Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Útlönd DV Ekkióbreyit ástandþóttESB verði hafnað Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, varaði þá landa sína sem eru tortryggnir í garð Evrópu- sambandsins við því að trúa aö allt verði ái'ram eins, bara við þaö eitt að hafna aöild að sambandinu. „Við stöndum á krossgötum hvað sem verður. Að segja nei er ekki aö segja já við því að allt verði sem fyrr. Ný staða kemur upp ef allir aörir, einnig nágrann- ar okkar á Noröurlöndum, velja samvinnu á sama tíma og við stöndum utan gátta. Það mun breyta sambandi okkar við ESB og nágrannalönd okkar á Norð- urlöndum,“ sagði Gro á norska þinginu. Þá vísaði hún á bug áhyggjum um að ESB-aöild mundi rústa norska velferöar- kerfinu. NTB Kosningamar í Suður-Afríku framlengdar um einn dag: Hvíti maðurinn lætur ekki hrekja sig burt - segir Eugene Terre Blanche, leiðtogi suður-afrískra nýnasista Atkvæðagreiðsla í fyrstu kosning- um Suður-Afríku með þátttöku allra kynþátta hófst ekki af alvöru fyrr en í morgun í sex fyrrum heimalöndum blökkumanna þar sem skipulags- leysi hafði komið í veg fyrir að millj- ónir manna gætu neytt kosningarétt- ar síns í fyrsta sinn á ævinni. Annars staðar í landinu lokuðu síð- ustu kjörstaðimir dyrum sínum á miðnætti eftir að landsmenn höfðu fengið þrjá daga til aö ganga að kjör- boröinu og velja nýja þjóðareiningar- stjórn og binda þar með enda á rúm- Uppboð Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp að Þjóðbraut 13, Akranesi, laugardag- inn 7. maí 1994, kl. 14.00. BE-759 ED-095 FZ-640 IC-375 IT-887 KD-882 Þá verður ennfremur þar boðið upp eftirtalið lausafé: Tricano tjaldvagn ásamt fortjaldi, árg. 1993, fnr. SJ-998 og Steinbock lyftari. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldar bifreiðar og dráttarvélar verða boðnar upp við lögreglustöðina á Hvolsvelli föstudaginn 6. maí nk. kl. 15.30. LV-352 0-962 P-768 X-3369 Ld-2041 X-1697 R-68192 N-139 ZK-535 L-2197 JV-289 B-216 GÖ-347 G-17872 Einnig: tveggja vetra hestur með hnakk og beisli. Theodolit hornamæl- ingatæki og Wild hallamælir. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði, mánudaginn 2. maí 1994 kl. 11.00, á eftirgreindum eignum: Hafnargata 35, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Pólarsfldar hf., gerðarbeiðandi Logi Egilsson hdl. Hamarsgata 24, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Aðalheiðar Valdimarsdóttur, gerðarbeiðandi Atli Gíslason hrl. Hammersminni 6, Djúpavogi, þingl. eign Margrétar Sigurðardóttur, gerð- arbeiðandi Jóhannes A. Sævarsson hdl. Bakkastígur 17, Eskifirði, þingl. eign Bentínu Gylfadóttur og Péturs Ge- orgssonar, gerðarbeiðandi Áslaug Björgvinsdóttir ftr. Mánagata 5, Reyðarfirði, þingl. eign Sævars Kristinssonar og Gyðu Páls- dóttur, gerðarbeiðendur Ath Helga- son lögfr. og Ólafúr Garðarsson hrl. Markarland 6A, Djúpavogi, þmgl. eign Baldurs Gunnarssonar, gerðar- beiðandi Veðdeild Landsbanka ís- lands. Búðareyri 27, 27A, 27B, Reyðarfirði, þingl. eign Verktaka hf., gerðarbeið- andi Búnaðarbanki Islands. Búðavegur 12b, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Friðmars Péturssonar, gerðar- beiðandi sýslumaðuiinn á Eskifirði. Búðavegur 38, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Sigþórs Rúnarssonar, gerðar- beiðendur sýslumaðurinn á Eskifirði, Húsnæðisstofriun ríkisins og Guð- mundur Pétursson hrl. Stekkjarbrekka 9, Reyðarfirði, þingl. eign Kolls hf., gerðarbeiðandi sýslu- maðurinn á Eskifirði. Strandgata 14A, Eskifirði, þingl. eign Vaðlavíkur hf., gerðarbeiðendur Eski- fj arðarkaupstaður, Fiskveiðasjóður og Byggðastofiiun. Búðavegur 49, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Pólarsfldar hf., gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Eskifirði, Iðnlána- sjóður og Sigríður Thorlacius hdl. Hafnargata 21, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Akks hf., gerðarbeiðendur Garð- ar Briem hdl. og Þorgerður K. Gunn- arsdóttir lögfr. Svínaskálahlíð 19, Eskifirði, þingl. eign Hjalta Sigurðssonar, gerðarbeið- endur sýslumaðurinn á Eskifirði, Benedikt Sigurðsson hdl., Veðdepd Landsbanka íslands og Kristján Ól- afsson hdl. Hafhargata 32, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Pólarsfldar hf., gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Eskifirði og Sigríður Thorlacius hdl. Sæberg 13, Breiðdalsvík, þingl. eign Guðmundar Björgólfssonar, gerðar- beiðendur Hróbjartur Jónatansson hrl., Elvar Ö. Unnsteinsson hdl. og Ingólfúr Friðjónsson hdl. Tunguholt, F áskrúðsfj arðarhreppi, þingl. eign Ingibjargar Jóhannsdótt- ur, gerðarbeiðandi Veðdeild Lands- banka íslands. Hafiiargata 33, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Pólarsfldar hf., gerðarbeiðendur Logi Egilsson hdl., Magnús Guðlaugs- son hdl., Kristbjörg Stephensen lögfr., sýslumaðurinn á Eskifirði og Sigríður Thorlacius hdl. SÝSLUMAÐURINN Á ESKDIRÐI Eugene Terre Blanche, leiðtogi nýnasista og spáði byltingu og striði. Suður-Afríku, var vígreifur á fundi með stuðningsmönnum sinum i gær Simamynd Reuter lega þriggja alda valdaeinokun hvíta minnihlutans. Almennt er álitið að Afríska þjóðarráðið fari meö sigur af hólmi og að Nelson Mandela verði fyrsti svarti forseti landsins. Nýr for- seti tekur við embætti 10. maí. F.W. de Klerk, síðasti hvíti forseti Suður-Afríku, ákvað að framlengja kjörfund um einn dag í KwaZúlú, heimalandi zúlúmanna, Venda, Lebowa og Gazankulu í norðurhluta Transvaal og í Transkei og Ciskei í austurhluta Höfðahéraðs. „Fólk okkar hefur ekki getað greitt atkvæði í sumum landshlutum," sagði de Klerk. Framlenging kjörfundar þýðir að talning hefst ekki fyrr en í fyrramál- iö og er búist við fyrstu tölum um miöjan dag. Þyrlur og flutningavélar suöur- afríska flughersins hófu að flytja kjörseðla og önnur kjörgögn til af- skekktra staða fyrir dögun í morgun. Þá stóð einnig til að senda fleiri al- þjóðlega eftirlitsmenn á vettvang. De Klerk sagði nauðsynlegt að eftir kosningarnar tæki við stjórn sem væri í samræmi við vilja yfirgnæf- andi meirihluta landsmanna. „Við skulum sameinast sem þjóð þrátt fyrir skoðanaágreining okkar. Við skulum starfa fyrir þjóö okkar, æskuna og komandi kynslóðir,“ sagði de Klerk á fundi meö frétta- mönnum þegar hann tilkynnti um framlengingu kjörfundarins. En ekki eru allir þó á því að sætta sig við orðinn hlut. Eugene Terre Blanche, foringi nýnasistahópsins Andspymuhreyfingar Búa, spáði því í gær að hvítir andstæöingar meiri- hlutastjórnar blökkumanna mundu gera fleiri sprengjutilræði þar til hvítir menn fengju eigið heimaland. „Það verða fleiri sprengingar. Ég fyrirskipaði félagsmönnum mínum ekki að koma fyrir sprengjum en ég mun styðja við bakið á þeim í gegn- um dómskerfið. Við stefnum í bylt- ingu og stríð. í þeirri byltingu lætur hvíti maðurinn aldrei hrekja sig burt,“ sagði Terre Blanche. Reuter Endurminningar Quayles vekja reiði Endurminningar sem Dan Quayle, fyrrum varaforseti Bandríkjanna, hefur skrifað hafa valdið miklum deilum og er ástæðan sú aö repúblik- anar eru langt frá því að vera ánægö- ir með margt sem stendur í bókinni. í bókinni, sem sögð er skrifuð til að bæta ímynd Quayles og auka möguleikana á því að hann geti gefið kost á sér til forsetaembættisins árið 1996, ræðst Quayle á helstu toppana innan Repúblikanaflokksins og dreg- ur ekkert undan. Það sem helst hefur vakið reiði repúblikana eru árásir Quayles á James Baker, fyrrum utanríkisráð- herra, en hann hefur verið mikils metinn innan flokksins. Quayle segir öryggismálaráðgjafa Bush, Bent Scowcroft, hafa veriö aðalleikmann- inn í utanríkismálum en ekki Baker eins og margir haldi. Þá segir Quayle einnig að barátta George Bush fyrir endurkjöri áriö 1992 hafi verði sú allra lélegasta á þessari öld hvað varðar skipulagn- ingu og þess vegna hafi forsetinn ekki náð endurkjöri. Quayle gerir mikið að því að reyna Dan Quayle reynir að bæta imynd sína meö nýju bókinni sinni. Simamynd Reuter að bæta ímynd sína í bókinni og seg- ir m.a. að fjölmiðlar hafi gert í því að láta hann líta asnalega út í fjöl- miðlum, m.a. með því að taka ræður sínar úr samhengi og snúa út úr öllu semhannhafisagt. Reuter Alþjóðlegur eyðnidagur helgaðurfjöl- skyldunni Alþjóðlegi eyðnidagurinn þann 1. desember næstkomandi verður helgaður málefnum fjölskyld- unnar, hvaða áhrif sjúkdómur- inn hefur á hana og hvernig hún berst gegn honum. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að fimmtán millj- ónir manna hafi smitast af HIV- veirunni frá því eyðni var fyrst greind snemma á níunda ára- tugnum. Fimm þúsund einstakl- ingar smitast á hverjum degi. Að sögn WHO eru það börnin sem í æ ríkari mæli verða fyrir barðinu á sjúkdómnum. i fyrra fæddu eyðnismitaðar mæður um 700 þúsund böm í Afríku einni. Þá hefur sjúkdómurinn nánast gert aö engu þann ávinning sem hefur náðst að undanfomu í bar- áttunni við ungbamadauða í mörgum þróunarlöndum. Alþjóðlegi eyðnidagurinn var fyrst haldinn þann 1. desember 1988 og er honum ætlað að vekja almenning til umhugsunar um Sjúkdóminn. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.