Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 25 §11 m 3 fc ,ö Ellert f éll í kjöri til stjórnar UEFA EUert B. Schram, sem hefur átt sæti í stjórn Knattspymusambands Evrópu, UEFA, um árabil, féll í kosningu til framkvæmdastjómarinnar á þingi sambandsins í Vínarborg í gær. Ellert hefur starfað mikið hjá UEFA og leitt hinar ýmsu nefndir sam- bandsins en nú síðast var hann formaður fjölmiðlanefndar og varaformaö- ur framkvæmdanefndar Evrópumóta félagsliða. Það var íri sem tók sæti Ellerts í stjórninni og var það ein þriggja breyt- inga á henni. Svíinn Lennart Johansson var endurkjörinn forseti UEFA til fjögurra ára. Ipswich skoðar Eið Útsendarar frá enska úrvalsdeildarhðinu Ipswich voru í gær komn- ir í hóp þeirra sem fylgjast grannt meö Eiði Smára Guöjohnsen úr Val í Evrópukeppni drengjalandsliða í knattspymu á írlandi. Að sögn Sveins Sveinssonar, stjómarmanns í KSÍ, vom mennfrá fleiri enskum félögum mættir á staðinn þegar íslenska liðið mætti því belgíska í gær. Þess má geta að Ipswich reyndi mikið að fá Amór, foður Eiðs, tíl sín fyrir nokkrum árum. Eins og DV sagði frá í gær eru Sampdoria, Feyenoord, Ajax, PSV Eindhoven, Anderlecht og tvö spænsk félög með menn á írlandi til að fylgjast með Eiði Smára. jmferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Símamynd Reuter □rfuknattleik: Ltlanta eð 3ja stiga körfu í lokin Rice eftir leikinn. Kewin WUlis var atkvæðamestur leikmanna Atlanta, skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Byron Scott tryggði Indiana sigur á Orlando með 3ja stiga körfu tveimur sekúndum fyrir leikslok. Reggie MUler skoraði 24 stig fyrir Indiana en Shaqu- Ule O’Neal skoraði 24 stig, tók 19 frá- köst og blokkaði 5 skot í Uði Orlando. „Við gerðum allt það sem þarf til að vinna körfuboltaleik en gleymdum 3ja stiga skyttu þeirra í lokin,“ sagði Brian HiU, þjálfari Orlando. AKred þjálfar KA en hættr ad spila - Guðmundur þjálfar lið Aftureldingar áfram „Ég verð allavega áfram þjálfari KA-liðsins en ég geri ráð fyrir að hætta sem leikmaður. Ég á von að hópurinn muni halda sér að mestu og ég veit ekki annað en Valdimar og Sigmar Þröstur verði áfram með liðinu. Það eru margir ungir strákar aö koma upp og ég er bjartsýnn fyrir næsta tímabU. Mig langar að fylgja þessu liði eftir, helst án þess að spila,“ sagði Alfreð Gíslason, leik- maður og þjálfari 1. deildar Uðs KA í handknattleik við DV í gær en hann hefur gengið frá áframhaldandi samningi viö félagið. Alfreð, sem kom KA-Uöinu í úrsUt í bikarkeppninni og í 8-Uða úrsUt ís- landsmótsins, lék síðustu leikina með KA nánast á annarri löppinni en í dag fer hann í speglun vegna þrálátra hnjámeiðsla og gæti þurft að fara í uppskurð. Kemur Jakob frá Noregi? „Við ætlum að reyna að bæta við leikmanni í hópinn og þá í mína stöðu svo ég geti nú hætt. Við förum á kreik einhvern næstu daga og finn- um mann. Einn af þeim sem koma til greina er Jakob Jónsson en hann Alfreð Gíslason þjálfar KA-menn áfram. er kannski að koma heim frá Nor- egi,“ sagði Alfreð. Guðmundur áfram með Aftureldingu Guðmundur Guðmundsson mun stýra Uði Aftureldingar þriðja árið í röð. Undir hans stjóm komst Uðið í úrsUtakeppnina á sínu fyrsta ári í 1. deild en var slegið út í 8-liða úrsUtun- um af Haukum. „Það er ljóst núna að hópurinn sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar Aftureldingu áfram. var í vetur mun halda sér að mestu en við ætlum hins vegar að reyna að styrkja hópinn enn frekar fyrir næsta tímabU. Gunnar Andrésson er nýkominn úr mikUU aðgerð þannig að við vitum ekki á þessari stundu hvort hann verður klár í slaginn fyr- ir næsta tímabU en vonandi nær hann sér að fullu og verður með okk- ur næsta vetur,“ sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við DV í gær. Góð aðstaða Týs og Þórs en meistaraflokkur IBV útundan: Leikmenn ÍBV mótmæla - viðræður um að félögin tækju meistaraflokkana strönduðu Þoistemn Guimaisson, DV, Eyjuitu Leikmenn meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu hafa fengið sig fuUsadda af aðstöðuleysi sínu í Eyjum. Leik- menn liðsins og þjálfarar hafa sent íþróttafélögunum Tý og Þór bréf þar sem aðstöðuleysinu er harðlega mót- mælt. Týr og Þór sjá um að reka yngri flokkana og hafa byggt sér upp myndarlega aðstöðu á síðustu árum. Bæði félögin eiga glæsileg félags- heimili og sinn grasvöUinn hvort. Meistara- og 2. flokkur ÍBV er félög- unum hins vegar algerlega óviðkom- andi og sér knattspyrnuráð ÍBV al- farið um að reka þá flokka. Eina að- staða meistaraflokks ÍBV er bún- ingsklefi í íþróttamiðstöðinni og lítið herbergi í félagsheimfli bæjarins. Á heimaleikjum IBV í 1. deUdinni þurfa leikmenn Uðanna að ganga langa vegalengd frá HásteinsveUi tíl bún- ingsklefa íþróttamiðstöðvarinnar í stað þess að nýta búningsklefa í fé- lagsheimili Týs, sem er alveg við HásteinsvöUinn. í vetur hafa Týr og Þór átt í viðræð- um um að félögin taki deUdir og ráð ÍBV inn á sig, sérstaklega í ljósi þess að harðnað hefur á dalnum hvað varðar rekstur deildanna og Týr og Þór sitja enn ein að aðalfláröfluninni í Eyjum, Þjóðhátíðinni. Fyrirkomu- lagið sem um er rætt er að annað félagið fái knattspyrnu karla og handknattleik kvenna en hitt félagið knattspyrnu kvenna og handknatt- leik karla. Viðræður þessar sigldu hins vegar í strand fyrir skömmu, aðaUega vegna þess að deUt var um hvort kasta ætti upp á það hvaða greinar félögin fengju. Þess vegna eygja leikmenn ÍBV Utla von um að aðstaða Uðsins verði bætt og því var sent bréf tfl Týs og Þórs. í bréfinu, sem undirritað er af leik- mönnum ÍBV og þjálfara, eru Týr og Þór beðin um að láta eigin hagsmuni víkja fyrir hagsmunum heUdarinn- ar, þaö er knattspymunnar í Vest- mannaeyjum. í lok bréfsins segir: „Það eina sem vantar er að stjórn- endur Týs og Þórs leggi tU hUðar eig- in hagsmuni og selji hag fótboltans á oddinn. Einnig fmnst okkur ekki viðeigandi að knattspyrnuráð, sem hefur nóg með að reka og stjóma knattspyrnudeUdinni, noti stóran hluta krafta sinna til að þrasa við menn sem eiga að vera samheijar en ekki mótheijar í þessu máli.“ íþróttir Mark Hateley, sóknarmaður- inn skæði hjá Glasgow Rangers, liefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Gott Hjá Kuwait LandsUö Búlgaríu og Kuwait skUdu jöfn í vináttuiandsleík í knattspyrnu í gærkvöldi, 2-2. Sporting að hlið Benfica Sporting náði Benfica á toppi portúgölsku knattspyrnunnar í gær með 3-1 sigri á EstorU. SiakthjáÞjóðverjum Þýsku heimsmeistararnir í knattspyrnu þóttu slakir þegar þeir sigruðu Sameinuðu arabísku furstadæmin, 9-2, í Abu Dhabi. Fimm uppseidir Framkvæmdanefnd HM í knattspymu tUkynnti í gær að uppseh væri á fimm leiki. Það eru Ítalía-lrland, Ítalía-Noregur, Argentína-Grikkland, Argent- ína-Nígería og Belgía-Holland. LoksunnuSvíar Sænsku óljTnpíumeistararnir í íshokki mmu loks leik á heims- meistaramótinu á Ítalíu í gær þegar þeir möluöu Frakka, 6-0. Þeir höfðu gert jafntefli við Norð- menn og tapað fyrir Finnum. Kanada vann Þýskaland, 3-2, í gær og hefur unnið alia þijá leiki sína á mótinu. Kanada og Rúss- land standa best að vígi í A-riðli en Bandaríkjamenn, sem unnu Tékka, 5-3, í gær eru efstir í B- riðli og Finnar era næstir. SerbinntilÍA Zoran Miljkoric, serbneski varnarmaðurinn sem leikur með Skagamönnum í knattspyrnunni í sumar, kom til landsins í gær. UEFA-þjóðir 49 Aðildarþjóðir Knattspyrnu- sambands Evrópu eru orðnar 49 eftir aö ísrael, Azerbadjan, Moldavía og Makedónía voru formlega teknar inn á þingi sam- bandsins í Vínarborg i vikunni. Spenna í snókernum Undanúrslitaleikimir í heims- meistarakeppninni í snóker í Sheffleld eru hörkuspennandi. Þegar gert var hlé í gærkvöldi voru Stephen Hendry og Steve Davis jafnir, 4-4, en Jimmy White var 4-3 yfir gegn Ðarren Morgan. Fashanuívanda John Fashanu hjá Wimbledon hefur enn á ný verið klagaður til enska knattspyrnusambandsins fyrir hörku. Richard Jobson, leik- maður Oldham, var fluttur á sjúkrahús með heilahristing eftir að hafa fengið högg frá Fashanu í leik liðanna á þriðjudag. Rauðuðjöflamir Stuðningsmenn Manchester United á íslandi, Rauðu djöflam- ir, halda almennan félagsfund á veitingahúsinu Feiti dvergurinn á morgun, laugardag, kl. 14. Eyjamenn fá liðsstyrk >rstaim Gnnnarsson, DV, Eyjum: Knattspymuliði ÍBV bættist óvæntur isauki í vikunni. Þórir Ólafsson, sem ikið hefur með 3. deildar liðinu Vast- •vik í Sviþjóð síðastliðin 4 ár, er geng- in til liðs við ÍBV. Þórir, sem á nokkra aglingalandsleiki að baki, er 27 ára. ann lék með ÍBV sumarið 1985 þegar ÍBV vann 2. deildina en síðan fór hann á Seyðisflörð og lék þar í nokkur ár. Þaðan fór liann til Svíþjóðar. Þórir er alhliða leikmaður, getur spilað á miðj- unni og í framlínunni og hefur staðið síg með mikilli prýöi í Sviþjóö. Huginn til Hattar Eyjamaðurinn Huginn Helgason er genginn til liðs við 3. deíldar lið Hattar I frá Egilsstöðum. Huginn, sem er 22 ára, á að 15 baki leiki í 1. deild og hef- ur skoraö 2 mörk í þeim leikjum. Hug- inn tók sér frí frá knattspyrnu á síö- asta ári en hefur nú tekið fram skóna áný. íbr Mfl. karla, A-deild krr REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA KR - VÍKINGUR í kvöld kl. 20.00 á gervigrasinu í Laugardal B-deild: ÞRÓTTUR-LÉTTIR á morgun kl. 17.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.