Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Viðskipti Þingvísit. hlutabr. Kauph. í New York Dollar lækkar Þorskur á flskmörkuðum hefur að meðaltali selst undir 100 krón- um kílóið síöustu daga. Meðal- verðið í gær var tæpar 90 krónur. Þingvísitala hlutabréfa lækkaði lítillega á föstudag þegar hún fór í 814,7 stig, einkum vegna lækk- unar á bréfum Sjóvár-Almennra og Eimskips. Talan í gær barst ekki í tæka tíð. í sumarbyijun hefur álverð er- lendis örlítið hækkað. Stað- greiðsluverðið var 1266 dollarar tonnið í gærmorgun. Dollarinn hefur á einni viku lækkað í verði um 1,3%. Sölu- gengi doUars í gær var 71,61 króna. Dow Jones hlutabréfavísitalan í New York hefur stigiö upp á við að undanfömu. Um miðjan dag í gær stóð talan í 3658 stigum, um 2% hærri en síöasta vetrardag. -bjb Tölvunotendur geta andað léttar: „Tyrkjaráni“ aflýst - ogfriðarviðræðurteknarupp Á fundi alþjóðlegrar staðlanefndar í Tyrklandi um helgina tókst að koma í veg fyrir tUraun tU „Tyrkja- ráns“, í annað sinn á tveimur árum. Tyrkir hafa árangurslaust reynt að ýta tU hUðar íslenskum stöfum í al- heimstöflur fyrir tölvur. Grunntafla fyrir Vestur-Evrópu, svokölluð Lat- in-1 stafatafla, er núna í fyrstu röð alheimstöflunnar og settu Tyrkir fram tiUögu um helgina um breyting- ar á Latin-1 töflunni þess efnis að skipta íslensku stöfunum Æ, Þ og Ð út fyrir stafi múhameðstrúarríkja. Aö sögn Þorvarðs Kára Ólafssonar, starfsmanns Fagráðs í upplýsinga- tækni, tókst að fá fulltrúa Tyrklands í umræddri nefnd ofan af tíllögu sinni. „Málinu var eiginlega vísað frá og fram undan em samningaviðræður milU íslendinga og Tyrkja. Tyrkir hafa lítinn áhuga á Evrópunefnd í stafatækni og Uklega verður um beint samstarf þessara tveggja þjóða að ræða. Það er í rauninni farsæl lausn á máh sem hefði getað endað iUa,“ sagði Þorvarður. Þorvarður sagði að gríðarlegir hagsmunir væru í húfi fyrir íslenska tölvunotendur. Ef „Tyrkjaránið" hefði heppnast að þessu sinni heföi það kallað á kostnaðarsamar breyt- ingar á hug- og vélbúnaði sem notar Latin-1 töfluna. Hún er grunntafla í tölvusamskiptum á íslandi og víðar. Þess má geta að íslendingar stýra núna Evrópunefnd í stafatækni og veröur fundur haldinn hér á landi í sumar. -bjb Verðmæti innflutnings 1993: Níutíu og einn milljarður Fluttar voru inn vörur til íslands fyrir rúman 91 miUjarð króna á síð- asta ári. Þetta er um 6% minni inn- flutningur en árið 1992 þegar verð- mætið var tæpir 97 milljarðar. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstof- unnar fyrir febrúarmánuð 1994. Fyrirtæki sem fluttu inn vörur fyr- ir 5 milljónir eða meira voru aUs 1.422 að tölu á síðasta ári. Sem fyrr var ÍSAL stærsti innflytjandi á árinu og næst komu ohufélögin þijú. Af 10 stærstu innflytjendum á síðasta ári hefur innflutningur mest dregist saman hjá Flugleiöum og Pósti og síma miðað við árið 1992. Hjá OHufé- laginu, Heklu og P. Samúelssyni jókst innflutningur miUi ára að verð- mæti til. -bjb Islensk skinn 1 Kaupmannahöfn: Sala fyrir 110 milljónir króna - hækkun á ref en lækkun á mink Skinnauppboði lauk í Kaup- mannahöfn á föstudag. Alls seldust ríflega 30 þúsund minkaskinn frá ís- landi fyrir um 56 mUljónir króna og ríflega 7 þúsund refaskinn fyrir um 54 miUjónir króna. Alls gerir þetta um 110 miUjónir króna fyrir íslenska loðdýrabændur en búin í landinu eru aUs 72. Miðað við uppboðið í febrúar sl. hafa refaskinn hækkaö að meðaltali um 20% en minkaskinn lækkað um 9% í verði. Forráðamenn uppboðs- hússins í Kaupmannahöfn rekja lækkunina á minkaskinnum einkum tU þess að kaupendur þeirra séu ekki eins loðnir um lófana en áður. Meðal- verð fyrir refaskinn á uppboðinu var rúmar 7 þúsund krónur en 1.850 krónur fyrir minkaskinn. Meðalverð fyrir íslensku skinnin má sjá í dönsk- um krónum á meðfylgjandi grafi. Næsta uppboð í Kaupmannahöfn fer fram um mánaðamótin maí-júní nk. og þar verða um 50 þúsund skinn frá íslandi til sölu. Fiskur lækkar ytra Veruleg verðlækkun varð á gáma- fiski í Englandi í síðustu viku miðað við vikuna á undan. Alls seldust 510 tonn fyrir 67 milljónir króna. Karf- inn lækkaði mest í verði milli vikna, eða um 45%. Þorskur, ýsa og ufsi úr gámum lækkuðu um 20-30%. Svipað verð hélst á fiskmörkuðunum innan- lands milU vikna. Aðeins einn togari landaði afla sín- um í Þýskalandi í síðustu viku. Ak- urey RE seldi 188 tonn fyrir 16 millj- ónir í Bremerhaven. Meðalverðið var 87 krónur fyrir kílóið sem þykir heldur dræm sala. Þegar viðskipti hófust með ál á er- lendum mörkuðum í gærmorgun var staögreiðsluverðið aðeins hærra en fyrir helgi. í síðustu viku fór álverð lækkandi, einkum vegna tregðu Rússa til að draga úr framleiðslu. Álframleiðendur á Vesturlöndum hafa tilkynnt 900 þúsund tonna minni framleiðslu í ár en í fyrra. Ekki er búist við verðhækkunum á næstunni þegar sólargangur lengist á norðurhveh jarðar. -bjb Breytingará vísitölum Hagstofan hefur reiknað út nýj- ustu launavisitölu og byggingar- visitölu. Launavisitala fyrir aprílmánuð er 132,1 stig eða 0,1% hærri en í síðasta mánuöi. Bygg- ingarvisitalan, sem gildir fyrir maímánuö, er 195,8 stig og hefur lækkað um 0,1% frá mars sl. Samsvarandi vísitala, miðuð viö eldri grunn, er 626 stig. Þá hefur Seðlabankinn reiknaö út lánskjaravísitölu fyrir maí 1994 sem er 3347 stig. Vísitalan er 0,03% hærri en fyrir aprílmán- uð. Síöustu 12 mánuði hefur láns- kjaravísitalan hækkað um 2,1%. Hagnaðurhjá íslenskri endur- trygginguhf. íslensk endurtrygging hf. skil- aði 77 mUljóna króna hagnaði af rekstri síðasta árs sem var það fyrsta eftir að félagið var einka- vætt. Stærstu hluthafar eru Vá- tryggingafélag Islands, Sjóvá- Almennar, Tryggingamiöstöðin og Trygging. Greiddur var 10% arður til hluthafa sem voru 75 í árslok 1993. Eigið fé félagsins í árslok nam tæpum 600 milljónum króna að meðtöldu hiutafé að fjárhæð 337 milljónir. Sighvaturá ársf undi Evrópu- bankans Ársfundur Evrópubankans var haldinn í St. Pétursborg í Rúss- landi í síðustu viku. Þar flutti Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráöherra ávarp. Sighvatur brýndi fyrir bankanum að leggja aukna áherslu á eiginfjárframlög til fyrirtækja i stað lánveitinga og að hann mótaði markvissari stefnu í þessum efnum. Sighvatur sagði að með slíkum framlögum tækist bankanum betur en eUa að styðja viö bakið á smáum og meðalstónun fyrir- tækjum sem væru helstu vaxtar- broddarnir í starfsríkjum bank- ans. Óskirum við- skiptasambönd Verslunarráði íslands hafa bor- ist fjölmargar fyrirspumir er- lendis frá um viðskiptasambönd við íslenska heildsala. Má þar nefna fyrirtæki á Kýpur sem framleiöir m.a. áfengi, ávaxta- safa, hunang og rúsínur. Fatafyr- irtæki í Hong Kong hefur haft samband og sömuleiðis eitt fyrir- tæki á Taívan sem sérhæfir sig í framleiðslu verkfæra og vara- hluta. -bjb llmskðptihjá Hraðfrystihúsi Óiafsfjarðar Helgi Jónsson, DV, ÓlafeBröi; Aðalfundur Hraðfrystihúss Ól- afsfjaröai' var haldinn sl. föstu- dag. Þar kom fram að ánægjuleg umskipti heföu orðið á rekstrin- um en 13,9 milljóna króna hagn- aður varð árið 1993. Þrjú undan- farin ár hefur aftur á móti verið mikið tap, 30 miUjónir áriö 1992. HeUdarvelta HO var 415 miUj- ónir og jókst um 26% frá árinu áður. Jón Þorvaldsson stjórnar- formaður segir að meginástæðan fyrir þessum umskiptum sé aukið hráefni sem barst frystihúsinu frá togurum Sæbergs. Enn frem- ur hafi samsetning aflans til vinnslunnar veriö hagstæðari en áður. Þá varð mikil aukning hjá loðnubræðslunni. Útflutningsafurðir íslendinga 120 100 i°° yf 60 rn 114,62 50 on 93’86 20 1 J F M A j r m a | 700 1 500 1 400 :: 100 519 <í. kr.Sept '92 - Aor. '9< DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.