Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Síða 48
F R ÉTT AS I * 0 K% “I IV? _ n
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur.
>rn - >
Frjálst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994.
Svalbakur EA-302 kemur til heima-
hafnar í gær. DV-mynd gk
Útgeröarfélag Akureyringa:
Svalbakfagnað
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Svalbakur EA-302, sem Útgeröarfé-
lag Akureyringa hefur keypt frá
Kanada, kom tO heimahafnar í fyrsta
skipti í gær. Skipinu var vel fagnað
og það er hið glæsilegasta.
Nýi Svalbakur er tæplega 2500
tonna skip og því í hópi stærstu tog-
• ara flotans. Það er 67 metra langt og
14 metra breitt og kostaði um hálfan
milljarð króna. Skipið fer á veiðar
um næstu mánaðamót og byrjar á
úthafskarfaveiðum. Skipstjóri er
Kristján Halldórsson.
Krísa» á
„ivribd d
Suðurlandi
Umfangsmikil björgunaræfmg á
vegum Almannavarna fer fram á
Suðurlandi í dag og taka um tvö þús-
und manns þátt í henni. Snemma í
morgun reið yfir í þykjustunni mjög
öflugur jarðskjálfti með upptök í
Holtunum. Hátt í hundrað manns
slösuðust eða létu lífið, brýr hrundu,
háspennumöstur brotnuðu, síma-
kerfið hrundi og tugir húsa urðu fyr-
ir skemmdum. Fjölmenn sveit björg-
unarmanna kom á svæðið í morgun.
Þyrlur sveima yfir svæðinu og neyð-
arskýli hafa verið reist á Hellu, Flúð-
um, í Laugardal og Brautarholti.
-kaa
Glæsilaug í
Árbæjarhverfi
Glæsilegasta sundlaug á landinu
og þótt víðar væri leitað verður opn-
uð í Árbæjarhverfi um mánaðamót-
in. Segja má að sundlaugin sé nokk-
urs konar vatnsgarður að erlendri
fyrirmynd með alls kyns pottum og
laugum, leiktækjum og rennibraut-
um fyrir börn og fullorðna og verður
aðstaðan þar til fyrirmyndar á ailan
hátt. Gert er ráð fyrir að sundlaugin
kosti fullbúin um 630 milijónir króna
með öllu en upphaflega var taliö að
kostnaðurinn yrði aðeins um 445
milljónir og hefur byggingin því farið
41 prósent fram úr kostnaðaráætlun.
-GHS
- sjá nánar á bls. 4
LOKI
Ef þetta sunnlenskur kosn-
ingaskjálfti, hvernig verður
hann þá í Reykjavík?
Grásleppuleyfisbátar á þorskveiðum í lirygningarstoppi:
Einn kom með 3
tonn af þorski en
enga grásleppu
Nú er í gildi algert veiðibann á sleppuveiðileyfi. Sjómenn, sem DV ræddi við á
ölium fisktegundum nema grá- Þórður Eyþórsson, hjá veiðieftir- Suðumesjum um þetta mál, sögðu
sleppu, ígulkerum, höi-puskel og liti sjávarútvegsráðuneytisins, þetta ekkert einsdæmi með bátinn
mnfjai'ðarækju. Þetta er hið svo- sagði að menn hefðu áttað sig á því sem landaði þremur tonnunum af
kallaða hrygningarbann og stend- eftir að reglugerðin var sett að ekki þorski í vikunni. Þeir sögðu fjöl-
ur til 26. april. Margir krókabátar væri hægt að koma í veg fyrir að marga báta hreinlega stunda
hafa grásleppuveiðileyfi. Hafa eitthvað af fiski, annað en grá- þorskveiöarígrásleppunetíhrygn-
sumir misnotaö það með þeim sleppa, kæmi upp með grásleppu- ingarbanninu. Þeir benda líka á að
hætti að leggja grásleppunetin á netunum. krókabátum er algerlega óheimilt
þorskslóð sem sjaldan fer saman „Það hefur ekki til þessa verið að veiða þorsk í net nema grá-
viö grásleppuslóðina. mikili þorskur í grásleppunetun- sleppu í grásleppunet hafi þeir
Krókabátur með grásleppunet um. En þó koma öðm hverju upp veiðileyfi.
kom með rúmlega 3 tonn af þorski tilvik um ailnokkra þorskveiði í Grásleppuveiðiieyfi hafa verið
úr veiðiferð en enga grásleppu. grásleppunetin,1' sagði Þórður. vinsæl og hátt verð í boði fyrir þau
Þetta gerðist á Suðurnesjum fyrir Hann sagði að menn væru farnir meðan á hrygningarstoppinu
skömmu. Málið var kært til veiði- að leggja grásleppmiet mun dýpra stendur. En mjög erfltt er að fá slik
efti rlitsins. Menn frá þvl komu á enáðurvargert.Þauhafavanalega leyfi um þessar mundir, að sögn
staöimr en gátu ekkert gert. Bátur- verið lögð mjög nærri landi, gjarn- krókaleyfiskarla á Suðurnesjum.
inn var með grásleppunet og grá- an nærri klettum opg skeijum. -S.dór
Óli Jón Hertervig verkefnisstjóri við nýju laugina í gær. DV-mynd Brynjar Gauti
Veörið á sunnudag
ogmánudag:
Hiti 3-7 stig
Á sunnudag og mánudag verð-
ur austan- og noröaustanátt, víð-
ast kaldi. Léttskýjað verður um
vestan- og norðvestanvert landið
en annars skýjað og smáskúrir
austanlands. Hiti verður 3-7 stig
yfir daginn en hætt við nætur-
frosti vestan- og norðvestanlands.
Veðriö í dag er á bls. 53
Fangelsisdómur:
Fjölskyldu-
vinur mis-
notaði 7
ára telpu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt 32 ára Reykvíking í 8 mánaða
fangelsi fyrir aö hafa haft í frammi
kynferðislega tilburði við telpu, sem
þá var 7 ára, þar sem hann gætti
hennar á heimili foreldra hennar í
Reykjavík í október 1992. Barna-
verndarnefnd Reykjavíkur kærði
manninn til Rannsóknarlögreglu
ríkisins í ágúst á*síðasta ári. Meðal
annars eftir viðtöl barnasálfræðings
við telpuna var málið sent ríkissak-
sóknara sem ákærði manninn fyrir
framangreint brot. Allan Vagn Mag-
ússon héraösdómari kvað upp dóm-
inn.
Sakbomingurinn, sem er einhleyp-
ur maður, hafði þekkt fjölskyldu
stúlkunnar lengi og tók stundum að
sér að gæta hennar þegar foreldrarn-
ir þurftu að bregða sér frá. Eitt sinn
gerðist það að hann fór með hana inn
í herbergi hennar. Móðirin hafði
þurft að fara út en faðirinn var ekki
heima. Stúlkunni og manninum bar
síðan nokkuð saman um hvað gerð-
ist eftir það en maöurinn mun hafa
haft í frammi kynferðislega tilburöi
við barnið á dýnu á gólfmu.
Maðurinn viðurkenndi það sem
honum var gefið að sök í ákæru.
Hann sagði þó að „ætlunin fyrir þess-
um verknaði hefði ekki verið fyrir
hendi eða hugsunin til þess“.
Héraðsdómur taldi hæfilega refs-
ingu mannsins 8 mánaða fangelsi,
óskilorðsbundið. Hann hefur ekki
hlotið refsingu áður. Maðurinn var
dæmdur til að greiða 50 þúsund
krónur í málsvarnarlaun og 30 þús-
und krónur í saksóknaralaun til rík-
issjóðs. -Ótt
Grindavík:
Dularf ull út-
brot herja
Dularfull útbrot hafa herjað á fjöld-
ann allan af Grindvíkingum eftir að
nýja sundlaugin í Grindavík var opn-
uð fyrir hálfum mánuði. Jón Gunnar
Stefánsson bæjarstjóri segir að of lít-
ið klórmagn hafi mælst í einum af
heitu pottunum í lauginni og húðin
á þeim sem hafi verið í rennibraut-
inni hafi verið veik fyrir. Útbrot hafi
einkum komið fram á fólki sem var
mikið í rennibrautinni en nú sé búið
að koma í veg fyrir vandann og verði
lauginopnuðídag. -GHS
s. 814757
HRINGRÁS
ENDURVINNSLA
Tökum á móti
brotajárni