Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 18. MARS 1994 Stuttar fréttir Rússar vilja semja Rússar vilja semja við Banda- ríkjamenn um aöild að friðar- plani á vegum NATO. Kjamavopn N-Kóreumenn eru sakaðir um að hafa í smíðum míög öilugar eldflaugar. FundaiKaíró Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, og Shim- on Peres, utan- ríkisráöhcrra ísraels, eru sagðir ætla að hittast í Kaíró og hefja friðar- viöræður aö nýju eftir að þær stöðvuðust vegna tjöldamorö- anna í Hebron. Togaradeilan leyst Lausn er fundin á deilu togara- sjómanna og landstjómarinnar vegna kvótafrumvarpsins. Mamma Jacksons Móðir Michael Jacksons vitn- aði gegn ákærum um aö Jackson hefði misnotað 13 ára strák. SinnFeinn Clínton fagnaði sáttatillögu Sinn Feinn, hins pólitíska arms IRA, sem honum var sent. Krabbamein LyQð Tamoxifen, sem hefúr verið notaö við brjóstakrabba- meini, eykur líkurnar á leg- krabbameini. Heimsækir Bosniu John Major, forsætisráð- herra Bret- lands, kom til hafnarinnar Split í Króatíu en hann ætlar að heimsækja Sarajevo og heilsa upp á breskar hersveitir sem eru þar að störfum. Refsiaðgerðir Nígería vill aö refsiaðgerðum gegn írak verði aflétt. Tveirdrepnir Að minnsta kosti tveir voru drepnir í óeirðum í Nígeríu. Súlúforinginn Súlúforinginn Buthelezi hótar óeiröum ef kosningarnar í apríi verða haldnar án þátttöku hans. Bannaaðgang ísraelar hafa bannað öðrum en múslímum að koma ti) Temple Mount vegna Hebron morðanna. Fundifrestað Fundi milli Mandela og But- helezi, foringja súlumanna, var frestað þar sem óttast var um öryggi Mandela. Rússiand enn stórveldi Andrej Koz- yrev, utanrík- isráðherra Rússlands, sagöi að land sitt gæti ekki veriðeftirbátur Bandaríkjanna og sagði hætta- legt að fara fram á það f alþjóða- málum. Skakki turninn réttir við Skakki tuminn í Pisa er nú far- inn að rétta úr sér, að sögn vís- indamanna. Reuter Útiönd Umsátrinu í fiimsku borglnni Lahti er lokið: Strokuf anginn drap sig f rammi í eldhúsi Finnski leigumorðinginn og strokufanginn Ilpo Larha, sem lög- reglan hafði setið um í þrjá daga í borginni Lahti, kaus aö fremja sjálfs- morð meö byssu sinni í gær fremur en aö falla í hendur lögreglu og þurfa að afplána lífstiðardóm sinn fyrir morð sem hann fékk greitt fyrir. „Já, hann er dauður, hann skaut sig,“ sagði Pekka Ojala, lögreglu- stjóri í Lahti, við Reuters. Um eitt hundraö lögregluþjónar höfðu umkringt íbúðarblokkina þar sem Larha og félagi hans höfðu hald- ið til frá því á þriðjudag. Þeir struku báðir úr fangelsi í Helsinki í síðasta mánuði. Larha tilkynnti lögreglunni um klukkan 17 aö íslenskum tíma í gær aö hann ætlaði aö skjóta sig eða gef- ast upp eftir tuttugu og fimm mínút- ur. „Og það var einmitt þá sem við heyrðum skothvell og við töldum aö hann hefði valið,“ sagði Ojala. - Lögreglan skaut gasi inn í íbúðina áður en ráðist var til inngöngu. „íbúðin var full af gasi. Larha hafði skotið sig í eldhúsinu," sagði Ojala síðar í viðtali við finnska sjónvarpið. „Eftir langar viðræður við lögregl- una ákvað hann að skjóta sig.“ Kullervo Haikas, sem flúði fangels- ið með Larha, gafst upp snemma í gærmorgun þegar hann stökk fram af svölum íbúðarinnar meö konunni sem leigði hana og kærasta hennar á meðan Larha svaf. Larha hleypti af skotum úr íbúðinni eftir að þre- menningarnir flúðu en engin meiðsli hlutust af. Finnskir lögregluþjónar á meðan á umsátrinu i Lahti stóð. Símamynd Lehtikuva Larha haföi hótað að sprengja hús- ið í loft upp með öflugu sprengiefni fremur en að gefast upp og fara aftur í fangelsi. Eftir sjálfsmorð hans af- tengdi lögreglan sprengjugildrur en leit að fleiri sprengjum var haldið áfram seint í gærkvöldi. Fjölmiölar í Finnlandi hafa sýnt myndir sem teknar voru með földum myndavélum og sýna þær mann sem sagt er að sé Larha þar sem hann rænir banka fyrr í mánuðinum. Bankaræninginn komst á brott með um sjö hundruö þúsund íslenskar krónur. Tuttugu og ein íbúö er í blokkinni þar sem Larha var og fá íbúarnir ekki að snúa heim til sín fyrr en leit- að hefur veriö í íbúðunum öllum. Reuter, FNB Þaö var heldur betur ójatn leikurinn hjá þessum súmóglímuköppum í Japan ef eitthvaö er að marka stærðarmuninn. Sá stærri heitir Konishiki og er ættaður frá Hawaii-eyjum í Bandaríkjunum, hann vegur 166 kíló. Sá stutti er japanskur og heitir Mainoumi. Sá er ekki nema 96 kíló. Simamynd Reuter Norsk stjómvöld eiga á brattann að sækja: Andstæðingar ESB hafa sótt í sig veðrið eftir aðildarsamninginn Meirihluti Norðmanna er enn and- vígur aðild að Evrópusambandinu ef marka má fyrstu skoðanakönnun- ina sem gerð var um allt land eftir að samkomulag náðist milli norsku samningamannanna og þeirra í Brussel í vikunni. Samkvæmt könn- uninni eru 49 prósent landsmanna andvígir ESB-aðild, 28 prósent eru fylgjandi en 23 prósent aöspurðra eru óákveðnir. Andstæðingum hefur vaxið fiskur um hrygg að undanfómu því þeir hafa aukið fylgi sitt úr 42 prósentum eins og það mældist í könnun sem gerð var í marsbyijun. Þá vom 29 prósent fylgjandi aöild og 29 prósent vom óákveðnir. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, blandaði sér í gær í deilurnar um hverju norsku samn- ingamennirnir hefðu náð fram í við- ræðunum í Bmssel. Hún vísaði á bug fullyrðingum um að þær pólitísku tryggingar, sem Norðmenn heföu fengið um stjórnun á nýtingu auð- lindanna, væm ekki mikils virði. „Ef einhver heldur að samningur- inn, sem við náðum, hafi verið búinn til á nokkmm klukkustundum fara þeir villir vegar,“ sagði forsætisráð- herrann. í ræðu sinni í norska Stórþinginu í gær lagði Gro Harlem Bmndtland enn meiri áherslu á en Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra hafði gert að norskir sjómenn fengju aö halda auölindum sínum, ekki ein- göngu stjómunarkerfi sínu. „Enginn fær að veiða það sem Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs. Simamynd Reuter Norðmenn eiga rétt á í dag. Sem fyrr munum við eiga meira en 95 prósent af þorskinum okkar í Norðurhöfum. Spænskir sjómenn eða aðrir munu ekki koma og ógna gmndvelli nor- skra sjómanna," sagöi Gro Harlem Brandtland. Evrópumálaráðherra Grikklands, Theodoros Pangalos, sagöi í gær að stækkun Evrópusambandsins væru mistök og varaði við því að geta þess til að taka ákvarðanir í framtíðinni væri í hættu. Utanríkisráðherrar ESB koma saman um helgina til að reyna að finna lausn á innbyrðisdeilum sínum um atkvæðavægi í ráðherranefnd- inni. NTB, Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.