Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 7 i Syni Islandsvmarins og auökýfíngsins Hassos von Schutzendorfs rænt: Telur hugsanlegt að Alberto sé á íslandi - mannræningjamir kreflast jafnvirði 170 miUjóna króna í lausnargjald Fyrrverandi eiginkona Hassos og móðir Albertos, Maria del Carmen, er grunuð um að hafa átt þátt i að nema Alberto á brott frá heimili hans á Mallorka fyrir rúmri viku. Hér sést Maria ásamt þáverandi eiginmanni sin- um Hasso von Schutzendorf en þau skildu fyrir nokkrum árum. Alberto er á milli þeirra á innfelldu myndinni. Hugsanlegt er talið að Alberto, tíu ára sonur þýska auðmannsins og ís- landsvinarins Hassos von Schutz- endorfs, sé kominn til íslands en honum var rænt frá heimili hans á Mallorka fyrir rúmri viku. Ræningj- amir hafa krafist 170 milljóna króna lausnargjalds. Hasso telur hugsanlegt að Maria del Carmen, fyrrverandi eiginkona hans og móðir drengsins, hafi rænt honum og farið með hann til íslands. Mikil leit hefur verið gerð í Þýska- landi og á Spáni þar sem Hasso rekur bílaleigu, hótel og fleira en án árang- urs. „Stjúpsyni Hassos var rænt og það sást til konu og þriggja manna keyra burt með hann á ofsahraða. Þau voru á svörtum Seat sem fannst svo mann- laus við flugvöllinn á Mallorka. Meira er ekki vitað en ekkert hefur spurst til fyrrverandi eiginkonu hans. Hún virðist hafa horfið jafn- sporlaust og bamið þannig að talið er að hún eigi þátt í þessu. Hasso er ekki í minnsta vafa um að hún hljóti að vera aðili að málinu meðan hún gefur sig ekki fram,“ segir Sigurður S. Bjamason, vinur auðkýfingsins og fyrrum starfsmaður hans. Maria del Carmen var fjóröa eigin- kona Hassos von Schutzendorfs og áttí hún drenginn frá fyrra hjóna- bandi. Við skilnaöinn fyrir nokkrum árum ættleiddi Hasso drenginn og hefur hann verið hjá honum síðan. Maria hefur alltaf haft mikinn áhuga á íslandi og er því talið hugsanlegt að hún hafi komið með hann hingað. Brúðkaup ársins í Las Vegas íslandsvinurinn Hasso von Schutz- endorf er lesendum DV að nokkru kunnur því að DV greindi frá brúð- kaupi ársins í haust en þá var Sig- urði S. Bjamasyni og eiginkonu hans boðið að vera viðstödd brúðkaup Hassos í Las Vegas. Eftir að grunur kom upp um að Maria hefði farið til íslands hafði Hasso samband við Sigurð til að koma fregninni á framfæri og biðja íslendinga að hafa augun hjá sér. „Þetta hefur ekki verið tilkynnt hér og ég hef ekki heyrt þetta fyrr en núna. Tæknilega séð er mögulegt að konan hafi komið með drenginn hingað en ef hann er í vegabréfi móður er ekki litíð á það sem bams- rán. Ferðamenn frá Spáni geta verið hér allt að þremur mánuðum án þess að þurfa dvalarleyfi," sagði Gísli Garðarsson hjá Utlendingaeftirlit- inu. -GHS Fréttir Borgarspítalinn: „Vissar vísbendingar eru tun að verkfallið sé aö harðna og þá erum við komin út á mjög hálan ís. Upp á sfðkastið hefur verið erfiðara að fá í gegn undanþágu- beiðnir og með því hafa meina- tæknar gefið í skyn að tökin verði hert, enda liggur það t hlutarins eðli eftir því sem svona verkfall dregst á langinn,“ segir Jóhannes M. Gunnarsson, lækningafor- stjóri á Borgarspítalanum. Á miönætti 1 nótt voru þrjár vikur frá því verkfall meina- tækna hófst og hefur lítið sem ekkert þokast í samkomulagsátt Ástandið á spítulunum smá- versnar, biðlistar lengjast og óunnar rannsóknir hlaðast upp. Allt aö helmingur rúma á Landspítalanum stendur tómur en á Borgarspítalanum er tíminn notaður tíl að stytta biðlista í smáaögerðir af ýmsu tagi. Verk- fali meinatækna hefur einkum komið niður á skurðstofustarf- semi og starfsemi lyflæknis- og hjartadeilda. „Ástandiö smáversnar með hveijum deginum og ákveðinn hluti af eftirliti og rannsóknum utan sjúkrahúsanna hefur stöðv- ast. Við vitum ekki hvað er að gerast i þeim hópi. Þama eru sjuklingar sem undir eðlilegum kringumstæðum væru í rann- sóknum og það getur enginn séð það fyrir að við séum aö missa af einhveiju sem ella hefði verið uppgötvað í tíma,“ segir Jóhann- es. -GHS 0 pottamir hafa gengið út í Háspennu Laugavegi ÍÍ8 Hafnarstrœti 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.