Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Page 11
LAUGARDAGUR 23. APRlL 1994 11 Skák Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari. Hannes Hlífar er sigursæll -fyrsta alþjóðlega Kópavogsskákmótið þótti takast vel Hannes Hlífar Stefánsson stór- meistari bar sigur úr býtum á fyrsta alþjóðlega Kópavogsmótinu sem lauk í Digranesskóla sl. sunnudag. Hannes náði forystunni í fimmtu umferð og hélt henni allt til loka. í síðustu umferð samdi hann um jafn- tefli við enska alþjóðameistarann David Kumaran í tíu leikjum og þar með náði sá enski fyrsta áfanga sín- um að stórmeistaratitli. Úrsht mótsins urðu þessi: 1. Hannes Hlífar 6,5 v. 2. ^4. Alasi (Ungverjalandi), Grivas (Grikklandi) og Kumaran (Englandi) 6 v. 5.-6. Helgi Ólafsson og Emms (Eng- landi) 5,5 v. 7.-9. Jón L. Árnason, Þröstur Þór- hallsson og Hebden (Englandi) 5 v. 10.-12. Helgi Áss Grétarsson, Jón G. Viöarsson og Wells (Englandi) 4,5 v. 13.-15. Benedikt Jónasson, Kristens- en (Danmörku) og Skembris (Grikk- landi) 4 v. 16.-19. Bragi Halldórsson, Guðmundur Hahdórsson, Andri Áss Grétarsson og Tómas Björnsson 3,5 v. 20.-22. Guðmundur Gíslason, ÁskeU Örn Kárason og Ólafur B. Þórsson 3 v. Skammt er stórra höggi í mhh hjá Hannesi sem sigraði einnig á opna Reykjavíkurskákmótinu í febrúar. Hann er orðinn mjög alhliða skák- maður og vex við hverja raun. Stiga- tala hans ætti nú að vera orðin 2560-70 og með sama áframhaldi ætti þess ekki að verða langt að bíða að honum takist að bijóta 2600 stiga múrinn. Helgi Ólafsson veitti Hannesi harða keppni en fjörlegri skák þeirra í næstsíðustu umferð - þar sem Helgi missti af vinningsleið - lauk með jafntefh. Helgi var einnig ófarsæU í lokaskák sinni við Ungveijann Alm- asi, sem hann missti einnig niður í jafntefh, eins og sjá má hér á eftir. íslendingum tókst ekki að krækja sér í áfanga að alþjóðlegum titlum að þessu sinni. Þröstur hefði þurft að vinna síðustu skák sína við Eng- lendinginn Emms tU að ná lokaaá- fanga að stórmeistaratih en tapaði. Helgi Áss lét stórmeistarana sleppa með skrekkinn og tókst ekki að ná síðasta áfanga sínum að alþjóða- meistaratith. Sá er þetta ritar byrjaði vel en tap fyrir Hannesi í 5. umferð setti strik í reikninginn. Mér gekk Ula að stýra hvítu mönnunum og uppskar aðeins einn vinning úr fjór- um skákum. Titíllausu íslendingarn- ir létu sterka erlenda keppendur ekkert vaða yfir sig og hafa eflaust öðlast dýrmæta reynslu. Aðstæður til taflmennsku eru góð- Skák Jón L. Árnason ar í Digranesskóla. Gunnar Birgis- son, forseti bæjarstjómar, hafði þó orð á því í lokahófi mótsins að ákjós- anlegan sal mætti einnig fmna í nýju Ustasafni Kópavogs sem vígt var sama dag og mótinu lauk. Formaður mótsstjómar var Har- aldur Baldursson en með honum sátu Árni Bjöm Jónasson, Hlíðar Þór Hreinsson, Gunnar Örn Haraldsson, Eyjólfur Gunnarsson, Siguijón Har- aldsson og Bjarni R. Jónsson. Skák- stjórar voru Þráinn Guðmundsson (aðaldómari), Haraldur Baldursson, Hhðar þór Hreinsson og Sigurður Kristjánsson. Mótið, sem haldið var með mynd- arlegum stuðningi bæjarstjórnar og ýmissa fyrirtækja í Kópavogi, var aðstandendum þess til mikUs sóma í hvívetna. Vonandi er að framhald verði á mótshaldi af þessu tagi. Hvitt: Helgi Ólafsson Svart: Zoltan Almasi Drottningarindversk vöm. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb7 6. Bg2 Bb4+ 7. Bd2 a5 8. 0-0 0-0 9. Dc2 c5 10. Hdl Bxd2 11. Dxd2 a4?! 12. b4! cxd4? Tveir síðustu leikir svarts orka tví- mæhs. Einkum sá síðasti sem gefur eftir á miðborðinu og leiðir sannan- lega tíl erfiðleika. TU greina kemur 12. - De7 og freista þess að halda spennunni. 13. Rxd4 Bxg2 14. Kxg2 d5 15. Ra3 dxc4 16. Hacl! Hvítur hefur komið öUum mönn- um sínum í ákjósanlega vígstöðu. 16. - c3 17. Dxc3 Dd5+ 18. Df3 Ra6 19. Rc6! Dxf3+ 20. Kxf3 Riddarinn á c6 hefur lamandi áhrif á svörtu stöðuna og fyrr eða síðar hljóta veikleikarnir á a4 og b6 að segja tíl sín. 20. - Rd5 21. b5 Rab4 Ungverjinn kýs að grípa til örvænt- ingarfuhra aðgerða í leit að gagnfær- um. 22. e4 Rxa2 23. exd5 Rxcl 24. Hxcl exd5 25. Hdl Hfe8 26. Hxd5 Hel 27. Re5 Hcl 28. Hd3 g6 29. Rd7 Hac8 30. Rxb6 H8c3 31. Ke3 Hb3 32. Rbc4 Kg7 33. Hxb3 axb3 34. Kd2 Hfl ABCDEFGH 35. b6? Eftir að hafa teflt af miklu öryggi bregst Helga bogahstin, sem annars hefur orð á sér fyrir aö tefla „teknísk- ar“ stööur af þessu tagi afburðavel. Trúlega er um að kenna fljótfærni en Helgi átti hér mun betri tíma á klukkunni og hefur ætlað að vinna fljótt. Betra er 35. f4! og fyrr eða síðar verður svartur að láta hrókiim fyrir b-peðið, sem gefur hvítum léttunnið tafl. 35. - Hxf2+ 36. Kel?! Enn er hvítur á vUhgötum. Eftir 36. Kd3 Hf5 37. Ke4 Hf6 38. b7 He6+ 39. Kd5 He8 40. Rd6 Hb8 41. Ke5!? er staðan sigurstrangleg. 36. - Hf6 37. b7 He6+ 38. Kd2 He8 39. Rd6 Hb8 40. Rac4 Kfl6 Ra5 b2 42. Kc2 Kg5 43. Rc6 Hxb7 44. Rxb7 Kg4 45. Re5+ Kh3 46. Rxf7 Kxh2 47. Rh6! Kxg3 48. Rd8? Flestir héldu að nú væri skákin orðin jafntefh og einu gUti hvað hvít- ur tæki til bragðs. Eftir skákina taldi Helgi hvítan hins vegar eiga vinn- ingsstöðu eftir 48. Rd6 Kf4 49.Kxb2 g5 50. Kc2 g4 51. Kd2 Kf3 52. Kel o.s.frv. Svarta g-peðið hlýtur að falla fyrr eða síðar og eftir standa tveir hvítir riddarar á borðinu gegn svörtu peði á h7. Án peðsins er tafhð jafn- tefli, því að tveir riddarar fá ekki mátað. Peðið breytir málunum. Ridd- ari og kóngur geta króað svarta kónginn af í hominu þar sem hann á aðeins um tvo reiti að velja. Þá legg- ur hinn riddarinn - þessi sem skorð- ar peðið - í langferð og þeysir til að- stoðar. Þá er peðið laust og tílvist þess kemur í veg fyrir að svartur verði patt. Hins vegar er hægara sagt en gert að reka kónginn í homið. 48. - g5 49. Kxb2 g4 50. Kc2 Kf3 51. Re6 g3 52. Rg5+ Ke2 53. Rh3 g2 54. Rf5 Kf3 55. Rd4+ Ke3 56. Kc3 h5 - Og keppendur sættust á jafntefh. Nú kemst hvítur ekki hjá því að svartur fómi báðum peðum sínum og þá er ekki unnt að stUla upp mát- stöðu. JuMbcJHahsiu er nútíma-hugbúnaður - fyrir nútíma-fyrirtœki. : MacHansa er eitt mest selda bók- haldsforritið fyrir Macintosh-tölvur í Evrópu í dag. Einstakur hug- húnaður með notendavcent viðmnt. í Apple-umboðinu, Skipholti 21, Rvk. 26. og 27. apríl, kl. 13:00 -17:00 Sjón er sögu ríkari ! Apple-umboðið hf. Skipholti 21. Sími: 91-62 48 00 Fax: 91-6248 18 ■ m ii nriiii 111 iiiii ii imnTii mi n ■ ■ 11 iíitiii im rmTTni n nn m ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.