Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 25 Sviðsljós Mæðgurnar Whoopi Goldberg og Alexandra eru hér á óskarsverðlaunahátíðinni 1991. Dóttirin er nú þegar byrjuð að feta í fótspor móðurinnar og aldrei að vita nema hún eigi sjálf eftir að eignast einn óskar. Mæðgur saman í kvikmynd Þeir sem hafa lagt leið sína í kvikmyndahús nýverið til að sjá myndina Sister Act II, hafa kannski tekið eftir ungri stúlku sem hefur svipað bros og aðalleikkonan Who- opi Goldberg en ekkert hugsað meira út í það. Ef einhver hefur tekið eftir svipnum þá var hann enginn tilviljun því þarna var á ferð dóttir hennar, Alexandra. Whoopi var afskaplega ánægð með það hvemig Alexandra krækti sér í hlutverkið. Það var auglýst eftir leikurum í prufu og sótti hún um eins og fjölmargar aðrar án þess aö segja móður sinni frá því. Hún kom svo einn daginn heim með þær fréttir að hún væri búin að fá kvikmyndahlutverk og þaö ekki í einhverri kvikmynd, heldur við hhð móður sinnar. Þær mæðgurnar eru mjög sam- rýndar og minna að vissu leyti meira á systur heldur en mæðgur enda ekki nema 18 ára aldursmun- ur á þeim. Það hvað Whoopi var sjálf ung þegar hún átti Alexöndru hefur sjálfsagt hjálpað henni að bregðast við fréttunum þegar Alex- andra varð ófrísk aðeins 15 ára gömul. Slúðurblöðin veltu sér upp úr fréttunum og margir hneyksluö- ust mikið á þessu en Whoopi stóð alltaf við hhð dóttur sinnar. Hún á ekki heldur langt að sækja fyrirmyndina að því hlutverki því móðir hennar var sú sem hvatti hana áfram til að verða leikkona og studdi hana með ráðum og dáð- um, þó svo hún hafi ékki haft mikla peninga á milli handanna. Þegar Alexandra fæddist var Whoopi nýbúin í meðferð við eitur- lyfjavanda og var að reyna fyrir sér sem leikkona. Hjónaband hennar og föður Alexöndru entist stutt og þær mæðgumar fluttu til San Di- ego og þaðan tíl San Francisco. Til að eiga fyrir mat og klæðum fyrir bamið þurfti Whoopi að þiggja styrk frá hinu opinbera og segist hún hafa notið þeirra stundar best þegar hún gat farið og afþakkað shka ávísun eftir að hún byijaði að fá störf sem leikkona. Peningar eru ekki vandamál hjá Whoopi og Alexöndru í dag. Alex- andra vill feta í fótspor móður sinn- ar og því var það stór stund fyrir hana þegar hún fékk hlutverkið í Sister Act án aðstoöar hennar. Hvort hún eigi svo eftir að ná jafn langt og Whoopi verður tíminn einn að skera úr um. Tilkynningar G. Davíðsson í nýtt húsnæði G. Daviðsson h/f flutti starfsemi sína nýveriö í nýtt og betra húsnæði að Síðu- múla 32. Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 1989, frá þeim tíma hefur verið boðið upp á hillukerfi og innréttingar fyrir verslanir og fyrirtæki, einnig eru til sölu útstilhngargínur, fataskápar, bæklingastandar og herðatré. Einnig ný- smiöi úr álprófílum. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Þriðjudagshópurinn kemur saman í Ris- inu kl. 20 í kvöld. Sigvaldi leiðbeinir og velur lög. Allir velkomnir. Saltfiskdagar í Skrúði Hinir árlegu saltfiskdagar hefjast í Skrúði í dag og standa til 30. apríl. Á boðstólum verða heitir og kaldir réttir af hlaðborði. Meðan gestir gæða sér á saltfiskréttum munu þeir njóta ljúfrar suðrænnar gítartónlistar Einars Kristj- áns Einarssonar gítarleikara. Silfurlínan Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18. Vasabækur Náms- gagnastofnunar Arið 1992 efndi Námsgagnastofnun í sam- vinnu við Samtök móðurmálskennara til samkeppni um stuttar sögur handa ungl- ingum. Nú eru komin út þrjú hefti með sögum úr samkeppninni. Sál bróðurins- fjórar smásögur eftir Guörúnu Kristínu Magnúsdóttur. Og enginn sagði neitt - tvær smásögur eftir Þórð Helgason og Bara okkar á milli - saga eftir Andrés Indriðason. Söngflokkur M.F.A. Sl. haust var stofnaður söngflokkur M.F.A. (sem er á vegum Menningar- og fræðslusambands Alþýöu.) Markmið hópsins er að flytja alþýðu- og verkalýðs- söngva frá ýmsum löndum. Vetrarstarf- inu lýkur með því aö kórinn kemur fram á söngskemmhm á Elliheimilinu Grund og á tónleikum á vegum Rangæingakórs- ins þann 30. apríl í Fella- og Hólakirkju. Leikhús LEIKPÉLAG REYKJAVÍKUR GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon með Árna Tryggva og Bessa Bjarna. Þýðing og staðfærsla Gisli Rúnar Jónsson. &W)í ÞJÓDLEIKHÚSIÐ . Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 Fim. 28. apríl, fáein sæti laus, Id. 30. apríl, örfá sæti laus, (im. 5. mai, lau. 7. maí, tá- elnsæti laus.fös. 13/5. GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Stóra sviðið kl. 20. 5. sýn. föd. 29/4, nokkur sæti laus, 6. sýn. sud. 1/5, örfá sæti laus, 7. sýn. föd. 6/5, örfá sæti laus, 8. sýn. föd. 13/5. EVALUNA . Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa- bel Allende. Lög og textar eftir Egil Ólafsson. Fös. 29. april, fáein sæti laus, föstud. 6. mai, sunnud. 8. mai, fimmtud. 12. mai, laugard. 14. mai, fáein sæti laus, næstsiö- asta sýning, föstud. 20. mai siðasta sýning. Geisladiskur meö lögunum úr Evu Lunu til sölu i miðasölu. Ath.: 2 miðar og geisla- diskur aðeins kr. 5.000. Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum i síma 680680 kl. 10-12 allavirka daga. Bréfasimi 680383. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson Mvd. 27/4, uppselt, fid. 28/4, uppselt, laud. 30/4, uppselt, þrd. 3/5, uppselt, fid. 5/5, uppselt, laud. 7/5, uppselt, sud. 8/5, örfá sæti laus, mvd. 11/5, uppselt, fimd. 12/5, lad. 14/5, laud 28/5. Ósóttar pantanir seld- ardaglega. SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Ld. 30/4 kl. 14.00, örfá sæti laus, mvd. 4/5 kl. 17.00, örfá sæti laus, Id. 7/5 kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 8/5. Ath. sýningum ler fækkandi. Smíðaverkstæðið kl. 20.30. Greiðslukortaþjónusta. Munið gjafakortin okkar. Tilvalin tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús. LEIKLfSTARSKÓLI ÍSLANDS Nemenda leikhúsið SUMARGESTIR eftir Maxim Gorki i leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. Laugard. 30. april kl. 20. Þriðjud.3. maikl.20. Miðapantanir i sima 21971. Budgetbílaleigan flytur í Armúla Budget bílaleigan eða Budget Rent a car flutti starfsemi sína um sl. mánaðamót úr Kópavogi aö Ármúla í Reykjavík. Eig- endur Budget bílaleigunnar vonast til þess að geta veitt viðskiptavinum fyrir- tækisins bætta þjónustu í hinum nýju húsakynnum að Ármúla 1. Tónleikar Grieg í Nor- ræna húsinu í kvöld, 26. apríl, kl. 20.30 verða tónleikar í Norræna húsinu þar sem allar þrjár fiðlusónötur norska tónskáldsins Ed- vards Griegs verða fluttar af Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Peter Máté píanóleikara. Aðgangur seldur við innganginn. BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca Aukasýning i kvöld, uppselt. Allra sið- asta sýning. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir aö sýning er hafin. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00 og fram að sýnlngu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum virka daga frákl. 10. Græna Iinan9961 60. Greiðslukortaþjónusta Leikfélag Akureyrar ÓPKRIJ URAUGURINN a <- (* eftirKen Hill í Samkomuhúsinu kl. 20.30. Föstudag 29. april, nokkur sæti laus, laugardag 30. apríl, laugardag 7. mai, nokkur sætl laus. Ath. Sýningum lýkur i mái! BarPar eftir Jim Cartwright SÝNTI ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1 Sýningar hefjast kl. 20.30. 35. sýning, fimmtudag 28. apr íl, fáein sætl laus, sunnudag 1. mai, föstudag 6. maí. Alh. Fáar sýningar eftir. Ath.: Ekki er unnt að hleypa gesfum í saiinn eftfr að sýnlng er hafln. ÆVINTÝRITRÍTILS -barnaleikrit Frú Emilía sýnir í samvinnu við LA íSamkomuhúsinu. Laugardag 30. april, kl. 11, aðeins þessi eina sýning. Verö miða kr. 400. Aðalmiðasalan i Samkomuhusinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Simi 24073. Símsvari tekur við miðapöntunum ut- an afgreiðslutima. Ósóttar pantanir að BarPari seldar i miðasölunni i Þorpinu frá kl. 19 sýn- ingardaga. Simi 21400. Greiðslukortaþjónusta. t Annabella Harðardóttir, Borgarhrauni 10, Grindavik, lést í London að kvöldi 19. apríl. Jarðarförin fer fram frá Grindavikurkirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.