Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Page 6
6 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 Útlönd Sakaðurumað hafamyrtll vændiskonur Nú standa yf- ir réttarhöld í Austurríki yfir dæmdum moröingja, Jack Under- weger, en hann er sakaður um að hafa myrt eliefu vændiskonur á timabilinu 1990-1991. Underweger, sem er 43 ára gam- alt skáld, fékk reynslulausn úr fangelsi fyrir góða hegðun, auk þess sem margir sögðu að af skáldskap hans að dæma væri hann breyttur maður sem ætti skilið aö fá annað tækifæri. Und- erweger er sakaöur um að hafa tekið vændiskonur upp i bílinn til sín, keyrt með þær á afvikinn stað þar sem hann beitti þær of- beldi og kyrkti þær síðan með brjóstahöldum þeirra. Eldri konum bannaðað eignastbörn Læknar eiga ekki að hjálpa konum sem eru komnar á breyt- ingaskeiðið að eignast börn með hjálp tæknínýjunga samkvæmt því sem framkvæmdastjóri al- þjóðalæknasamtakanna World Medical Association, dr. Ian Field, sagði á læknaráðstefhu í Sydney í Ástralíu á dögunum. „Þessi aögerð er ekkert endi- lega siðferðilega rétt þótt hún sé framkvæmanleg," sagði Field. Búist er við að alþjóðalæknasam- tökin leggi fram ályktun á árlegri ráðstefnu sinni, sem haldin verð- ur í Stokkhóimi í september, þar sem læknum verði meinað að hjálpa konum sem eru komnar á breytingaskeíðið að eignast böm. Norður-Kórea látifangalausa Rauði krossinn í S-Kóreu hefur hvatt yfirvöld i N-Kóreu til að láta lausa um 440 fanga frá S- Kóreu auk þess að koma á samn- ingum um aö fjölskyldur, sera hafa veriö aðskildar í áratugi, verði sameinaðar. Rauði krossinn segir að fyrri viðræður um sameiningu fjöl- skyldna frá Suður- og Norður- Kóreu hafi farið út um þúfur árið 1992, eftír aö deilur hafi komið upp. S-Kóreumenn vilja að fjöl- skyldumeðlimir fái m.a. leyfi til að heimsækja ættingja sína en fjölskyldurnar sundruðust vegna Kóreustríösins sem stóð yfir 1950-1953. Reuter Erlendar kauphaUir: Vísitalan hefurfallið Hlutabréfavísitalan í nokkmm kauphöllum heims hefur fallið nokk- uð að undanfórnu og ber þar helst að nefna kauphallimar í New York, Lundúnum, Tokyo, París og kannski sérstaklega Hong Kong. Hlutabréfavísitalan í Frankfurt hefur fallið aðeins lítillega. Vísitalan í Amsterdam er sú eina sem eitthvað hefur hækkað. Hiutabréfavísitalan í kauphölhnni í Ósló, Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi hefur einnig fallið. Mest hefur hún falhð í Stokkhólmi. Hlutabréfavísitöluna í Mílanó vantar og er hún þvi óbreytt að þessu sinni. Reuter/-GHS Atlantshafsbandalagið: Hótar loftárásum á Bosníu-Serba - fari þeir ekki frá Gorazde a morgun Atlantshafsbandalagið hefur ákveðið að gefa Bosníu-Serbum frest þangað til á morgun, sunnudag, til að koma sér burt frá bænum Gorazde ella verði hafnar loftárásir á innan við 20 km radíus við bæinn. NATO krefst þess að Serbar láti af árásum á Gorazde og láti lausa alla starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem þeir hakla fóngnum og hætti að hindra ferðir þeirra um svæðið. Þessar ákvarðanir vora teknar á fundi sem sendifulltrúar NATO héldu í framhaldi af ályktun sem Öryggisráð SÞ sendi frá sér í gær varðandi málefni Gorazde. „í mínum augum hefur skelfilegt ástand í Gorazde algeran forgang. Það dugir ekki að vera með neitt hálfkák. Við þurfum að taka harðari afstöðu. Orð þjóna engum tilgangi lengur, það eru aðeins aðgerðir sem Manfred Woerner, framkvæmda- stjóri NATO, segir að ekki dugi að vera meö neitt hálfkák varðandi aðgerðir Serba í Gorazde. Símamynd Reuter duga,“ sagði framkvæmdastjóri NATO, Manfred Woerner, við upphaf fundarins. Morðin og drápin héldu áfram í Gorazde á meðan sendifulltrúarnir funduðu en þrír menn létust þegar sprenging varð fyrir framan bygg- ingu sem starfsmenn SÞ hafa haft til umráða. Mesta mannfalhð, sem orðið hefur í bænum síðan Serbar hófu atlögu að honum fyrir um þremur vikum, varð á flmmtudaginn þegar 97 sak- lausir borgarar voru myrtir. Stefna NATO í Bosníu hefur verið harðlega gagnrýnd ogþekktur dálka- höfundur í Bandaríkjunm sagði ný- lega að meðferð Chntonstjórnarinn- ar á málinu hefði farið úr því að vera klaufaleg í það að vera svívirðileg. Reuter ■ Rússnesk kona stendur með rauðan fána með mynd af Vladimir Lenín og biður eftir að fá að sjá grafhýsi hans á Rauða torginu. Grafhýsið var opið í tilefni af þvi að 124 ár voru liðin í gær frá fæðingu Leníns. Simamynd Reuter SÞ yf irgefur óttaslegna íbúa Rúanda Yfir 400 friðargæsluliðar Samein- uðu þjóðanna flúðu frá Kigali, höfuð- borg Rúanda, í gær og þar meö er lítill hösauki eftir til aö koma ótta- slegnum íbúum til hjálpar en blóð- baðið þar er hvergi nærri stöðvað. Öryggisráð SÞ ákvað á fimmtudag að hjálparsveit SÞ í Rúanda, sem upphaflega samanstóð af2.500 starfs- mönnum, yrði minnkuð í 270 starfs- menn, eftir meira en tvær vikur sam- felldra slátrana sem átt hafa sér stað í landinu. SÞ frestaði komu tveggjp flugvéla með nauðsynleg lyf fyrir íbúa og sagði ástæðuna vera þá að ekki væri óhætt að lenda á flugvelhnum þar sem öryggið fyrir starfsmenn SÞ væri ekkert. Framkvæmdastjóri SÞ, Boutros Boutros-Ghali, sagði að ekkert benti til þess að stjórnarhermenn og upp- reisnarmenn myndu koma saman og funda um vopnahlé. „Okkar stefna nú er að halda áfram sambandi við báða aðila og reyna að fá þá til að koma saman og ræða vopnahlé. Auk þess munum við halda áfram að veita íbúum hjálp,“ SagðÍBoutrOS-GhalÍ. Reuter Z&T') Hlutabréfavísitölur í kauphöllum | ‘~í'> 37' Dow Jonefi 3600 Kr D J F M A Stuttarfréttir Tólflétust Tólf manns létust og yfir 100 slösuðust í fárviðri sem gekk yfir Bangladesh í gær. Maður sem nauðgaði og drap kennslukonu var líflátinn í raf- magnsstólnum i Flórída í gær. Ásaka Perry N-Kóreu- menn ásaka William Perry, varnarmála- ráöherra Bandaríkj- anna, um að koma til S- Kóreu til að undírbúa stríð gegn N-Kóreu. ArafattilTúnis Arafat fór til Túnis í gær til að halda áfram viðræðum við ísrael. Boutrostil Noregs Boutros-Ghali ætlar í opinbera heimsókn til Noregs 1. maí. Zhúínovskí Zhírínovskí sagði Jeltsín aö fara í langt frí og gefa sér tæki- færi til að bjarga Rússlandi. 10 útlendingar voru hengdir í Egyptalandi fyrir að smygla eit- urlyíjum inn í landið. Kohlvinsælli Vinsældir Kohls kanslara eru að aukast samkvæmt skoðana- könnun. Jackiekomin heim Jacqueline Kennedy On- assis, fyrrum forsetafrú Bandaríkj- anna, er komin heim af sjúkra- húsinu eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð fyrir nokkru. Hóta skemmdarverkum Hægri öfl i S-Afríku hóta að vinna skemmdarverk í kosning- unum í næstu viku. Kýsekki Mandela Elsta dóttír Nelsons Mandela ætlar ekki að kjósa pabba sinn. Múshmskir ofsatrúarmenn hafa skipað erlendum viðskipta- mönnum að yfirgefa Alsír. Afsögn Boufros-Ghali Forsætisráðherra Malasíu vil! að Boutros-Ghah segi af sér vegna mistaka í Gorazde. Forsæfisráðherra Nýr forsætisráöherra, Lee Yung-dug, hefur tekið við emb- ætti í S-Kóreu. Stjórnarmyndun Forseti ítahu, Oscar Luigi Scalfaro, hefur formlega hafið viöræður við pólitiska leið- toga um hugs- anlega stjórn- armyndun á ít- ahu eftir kosningarnar. Landfyrirfrið Rabín segist tilbúinn aö fórna landi fyrír fríð viö araba. Handteknir fyrir íkveikju Þýska lögreglan handtók sex unglinga fyrir aö kveikja í hibýl- umTyrkja. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.