Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Síða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994
Merming
Tökur á kvikmyndiiim Agnesi hefjast í haust:
Stærsta innlenda
kvikmyndin til þessa
skáldverk sem lýtur lögmálum kvikmyndarinnar
Undirbúningur á tökum Agnesar,
kvikmyndar Snorra Þórissonar og
Jóns Ásgeirs Hreinssonar, er á loka-
stigi en afráöið er að tökur hefjist í
september og ljúki í október.
„Þetta verður ein stærsta kvik-
mynd sem alfarið er tekin hér á
landi. Áætlaður kostnaður við gerö
hennar er 140 til 160 milljónir króna
og er fjármagn fengið frá þýskum og
norskum aðilum, Kvikmyndasjóði
íslands og líklega fæst eitthvað til
viðbótar frá Norræna kvikmynda-
og sjónvarpssjóðnum Euromage,"
segir Jón Ásgeir Hreinsson, annar
aðstandandi myndarinnar.
Hann segir að aiið hafi verið á þvi
að Snorri hafi ekki tíma til að gera
myndina vegna anna við framleiðslu
á tveimur erlendum stórmyndum
hér á landi í sumar. En Michael
Chapman á hlut að annarri þeirra
mynda. Hið rétta sé að hann muni
nota starf sitt við þær myndir til að
undirbúa tökur og framleiðslu á Ag-
nesi.
Ást, hatur og afbrýðisemi
í handritinu er stuðst við atburði
tengda síöustu aftöku á íslandi árið
1830. Þá voru Agnes Magnúsdóttir
og Friðrik Sigurðsson tekin af lífi
fyrir morð á Natan Ketilssyni. Jón
Asgeir segir að kvikmyndin fjalli um
ást, afbrýðisemi, hatur og ofríki yfir-
stéttarinnar gagnvart almúganum.
Hann leggur sérstaka áherslu á að
ekki sé reynt að gera atburðunum
sagnfræðileg skil.
„Þetta er skáldverk sem lýtur lög-
málum kvikmyndarinnar. Margt
hefur verið skrifað um þessa at-
burði. Þær frásagnir eiga það sam-
merkt að segja sögu Natans. Kvik-
níyndin Agnes segir sögu Agnesar
Jón Ásgeir Hreinsson stendur hér við höggstokkinn þar sem Agnes missti höfuðið. Höggstokkurinn er varðveittur
á Þjóðminjasafninu. DV-mynd GVA
og hvemig hún kynnist Natan Ketils-
syni og þeim örlagavef sem spinnst
um hana þar til hún stendur eftir
sem morðingi."
Leikarar ráðnir
Þessa dagana er verið að ganga frá
ráðningu leikara í aöalhlutverk, end-
urskrifa handrit sem fékk mjög góða
dóma evrópska handritasjóðsins og
ráða í um 60 önnur störf. Myndin
verður að mestu tekin upp í nágrenni
Reykjavíkur en þó verður ferðast
víða um landið. Um 15 leikarar verða
í stórum hlutverkum en í stærstu
senum verða um 100 manns í auka-
hlutverkum.
Jón Ásgeir segir að verið sé að
ganga frá ráðningu leikara í þrjú lyk-
ilhlutverk í myndinni. Sex manns
koma til greina og er um aö ræða
Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur eða
Eddu Amljótsdóttur í hlutverk Agn-
esar, Baltasar Kormák eða Ingvar
Sigurðarson í hlutverk Natans,
Pálma Gestsson eða Egil Ólafsson í
hlutverk Blöndals sýslumanns.
Auk þess að framleiða myndina
annast Snorri Þórisson, menningar-
verðlaunahafi DV og handhafi nor-
rænu Amanda verðlaimanna, kvik-
myndatökuna, Þór Vigfússon sér um
sviðsmyndina, Egill Eðvarðsson leik-
stýrir.
„Þetta er ekki formúlumynd. Hún
er fyrst og fremst húmanískt drama.
Það þarf samt að vera fyrir hendi
ákveðinn rammi. Þó að maður eigi
ekki að vera að upplýsa endann á
myndinni þá endar hún illa líkt og
margar góðar myndir í dag,“ segir
JónÁsgeir. -pp
Fimmta hver íslensk bók
er prentuð í útlöndum
- geturmunaöhelmingiáframleiðslukostnaði
Prentun
íslenskra
- samkv. Islenskum
bókatíðindum 1993
je'
.o
E
.2
(B
o
Prentun í
öörum löi
25 12 3 10 3
Heimild: íslenskur Iðnaður
«
x
(0
JÉ
m mmm ÍC
£ ft 1
s f i
'® O Ö
v> a. x
■a
. C'.
(0
wm
=
DV
Ein af hveijum fimm bókum, sem
auglýstar voru í íslenskiun bókatíð-
indum fyrir jólin, var prentuð í út-
löndum, eða um 20 prósent en um
80 prósent bókanna voru prentuð hér
heima. Þessar upplýsingar er að
finna í nýjasta tölublaði íslensks iðn-
aðar.
„Á tímabilinu 1986-1992 lækkaði
raunverð á bókum til neytenda mn
20-25 prósent. Útgefendur hefa orðið
að grípa til allra mögulegra aðgerða
og hagræðingar í rekstri til að halda
bókaverði niðri. Það að prenta er-
lendis er einungis einn liðurinn í
þessari hagræðingu. Aðalástæðan er
að það getur munað geysilega miklu
í verði að fá bækur prentaðar í út-
löndiun, sérstaklega sé um stórt upp-
lag að ræða,“ sagði Jóhann Páll
Valdimarsson, formaður Félags ís-
lenskra bókaútgefenda, í samtali við
DV.
Þær bækur sem aðallega eru prent-
aðar 1 útlöndum eru litprentaðar
bamabækur og ýmsar handbækur.
Þegar talað er um prentun er einnig
átt við bókband.
Tölunar hér að ofan eru í takt við
sams konar tölur sem Hagfræði-
stofnun Háskólans hefur tekið sam-
an fýrir Félag íslenskra bókaútgef-
enda. í könnun á prentkostnaði árið
1987 kom fram að um 14 prósent bóka
voru prentaðar í útlöndum en 86 pró-
sent hér heima. Fram til 1992 breytt-
ist hlutfallið stöðugt útlendum prent-
smiðjum í hag. 1992 voru um 28 pró-
sent allra útgefinna bóka prentuð í
útlöndum. Sams konar tölur liggja
ekki fyrir fyrir árið 1993. Sé tekið
mið af reikningsaðferðum Hagfræði-
stofnunar efast Jóhann Páll stórlega
um að hlutfall bóka prentaðra í út-
löndum hafi lækkað.
í könnun íslensks iðnaðar kemur
fram að flestar bækur prentaðar ut-
an landsteinanna voru prentaðar í
Singapore, eða 25. 12 bækur voru
prentaðar í Hong Kong, 10 á Ítalíu
og 8 í Belgíu, 4 í Sviss og 3 í Taílandi
og Danmörku.
Önnur ástæða þess að íslenskar
bækur eru prentaðar í útlöndum er
að sfimdum eru útgefendur hér að
prenta bækur í samvinnu við erlenda
útgefendur. Þá er um svokallað sam-
prent að ræða. Þá er prentað fyrir
útgefendur víðs vegar úr heiminum
á einum og sama stað, hjá prentaðila
semerlenduraðiliákveður. -hlh
ir til samkeppni um hönmm á
þjóðhátíðarbúningi fyrir íslenska
karimenn í tilefni af 50 ára af-
mæli íslenska lýðveldisins. Sam-
keppnin er haldin í samvinnu við
Myndlista- og handiðaskóla ís-
lands, Iönskólann í Reykjavík,
Þjóðmipjasafn íslands, menning-
armáladefid utanríkisráðuneyt-
isins og Ríkisútvarpið.
Þátttaka er öllum heimil. Iæitað
er eftirstílhreinum ogþægilegum
alklæðnaði sem gæti í senn verið
viðhafnarbúningur, sambærileg-
ur búningi íslenskra kvenna, en
jafnframt leitist hönnuðir við að
láta smekk samtimans kaliast á
við fortíð og menningararfleifð.
Hugmyndum skal skilaö í Iok-
uöu umslagi meö dulnefni og því
fylgi annað lokað umslag með
upplýsingum um höfundinn.
Skilafrestur er til kL 12 á hádegi
24. maí.
Dómnefnd 7 manna mim velja
tíu teikningar og eftir þeim verða
gerðir búningar sem sýndir verða
á sérstöku hátiðarkvöldi á Hótel
Borg 5. júní. Þar muh áhorfend-
um gefast kostur á að greiða at-
kvæði um fallegasta klæðnaðinn;
en atkvæöi þeirra gilda til hálfs
á móti atkvæðum dómnefndar.
Formaður dómnefndar er Sævar
Karl Ólason klæðskerameistari.
- sjá einnig bls. 15
íslendingará
norrænnifar-
andsýningu
Listamennirnir Gústav Geir
Bollason og Hlif Ásgrímsdóttir
ent fulltrúar íslendinga á mikilli
farandsýningu, Áróra - „Bienna-
len for ung nordisk konst“ eða
tvíæringur fyrir unga listamenn,
sem sett verður upp í sjö lista-
söfnum víða um Norðurlönd og í
Litháen. Sýningin, sem haidin
hefur verið á Noröurlöndum ann-
að hvert ár, hefur þegar verið í
Gautaborg en hún opnar í sumar
i Norrænu listamiöstöðinni i
Sveaborg.
Leikrit um
kynferðis-
pólitik
Sigrún Björgvinsd., DV, Eg2sstöðum:
„Nýlenduþjóðir voru kúgaöar
afherraþjóðum. Konur voru kúg-
aðar af körlum. Þær em bældar
eins og þjóðirnar sem lutu í lægra
haldi. En hver hefur völdin?
Svarið við spurningunni - Hver
ríðiu- hverjum? •• vegur þungt i
kvnferðispólitíkinni“ ; segir
Margrét Guttormsdóttir meðal
annars í leikskrá aö sýningu sem
hún leikstýrði hjá Menntaskólan-
um á Egilsstöðum á verki Caryl
Churchill, í sjöunda himni, sem
nemendur hafa verið að sýna.
endur eru 10 en hiutverkin 16.
Þama er margt prýðisvel gert
Má tii dæmis nefna Garðar Val
Valbjörnsson sem leikur stórt
kvenhlutverk af býsna mikilli
innlifun, Ester Jökulsdóttur, sem
leikur eldri konu með miklum
tilþrifúm, og ekki síst Ólaf Magn-
úsSveinsson semleikurfimmára
stelpu.