Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Iþróttir Leikiðumbrons og Evrópusæti Fyrsti leikur Selfyssinga og Víkinga um bronsið í 1. deild karla i handknattleik fer fram á Selfossí á þriðjudagskvöld. Ann- ar leikurinn fer fram í Víkinni flmmtudaginn 5. maí og ef þríðja leikinn þarf fer hann fram á Sel- fossi laugardaginn 7. maí. Sigurl- iðið fær sæti í EHF-keppninni. Goifmótí Grindavík Opna Fiskimjöls og Lýsismót Golfklúbbs Grindavíkur verður haldið á laugardaginn að Húsa- tóftavelli og hefst klukkan 8, Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Skráning í mótið fer fram í dag klukkan 17-21 í golf- skálanum i síma 92-68720. Lokahófhjá FH Handknattleiksdeild FH ætlar að vera með lokahóf sitt í veit- ingahúsinu Hraunholti í kvöld og hefst það klukkan 20. Þar verða meistararaflokkar karla og kvenna og 2. flokkur karla og kvenna ásamt öllu starfsliði FH í vetur. Miðaverð er krónur 500. Ársþing sund- þjálfaraumheigina íslenska Sundþjálfarasam- bandið heldur ársþing sitt um helgína í íþróttamiðstööinni í Laugardal. Búast má við góðu þingi og mjög fróðlegum nám- skeiðum sem haldin verða i tengslum við fundinn. Erlendu sundþjálfararnir munu halda námskeið um ýmis málefni og þá má búast viö fróölegum umræö- um um barna- og unglingaþjálfun á íslandi í framtíðinni og um landsliðsuppbyggingu til ársins 2000. Þingið hefst klukkan 12 á morgun og verður framhaldið klukkan 10 á sunnudaginn. Vöfflurmeðrjóma og nýtf íþróttahús Knattspyrnufélagið Fram á 86 ára afmæli á sunnudaginn, 1. maí, Afþvl tilefni verður opið hús í félagsheimili félagsins við Safa- mýri frá kl. 14.00 á sunnudag. Gestum er boöið upp á að skoða nýtt íþróttahús félagsins frá kl. 14.00 til 16.00 og Framkonur bjóða gestunum upp á vöfflur með rjóma. Spennandií B-deildinni Ármann sigraði Árvakur, 2-0, í B-deild Reykjavíkurmótsins i knattspymu á gervigrasinu í Laugardal í gærkvöldi. Fjögur lið berjast um tvö efstu sætin þegar fjórum leikjum er ólokið en tvö efstu liðin mætast í úrslitaleik um sæti í A-deild. Staðan í B-deild er þannig: Leiknir...4 3 0 1 10-3 8 Fjölnír...4 2 1 1 11-4 6 Þróttur...3 2 0 1 8-2 5 Ármann....4 2 116-65 Léttir....3 1 0 2 3-8 3 Árvakur...4 0 0 4 3-18 0 Notrköpingí úrslifaleikinn Norrköping sigraði Luleá, 1-3, í undanúrslitum sænsku bikar- keppninnar 1 knattspymu í gær- kvöldi. Það verða því Norrköping og Helsingborg sem leika til úr- slita um bikarinn en Helsingborg vann Malmö FF í fyrrakvöld. eruábls.23 Ragnar einvaldur í stað Jóhanns Ben Ragnar Ólafsson hefur verið ráðinn landsliðseinvaldur í golfi og tekur hann við af Jóhanni Benediktssyni sem gengt hefur þessari virðingar- stöðu undanfarin ár með afar góðum árangri. Ragnar hefur mikla reynslu sem kylfmgur enda verið í fremstu röð mörg undanfarin ár. Hann hefur lagt kylfurnar á hilluna með keppni fyrir augum og hyggst einbeita sér að nýja starfinu. Ragnar hefur í vetur verið aöstoöarþjálfari Einars Þorvarðarsonar hjá handknattleiksliði Sel- fyssinga í 1. deildinni. Skagamenn urðu í gærkvöldi síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 8 liöa úrslit- um litlu bikarkeppninnai- í knattspyrnu þegar þeir sigmöu HK, 0-1, í Kópavogi. Mihajlo Bibercie skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu, aðeins þremur núnútum fyrir leikslok. HK var þegar komið áfram en Skaga- menn máttu ekki tapa leiknum með þremur mörkum, þá hefði Selfoss kom- ist áfram. Lokastaðan í A-riöh varö þannig: Akranes.............3 2 1 0 4-1 HK..................3 2 0 1 4-1 Seifoss.............3 1114-5 Grótta..............3 0 0 3 2-7 Þar með er endanlega ljóst hvaöa li mætast í 8-Iiða úrslitum keppninnar; Akranes - FH HK- Grindavík Stjaman - Breiðablik Keflavík-ÍBV Leikirnir fara íram á morgun, laugai dag, og hefjast klukkan 14. Geir og Júlíus Evrópumeist- arar á ntorgun? - síöari úrslitaleikur Alzira og Linz Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson geta tryggt sér sigur í EHF-keppninni í handknattieik með liði sínu Alzira á morgun en þá leikur liðið síðari úrslitaleik sinn gegn austurríska lið- inu Linz og fer leikurinn fram í Aust- urríki. Alzira vann sigur í fyrri leikn- um sem fram fór á Spáni um síðustu helgi, 23-19. „Nú er bara aö duga eða drepast. Maður hefur sjaldan komist nærri því að vinna Evrópumeistaratitil svo þaö verður lagt allt í sölurnar. Við vorum ekki að leika neitt sérstaklega vel þegar við unnum þá í fyrri leikn- um en samt sigruðum viö með fjög- urra marka mun. Á móti kemur það að austurríska liðið átti heldur ekki sinn besta dag þannig að við reiknum með mjög erfiöum leik. Það sem kem- ur til með að hjálpa okkar er að örv- henta skyttan Rúmeninn Dumitru leikur að nýju með okkur eftir meiðsh og hann styrkir hðiö mikið,“ sagði Geir Sveinsson við DV í gær. Spurningin, sem brennur á mönn- um, er sú hvað Geir ætlar að gera eftir þetta tímabil. Kemur hann heim og leikur á Islandi næsta vetur eða verður hann áfram á Spáni? „Ég hef ekki tekiö neina ákvörðun. Ég er með samning við Alzira eitt ár til viðbótar en eftir allt sem á undan er gengið hjá félaginu veit ég ekki hvort ég spila áfram með liðinu. Ég mun hitta forráðamenn félagsins í næstu viku og ræða málin. Það eru nokkir möguleikar í stöðunni. Einn er sá að þeir vilji rifta samningi, ann- ar að þeir'vilji semja upp á mikla launaiækkun eða sá þriðji að halda áfram á sömu braut. Ég er með góðan samning og breytist hann ekki myndi ég alveg vilja halda áfram.“ Fari svo að þú komir heim munt þú þá ganga til liðs við þina gömlu félaga í Val? „Það er ekkert sjálfgefið að ég fari til Vals taki ég þá ákvörðun að koma heim. Það er samt rosalega erfitt að fara eitthvað annað en máhð er að í dag tel ég mig ekki standa í neinni skuld við Val. Maður á ekki það mik- ið eftir í þessu og þetta hreinlega snýst um það að þú verður bara að hugsa um sjálfan þig. Það kemur al- veg til greina að þjálfa en það sem gæti orðið árekstur í því er landslið- ið. Aðspurður hvort hann væri með þjálfaratilboð upp á vasann sagði Geir: „No comment". Möguleikar íslands eru úr sögunni - eftir tap gegn Belgum, 2-1, í gær ísland er úr leik í Evrópukeppni drengjalandsliöa eftir 2-1 ósigur fyrir Belgum í úrslitakeppninni á írlandi. ísland á eftir aö leika við Úkraínu en þar sem Úkraína náði jafntefli gegn Tyrkjum í gær, 1-1, á íslenska liðið ekki lengur möguleika á öðru sætinu í riðlinum. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Belgar gerðu tvö mörk með 12 mínútna milhbili í síðari hálfleikn- um. Fjórum mínútum fyrir leikslok náði ívar Ingimarsson að minnka muninn í 2-1 með skalla eftir auka- spymu frá Eiði Smára Guðjohnsen, lykilmanni íslenska liðsins, en Belg- arnir voru með stranga gæslu á hon- um allan tímann. „Menn eru vissulega svekktir yfir að komast ekki lengra en þegar litið er á þær átta þjóðir sem eftir standa og að margar sterkar knattspyrnu- þjóðir falla úr keppni ásamt okkur er ekki hægt að segja annað en við séum með mjög raunhæfa útkomu. Það var synd að tapa þessum leik gegn Belgum, íslenska hðið sótti meira en Belgarnir léku af skynsemi og vörðust vel,“ sagði Sveinn Sveins- son, stjórnarmaður í KSÍ og einn far- arstjóra íslenska liðsins, við DV í gærkvöldi. Staðan í A-riðli keppninnar er þannig: Tyrkland..........2 1 1 0 3-2 4 Úkraína...........2 1 1 0 3-2 4 Belgía............2 10 13-33 ísland............2 0 0 2 2-4 0 Sam Perkins og félagar hans í Seattle unnu öruggan sigur á Denver i fyrstu i Úrslitakeppnin í NBA-deildinni 1 ki Miami lagði A - Byron Scott tryggði Indiana sigur á Orlando m Úrslitakeppnin í bandarísku NBA- deildinni í körfuknattleik hófst í nótt með fjórum léikjum og urðu úrsht þessi: Vesturdeild: SASpurs-UtahJazz............106-89 Seattle-Denver..............106-82 Austurdeild: Atlanta-Miami................88-93 Orlando-Indiana..............88-89 David Robinson skoraði 25 stig fyrir SA Spurs og tók 8 fráköst í frekar auö- veldum sigri hðsins á Utah Jazz. Spurs komst strax í 15-2 og eftir það var aldr- ei spurning. Karl Malone var yfir- burðamaður hjá Utah og skoraði 36 stig. Seattle átti ekki í vandræöum með að leggja Denver að velli. Þjóðverjinn Detlef Schrempf var stigahæstur hjá Seattle með 21 stig, Gary Payton skor- aði 20 og Shawn Kemp 16 en hjá Den- ver var Brian Wilhams með 15 stig. í austurdeildinni urðu úrslitin óvænt en báðir leikirnir töpuðust á heima- velh. Miami vann sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni frá upphafi. Steve Smith skoraði 22 stig fyrir liðiö, Bimbo Coles 17 og Glen Rice 13. „Þetta er án efa stærsti sigur okkar á ferlinum," sagði Bresku stjörnurnar þéna vel Breskir íþróttamenn í fremstu röð eru ekki á flæðiskeri staddir fjárhagslega. í gær var birt- ur listi í bresku tímariti yfir tekjuhæstu íþrótta- mennina í Bretlandi á síðasta ári. Listinn fer hér á eftir og upphæðimar eru í milljörðum íslenskra króna. Einungis er um launagreiðslur að ræða: 1. Lennox Lewis, hnefaleikar.............1,679 2. Nigel Mansell, kappakstur..........1,198 3. Nick Faldo, golf...................1,123 4. Paul Gascoigne, knattspyma.........0,470 5. Jackie Stewart, kappakstur.........0,395 6. Nigel Benn, hnefaleikar............0,385 7. IanWoosnam.golf....................0,353 8. Gary Lineker, knattspyrna..........0,321 9. ColinMontgomerie.golf..............0,310 10. DavidPlatt.knattspyrna...........0,288 • Tímaritið birti einnig lista yfir tíu ríkustu íþróttamennina. í fyrsta sæti er kappaksturs- maðurinn Nigel Mansell með 7,222 milljarða króna. Nick Faldo, kylfingur, kemur næstur með 5,564 milljarða króna og í þriðja sæti er kappakstursmaðurinn Jackie Stewart með 5,531 milljarð króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.