Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 3 Fréttir Holland: íslendingur fékk árs fangelsi Eyþór Eðvarösson, DV, Hollandi; Íslendingurinn, sem var handtek- inn á aðalbrautarstöðinni í Amsterd- am 17. mars síðastliðinn, var í fyrra- dag dæmdur í árs fangelsi. Dómurinn féllst þannig á kröfu ákæruvaldsins. Samkvæmt hoi- lenskum lögum á íslendingurinn, sem var tekinn með um 300 grömm af amfetamíni og nokkurt magn af alsælupillum, von á að fá felldan nið- ur þriðjung þess tíma sem er umfram sex mánuði. Þess vegna má hann eiga von á að dómurinn styttist um tvo mánuði þannig að hann þurfi ekki að sitja inni nema í 10 mánuði. Samkvæmt upplýsingum Korsten Horst, sem er saksóknari ákæru- valdsins í Amsterdam, er ekki ljóst hvar íslendingurinn kemur til með að sitja dóminn af sér en það ræðst af því hvar laust pláss er. Samkvæmt samningi milli Hollands og íslands getur hann sótt um að fá að afplána dóm sinn á íslandi en samkvæmt því sem Horst segir hefur ekki komið fram slík beiðni. Hjartasjúklingar: Fækka sjúkl- ingum á biðlistum Á annað hundrað fundarmenn á aðaifundi Félags hjartasjúklinga á Eyjaíjarðarsvæðinu samþykktu ein- róma ályktun þess efnis að heilbrigð- isráðherra gripi til ráðstafana til að fækka sjúklingum á biðhsta. Fundurinn skoraði á Guðmund Árna Stefánsson, ráðherra heilbrigð- ismála, að beita sér fyrir fjölgun hjartaaðgerða á Landspítalanum svc hægt sé að fækka á löngum biðlist- um. Ásahreppur: Kæravegna , vegafram- kvæmda Hreppsnefnd Ásahrepps í Rangár- vallasýslu hefur verið kærð til fé- lagsmálaráðuneytisins vegna vega- framkvæmda i hreppnum sem eiga að hefjast í vor. Meiningin er að byggja upp og malbika þjóðvegi í hreppnum næstu tvö árin og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn nemi 96 miUjónum króna. Hlutdeild ríkisins nemur átta mUljónum króna á þessu ári, samkvæmt vegaáætlun. „Ég er nýbúinn að fá bréf frá félags- málaráðuneytinu og er ekki búinn að svara því. Einstaklingur í hreppn- um telur að sveitarstjórn eyði fjár- munum í vegi sem ríkið eigi að leggja en þetta er ekkert nýtt. Sveitarfélög- in hafa oft flýtt fyrir framkvæmdum með því að lána fé í vegi því að þess- ir vegir hafa setiö á hakanum hjá ríkinu og ekkert fyrir þá gert,“ segir Jónas Jónsson oddviti. Ferntslasað Femt var flutt á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á mótum Lækj- argötu og Hverfisgötu í Hafnarfirði í gær. Mikið eignatjón varð, tveir bílanna eyðUögðust en ekki alvarleg slys á fólki. > útsala á notuðum bílum Á FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG HELDUR GÓÐIR BÍLAR A GOÐU VERÐI REYNDAR A ÞETTA VIÐ UM ALLA AÐRA DAGA LlKA OPIÐ ALLA VIRKA DAGA TIL KL. 18 OG LAUGARDAGA KL. 10-17. ÖRFÁ SÝNISHORN AF NOTUÐUM BÍLUM AF ÝMSUM GERÐUM Á SÉRSTAKLEGA GÓÐU VERÐI MMC Lancer GLSi ’91, sjálfsk., m/od., ek. 33.000. V. 890.000. BMW 520i V. 1.490.000. sjálfsk., ek. 59.000. Toyota Corolla XL ’91,5 g., ek. 75.000. V. 590.000. MMC Galant GLSi ’88, sjálfsk. m/od, ek. 84.000. V. 790.000. Lancia 410 V. 170.000. 87, 5 g., ek. 55.000. Subaru Legacy GL, '91, ek. 43.000, sjálfsk., 4x4. V. 1.290.000. SÝNISHORN AF ÚRVALINU AF NOTUÐUM DAIHATSU OG VOLVO BÍLUM MEÐ 6 MÁNADA ÁBYHGD Volvo 740 GL, '87, ek. 71.000, 5 g V. 890.000. Volvo 240 GL, '88, ek. 81.000, sjálfsk. V. 870.000. FAXAFENI8 • SÍMI 9I- 68 58 70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.