Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994
15
Úr ráðherrastóli í Seðlabanka: Tómas Árnason, Birgir ísleifur Gunnarsson, Jón Sigurðsson og Steingrímur Hermannsson.
í greipum flokkanna
Síðustu dagana hafa landsmenn
reynt að átta sig á margbrotnum
uppákomum í Seðlabankareví-
unni, þessari nýjustu.
Sum atriði í því dapurlega stykki
hafa að vísu veriö öllum augljós.
Annað er hins vegar enn huhð
leyndarhjúp baktjaldamakksins og
því einkum efni í getsakir og tilgát-
ur manna á meðal.
Það hefur auðvitað ekki farið
fram hjá neinum að Steingrímur
Hermannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, tekur innan
skamms við störfum sem banka-
stjóri við Seðlabankann. Þar sest
hann í það sæti sem annar gamall
framsóknarráðherra, Tómas Áma-
son, varð að víkja úr fyrir aldurs
sakir fyrir skömmu. Þetta er sum
sé gamh FramsóknarflókksstóUinn
í Seðlabankanum.
Steingrímur tekur sæti við hlið-
ina á Birgi ísleifi Gunnarssyni,
fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins. Birgir hefur sum sé setið um
árabil í Sjálfstæðisflokksstólnum í
Seðlabankanum.
Þriðji bankastjórinn kemur hins
vegar að þessu sinni úr röðum
starfsmanna bankans. Kannski til
að reyna að slá eitthvað á almenna
óánægju almennings með póUtíska
úthlutun bankastjóraembætta.
Kannski vegna þess að enginn bita-
stæður eða ásættanlegur krati
fannst í embættið.
Sjónarspil
stjómmálamanna
Það kom auðvitað engum á óvart
að Steingrímur yrði fyrir valinu.
Öðru nær.
Það hefur verið á vitorði almenn-
ings mánuðum saman að forystu-
menn stjómmálaflokkanna væru
búnir að semja um þessa niður-
stöðu. AlUr vissu þess vegna fyrir-
fram, áður en staðan var auglýst
opinberlega, að Sighvatur myndi
skipa Steingrím í embættið.
Þrátt fyrir þetta var sett á svið
mikið sjónarspil. Staðan var aug-
lýst með pompi og prakt og við-
skiptaráðherra lét líta út fyrir að
ekkert væri fyrirfram ákveðið.
Margir hæfir menn sóttu um emb-
ættið, þótt þeir gerðu sér vafalaust
fuUa grein fyrir því í hjarta sínu
að um póUtískt sjónarspU væri að
ræða. Enda hafði bankaráð Seðla-
bankans ekki einu sinni lokið við
að greiða leynflega atkvæði um
umsækjendur þegar sumir þeirra
fengu um það skUaboð frá ráðu-
neytinu að starfið væri öðrum ætl-
að. Og viðskiptaráðherra afhenti
svo Steingrími Hermannssyni
snarlega skipunarbréfið.
ForvitnUegt er að velta því fyrir
sér hvers vegna stjórnmálamenn
telja sig knúna tíl að búa tU slíka
revíu. Þeim virðist óskaplega mikið
í mun að þykjast vera að gera eitt-
hvað allt annað en þeir eru í reynd
að bardúsa.
Endurtekið efni
Þessi revía núna er nefnUega síð-
ur en svo einsdæmi.
Þannig hafa ráðherrar, einkum
úr Alþýðuflokki, sett nákvæmlega
sams konar sjónarspU á svið hvað
eftir annað síðustu misserin.
Nýlegt dæmi er auðvitað ráðning
Jóns Sigurðssonar sem Seðla-
bankastjóra fyrir um ári. Þá vissu
alUr aö staðan var frátekin fyrir
þennan fyrrverandi krataráð-
herra. En hliðstæð revía og nú var
sett á sviö til að reyna að fela póli-
tíska ráðningu í embættið.
Enn annað dæmi er ráðning þing-
manns Alþýðuflokksins sem for-
stjóra Tryggingastofnunar ríkis-
ins. Þótt öUum væri það ljóst mán-
uðum áður en staðan var auglýst
að embættið væri ætlað KarU
Steinari Guðnasyni reyndi heU-
brigðis- og tryggingaráðherra aö
láta Uta út fyrir að ekkert hefði
verið ákveðið fyrirfram.
Margir hæfir menn sóttu um
þennan forstjórastól sem reyndar
hefur verið eyrnamerktur krötum
í áratugi. Og Karl Steinar fékk auð-
vitaö hnossið. Hvað annað?
Laugardags-
pistOl
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri
Elliheimili
stjórnmálamanna
Þessi síendurtekni blekkingar-
leikur bendir auðvitað til þess aö
sumir stjórnmálamenn að minnsta
kosti skammist sín hálft í hvoru
fyrir þær pólitísku embættisveit-
ingar sem enn gegnsýra íslenskt
stjómkerfi.
Annars hlytu flokkamir að ganga
hreint til verks og skipa ráðherra
sína og þingmenn í feitu forstjóra-
embættin án þessarar sýndar-
mennsku.
Þannig er því reyndar enn háttað
í utanríkisþjónustunni sem hefur
gengum tíðina veriö vinsælt elU-
heimiU fyrir stjómmálaforingja.
Fjölmargir ráðherrar og þingmenn
þeirra flokka sem mestu hafa ráðið
um stjórn landsins frá þvi íslend-
ingar fengu fuUveldi hafa endað
starfsævi sína í sendiherraembætt-
um austan hafs og vestan. Um slík
vinnubrögð virðast flestir flokk-
anna reyndar hafa haft náið, þegj-
andi samkomulag. í eina tíð hét
slíkt pólitísk samtrygging.
Og þessi ósiður er síður en svo
aflagður; síöast í fyrra var einn af
ráðhermm Alþýðuflokksins dubb-
aður upp sem sendiherra.
Enginn eðlismunur
Stjómmálaflokkar hafa það meg-
inmarkmið nú um stundir að kom-
ast tíl valda. Og síðan að njóta vald-
anna á meðan gefur. Um þetta snú-
ast stjómmál öðm fremur í nútím-
anum. StefnumáUn em yfirleitt
aukaatriði, ekki síst fyrir kosning-
ar. Enda em ýmsir víst famir aö
lagfæra kúrsinn í samræmi við nið-
urstöður skoðanakannana að am-
erískum sið.
Um langt árabU var gengið út frá
því sem vísu í íslensku stjórnmála-
flokkunum að ef og þegar þeirra
flokkur kæmist til valda væri það
sjálfsagður hluti af „ránsfengnum"
að koma „sínum mönnum" í opin-
ber embætti.
Margir hafa haldið því fram að á
þessu hafi orðið veruleg breyting
hin síðari ár. Þessu tíl staðfestingar
er meðal annars bent á að minna
sé um þaö nú en áður að stjóm-
málamenn fái stöður bankastjóra
hjá ríkisbönkunum (öðrum en
Seðlabankanum). Einnig að minna
sé um að starfsmenn þeirra opin-
beru stofnana, sem stjórnmála-
flokkarnir telja mikUvægar hags-
munum sínum, séu ráðnir flokks-
pólitískt.
Þegar grannt er skoðað virðist
þessi breyting þó vera meira í orði
en á borði. Það má vafalaust segja
að um stigsmun sé að ræða miðað
við það ástand sem ríkti fyrir tíl
dæmis tveimur eða þremur áratug-
um.
En breytingin er ekki svo gagnger
að hægt sé að tala um eðUsmun.
Stjórnmálaflokkarnir gína enn yfir
þeim valdastöðum í hinu opinbera
kerfi sem flokksgæðingar hafa sér-
stakan áhuga fyrir. Svo einfalt er
það mál.
Hins vegar má færa rök fyrir því
að stjórnmálaflokkamir hafi minni
ítök en áður utan opinbera kerfis-
ins.
Aukið frelsi
Aukið frelsi í viðskiptum alls
konar, þar á meðal í bankarekstri,
hefur losað um þau miklu tök sem
stjórnmálamenn höfðu á öllu at-
hafnalífi í landinu. Ekki er langt
síðan pólitískir skömmtunarstjór-
ar fjármagnsins gátu skipt sköpum
fyrir líf eða dauða fyrirtækja. Þótt
póhtísk áhrif á streymi fjármagns-
ins séu enn mikil í íslensku þjóðfé-
lagi þá hefur aukið frelsi og sam-
keppni losað mjög um þessi gömlu
bönd.
Sama hefur reyndar gerst í fjöl-
miðlun. Ekki eru margir áratugir
síðan íslensku blöðin voru að
meira eða minna leyti málpípur
stjórnmálaflokka eða fylkinga inn-
an þeirra, auk þess sem flokkspóli-
tískir sendimenn höfðu ríkisút-
varpíð í hendi sér. Þá var ekki óal-
gengt að stjómmálamenn tækju
viðtöl við sjálfa sig - það er skrif-
uðu bæði spumingamar og svörin.
Þeirra var valdið.
Þetta hefur vissulega gjörbreyst
síðustu einn til tvo áratugina. Nú
um stundir eru stærstu fjölmiðl-
amir í reynd sjálfstæðar stofnanir,
óháðarstjórnmálaflokkum. Stjórn-
endur þeirra leggja metnað sinn í
að þjóna sem best hagsmunum les-
enda, hlustenda og áhorfenda.
Ekki er laust viö að sumir stjórn-
málamenn virðist á stundum sakna
„gömlu, góðu daganna" þegar
flokksforingjar réðu algjörlega
umfjöllun um stjómmál, skrifuðu
viðtöl við sjálfa sig og þurftu aldrei
að óttast að sagt væri frá mistökum
þeirra nema þá í skammargreinum
póhtískra andstæðinga.
Vafalaust er skýringin á slíkum
sökknuði sú að það reynir miklu
meira á stjómmálamenn að þurfa
sífellt að svara óþægilegum spum-
ingum og sannfæra almenning með
rökum um réttmæti gerða sinna.
En þannig á það auðvitað að vera
í þjóðfélagi þar sem lýðræði og
frelsi er raunverulegt - en ekki í
fjötrum flokksviðja.