytendasamtökin hafa barist fyrir auknu frelsi í innflutningi land- búnaðarafurða og það er greinilegt að meirihluti þjóðarinnar er á sama máli. Það er mjög gott að vita af þess- um vilja þjóðarinnar og ég fagna því niðurstöðum könnunarinnar. Til að knýja fram samkeppni við íslenskan landbúnað verður að koma til aukið frelsi," segir Jóhannes Gunnarsson, ► formaður Neytendasamtakanna. „Þær aðgerðir sem ég hef verið að undirbúa hafa verið mjög mistúlkað- ar. Það er ekki pólitískur ágreiningur um að nauðsynlegt sé að auka frelsi í viðskiptum. Það verður hins vegar að ganga þannig frá málum að bænd- ur og aðrir sem lifa á landbúnaði geti haft trú á framtíðinni. En ómerkileg skrif hafa sjálfsagt valdið því að margir eru tortryggnir, þannig að ég er ekki hissa á því að svo mik- ill hluti íslendinga skuli vera á móti auknu frelsi," segir Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra. -GHS/KAA Hundur drapsl í slag um tík „Eg kom að hundinum hálfdauð- um. Þeir virðast hafa slegist með þeim afleiðingum að annar þeirra drapst,“ segir Lálja Guðrún Friðriks- dóttir, húsfreyja á Einholti í Horna- firði. Það var í gær sem tveir hundar af næsta bæ komu í heimsókn að Ein- holti. Lilja Guðrún er með tík sem hundarnir hafa sótt í og segir hún að þeir hafi fariö að gera sér dælt við tíkina og eitthvað orðið ósáttir. Það endaði með því að annar húndanna drap hinn. Upp á þetta horfðu börnin áEinholtiígær. -pp LOKI Ja, astm erheit-og hættu- HríðskjáKandi I _|J, _ |_| Kaidur og oiar þegar að var komið - gisti fangageymslu 1 nótt „Eg kom að honum á stað þar sem ég vinn. Ég hafði skroppið heim í kvöldmat um klukkan sjö og fór aftur í vinnuna hálftíma seinna, Þá sá ég að búið var aö brjóta rúðu og hann var þarna inni mjög kaldur og hríðskjálfandi. Hann var mjög blár en vildi ekki aö ég keyrði sig til læknis. Ég keyrði hann í loftköstum niður eft- ir og skildi við hann þar sem hann er til húsa. Þar ætlaði hann að hringja í föður sinn,“ segir Kristinn Gíslason. Um kvöldmatarleytið í gær varð smábátur vélarvana skammt fyrir utan Keílavík sem er vík skammt vestur af Grindavik. Skipverji stökk fyrir borð þegar bátuilnn átti skammt eftir upp í kletta í vík- inni. Synti hann í land en báturinn brotnaði í briminu í víkinni. „Mér skilst að vélin hafi bilað og harrn rekið að landi. Hann sagðist hafa stokkið af og synt í land. Það er alveg furöulegt hvernig hann gat klifrað upp klettana því aðstæður þarna eru ekki glæsilegar, klett- arnir 15 til 20 metra háir. Þeir sem fóru og skoðuðu hvar báturinn fór I land gátu ekki skilið hvernig í ósköpunum maðurmn gat klifrað þarna upp. Svo gekk hann í snjón- um um kilómetra leið í þessu frosti sem var. Hann var bara i blautum sokkum til fótanna og rennblaut- um fatnaði,“ segir Kristinn. „Þaö var ailt komið í spón þarna og engu að bjarga. Brakið úr bátn- um er í klettunum þarna, Haim var þónheppinn að komast í land, það brýtur alltaf í klettunum og svo er mikið útsog þarna,“ segir Guð- mundur Smári Tómasson, formað- ur björgunarsveitarinnar í Grinda- Samkvæmt upplýsingum lög- regiu á Selfossí er sjómaðurinn, sem er 28 ár gamall, grunaður um ölvun. Hann gisti fangageymslur í nótt og færa átti hann til yfir- heyrsluímorgun. -pp Bryndls Kristinsdóttir: Tuttugu ára stríði lokið „Eg er afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu. Það má segja að 20 ára stríði sé lokiö en allan þann tíma hafa tannlæknar reynt að stoppa mig,“ sagði Bryndís Kristinsdóttir tannsmiður við DV um sigur sinn fyrir Hæstarétti í gær. Þar felldi rétt- urinn úr gildi lögbann sem að kröfu Tannlæknafélagsins var lagt við því að Bryndís mótaði tanngóma sem hún smíðaði í sjúkhnga. Bryndís sagði að árið 1992 hefði sprengjan sprungið hjá tannlæknum þegar hún gerði samning við Trygg- ingastofnun ríkisins um að sjúkra- tryggingar greiddu hluta af kostnaði sjúklinga hennar. „Sigurinn er enn sætari fyrir þær sakir að ég stóð ein í þessari baráttu. Tannsmiðafélagið stóð gegn mér all- an tímann. Það lá við að hlakkaði í tannsmiðum ef ég myndi tapa mál- inu,“ sagði Bryndís. Nánar segir frá dóminumábls.4. -bjb 45börníófærð Um 45 fermingarbörn voru teppt í rútu á Mýrdalssandi í gærkvöld sök- um skafrennings og ófærðar. Unnið var að því að losa bíla úr sköflum á sandinumfráklukkanl8ti!23. -pp Forsætisráðherra fer til viðræðna í Briissel: Ákveðið án samráðs við Jón mjög óeðlilegt, segir Steingrímur Hermannsson Árni Sigfússon hóf störf sem borgarstjóri í morgun. Markús Örn Antonsson afhenti þá Árna spjald sem gengur að öllum dyrum ráðhússins. DV-mynd GVA í fyrirspurnatíma á Alþingi á fimmtudaginn tilkynnti Davíð Odds- son að hann væri að láta sína menn undirbúa ferð sína til Brússel. Hann ætlaði að ræða við æðstu ráðamenn þar um EES-samninginn og hugsan- legar viöræöur um tvíhhðasamning íslands og ESB. Jón Baldvin Hannibalsson viður- kenndi á eftir að hann hefði ekki haft hugmynd um þetta. Davíð heíði sagt sér þetta rétt áður en hann sté í ræðustól Alþingis og tilkynnti þjóð- inni þessa ákvörðun sína. „Mér þykir það í hæsta máta óeðh- legt að hann skuh segjast ætla að fara án utanríkisráðherra í svona stórmál sem heyrir undir utanríkis- ráðherra. Þetta heyrir undir hann einan því hér er ekki fjölskipað vald. Það er einnig mjög óeðhlegt að Davíð skuli tilkynna Jóni Baldvin um þessa ákvörðun sína um leið og hann stendur upp og fer í ræðustólinn. Hann er hreinlega að ganga framhjá utanríkisráðherra. Það hggur við að þetta sé lagabrot því hér á landi er hver ráðherra ábyrgur fyrir sínum málaflokki, öfugt viö það sem er í fjölskipuðu valdi. Hann er skipaður af forseta íslands yfir sinn málaflokk. En við hverju er að búast þegar mennirnir eru hættir að talast við? Ástandið innan ríkisstjórnarinnar er orðið með ólíkindum og mér er óskiljanlegt hvemig þetta getur gengið svona," sagði Steingrímur Hermannsson í morgun. „Eftir yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar á Alþingi í gær og raunar allra síðustu daga væri ég hikandi að láta hann stjórna viðræð- um um tvíhliða samning við Evrópu- sambandið ef ég væri forsætisráð- herra. Ég myndi sannarlega setjast niður með honum og ræða máhn vandlega. Ekki er nema eins og vika síðan utanríkisráðherra var þeirrar skoðunar að við ættum að leita eftir tvíhliðasamningum.“ -S.dór Veðrið á morgun: Víða létt- skýjað Á morgun verður hæg norð- austlæg eða austlæg átt og víða léttskýjað. É1 við Norðaustur- ströndina en annars víðast þurrt. Frost 4-16 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 ——— ■SfiV.'JLigslB L Btoo ompt k 1 on g RAFMOTORAR SuAurtendsbraut 10. S. 686490. w 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.