Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Side 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994
Utlönd
Játvarðurprins
ogkærastaní
brúðkaupi
Játvarður
prins, sonur
Elisabfitar
Englands-
drottningar,
leiddi kær-
ustuna sína,
hana Sophie
Rhys-Jones,
fram kirkjugólfið á laugardag en
þvi miður íyrir æsifréttablöðin
voru þau einungis gestir í brúð-
kaupi frænda prinsins.
Nærvera prinsins og unn-
ustunnar varð til þess að kynda
enn frekar undir orðróm um að
þau mundu á næstunni greina
opinberlega frá trúlofun sinni.
Eitt blaðið gekk svo langt að kalla
athöfhina lokaæfingu fyrir vænt-
anlegt konunglegt brúökaup.
Sagt er að Játvarður sé á því
að brúðkaup hans verði látlaust
og fabrotiö, gagnstætt því þegar
bræður hans gengu í lúónaband
á sínum tíma en hjónabönd
þeirra fóru út um þúfur.
Forseti Kamer-
ún kominn í
hnapphelduna
Paul Biya, forseti Afríkurikis-
ins Kamerún, gekk að eiga hina
24 ára gömlu Chantal Vigouroux
um helgina og voru athafnirnar
tvær, hjá dómara og í kirkju. Hjú-
in höfðu áður látið gefa sig saman
að hefðbundnum sið þarlendum.
Mikil leynd hvíldi yfir athöfh-
unurn þar til ríkisútvarp Kamer-
ún skýröi frá þeim og blöð sem
reyndu að segja frá þeim voru
ritskoðuö.
Biya forseti er 61 árs en fyrri
eiginkona hans, Jeanne-Irene,
lést úr krabbameini árið 1992.
Nýja eiginkonan er dóttir
fransks manns og kamerúnskrar
konu. Hún ku hafa keypt brúðar-
kjólinn í París.
Fundu líkams-
hlutaíalmenn-
ingsgarði
Lögreglan í Tokyo fann átján
plastpoka með likamsleifum í al-
menningsgarði um helgina, þar á
meöal voru fingur sem fingrafór-
in höfðu verið máö af.
Rúmlega eitt hundrað lögreglu-
þjónar fínkemdu almennings-
garðinn, sem er i einu úthverfa
Tokyo, eftir að verkamaður fann
ökla i poka á laugardag. Lögregl-
an telur að allir líkarashlutarnir
tilheyri sama manninum, líklega
karlmanni á fertugsaldri.
Japanska lögreglan hefur fjög-
ur óleyst mál á sinni könnu frá
þvi í nóvember þar sem sundur-
bútaðir líkamar eiga í hlut.
Walesa Pól-
landsforsetiog
Litháarvingast
Lech Walésa,
forseti Pól-
lands, kemur
til Litháens í
dag þar sem
hann ætlar aö
undirrita vin-
áttusamning
ríkjanna sem
ætlað er að binda enda á margra
ára deilur og tortryggni.
Walesa veröur tvo daga í Lithá-
en og er það í fyrsta sinn sem
pólskur þjóðarleiðtogi kemur
þangað í heimsókn eftir að
kommúnistar misstu völdín í Pól-
landí og eftir aö Litháar endur-
heimtu sjálfstæöi sitt.
Vonast er til aö samningurinn
auki viðskipti miili landanna.
Reuter
Hvalveiðifréttin
var eintómt plat
- Norðmenn hefja vísindaveiðar í næstu viku
Fréttir um að margar af öflugustu
hvalverndunarþjóðunum og stóru
umhverfisverndarhreyfingunum
séu á góðri leið með að fallast á hval-
veiðar í ábataskyni eru eintómt plat,
segir Georg Blichfeldt, aðalritari
norsku samtakanna Höge Nord AU-
iansen (HNA). Hann telur að frétt
þess efnis í breska blaðinu Observer
á sunnudag sé runnin af rótum
vemdarsamtakanna Enviromental
Investigation Agency (ELA).
„Samtökin hræða með hvalveiðum
af því að þetta er besta leiðin til að
safna peningum. Þetta er nokkúð
sem gerist fyrir hvern einasta árs-
fund Alþjóða hvalveiöiráðsins. Kom-
ið er á kreik orðrómi um að hvalveið-
iráðið æth nú að fallast á að gefnir
verði út kvótar fyrir veiðar í ábata-
skyni. Slík hótun er nauðsynlegur
liður í að safna peningum til að berj-
ast gegn hvalveiðum," segir BUch-
feldt
Norðmenn ætla að hefja hrefnu-
veiðar í vísindaskyni í næstu viku,
tveimur og hálfri viku síðar en í
fyrra. í þetta sinn verða veidd 127
dýr á svæðinu frá Lófót til Bjamar-
eyjar og austan viö Spitzbergen.
Rússar hafa hafnað óskum Norð-
manna um vísindaveiðar undan
Kólaskaga. Fjórir bátar taka þátt í
veiðunum.
Þetta er þriðja og síðasta árið sem
Norðmenn ætla að stunda hrefnu-
veiðar í vísindaskyni og eins og í
fyrra er tilgangurinn að komast að
því hversu mikið dýrin eta, hvenær
og hvers konar fisk.
Bandaríkjamenn em um það bil að
viðurkenna nýtt kerfi til að reikna
út stærðir hvalastofna en það mun
þó ekki tákna að hvalveiðiráðið muni
heimila hrefnuveiöar fyrst um sinn.
„Aukinn velvilji Bandaríkjamanna
í garð vísindalegra útreikninga er þó
greinilega Norðmönnum í hag,“
segja stjómarerindrekar sem ekki
láta nafns síns getið við NTB.
NTB
Rússneski þjóðernisöfgamaðurinn Vladimir Zhírinovskí virðir fyrir sér hnattlíkan sem honum var fært aö gjöf á 48
ára afmæli hans i gær. Galina, eiginkona hans, fylgist spennt með. Simamynd Reuter
Ný aðferð þar sem svín eru
notuð sem endurvinnsluvélar
Yfirvöld í Fíladelfíu í Bandaríkjun-
um spömöu rúmlega 215 milljónir
króna á síðasta ári og minnkuðu um
leiö magn sitt af sorpi með nýrri að-
ferð þar sem svín eru notuð sem eins-
konar endurvinnsluvélar.
Svínin, sem era í New Jersey, eru
látin éta allar matarleifar sem hefur
verið hent og þannig losna sorp-
stöðvamar við að losa sig við sorpið
og svínin fá „gómsætar máltíðir" en
svín eru einmitt þekkt fyrir að éta
hvað sem er.
Svínabændur í New Jersey eru
hæstánægðir með þetta fyrirkomu-
lag en þeir koma tvisvar í viku til
Fíladelfíu til að ná í sorp, sem kemur
frá um tvö þúsund heimilum í Fíla-
delfíu, til að gefa svínunum síniun.
„Svínin halda ekki aðeins götunum
hreinum með þessum hætti heldur
spara þau okkur mikinn pening sem
við myndum þurfa að borga fyrir
sorptínslu,“ sagði börgarfulltrúinn
Happy Femandez sem hefur verið
einn af dyggustu stuðningsmönnum
þessa nýja fyrirkomulags.
„Borgin borgar svínabændum um
140 milljónir á ári fyrir að ná í sorp
hjá fólki en það gerir um 5.600 krón-
Svín eru þekkt fyrir að éta hvað sem er og yfirvöld í Filadelfíu hafa fundið
aðferð til að notfæra sér það.
ur fyrir tonnið. Það er mikill spam-
aður því borgin myndi annars þurfa
að borga um níu þúsund krónur fyr-
ir endurvinnslu fyrir hvert tonn,“
sagði Femandez.
Svínabændur tíndu alls um 24 tonn
af sorpi á síöasta ári en sorpið er sett
í sérstaka poka sem fólk lætur hjá
ruslatunnunni. Síðan koma bændur
Ognáíþað. Reuter
Yeitnimataslát-
inn úrlungna-
krabbameini
Eínahags-
málaráðherra
Grikkja, Ge-
orge Yenni-
matas, lést úr
krabbameini á
spítala í Gríkk-
landi í gær 55
ára að aldri.
Yennimatas, sem var einn af vin-
sælustu stjórnmálamönnum
Grikklands, greindist meö
lungnakrabbamein i desember
1991 en hann var mikill reykinga-
maður allt sitt líf.
„Ég mun berjast þar til yfir lýk-
ur vegna þess aö það er skylda
stjórnmálamaima að berjast og
gefa til landsins. Ég mun ekki
láta sjúkdóminn stoppa mig í'að
halda áfram," sagði Yennimatas
þegar Ijóst var að hann væri með
krabbamein.
Ferðamaður
Flórída
77 ára gamall feröamaður frá
S-Ameríku fannst látinn á hótel-
herbergi i Flórída en hann hafði
verið stunginn margsinnis meö
hníf. Lögreglan telur víst að um
vopnað rán hafi verið að ræða en
aðkoman í herbegi mannsins
benti til að átök hefðu orðiö.
Morð og árásir á feröamenn í
Flórída liafa verið tíð sl. ár og
hafa orðið þess valdandi aö ferða-
straumur þangað hefur farið
minnkandi. Yfirvöld á Flórída
liafa miklar áhyggjur af auknum
glæpum og hafa hert alla gæslu
á ferðamannastöðum til muna.
Lagummorð
ungra stúlkna
gagnrýnt
Kanadísk hljómsveit, The
Banned, hefur verið harðlega
gagnrýnd fyrir að syngja lag um
luottalegt morð sem framið var á
tveimur ungum stúlkum í
Kanada árið 1992. Hljómsveitin
er sögð hafa ætlað sér að græða
á morði stúlknanna ásamt því að
vegsama morðiö.
Lagið, sem nefnist „Karla and
Paul“, var samið af söngkonu
hljómsveitarinnar, Susie Cya-
nide, en hún segist aldrei hafa
ætlað sér að móðga neinn með
laginu. Hún segir að söngurinn
lofi ekki morð stúlknanna en
gagnrýni þess í stað kanadíska
réttarkerfið.
Segirfóstureyð-
ingarveraverk
djöfulslns
Jóhannes
Páll páfi gagn-
rýndi fóstur-
eyðingar harö-
lega á minning-
arathöfn sem
haldin var á ít-
alíu fyrir
skömmu en þá
var verið að minnast ítalskrar
konu sem lést árið 1962 eftir að
hún neitaði að gangast undir fóst-
ureyðingu sem hefði bjargað lífi
hennar.
Páfinn, sem talaði um mikil-
vægi móöurhlutverksins, sagði
m.a. að fóstureyðingar væru verk
djöfulsins og aö þær ætti aö
banna með öllu.
Um tíu þúsund manns hlýddu
á ræðu páfans á Péturstorgi og
þar á meðal var dóttir konunnar
sem lést árið 1962.
Reut«r