Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Side 17
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 17 dv __________________Merming Glæsilegt nýtt listasafn Kópavogur hefur eignast nýtt og virkilega failegt safnhús. Þar var reyndar fyrir glæsilegt Ustasafn því um árabil hafa Kópavogsbúar varið hálfu prósenti af útsvari sínu til Usta- verkakaupa. í safninu munar þó mest um gjöf erfmgja Gerðar Helga- dóttur, en frá þeim komu nær fjórtán hundruð verk eftir Ustakonuna, auk kröfunnar um það að yfir verkin yrði byggt. Húsið er glæsUegt. Þar eru tveir sýningarsaUr í mjög þokkalegri stærð sem lýstir eru með dagsbirtu ofan frá. Nú hafa verið um það afar skiptar skoðanir undanfarna áratugi hvort sýningarsaUr skuU lýstir giuggum eða rafljósum og hefur aldr- ei fundist viðunandi lausn á því vandamáU. Rafljósin hafa orðið ofan á þar til nú en með nýja safnhúsinu í Kópavogi er loksins komið hús þar sem dagsbirtan er í aðalhiutverki - hús sem gerir frá upphafi ráð fyrir því að verkin á veggjunum séu lýst um glugga og að rafljósin séu aðeins notuð til að bæta við þar sem vanta kann á. í smærri sal hússins var sýning á völdum verkum úr safni hússins. Þar sást glöggt að innkaupastefna Kópa vogsbúa hefur borið góðan árangur því sýningin var sterk og athygUs- verð. Segja mætti að hún væri nokk- uð þröng - einskorðuð að mestu við konkret-Ustina og arftakendur henn- ar. Reyndar er þar að finna allmörg fígúratíf verk líka en það er skUjan- iegt þar sem þróun abstraktsins hér á íslandi varð öU á nokkuð annan hátt en á meginlandinu. Af sýningunni er ljóst að Listasafn Kópavogs á gott og heUdstætt safn verka frá sjötta og sjöunda áratugn- um og að viðbættu safni Geröar er vart okkur vafi á að hér bjóðist góðir möguleikar til sýninga og rannsókna á þessu tímabUi sem var eitt hið merkasta og gróskusamasta í ís- lenskri Ustasögu. Gerður Helgadóttir var fædd árið 1928 og dó eftir margra ára baráttu við krabbamein árið 1975. Hún nam við Handíða- og mydUstarskólann á fyrstu árum eftir stríð en hélt svo utan tU náms tU ítahu og síðar tU Parísar þar sem hún kynntist fyrstu Bridge Bridgehátíð á Akureyri Bridgefélag Akureyrar á 50 ára af- mæli á árinu. í tílefni af afmæhnu verður efnt tU bridgeveislu á Akur- eyri dagana 12.-15. maí. Þann 12. (uppstígningardag) og 13. maí fer fram íslandsmót í parakeppni í tví- menningi. í kjölfarið verður svo efnt til opins stórmóts dagana 14. og 15. maí. Þátttaka í íslandsmótínu í para- keppni hefur farið sívaxandi og von- umst við tU þess að sjá sem flesta spilara í því mótí. Þátttökutilkynn- ingar þurfa að berast tíl BSÍ fyrir hádegi 10. maí. Opna mótíð, sem haldið verður 14. og 15. maí, er hið eiginlega afmæhs- mót félagsins. AfmæUsmótíð er hald- ið með stuðningi KEA, Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps og Akureyrar- bæjar. Vegieg peningaverðlaun verða í boði sem skiptast á eftirfar- andi hátt; 1. sæti 150.000 2. sæti 100.000 3. sæti 50.000 4. sæti 30.000 5. sæti 20.000 6. -10. sæti 10.000 Þátttökutilkynningar vegna afmæl- ismótsins þurfa að berast í síðasta lagi að morgni 10. maí til Jónínu Pálsdóttur (s. 25974, vs 30369), Orm- arrs Snæbjömssonar (s. 24624) eða skrifstofu Bridgesambands íslands. Þátttökugjald er 3.000 krónur á spil- ara. -ÍS straumum abstraktsins - konkret- Ustarinnar svokölluðu sem hélt því fram að Ustaverk þyrftí ekki endilega að verða endurgerð raunveruleik- ans, heldur gætu náð því að vera veruleiki út af fyrir sig - framlag Ustamannsins til raunverunnar frekar en túlkun eða spegilmynd á þessum raunveruleika. Slíkar hugmyndir virðast hafa átt greiðan aðgang að huga Gerðar því strax upp úr 1950 fara verk hennar að taka á sig abstrakt stíl. Á örfáum árum sjáum við hana færa sig frá Myndlist Jón Proppé fígúratífum verkum námsáranna yf- ir í þróaða abstraktíist þar sem form og efni tala án þess að vera studd nokkurri tílvísun í náttúrlegan veru- leika. Ef Gerður hefði unnið þessi verk hér á landi hefði það eflaust orðið tíl þess að breyta framgangi íslenskrar Ustþróunar, en Ukt og margir aðrir íslenskir listamenn staldraði hún við erlendis og fann þar móttækUegri áhorfendur og frjórra umhverfi. Verk hennar voru engu að síður mikUs metin hér þegar fram í sótti og hún fékk hér allnokk- ur verkefni sem hún leysti vel af hendi: kirkjuglugga og skreytingar Skálholti og Saurbæ, og mósaíkverk- ið á toUhúsinu í Reykjavík, svo nokk- uð sé nefnt. Af sýningunni í Kópavogi má fá góða mynd af þroska og hæfni þess- arar einstöku Ustakonu og það má ætía að hin glæsUega Ustaverkagjöf erfingja hennar verði til þess að verk hennar verði oftar sýnd og ferUl hennar rannsakaður nánar. Safnið í Kópavogi er nefnt eftír Gerði - Gerð- arsafn - og Kópavogsbúar mega vera hreyknir, bæði af nýja safnhúsinu og af því að þeir hafa nú orðið safn- veröir að minningu og verkum Gerð- ar Helgadóttur. Bilheimar hf Fosshálsi 1 sími: 634000 Ingvar Helgason hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.