Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 51 Afmæli Ólöf Magnúsdóttir Ólöf Magnúsdóttir, bankagjaldkeri og húsmóðir, Holtsbúð 48, Garðabæ, erfimmtugídag. Starfsferill Ólöf er fædd að Hamraendum í Stafholtstungnahreppi í Mýrasýslu en ólst upp í Sörlaskjólinu í Reykja- vík. Hún tók gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla verknáms. Ólöf stundaði nám í Bankamannaskól- anum og söngnám hjá Guðrúnu Á. Símonar í Söngskólanum í Reykja- vík. Hún hefur auk þess sótt söng- námskeið hjá ýmsum söngkennur- um. Ólöf stundaði verslunarstörf á skólaárunum og fyrstu árin eftir gagnfræðapróf og var lengst af hjá fóður sínum í Öldunni á Öldugöt- unni. Hún hefur starfað í Lands- banka íslands frá 1974. Ólöf hefur sungið í mörg kórum, m.a. Dómkórnum, Óratoríukór Dómkirkjunnar, Kór Söngskólans í Reykjavík, Selkórnum, Pólýfón- kómum og kór Garðakirkju. Hún stofnaði Landsbankakórinn ásamt vinnufélögum og stjómaði honum fyrstu tvö árin. Ölöf hefur setið í stjómum ýmissa félaga og kóra. M.a. í stjóm Dómkórsins en þar var hún formaður í tvö ár, stjórn Pólý- fónkórsins, Samtökum sykursjúkra og í stjórn Sjálfstæðisfélags Garða- bæjar. Hún var formaður Æsku- lýðsráðs Garðabæjar 1982-86, sat í Bókasafnsnefnd Garöabæjar 1986-90 og situr nú í Menningar- málanefnd Garðabæjar. Ólöf bjó í Reykjavík til 1970, á Sel- tjamarnesi til 1978, þá aftur í Reykjavík til 1980 en hefur verið búsett í Garðabæ frá þeim tíma. Fjölskylda Ólöf giftist 21.9.1963 Hilmari E. Guðjónssyni, f. 15.11.1938, aðalbók- ara. Foreldrar Hilmars: Jón Hjör- leifsson, bóndi, símstöðvar- og versl- unarstjóri og oddviti í Skarðshlíð í A-Eyjafjöllum, og Guðrún Sveins- dóttir. Fósturforeldrar Hilmars: Guðjón Sveinsson og kona hans, Marta Eyjólfsdóttir. Þau bjuggu lengst af í Vestmannaeyjum en síð- astíReykjavík. Synir Ólafar og Hilmars: Magnús Guðjón Hilmarsson, f. 28.12.1963, verkstjóri í Reykjavík, maki Ingi- björg Erlendsdóttir, þau eiga eina dóttur, Ólöfu Sunnu Magnúsdóttur, f. 18.11.1988; Haukur Hilmarsson, f. 13.3.1972, nemi í Garðabæ. Systkini Ólafar: Guðmundur Vai- ur Magnússon, f. 7.12.1945, sálfræð- ingur og háskólanemi í Hafnarfirði, sambýhskona hans er Eva Egils- dóttir kennari, þau eiga þrjú börn; Kristbjörg Magnúsdóttir, f. 24.3. 1953, húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Axel Axelssyni Clausen fjármála- stjóra, þau eiga tvö börn. Foreldrar Olafar: Magnús Kr. Guðmundsson, f. 17.8.1917, fyrrver- andi kaupmaður, og Sesselja Sig- urðardóttir, f. 15.5.1919, húsmóðir, þau eru búsett í Sörlaskjóli 62 í Reykjavík. Ætt Magnús er sonur Guðmundar Magnússonar frá Stekkjartröð í Grundarfirði og konu hans, Val- Ólöf Magnúsdóttir. gerðar Víglundsdóttur frá ísafirði. Sesselja er dóttir Sigurðar Gísla- sonar frá Hvammi í ísafirði og konu hans, Ólafar Ólafsdóttur frá Kal- manstungu. Ólöf tekur á móti gestum á heim- ili sínu að Holtsbúð 48 í Garðabæ frá kl. 16-19 á afmælisdaginn. Oddný Guðný Bjamadóttir Oddný Guðný Bjarnadóttir, fyrrv. forstööukona á barnaheimilinu Sóla í Vestmannaeyjum, til heimihs að Hraunbúðum í Vestmannaeyjum, er áttræðídag. Starfsferill Oddný fæddist á Fáskrúðsfirði og ólst þar upp. Hún flutti til Vest- mannaeyja 1935 og hefur átt þar heima síðan. Oddný og eiginmaður hennar byggðu sér hús að Ásavegi 8 á stríðs- árunum en þar áttu þau heima fram á síöasta ár er þau fluttu á ehiheim- ihð í Hraunbúðum. Fjölskylda Oddný giftist 6.11.1937 Jóhanni Bjarnasyni, f. 16.10.1913, d. 6.2.1994, vélstjóra, sem lengi var hafnarvörð- ur í Vestmannaeyjum. Foreldrar Jóhanns voru Bjami Bjamason, sem drukknaði við Eiðið í Vest- mannaeyjum ásamt mörgum öðrum 16.12.1924, og Jónína Sigurðardóttir, ættuð frá Seyöisfirði, af Ásunnar- staðaætt, sem lengi bjó á Hoffelli í Vestmannaeyjum. Kjördóttir Oddnýjar og Jóhanns er Hanna Mahý, búsett í Reykjavík og á hún tvær uppkomnar dætur, búsettarþar. Systkini Oddnýjar: Þóröur, f. 5.4. 1905, nú látinn, skósmiður í Vest- mannaeyjum; Guðrún Björg, f. 31.6. 1906, nú látin, húsmóðir á Djúpa- vogi; Garðar eldri, dó ungur; Agúst, f. 10.9.1909, nú látinn; Andrea, f. 1.7.1917, nú látin, húsmóöir í Reykjavík; Karl, f. 21.2.1921, en hann lést rétt eftir fermingu; Hans- ína, f. 21.2.1921, húsmóðir í Reykja- vík; Andrés, f. 21.2.1921, gullsmiður, nú búsettur í Hveragerði; Garðar Björgvin, f. 28.5.1928, nú látinn, stýrimaður í Reykjavík. Foreldrar Oddnýjar voru Bjarni B. Austmann, f. 19.8.1876, d. 1.5. 1955, verkamaður á Fáskrúðsfirði og í Vestmannaeyjum, og kona hans, Stefanía Markúsdóttir, f. 29.8.1884, d. 10.4.1975, saumakona og húsmóð- ir á Fáskrúðsfirði og í Vestmanna- eyjum. Ætl Bjarni var sonur Bjarna, b. á Freyshólum, Bjarnasonar, frá Krossi, Magnússonar. MóðirBjarna á Freyshólum var Guðfmna, dóttir Einars frá Setbergi Kristjánssonar og Margrétar Pétursdóttur frá Bót. Móðir Bjarna Austmanns var Álf- heiður Jónsdóttir frá Karlsstaðahjá- leigu á Berufjarðarströnd. Jón, faðir Alfheiðar, var Sigurðsson, fæddur á Horni við Homafjörð. Móðir Álf- heiðar var Ingveldur Magnúsdóttir, b. á Hryggstekk, Magnússonar Bjamasonar. Hálfbróðir Stefaníu, sammæðra, var Jón Jónsson, alþingismaður og b. á Hvanná í Jökuldal, faðir Krist- ínar, móður Sigríðar Hagahn leik- konu. Stefanía, móðir Oddnýjar, var Oddný Guðný Bjarnadóttir. dóttir Markúsar á Vopnafirði, er fór th Vesturheims, Guðnasonar, b. í Hvammi í Kjós, Jónssonar, b. á Króki í Kjós, Ólafssonar. Móðir Guðna var Vilborg Jónsdóttir, f. á Sýrlæk í Flóa, Jónssonar. Móöir Markúsar var Sigríður, dóttir Gísla, hreppstjóra í Hrísakoti, Guðmunds- sonar, dbrm í Skildinganesi, Jóns- sonar. Móðir Sigríðar var Guðrún Þóroddsdóttir, b. á Ingunnarstöð- um, Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Jónsdóttir, b. á Fremra-Hálsi og ættíoður Fremra- Hálsættarinnar, Ámasonar. Móðir Stefaníu var Ignunn Ein- arsdóttir frá Hamri í Hamarsfirði Ólafssonar Björnssonar Antoníus- arsonar, ættföður Antoníusarættar- innar, Árnasonar. Eyþór Heiðberg Eyþór Heiöberg, Brúnalandi 18, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Eyþór fæddist í Reykjavik og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1959 (ut- anskóla). Eyþór starfaði í skoðunardehd Flugfélags íslands 1961-64 og vann síðan sem fuhtrúi í farmgjaldadeild- um hjá Jöklum hf. 1964-68, Eim- skipafélagi íslands hf. 1968-73 og Hafskipum hf. 1973-62. Hann var í ferðaskrifstofurekstri 1982-90 og var fulltrúi í innkaupadeild ÁTVR 1991-93. Á sumrin hefur Eyþór verið leiös'ögumaður þýskra ferðamanna um landið. Fjölskylda Eyþór kvæntist 23.11.1957Krist- ínu Maríu Heiðberg (f. Altmann), f. 21.1.1932 í Glogau í Þýskalandi, hjúkrunarfræðingi. Foreldrar ' hennar: Carl Altmann, prent- smiðjueigandi í Glogau í Þýska- landi, og Hedwig Altmann, húsmóð- ir. Börn Eyþórs og Kristínar: Eyþór Tómas, f. 1.3.1958, viðskiptafræð- ingur, maki Ólöf Pétursdóttir, þau eiga eina dóttur, Evu Ýr, f. 20.9.1991; íris Regína, f. 10.2.1961, þýskukenn- ari í Denver í Bandaríkjunum, maki Farzad Nazemi viðskiptafræðingur, þau eiga einn son, Darius Tómas, f. 3.10.1991; Sólveig María, f. 19.3.1964, nemi í fomleifafræði í Freiburg í Þýskalandi; Kristrún María, f. 26.5. 1966, blaðamaður hjá DV; Davíð Öm, f. 26.4.1969, nemi; Anna Þór- dís, f. 19.6.1972, stúdent. Systkini Eyþórs: Jósep Ragnar, f. 22.7.1928, d. 14.3.1975, verslunar- maður, hans kona var Valborg Mar- ía Heiðberg (f. Altmann), f. 10.12. 1926 í Glogau í Þýskalandi, d. 1.5. 1976, hjúkrunarfræðingur, þau eignuðust fjögur börn. Valborg Mar- ía var systir Kristínar, konu Ey- þórs; Andri Öm, f. 14.4.1930, d. 21.10. 1978, þyrluflugmaður og kafari, hans kona var Elín Högnadóttir, þau eignuðust fimm böm en eitt er látið; Jón Þorvalds, f. 11.11.1932, d. 17.9.1935; Sigríður Svanlaug, f. 30.3. 1938, formaður Kattavinafélags ís- lands, maki Einar Jónsson verktaki. Foreldrar Eyþórs: Jón Heiðberg, f. 25.10.1889, d. 12.7.1973, hehdsah, og Þórey Heiðberg, f. 13.11.1895, d. 19.8.1987, húsmóðir. Þau bjuggu á Laufásvegi 2a í Reykjavík. Eyþór Heiöberg. Ætt Jón var sonur Jóns Jónssonar, bónda á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði, og konu hans, Jósefínu Ólafsdóttur. Þórey var dóttir Eyþórs Einars- sonar, f. 14.12.1863, d. 23.4.1932, bónda á Stóru-Þúfu í Miklaholts- hreppi, og konu hahs, Jónínu Guð- rúnar Jónsdóttur, f. 5.10.1876, d. 28.1.1962. Eyþór er að heiman á afmæhsdag- inn. Til hamingju með afmælið 23. apríl Jóhann Pálsson, Dalbraut 18, Reykjavík. 80 ára Anna Guðmundsdóttir, Glaðheimum 20, Reykjavík. Sigurður Snæbjörnsson, Höskuldsstöðum, Eyjafjarðarsveit. Brynhildur Sigtryggsdóttir, Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi. Karl Jóhannsson, Jöklafold 8, Reykjavík. Hanneraðheiman. Hilmar Friðrik Guðjónsson, búfræðingur ogbifreiöa- stjórihjáOsta- ogsmjörsöl- unni, Vesturási 51, Revkjavík. Eiginkona hans er Guðrún Guðmundsdóttirheimils- fræðikennari. Þau verða með heitt á könnunni og taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 15 á afmæhsdaginn. 50ára________________________ Ólafía Ingvarsdóttir, Eiöistorgi 3, Selijamarnesi. Aðalheiður Arnórsdóttir, Dalatúni 11, Sauöárkróki. 40ára Þorbjörg Bragadóttir, Garði 1, Kelduneshreppi. Hrólfur Ólafsson, Garðabyggð 18, Blönduósi. Helgaóddsdóttir, Grundargötu 2, ísafirði, Diðrik Ásgeir Ásgeirsson, Kambsvegi 20, Reykjavík. Hrefna Ársælsdóttir, Hhðarbraut 5, Hafnarfirði. Þóra Kristín Magnúsdóttir, Hraunsmúla, Staðarsveit. Sigmundur H. Valdimarsson, Álftamýri 2, Reykjavík. Til hamingju með afmælið 24. apríl 85 ára 50ára Svava Jónsdóttir, Grenigrund 2a, Kópavogi. Gísli Ólafsson, Kaldaseh 17,Reykjavík. Kristmann Óskarsson, 75 ára Litla-Moshvoli, HvolsvellL Guðmunda K. Guðmundsdóttir, Hjáimar Sigmarsson, Hólkott, Hofshreppi. Hhðarvegi 5a, Kópavogi. Rúnar Gunnarsson, Boöagranda 7, Reykjavík. Kristín B. Möller, Hombrekku, Ólafsfirði. Gísli Eiríksson, Starmýri 11, Neskaupstaö. 70 ára Jón Júlíusson, Sandholti 30, Ólafsvík. Jóhannes Jóhannesson, Sandholtil9,Ólafsvík. 40 ára Hann tekur á móti gestum á heim- ih sínu á afmælisdaginn kl. 18. Pálína JónaÁrnadóttir, Höröalandi 16, Reykjavík. Guðný Kristinsdóttir, Skarðshlíð24b, Akureyri. Svavar Garðarsson, Stapavegi 6, Vestmannaeyjum. 60 ára Lára Sveinsdóttir, Merkurgötu 8, Hafnarfirði. Hafsteinn Pálsson, Mýrarseh 8, Reykjavik. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, / Kleifarseh 13, Reykjavík. Erlendur Ólafsson, Álftamýri 38, Reykjavik. Framleiöum legsteina á hagstæðu verdi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.