Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Qupperneq 2
/ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 2 ^ Fréttir DV Múlatindur hf. á Ólafsfirði: Smíða ódýrari slökkvi- bifreiðar en Norðmenn - Flugmálastjóm vissi ekki af fyrirtækinu og pantaði 5-6 slökkvibíla frá Noregi Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyii „Ég held einfaldlega að þær afsak- anir að menn hafi ekki vitað af okkur þegar þeir voru að panta slökkvibíla frá Noregi standist ekki, ég ætla að leyfa mér að halda því fram. AUt tal manna um „íslenskt já takk“ víkur þegar kemur að umboðslaunakerf- inu. Því miður er þetta fremur um- boðslaunamál," segja Magnús Sigur- steinsson sem á og rekur bifreiða- verkstæðið Múlatind á Ólafsfirði ásamt syni sínum Siguijóni Magnús- syni. Það sem þeir eru að tjá sig um er sú ákvörðun Flugmálastjórnar að kaupa 5-6 litlar slökkvibifreiðar frá Noregi til nota á flugvöllum víös veg- ar um landið en Múlatindur hefur einmitt fengist við smíði slíkra bif- reiða með góðum árangri. Magnús segir að menn geti ekki einu sinni sett fyrir sig það að þeirra bílar séu dýrari en þeir norsku. „Ef við miðum við algjörlega sams konar búnaö getum við boðið bílana á a.m.k. hálfri milljón króna lægra verði og þetta er lágmark. Norsku bílarnir kosta um 9 milljónir króna hver en minni bíllinn okkar, sem er sambærilegur við þann bíl, kostar um 6,2 milljónir. Þá er eftir aö setja Magnús og Sigurjón við fyrsta slökkvibílinn sem Múlatindur smið- aði en það er biil af minni gerðinni sem er i eigu slökkviliðsins á Ólafs- firði. DV-mynd gk í hann útbúnað fyrir um eina milljón króna en að öllu öðru leyti er um sams konar bfi að ræða,“ segir Magn- ús. Stærri bíllinn okkar kostar um 7,2 miUjónir og hann er mun stærri og burðarmeiri en minni bfllinn," segir Magnús. Múlatindur byrjaði framleiðslu á slökkvibUum árið 1991 en þeir Magn- ús og Sigurjón eru báðir í slökkvUiö- inu á Ólafsfirði og þekkja því vel til þess hvernig slökkvibUl fyrir minni sveitarfélög og flugveUi þarf að vera útbúinn. Þeir hafa selt slökkvibUa tU Blönduóss og Dai víkur og Ólafsfjarð- arbær hefur að sjálfsögðu keypt einn bU. Bílamir hafa reynst afar vel og hlotið mikið lof fagmanna. Það skýt- ur því skökku við að flugmálayfir- völd skuli frekar kaupa bfla frá Nor- egi sem eru ekki betri en talsvert dýrari. HaUdór Blöndal samgönguráð- herra upplýsti á Alþingi fyrir nokkr- um dögum í fyrirspurnatíma að á þeim tíma þegar slökkvibílarnir voru pantaðir frá Noregi hafi Flugmála- stjóm ekki verið kunnugt um að neinn aðUi hér á landi væri í shkri framleiðslu. Þar kom einnig fram að ekki er hægt að riftal samningnum við Norðmenn. > Þeir eru margir stórvinningarnir sem komið hafa á miða sem keyptir voru úr þessum lottókassa sem er í sjopp- unni Skalla í Hraunbæ. Enginn er þó stærri en fyrsti vinningurinn i Vikingalottóinu á miðvikudag. Þá gaf 200 króna sjálfvalsmiði 39.450.000 krónur. 15 sinnum hefur fyrsti vinningur í lottóinu komið á miða úr kassanum og 25 sinn- um bónusvinningur. Guðlaug Steingrimsdóttir, eigandi Skalla, stendur hér kampakát við þennan galdrakassa og glæsilegan blómvönd sem fulltrúar íslenskrar getspár færðu henni í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Söfnunartrygglng frá 1936 var ekki góð flárfestlng: Verðbólgan át þær upp til agna Tryggingastofmm: Ég er óróleg- urmaðurog vænti niður- stöðu - segirKarlSteinarGuðnason „Húsnæðismál Tryggingastofnun- ar eru til skammar. Aldraöir, fatlaðir og öryrkjar þurfa að príla upp fjórar hæðir til að fá úrlausn sinna mála og í námunda við stofnunina eru engin bílastæði. Við róum aö því öll- um árum að fá hentugt húsnæði og viðræöur þess efnis standa yfir milli fulltrúa fjármálaráðuneytis og stofn- unarinnar. Ég er órólegur maöur og vænti niðurstöðu á næstunni," segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Aö sögn Karls Steinars á stofnunin á þriðja hundrað milljónir í bygging- arsjóöi og aö auki það húsnæði sem stofnunin er í við Laugaveg. Heimild er í fjárlögum fyrir kaupum á hús- næði fyrir stofnunina. Karl segir enga ákvöröun hafa veriö tekna um hvaða húsnæöi verði keypt fáist sam- þykki fjármáiaráðherra. SÍS-húsiö á Kirkjusandi er þaö hús- næði sem Tryggingastofnun horfir helst til. Viöræður hafa átt sér stað milli stofnunarinnar og Lífeyrissjóðs samvinnumanna varðandi kaup á þremur fyrstu hæðunum. Sam- kvæmt heimildum DV gæti kaup- veröið verið 300 til 400 milljónir. Að sögn Karl Steinars er SÍS-húsið að- eins einn kostur af fleirum en hann vill ekki tjá sig um hveijir þeir eru. „Stofnunin starfar í dag á fjórum stöðum. Óhagræðiö er mikið og hús- næðið kemur í veg fyrir að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar skipulags- breytingar." -kaa Sexútköllvegna sinubruna Slökkviliðið í Reykjavík fór í sex útköll vegna sinubruna í gær, þar á meöal í Ártúnsholtið, aö Árbæjar- kirkju, í Fossvogsdal og að Reynis- vatni. Síðasttaldi sinubruninn var mestur. Þar hafði frístundabóndi kveikt í sinu en misst tök á eldinum. Slökkviliösmenn réðu þó niðurlög- um eldsins með hjálp borgarstarfs- manna. Alla hina sinubrunana mátti rekja til fikts bama og unglinga með eld. Biður slökkvfiiðið foreldra aö fylgj- ast með hvort börnin eru að fikta með eld en stórhætta getur skapast vegna sinubruna. -hlh „Hún fékk senda ávísun upp á þús- und krónur frá VÍS fyrir fimm þús- und króna líftryggingu frá árinu 1936. Mér finnst þetta dálítið spaugi- legt og lýsandi um þá verðbólgutíma sem hún og fleiri hafa þurft að lifa. Hún fékk því greiddar þúsund krón- ur, 50 króna endurgreiðslugjald og 950 króna bónus, fyrir tryggingu sem kostaði 50 nýkrónur fyrir 58 árum,“ sagði tengdasonur konu sem fékk líf- tryggingu gefins frá fóður sínum, þá aðeins 12 ára gömul. „Þetta eru þessar gömlu söfnunar- tryggingar. Fyrir stríö, nú man ég ekki alveg tímann, var mikiö um að menn tóku söfnunartryggingar, yfir- leitt frá dönskum tryggingarfélög- um. Það var einn annmarki á þessum tryggingum; að þær voru ekki verð- tryggðar þannig að veröbólgan át þær upp til agna. Menn voru að greiða í þetta söfnun en þaö var þessi ljóður á. Þetta gekk ekki upp og flest- ir hættu þessu,“ segir Baldur Erl- ingsson, deildarstjóri hjá Líftrygg- ingarfélagi íslands, sem greiddi út trygginguna. Faðir konunnar starfaði við útgerð á þeim tíma sem hann keypti trygg- inguna og var þetta talin það traust fjárfesting þá að hann hugðist kaupa þijár tryggingar. Frá 1936 og fram tii ársins 1961 voru greiddar 19,60 árs- fjórðungslega í iðgjöld af trygging- unni eða 78,40 árlega. Þess má geta að maöur konunnar fékk fermingar- jakka árið 1938 og kostaði hann þá 50 krónur. Fram til ársins 1971 voru árlega greiddár tæplega 80 krónur en þá fékk maður konunnar nóg af þvi aö greiöa þessa smáaura og reiddi 975 krónur fram og greiddi trygging- una upp. Eins og fyrr segir var trygg- ingin keypt árið 1936 af Vátrygging- arskrifstofu Sigfúsar Sighvatssonar en hann var umboðsaðili Nye Danske sem var söluaðili þessarar söfnunartryggingar. Sigfús var til húsa að Lækjargötu 2 og tók Líf- tryggingarfélagið Andvaka við tryggingunni þegar skrifstofa Sigfús- ar hætti störfum. Síðan tók Líftrygg- ingarfélag íslands við henni þegar Andvaka hætti störfum. „Eftir 1979 var farið út í verðtrygg- ingar og menn hættu þessu almennt fyrr. En það eru ennþá nokkrar toryggingar óinnleystar,'1 segir Bald- ur. -pp Stuttar fréttir Þjóðinhafnar nýjumþjóðsöng Skoðanakönnun á vegum Hag- vangs leiðir í ljós að 42,2% þeirra sem afstööu taka vilja skipta um þjóðsöng en 57,8% eru andvíg. Umboð eftir pöntun Pétur Blöndal hefur fengið um- boö fjölda hluthafa á aöalfundi íslandsbanka sem íram fer eftir helgi. Pétur sækist eftir kjöri í stjóm og auglýsti eftir umboöum. RÚV greindi írá þessu. Rækjunnimokaðupp Mokveiði hefur verið á rækju skammt undan Austuriandi. Samkvæmt frétt Bylgjunnar hafa menn vart undan við að vinna þá rækju sem berst á land. Pennar gegn giæpum Fyrirtæki á sviði öryggisþjón- ri ustu hefur hafiö sölu á pennum með rauðu pipargasi. Pennamir eru seldir heiðarlegu fólki sem vill verjast glæpamönnum. Drottningar á Akureyri Margrét Danadrottning og Sonja Noregsdrottning höfðu stutta viðdvöl á flugvellinum á Akureyri í vikunni á leið til Grænlands. Samkvæmt RÚV tóku þær stöllur flugvél á leigu hjá Flugfélagi Norðurlands og koma til baka á þriðjudaginn. Þorpfyrirekkjur ABC-hjálparstarf á íslandi mun á mánudaginn hefja söfnun til að byggja neyðarþorp fyrir eyðni- sjúkar ekkjur með ung böm í Úganda. Forseti íslands hefur söfhunina með framlagi. NætursönguríDublin íslenski Eurovision-hópurinn heldur til Dublin á morgun þar sem hann mun flytja lagið Næt- ur. Keppnin fer fram laugardag- inn 30. apríl. tekur fyrir þaö aö hafa átt í bak tjaldamakki viö Sighvat Björg vinsson um bankastjórastöðu Seðlabankanum. Bylgjan hefu eftir Sighvati aö hann hafi ekket rætt þessi mál við Ólaf Ragnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.