Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1994 Spumingin Spilarðu körfubolta? Ámi Filippusson: Já, ég spila körfu- bolta meö ÍR. Daníel Örn Steinarsson: Já, með Fjölni. Arnar Magnússon: Nei. Páll Ágúst Ólafsson: Já, ég spila stundum með Lakers. Hallur Jónasson: Já, í hófi. Eilífúr Hammond: Nei. Lesendur Orrahríðin í Breiðabliki íbúi i Breiðabliki skrifar: Ég get af vissum ástæðum ekki skrifað undir nafni en það sem hér er fram dregið getur hver íbúi sem er í húsinu staðfest. Fjölmiölar hafa gert sér svo mikinn mat úr óeiningu íbúa í Breiðabliki að mörgum þykir nóg um. - íbúðir í húsinu eru skemmtilegar og allar jafnstórar svo að allir greiða jafnt í rekstur á sameign og er þaö kostur. Á sameign er falleg hönnun og án alls íburðar. Umsjón meö þrifum er eins og best verður á kosið og hús- verðir tveir eru önnum kafnir frá kl. 8 að morgni og fram eftir öllum degi við að þrífa innanhúss og utan. Mikil vinna er við þrif á sundlaug, búningsklefum og göngum sem liggja ■ eftir endilöngu húsinu. íbúar hússins eru háttvíst og elskulegt fólk en eins og í öllum stórum fjölskyldum getur fólk greint á um ýmislegt. - Deilur þær sem hér urðu má rekja til þess að ekki voru í upphafi settar ná- kvæmar reglur um notkun sameign- ar sem er mikil umfangs. Fólk sem festi kaup á íbúðum hér gerði ekki ráð fyrir að það væri um leið að leggja peningana í sameign sem fjölskyldur viðkomandi íbúa gætu notað til prívat veisluhalda. Það var vitað að íbúðareigendur fengju leyfi til þess að nota veislusal í sameign til þess að halda upp á stór- afmæli sín, en ekki reiknaö með sam- komum vegna giftinga, ferminga, jólaboða eða afmælisveislna barna og tengdafólks viðkomandi íbúa í húsinu án nokkurrar greiðslu, eins og lengi vel tíðkaðist. Nú er fariö að taka leigu fyrir sal- inn en hún er lág, en ætti að miðast við þá leigu sem tekin er fyrir svipuð salarkynni úti í bæ. Þeir sem eiga íbúðir næst salnum verða að sjálf- sögðu fyrir óþægindum vegna þess- ara veisluhalda og einnig verða bíla- stæði við húsið af skomum skammti vegna þeirra. Bjórdrykkja fárra manna í salnum er ekki heppileg og slík klíkumyndun kemur alltaf illa við hina. í öllum sambýlishúsum ætti að skipta um stjórn á tveggja ára fresti svo að sem flestir geti komið þar við sögu. - Ágreiningur um þessi mál hlóð utan á sig og varð að þeirri orrahríð sem nú stendur yfir. öllum sambýlishúsum ætti að skipta um stjórn á tveggja ára fresti,“ segir íbúi i Breiðabliki Hjúkrunarstéttin og kærleikurinn Elsa Georgsdóttir skrifar: í þessari starfsstétt er margt sem áreiðanlega er ekki eins og það ætti að vera. Það sanna atburðir síðustu vikna. Bókleg þekking í hjúkmn kemur ekki að gagni nema í litlum mæh. í sambandi við hjúkrun og** aðhlynningu sjúks fólks hefur það mest að segja sem maður gefur af sjálfum sér - næst á eftir hinni fag- legu og tæknilegu þekkingu. Sjálf lærði ég hjúkmn á sínum tíma og það vildi svo til að um það leyti er ég var að hugleiða hvort ég ætti að leggja út í þetta, sat ég miöilsfund hjá Hafsteini miðli. Þetta var fjölsótt- ur fundur. Og það var spurt ýmissa spurninga. Meðal annars var spurt héðan: Gerir hún (þ.e. ég) rétt að fara í hjúkrun? Svarið var: Já, leyfið henni það, hún hefur það sem til þarf. - Eg lauk svo þessu námi haust- ið 1968. Ég tók svo fimm mánaða strangan skóla úti í Kaupmanna- höfn. Síðan vann ég í 3 ár en þá var mér sagt upp starfi að tilefnislausu. Þrjár stúlkur fengu heldur ekki að ljúka námi sínu. Með þeirri ákvörð- un var kærleikanum vikið til bliðar. Góð vinkona mín sagði við mig: Mér fannst eitthvað undarlegt að þér skyldi vera bolað úr hjúkrunarstarf- inu. Ég fékk hvergi vinnu og er búin að vera atvinnulaus í 20 ár. Atburð- imir í lífskeðjunni tala sínu máh, ef fólk kann að lesa í lífið. Starfsgleöi vegna launanna er maður fær er ekki sú sanna starfsgleði. Friðsamt, jákvætt andrúmsloft á sjúkrahúsun- um er undirstaða þeirrar vellíðunar og bata allra sem þar dvelja. Engin þörf fyrir nýtt framboð Ólafur Árnason skrifar: DV skýrði frá því fyrst fjölmiðla sl. þriðjudag að líkur væru á því að fram kæmi nýr Usti sjálfstæðismanna og óháðra áður en framboðsfrestur rynni út um næstu helgi. Ekki var getiö um aðra forsvarsmenn þessa Usta en þá Inga Bjöm Albertsson al- þingismann, Jón Magnússon lög- mann, sem oröaður var við framboð fyrr á árinu, jafhvel með Alþýðu- flokknum, og Björgólf Guðmundsson framkvæmdastjóra sem var í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í vetur. Þessi upptalning var nú varla ann- að en „beinagrind" að Usta - í þess orðs fyllstu merkingu og hlaut eitt- hvað meira að þurfa að koma til en þar var upp talið. Ég sé annars ekki nokkra þörf á nýjum framboðsUsta. Ég var einmitt nýbúinn að halda langa tölu yfir vini mínum hve gott það væri að hafa nú getað fækkað framboðslistum hér í borginni í ein- ungis tvo, sem standa svo til jafnfæt- is hvað varðar Ukur á sigri. - Svona Ingi Björn Albertsson og Jón Magnússon. - Orðaöir við nýtt framboð en féllu á tíma. ætti þetta Uka að vera í alþingiskosn- ingum. Bara tveir Ustar eins og í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þar sem lýðræðið er líka langvirkast. Ég tel að svona skyndiframboð eins og alþingismaðurinn og fyrrverandi borgaraflokksmaður var orðaður við sé í raun og veru dauðadæmt. Það sannaðist Uka. Alþingismaöurinn sagði að þeir upphafsmenn fram- boðsins hefðu fallið á tíma. Hvað sem það nú þýddi. Það er hins vegar ekki traustvekjandi að heyra frá kjörnum fulltrúum á Alþingi að þeir eigi erfitt að gera upp við sig hvort þeir eigi að hasla sér vöU á sviði borgarmála eða þjóðmála nokkrum árum eftir að þeir eru kosnir. Fagna nýjufram- boðiíborginni Ragnar Björnsson hringdi: Eg tel það vera merki um stjórnmálalegt þor og mjög fýsi- legt aö eiga þess kost að velja á milli þriggja stjórnmálaafla í borgarstjórnarkosningunum hér í Reykjavík. Ef af þessu verður eins og fréttir herma er ég tUbú- inn til að kjósa hinn nýja Usta. Ég var ekki sáttur viö að hafa aðeins tvo flokka að velja í miUi. Mér er nokkurn veginn sama hvaöa flokksmenn eru í boði á hinum nýja Usta, bara að það sé fólk sem er vant að virðingu sinni, hefur haft erindi sem erfiði í formi þjóðmálabaráttunnar hér. Ógildtilboð íSR-mjölið Guðjón skrifar: Þar sem að mati Rikisendur- skoðunar verðtUboð i SR-mjöl teljast ekki gild samkvæmt skiln- ingi útboðsskUmála heldur að- eins staðfesting á áhuga hóps manna tíl að kaupa hlutabréfin í fyrirtækinu hlýtur salan að ganga tU baka. Einnig á þetta við um tUboð lögfræðingsins fyrir hönd síns umboðsmanns. - Verði ekki að kröfu Alþingis gerö krafa um aö sala SR-mjöls gangi tU baka er löggjaflnn sjálfur að taka þátt í blekkingum og svikum gagnvart umbjóðendum sínum, landsmönnum. Óskandi er aö undirmálin séu ekki aðalsmerki Alþingis. Ábyrgðarlausir meinatæknar Gunnar Ólafsson hringdi: Ég tel að meinatæknar, sem flestir ef ekki allir eru konur, séu ábyrgðarleysið uppmálað. Kannski getur þessi hópur kvenna haldið úti löngu verkfalli í skjóh þess að þær eru giftar eða í sambúö og makinn heldur fuUri vinnu og fjármagnar launamissi meinatæknanna. Meinatæknar hafa bókstaflega lamaö heil- brigðiskerfið og þeir vita að um ekkert er að semja við þá fremur en aðra sera ekki hafa heldur fengið launahækkun. Það eru svona starfshópar sem hafa graf- ið undan íslensku þjóðfélagi á umUðnum árum. Máekkiverjasig? Grétar Guðmundsson hringdi: í morgunútvarpi nýlega ræddi Kristin Ólafsdóttir við konu sem fann aUt á móti notkun svokall- aðra varnarpenna sem konur er- lendis hafa nokkuð tíðkað að bera á sér sem vörn gegn árásum og þá sprautað úr þessum penna í andUt árásarmanns. En konan sem hafði efnagreint vökvann var ekki aldeilis á.þvi að leyfa notkun þessa tækis. Þaö gæti skaðað þann sem á væri spraut- að! Er þá konum eða öðrum bannað að verja sig ef á þá er ráðist? Á fórnarlambið bara að bíða og láta yfir sig ganga ofbeld- ið og kæra í rólegheitunum? „Þaðheldég,“ Sigimindur Ernir Hólmfríður skrifar: Ég horfi mér til ánægju á fréttir Stöðvar 2 á hveiju kvöldi. Þar eru ágætir fréttamenn, alhr meö tölu. Og meira að segja mjög svipaðir hvaö snertir viðkunnanlegheitin. Aðeins einn þeirra þarf að laga eitt lítið atriði. Þaö er hann Sig- mundur Ernir sem er orðinn fast- ur í þeim kæk að segja sífellt í lok einhverrar fréttarinnar: „Það held ég.“ Þessu veröur þú að hætta, Sigmundur Emir, annars lendirðu í vandræöum þegar þú þroskast frá sjónvarpsfréttastarf- inu. - Best er því að kasta kækn- um sem fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.