Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Side 18
18 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 Dagur í lífl Flosa Ólafssonar leikara: Enginn einn öðrum líkur Ég bar gæfu til þess að vera heima hjá mér á mánudagiim var vegna þess að það er ekki leikiö í Þjóðleik- húsinu á mánudagskvöldum og á daginn er um þessar mundir verið að æfa Niflungahringinn eftir Wagn- er og „Offors örlaganna" eftir Verdi með Kristjáni en án mín. Ég gat því dvalið á búgarði mínum að Stóra-Aðalbergi í Reykholtsdal mánudag og þriðjudag og fram á miðvikudag en þá um kvöldið þurfti ég að taka þátt í „Gauragangi“ í Þjóð- leikhúsinu. Dagar lífs míns eru víst orðnir sirka tuttugu og þijú þúsund og fimm hundruð og þegar ég lít til baka er mér nær að halda að enginn hafi verið öðrum líkur. Ég fór, svona í bríaríi, aö fletta dagbókunum mínum þegar ég var beðinn um að segja DV frá degi í lífi mínu. Þar hef ég skrifað einhvem mánu- daginn fyrir tæpum áratug: „Vakna, gera á mér morgunverkin, klæða mig, éta eða reyna að stilla mig um að éta, fara á klóið, hátta aftur, reyna að sofna, sofna svo, vakna aftur, klæða mig, hátta aftur, sofna, vakna, sofna og það svona eina tilbreytingin ef maður skyldi aldrei vakna aftur. Aldrei neitt að ske. Allt- af sama höktið." Það var semsagt þegar mér var far- ið að finnast dagamir í lífi mínu svona tilbreytingarlausir í höfuö- borginni Reykjavík að við heiöurs- hjónin létum gamlan draum rætast og keyptum okkur jarðarskika uppi í Borgarfirði og fluttum hingaö svona eins og til að komast þangað sem eitt- hvert líf er í tuskunum. Ég er hættur að verða hissa þegar fólk spyr hvað sé eiginlega hægt að hafa fyrir stafni þegar maður sé ekki í Reykjavík, einfaldlega vegna þess að það er alltaf verið aö spyija okkur hjónakomin að þessu. Ég hef raunar alla æfina átt mér þann draum heitastan aö þurfa ekki að hafa neitt fyrir stafni en satt að segja er ég orðinn úrkula vonar um aö sá draumur æth nokkum tímann að rætast. Þannig var það einmitt á mánudag- inn var að ég hafði hugsað mér aö pjóta þess í botn að hafa ekkert fyrir stafni allan þann dag. „Morgunmenn" Ég vaknaði eins og venjulega um hálfsjöleytið um morguninn. (Þetta kalla þeir sem komnir em á raupald- urinn að þeir séu miklir „morgun- menn“ og vilji taka daginn snemma og bæta svo gjama viö að morgun- stimd gefi gull í mund. Sannleikurinn er hins vegar sá að þeir geta ekki sofiö lengur af því aö þeir em komnir í spreng og blöðru- hálskirtillinn er farinn að gefa sig.) Ég fór sem sagt fram úr, kastaði af mér vatni, gekk svo út á bæjarhell- una og tók sólarhæðina. Úti var stilli- logn og í gegnum vorkyrrðina barst hljómkviða vorsins úr Snældubjörg- unum sem er mikið klettabelti fyrir ofan bæinn minn. Ég verð vafalaust bæði væminn og gamaldags ef ég fer fleiri orðum um „vorboðann ljúfa“ sem er fyrir utan fughnn bæði lækjaniður, tófugagg, birtubrigði og vorangan sem breytist frá degi th dags. Ég veit ekki hvemig öðrum er fariö en sjálfur kemst ég í einhvers konar nirvana á svona morgunstund. Og það var einmitt í svona ein- hvers konar upphöfnu sálarástandi sem ég gekk aftur inn í bæinn á mánudaginn var og jaöraöi við aö mér fyndist fullhversdagslegt að fara að heha upp á könnuna. Ég gerði það nú samt og lagði síðan leið mína inn í svefnherbergi að vekja konuna sem mér fannst ég verða af örlæti mínu að veita hlut- dehd í sálarástandi mínu og morgun- kaffinu sem ég hafði rennt upp á þó það sé nú í hennar verkahring. En þegar ég hafði stjakað bhðlega við henni tilkynnti hún mér að sam- kvæmt sinni klukku væri fótaferða- tími enn langt undan og að ég væri ekki normal að láta svona um miöja nótt. Síðan sneri hún sér snúðug th veggjar. Og af því að ég er nú farinn að vepjast dyntunum í henni eftir fjöru- tíu ára sambúö og líka vegna þess að ég er óvenju dagfarsprúöur maöur þá fyrirgaf ég henni þessa ófyrirgef- anlegu framkomu. En óneitanlega getur manni sám- að. í skítagallann Þegar ég var búinn að fá mér kaffi- sopa fór ég í skítagahann og lallaði mér út í hesthús. Þar eru sex hross á stahi, hin mestu gersemi, þrír ung- ir reiöhestar, tveir folar, Prins og Greifi, sem bera nöfn með rentu, og gullfahegt merfolald, rautt. Prins er enn graður og verður ein- hveiju af merum haldið undir hann í sumar. Gömlu klárunum og merunum er gefið úti. Af ótta við að verða hahærislega væminn ætla ég að sleppa að segja frá því hvemig mér fmnst að eiga samneyti við hestana mína, koma th þeirra í húsið á morgnana, gefa þeim og ræða viö þá, en oft uni ég í þeim selskap lengi. Þennan thtekna morgun sleppti ég þeim út, mokaði, gaf þeim svo tuggu og ræddi einhver ósköp við þá um lífið og thveruna og það unaðslega hlutskipti mitt aö þurfa ekki að hafa neitt fyrir stafni. Svo fór ég í sturtu og slappaði svo vel af að það var næstum liðið yfir mig en sem betur fer hné ég niöur í djúpan stól með eitthvað skemmti- legt að lesa. Nú var húsfreyjan komin á fætur og farin að hringla í pottunum. Þegar ég varð þess áskypja að hún ætlaði að gefa mér ket, kartöflur og sósu þá fyrirgaf ég henni umsvifalaust hvemig hún hafði hagað sér um morguninn. Eftir hádegið riðum við svo út en komum að öðm leyti öngvu í verk af því fjölmarga sem við höfðum þó ákveðið að hrinda í framkvæmd þennan umrædda sólskinsmánudag. Það vhl nefnhega oft fara svona hjá þeim sem eiga sér þann draum heit- astan að hafa ekkert fyrir stafni. Finnur þú fimm breytingar? 254 Getur þú komið snöggvast út góða, þaö er hér maður að spyrja mig Nafn: um skoðun mina! Heimilisfang:. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni th hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-sph- ið, eitt vinsælasta fjölskyldu- sph í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyglisgáfú og þjálfar hugareikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækumar em gefhar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 254 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð fimmtugustu og aðra get- raun reyndust vera: 1. Sesselja Bjarnadóttir, Túnbraut 5, 545 Skagaströnd. 2. Hrafnhildur Björg, Oddnýjarb'raut 5, 245 Sandgerði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.