Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUk 29. APRÍL 1994 7 dv Sandkom Áfram, áfram Eittafslagorð- . om Sjálfstæðis- flokksinsfyrir kosDingamarí vorer,.Áfram Reyltjavik0. L'm svipað leyti ogþaðvar : / : ■ kynntvann ;:; iiolniiölakóng- urinnBerlus- coni stórsigur í kosningunuma , Ítalíuenflokk- ur hansheítir „Áfram Italía". Það virðistþví ýkt um þessar mundir að vera „Áíram" þetta og hitt. En þetta er kannski ekki svo frumlegt þvi affir vita hvað æstar boltabullur hafa öskrað á kappleikjum um óraunatíð. Að auki telja hafníirskir kratar að reykvískir sjálfstæðismenn haii stol- iö slagorði þeirra fyrir kosningarnar 1990, sem var auðvitaö „ÁframHafn- arfjörður“. Einnig fmnst haíhfirsk- um krötum reykvískir sjáifstæðis- menn hafa stoliðfrá sér öllum mjúku málunum' Áhrif ofdiykkju Fráþvímann- skepnan upp- gótvaðiáfengið hefurneysta ölsinsþóitum- deild, sér í lagi eftirviðkom- ancfiskepna gerðistupplýst. Víkurblaðiö \itnarifor- vitnilcgagrcini blaðiSafna- ; húss Húsavík- ur um bindindismál sem skrifuð var áriö 1844. Um ofdrykkju segir i grein- inni á aðeins nýlegii íslensku: „Hún skaöar likamann einnig að svipaðri tiltölu oghún ollir máttleysi, riðu, uppsölu, sinadráttum, átumeinum, blóðspíu og mörgum öörum sjúk- dómum. Þó er þaö ótalið sem ógurleg- ast er af völdum hennar en það er æði eða vitfirring og sjálfsmorð. Þetta ætti hvur sá að íhuga af alvöru sem elskar að öðru leyti sæmd og velferð sína og annarra...“ Hvemig væri aö taka mark á þessum 150 ára gömlu sannindum ogbarahætta þessu suffi? Her manns Steingrímur Hermannsson sesteftirhelg- ina í stól seöia- ■ bankastjóra. Hannerbúínn aðkveðjaþing- flokkinnsitm : meöfonnleg-; ;: um hætti, Hali- tiórÁsgriins- sonfærfor- mannsstólinn hansogJóhann Einvarðsson fær aftur stólinn sinn í Reykjaneskjördæmi. En Steingrímur mun áreiðanlega láta að sér kveða í Seðlabankanum og verða „andht“ bankans út á við. Hagyrðingar hafa auð vitað myndað sér skoðun á gangi mála og einn sendi þessa: í bankann fer Stemgrímur Hermanns, hann vinnur þar ínnan um her manns. Hannbtýantanagar, íputtanasagar, svo talaðu varlega tii hans. Bókarbruninn í viðtaliviönýtt tímaritsem nefnist Extra- hlaðiö rifjar Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður uppskemmti- legeftirmiil j myndarhans, Brennu-Njáls- stigu,eneinsog allirmuna sýndi myndin bara bók scm fúðraöi upp. Þegar myndin var sýnd í Sjón- varpinu rak ónefhdur heiroilisfaðir syni sína tvo til að horfa á Brennu- Njálssögu og fór síðan sjálfur aö sofa. Svo komu drengimir hrópandi frá sjónvarpinu: „Pabbi, pabbi, bókin hrennur." Umþetta segir Friðrik það agalegt að fóik reki börnin sín til að horfa á Brennunjálssögu ogfari svo haraaðsofaámeðan! Fréttir Sérstök messa fyrir lögregluna „Á sunnudaginn ætlum við að vera meö sérstaka lögreglumessu. Til- gangurinn er að vekja athygli á and- legri sálgæslu lögreglumanna vegna álags í starfi og fleira í þeim dúr. Markmiðið er að reyna að fá þjón- ustu lögreglupresta um alit land en nú eru einungis starfandi lögreglu- prestar í Reykjavík og Hafnarfirði. Þeir eru okkur innan handar aö til- kynna aðstandendum um dauðsfóll og einnig að hjálpa okkur ef við erum undir miklu álagi,“ segir Jónas S. Magnússon, formaður Landssam- bands lögreglumanna. Lögreglumessan verður í Bústaða- kirkju og hefst klukkan 13.30 og munu þrír prestar, sem allir hafa starfað með lögreglunni, þjóna í messunni. Þaö eru þeir Pálmi Matt- híasson, Sigurður Kr. Sigurðsson í Grundarfirði og Kjartan Orn Sigur- björnsson, sjúkrahúsprestur á Landakoti. Kjartan Örn hefur ein- mitt verið lögregluprestur hjá lög- reglunni í Reykjavík og Hafnarfirði undanfarið. Meöal annars mun lög- reglukórinn syngja við messuna og lögreglumenn taka þátt í henni á annan hátt. Jónas á einnig von á að dómsmálaráðherra og biskup ís- lands sæki umrædda messu. Hún verður opin öllum. Hafnar^öröur: Vmnumiðlun skólafólks Vinnumiðlun skólafólks hefur ver- ið opnuð í Hafnarfirði og verður stefnt að því að taka sem allra mest af ungu fólki upp að 20 ára aldri í vinnu hjá bænum í sumar auk þess sem haldið verður áfram að veita sjálfstætt starfandi unglingum að- stöðu. „Við höfum opnað vinnumiölunina og ætlum að sjá til hversu margir krakkar leita til okkar. Ég held að krakkar úr grunnskólunum komi víöa að luktum dyrum þegar þau sækjast eftir vinnu hjá fyrirtækjum. Við vorum með tilraun í fyrra og veittum krökkum vinnuaðstöðu fyr- ir bílabón og fleira. Það tókst rosa- lega vel og við höldum því eflaust áfram,“ segir Árni Guðmundsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi í Hafnarfiröi. Qm 650 skólakrakkar voru i vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Vinnumiðlun skólafólks í Hafnar- firði er opin alla virka daga frá 10 til 12 og 13 til 16. Skrifstofan er til húsa að Strandgötu 1 í Hafnarfirði. Glasafrjóvgun: Meinatæknar sakaðir um skilningsleysi Þriggja vikna verkfall meinatækna hefur komið illa við starfsemi glasa- frjóvgunardeildar Landspítalans. Þórður Óskarsson, sérfræðingur á kvennadeild, segir að meinatæknar hafi ekki leyft neinar hormónamæl- ingar frá því verkfallið hófst og því hafi starfsmenn glasafrjóvgunar- deildar orðið að grípa til annarra ráða til að halda starfseminni gang- andi. „Starfsemin hefur raskast talsvert og það er mjög bagalegt. Þegar veriö er aö örva eggjastokkana þarf aö fylgjast með hormónasvöruninni, auk þess sem þungunarpróf hefur verið gert á blóði. Við höfum haldiö áfram með meöferðir sem við vorum byrjaðir á áöur en verkfallið var boð- að og notum þá sónar og byggjum á reynslunni. Ökkur finnst við hafa mætt skilningsleysi hjá meinatækn- um en kannski fer verkfallið að leys- ast,“ segir Þórður Óskarsson. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.94-01.11.94 12.05.94- 12.11.94 kr. 62.552,20 kr. 74.127,40 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1994. SEÐLABANKIÍSLANDS Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumariö 1994.Umsóknir á þar til gerðum eyöublöðum sem fást á skrifstofu V.R. þurfa aö berast skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi föstudaginn 29. apríl 1994. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Einarsstöðum á Völlum S-Múl. Flúðum Hrunamannahreppi Akureyri Húsafelli í Borgarfirði Ölfusborgum við Hveragerði Auk húsanna eru 10 tjaldvagnar leigðir til félagsmanna. Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 27. maí til 16. september. Úthlutunarreglur: Við þessa úthlutun byggist rétturtil úthlutunar áfélagsaldri í V.R. aðfrádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjald: kr. 9.000,00 - 10.500,00 á viku í orlofshúsi kr. 7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í síðasta lagi 29. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja fyrir 9. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð i myndrita nr: 888356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur v______________________________________________________________________) lllugastöðum í Fríjóskadal Miðhúsaskógi í Biskupstungum Stykkishólmi Kirkjubæjarklaustri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.