Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Side 10
10
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994
Þetta er hörkupúl
- segir Thelma Guðmundsdóttir sem er á leiðinni til fyrirsætustarfa í Tokyo
„Það halda margir að fyrirsætu-
starfið sé eitthvert glansstarf þar
sem stúlkurnar þurfi aðeins að
klæðast fallegum fötum og brosa
framan í myndavélina. En það er
mikill misskilningur. Þetta starf er
hörkupúl og maður verður að vera
með báða fæturna á jörðinni ef far-
ið er út í það.“
Þetta segir Thelma Guðmunds-
dóttir, 19 ára nemi og fyrirsæta,
sem hefur náö takmarkinu, sem
margar stúlkur þrá, að komast á
samning hjá umboðsskrifstofu er-
lendis. Á síðasta ári starfaði
Thelma í sex mánuði við fyrirsætu-
störf í Tokyo og er nú á leiðinni
þangað aftur í sumar. Hún er ann-
ars nemi í Ármúlaskóla þar sem
hún er á sálfræðibraut. Hún var
komin á kaf í próílestur, þegar haft
var samband við hana, en gat þó
gefið sér tíma í stutt spjall og
myndatöku.
Gekk vel í New York
„Þetta byrjaði allt með því að ég
fór að taka þátt í fyrirsætu- og feg-
urðarsamkeppnum hér heima,“
segir Thelma. „ Ég ávann mér þátt-
tökurétt í keppni í New York sem
fór fram í apríl í fyrra. Þetta var
mjög stór keppni, eins konar hæfi-
leikakeppni. Þar var hver og einn
keppandi tekinn fyrir og gefinn
kostur á að sýna það sem viðkom-
andi hafði fram að færa. Mér gekk
ofsalega vel þar, ég fékk verðlaun
fyrir möppuna mína og frammi-
stöðu í tískusýningu. Þá vorum við
nokkrar stelpur sem settum upp
eins konar „show" og við unnum
það líka.“
í þessari keppni fékk Thelma í
verðlaun tveggja mánaða samning
í Tokyo. Hún hélt utan í júní sl.
sumar og hóf að starfa hjá umboðs-
skrifstofu úti. En þar með var ekki
öll sagan sögð því dæmið gekk ekki
upp sem skyldi.
„Ég var mjög óánægð hjá þessari
skrifstofu því aðstaðan var alls
ekki eins góð og sagt hafði verið,"
segir Thelma og segist ekki vilja
ræða það mál frekar að svo stöddu.
En þetta varð til þess að hún pakk-
aði saman og hætti hjá skrifstof-
unni. Hún var þó ekki á því aö gef-
ast upp, heldur var á eigin vegum
um hríð. Þá komst hún á samning
hjá annarri skrifstofu og vann fyrir
hana í tæpa fjóra mánuöi. Dvöhn
varð því lengri en fyrirhugað hafði
verið því Thelma kom ekki heim
fyrr en eftir sex mánuði.
„Ég var mjög ánægð með seinni
skrifstofuna. Þessi tvö fyrirtæki
sem ég kynntist voru eins og svart
og hvítt. Ég vann aðallega sem fyr-
irsæta í sjónvarpsauglýsingum,
tímaritum og alls kyns bæklingum
og pöntunarlistum. Skemmtilegast
fannst mér aö vinna fyrir sjónvarp.
Þá var mismunandi gaman að sýna
fotin. Mér fannst til dæmis mjög
gaman að sitja fyrir í alls konar
japönskum brúðarkjólum. Japanar
vilja hafa fyrirsæturnar sem
barnalegastar í úthti og stelpurnar
sem unnu þarna voru allt niður í
16 ára.
En þessi vinna er ofsalega erfið,
eins og áður sagði. Maður þarf að
sitja fyrir framan myndavélina ah-
an daginn og hreyfa sig ekki nema
samkvæmt fyrirmælum ljósmynd-
arans. í eitt skiptið átti ég að vera
á hnjánum í heillangan tíma og ég
var alveg búin að vera þegar
myndatökunum var lokið.“
Hin hliðin
Thelma leggur áherslu á að vinn-
an fyrir framan myndavéhna sé
aðeins hluti af starfinu.
„Önnur hliö þess eru viðtöhn sem
Það var fremur kalti veðri þegar þessi mynd var tekin í Bláa lóninu. Theima lét það þó ekkert á sig fá, sagðist enda vera ýmsu von.
DV-mynd Brynjar Gauti
fyrirsætumar verða að fara í til að
kynna sig og afla sér verkefna.
Stundum var ég í lestum mestan
hluta dagsins, ásamt umboðs-
manninum mínum. Þá var verið
að fara á milli staða til þess að ég
gæti kynnt mig og sýnt möppuna
mína. Þessi viðtöl voru mjög þreyt-
andi og stressandi því maður þarf
að gefa af sér aht það sem maður
getur. Samkeppnin er mjög hörð
og maður þarf að vera jákvæður
og hress, hvernig svo sem skapið
er í raun og veru. Þeir sem taka
viðtölin hafa áralanga reynslu í því
að sjá fólk út og smæstu atriöi fara
ekki fram hjá þeim.
Svo þarf fyrirsætan að sýna sig,
ganga um, snúa sér í hringi og er
grandskoðuð á meðan. Það getur
verið niðurdrepandi að fara
kannski í tugi viðtala og fá ekki
neitt. Það eru ekki allir sem þola
það. Þess vegna er grundvaharatr-
iðið aö vita hvað maður viU, áður
en farið er út í fyrirsætustörf, því
manni veitir ekkert af öUum þeim
viljastyrk sem maöur hefur yfir að
ráða.“
Spennandiog
skemmtilegt
- En er það þess virði fyrir ungar
stúlkur að leggja þetta á sig?
„Já, svo sannarlega," segir
Thelma. „Þótt þetta starf sé erfitt
þá er það spennandi og skemmti-
legt. Það er líka mjög vel borgað,
sem hefur vissulega sitt að segja.
Mér þykir gott að vinna í Japan
þótt það sé erfitt aö vera ókunnug-
ur þar. íhúamir tala litla sem enga
ensku og fólk býr mjög þröngt. En
fólkið er kurteist og vel agaö og ég
kann vel við mig meðal þess. Það
er lika áhugavert aö kynnast öðr-
um þjóðum, siðum þeirra og hátt-
um. Auk dvalarinnar í Japan fór
ég á vegum umboðsskrifstofunnar
minnar tU Kína.“
En þrátt fyrir að Thelma sé kom-
in inn í þennan eftirsótta heim hef-
ur hún ekki misst sjónar á markm-
iöi sínu í lífinu. Hún er ákveðin í
að afla sér frekari menntunar og
leggja áfram stund á sálfræði.
„Menntun er svo mikilvæg í líf-
inu,“ segir hún. „Fyrirsætustarfið
veitir manni auðvitað ákveðna
reynslu en það er ekkert sérlega
þroskandi, í þess orðs fyllstu merk-
ingu.
Ég missti úr skólanum í fyrra,
þegar ég var úti í Japan, þannig að
mér seinkar í náminu. En ég stefni
að því að koma heim í haust og
færa mig þá yfir í Menntaskólann
í Hamrahhð. Þar get ég lært jap-
önsku, sem mig langar til að ná
betri tökum á. Ég get aðeins gert
mig skhjanlega á þessu frámandi
tungumáli og vil endilega ná betra
valdi á því.“
En áður en Thelma tekur til við
að læra japönsku á skólabekk hér
heima á hún eftir að ná töluvert
betri tökum á henni. Hún fer til
Japans 23. maí næstkomandi og
verður hjá sömu umboðsskrifstof-
unni og hún réð sig hjá eftir von-
brigðin með þá fyrri. Að þessu
sinni verður hún í þrjá mánuði úti.
„Ég ætla mér að koma aftur heim
í haust og klára þá menntaskól-
ann,“ segir þessi ákveðna stúlka
og svipurinn á andhtinu segir að
við þá ákvörðun verði staðið.