Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Side 22
22 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 Sérstæð sakamál Dauðir menn skjóta ekki Elvira Mullens. Á tímum samdráttar og kreppu líta menn gjarnan um öxl til svip- aðra tíma. Og það kann að vera ástæðan til að gamalt sakamál, frá tímum heimskreppunnar á fjórða áratugnum, var nýlega tekið til umíjöllunar á ný. En hvað sem því líður var það óvenjulegt og því ekki síður frásagnarvert en svo mörg önnur. í kreppu ijóröa áratugarins var ástandið slæmt um alla Evrópu. Bilið milh ríkra og fátækra breikk- aði stöðugt og atvinnuleysingjar urðu æ fleiri. En þeir ríku lifðu margir eins og ekkert hefði ískorist og óku um á dýrum bílum. Ein af þeim konum sem óku um í slíkum bílum í stórborgum Evr- ópu; London, París og Róm, var Elvira Dolores Mullens. Hún var þá nítján ára. Hún var dóttir 'Sir Johns Mullens og lafði Mullens. Elvira umgekkst heldra fólkið og sumir höfðu á orði að hjá því færi vart að hún yrði ein af hirðmeyjun- um. Og um þetta leyti gat Elvir'a valið úr ungum mönnum. í leikhúsi Elviru var ekki nóg að geta lifað eins og hefðarkona. Það var ekki nógu spennandi. Hún leitaði því út fyrir þann hóp sem hún umgekkst venjulega og tók sér nafnið Dolores Ashley. Undir því nafni sótti hún um starf í hópi dansmeyjanna í Gaiety Theatre í London. Ein stúlknanna, sem vann þar með henni, Constance Deering, er nú um áttrætt og nýlega lét hún hafa þetta eftir sér um Elviru: „Hún sagði einu sinni að henni lægi ekkert á að gifta sig og eignast börn. Hún vildi lifa lífinu hér og nú! „Ég vil lifa í dag! Fjandinn hirði morgundaginn“!“ sagði hún. Foreldrar Elviru urðu slegnir þegar þeir fréttu að hún væri kom- in á fjalinar sem dansmær. En þeir umbáru uppátækið af því hún vann undir öðru nafni. Enn slegnari urðu þeir þegar hún giftist, þá tutt- ugu og eins árs, söngvaranum John Sterhng Barney. Hann var Banda- ríkjamaður og ekki þótti það bæta úr skák. Hann var vinsæll dægur- lagasöngyari og ætíð umsetinn af konum. Óspar var hann á athygli sína á þeim og varð það til þess að hjónabandið stóð aðeins í eitt ár. „Krydd lífs míns er karlmenn." Skilnaðinum fylgdi rólegt tíma- bil. Elvira fluttist heim til foreldra sinna og fór á ný að taka þátt í sam- kvæmislífi heldra fólksins. En dag einn fékk hún aftur nóg af því og tók á leigu íbúð í London. Const- ance Deering segir að þá hafi Elvira sagt: „Tilbreyting er sögð krydd lífs- ins. Krydd lífs míns er karlmenn. Ef til vill finn ég einhvem tíma þann sem getur fuhnægt öllum mínum kröfum og fengið mig til að hoppa yfir tunglið og æpa af frygð. Þegar ég finn hann ætla ég að halda í hann eða drepa hann.“ Skömmu síðar fann hún þann sem hún leitaði að. Michael Scott Stephen hét hann. Hann var líka af heldra fólki kominn en var svarti sauðurinn í fjölskyldunni. Hann hafði aldrei get ærlegt handtak en fundið „guhnámu". Hann svaf hjá efnuðum konum sem voru nógu gamlar til að vera móðir hans. Já, og sagt var að sumar hefðu getað verið amma hans. Hann lýsti þeim þannig: „Þær eru alveg óðar í kynlíf og vilja borga." Ein afmörgum Elvira og Michael Scott Stephen kynntust í veislu og það Uðu ekki Michael Scott Stephen. margir klukkutímar þar tíl þau voru komin upp í rúm hjá henni. Elviru fannst á eftir að hún hefði hitt manninn sem hún hafði alltaf leitað aö. Og honum að hann hefði fundið nýja „gullnámu". Þau áttu ýmislegt sameiginlegt. Bæði drukku mikið, voru eyðslu- klær og þegar Stephen sagði Elviru að foreldrar hans hefðu gert hann arflausan sagði hún: „Hvað gerir það til? Þú hefur mig og meðan svo er mun þig ekkert skorta. En far- irðu að halda fram hjá mér skýt ég þig.“ Þá hótun lét Stephen sem vind um eyrun þjóta. Þá hélt hann við að minnsta kosti fimm aðrar kon- ur. Og hann hafði ekki í hyggju að missa tekjurnar sem hann hafði af því. Snemma vors árið 1932 heyrði einn nágranni Elviru að hún og Stehen rifust heiftarlega. Það var reyndar ekki óvenjulegt, en nú heyrðist hún hrópa: „Hlæðu bara, drengur minn. Hlæðu í síðasta sinn!“ Síðan heyrðust tveir skot- hvellir. Þá varð dauðaþögn. Enginn hringdi þó á lögregluna því ná- grannarnir kærðu sig ekki um að Nicola Pope. flækjast í það sem verið gæti morð- mál. Lausnar leitað Skömmu eftir að þetta gerðist kom Elvira til Thomas Durrant læknis en hún hafði þá leitað til hans nokkrum sinnum. Hún bað hann að koma þegar í stað með sér heim þar sem slys hefði orðið á heimilinu. Þegar Durrant læknir kom inn í íbúðina sá hann hvernig komið var og hringdi á lögregluna. Stephen, sem Elvira sagði hafa orðið fyrir slysi, lá látinn á gólfinu. Við vinstri hönd hans lá skammbyssa. Elvira gaf þá skýringu að þau hefðu riflst vegna þess hve margar vinkonur hann átti. Þá hefði hann skyndilega gripið skammbyssu sem hefði legið á borði. Af ótta við aö hann skyti hana og síðan sjálfan sig hefði hún reynt að ná byssunni af honum en í átökum þeirra hefði skot hlaupið úr henni. Hélt Elvira því fram að Stephen hefði þá haldið um gikkinn. Rannsóknarlögreglumönnunum, sem komu á vettvang, þótti heldur Constance Deering fyrir skömmu. ótrúlegt að nokkur gæti skotið sjálfan sig tvívegis í hjartastað. Þeir tóku því Elviru fasta, fóru með hana á lögreglustöð og þar var hún tekin til yfirheyrslu. Að því búnu var skýrslan send saksóknara og gaf hann út morðákæru. Frægt og umtalað mál í skrifum um málið er því haldið fram að við rannsókn þess hefði lögreglan gert mistök sem ættu sér vart hliðstæðu í breskri réttarfars- sögu. Skammbyssan var ekki tekin til fingrafararannsóknar fyrr en það löngu eftir atburðinn að fjölmargir höfðu handleikiö hana. Var því ekki hægt að ná af henni neinum fórum sem hægt var að nota til að renna stoðum undir morðákær- una. Reyndar var byssan þá orðin svo kámúg að heil fingrafor náðust ekki af henni. En það var fleira sem vakti at- hygli. Lifnaðarhættir heldra fólks- ins komust enn á ný til umfjöllunar og biðu margir þess aö sjá hvort Elivira Mullens fengi aðra meðferð fyrir dómstólunum en búast mætti við þegar síður nafntogað fólk ætti hlut að máli. Voru sumir þeirrar skoðunar en aörir héldu fast við að Elvira yrði sek fundin um að hafa skotið ástmann sinn í bræði. Fokdýr sæti Enn helsti sérfræðingur í Bret- landi á sviði morðmála, Sir Bern- ard Spilsbury, lýsti þvi yfir eftir að hafa rannsakað hvaðan skotið var á Michael Scott Stephen að ekki kæmi til greina að neinn gæti skot- ið sjálfan sig á þann hátt sem sak- borningur héldi fram. Fyrri kúlan hefði banað þeim látna og því hefði hann ekki getað skotið þeirri síð- ari. Dauðir menn skytu ekki af byssum. Málið var tekið fyrir í Old Bailey- sakamálaréttinum þann 5. júlí 1932. Fólk beið í röðum eftir sætum og slík var eftirspurnin að sumir viku sæti fyrir þeim áhugasömustu gegn gjaldi sem jafngildir nú um fjörutíu þúsund krónum. Tveir af kunnustu lögfræðingum Bretlands, Sir Percival Clarke sak- sóknari og Sir Patrick Hastings verjandi, gerðu báðir sitt besta. Niðurstaða kviðdóms Saksóknari leiddi meðal annars fram vitnið Nicolu Pope sem sagð- ist hafa heyrt Elviru segja við Step- hen: „Ef þú ferð frá mér þá drep ég þig!“ Vitnið varð hins vegar svo miður sín og ringlað í stúkunni að það féllst loks á að Elvira kynni að hafa getað sagt. „Ef þú ferð frá mér drep ég mig!“ Mesta tromp verjandans var erfðaskrá Elviru en i henni ar- fleiddi hún Stephen að öllum eigum sínum. Um þetta sagði verjandinn: „Þykir nokkrum það benda til þess að hún hafi haft í hyggju að ráða hann af dögurn?" Kviðdómendur fylgdust vel með því sem verjandinn, Sir Patrick Hastings, sagði og eftir nokkurn umþóttunartíma kom formaður kviðdómsins og lýsti því yfir að Elvira Mullens þætti saklaus af ákærunni um að hafa myrt Micha- el Scott Stephen. Eigin dómur? Þótti nú mörgum sem ljóst væri að erfiðara væri að koma lögum og rétti yfir fólk úr efri stéttum þjóðfélagsins en aðra. En hver svo sem skýringin var á niðurstöðu kviðdómenda bar afstaða margs heldra fólskins með sér að það dæmdi Elviru harðar en gert var í réttarsalnum. Var sem mörgum úr þeim hópi þætti að kviðdómendur hefðu látið mælsku og rökfimi veij- anda rugla sig í ríminu því að full- nægjandi skýring heíði ekki fengist á þvi hvernig sá látni hefði getað hleypt af síðara skotinu. Enn aðrir sögðu aftur að það væri einmitt efinn um það atriði og efni erfða- skrárinnar sem nægt hefði til þess að kviödómendur hefðu ekki treyst sér til að fullyrða að Elvira væri sek. Eins og fyrr segir varð dómur umheimsins annar. Vinir Elviru sneru viö henni bakinu. Foreldrar hennar sögðu henni að hún væri velkomin á heimihð en aðeins þeg- ar þar væru engir gestir. Þetta varð Elviru um of. Hún fluttist til Parísar til að byrja nýtt líf. Árið 1935 veiktist hún og dó. Engin líkamleg dánarorsök fannst. Því var því haldið fram að hún hefði dáið af sorg og gremju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.