Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 5
J FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 3v Fréttir Hæstiréttur dæmir 1 höfimdarréttarmáli: Æviskrár- ritari tap- aði málinu - haföiurLrnöstaölaðaspiirnmgalistameðöðrTLtn Félag loftskeytamanna vann í gær mál sem það áfrýjaði til Hæstaréttar sem tengdist höfundarrétti á ævi- skrám loftskeytamanna, ritinu; Loft- skeytamenn og fjarskiptin. Ritnefnd Félags loftskeytamanna hafði ráðið mann til að inna af hendi tvíþætt verk við útgáfu umrædds rits. í fyrsta lagi var um að ræða sérstakt, afmarkað verk; „vinnslu prentsmiðjuhandrits", samkvæmt fyrirsögn ritnefndarinnar. Verki þessu skilaði maðurinn, en ágrein- ingur var um hvort hann hefði lokið því á fullnægjandi hátt. Starf mannsins var fyrst og fremst fólgið í endurskoðun á æviskrártext- um, sem þegar höíðu verið skráðir á sérstök stöðluð eyðublöð, öflun upp- lýsinga í tengslum við hana, þar sem á þær skorti, og lagfæringar með við- bótum og úrfellingum til samræm- ingar. Þá er þess að gæta að maður- inn vann ekki einn að verkinu og sumir inntu af hendi verulegt starf. „Þegar framanskráð er virt verður ekki tahð að umrætt starf gagnáfrýj- anda hafi verið þess eðlis að það full- nægði lágmarkskröfum um frumleik eða sjálfstæða efnismeðferð til þess að það skapaði gagnáfrýjanda höf- undarétt samkvæmt höfundalög- um.“ Var manninum því gert að greiða Félagi loftskeytamanna 120 þúsund í málskostnað. Tveir hæstaréttardóm- arar skiluðu séráhti og töldu mann- inn eiga fuhan rétt á að eignast höf- undarrétt á ritsmíðinni. Lödukaup rússneskra togarasjómanna eru löngu orðin landsfræg. Hér hafa þeir hengt á skipshliðina auglýsingar þar sem stendur „Viljum kaupa Löd- ur“ og á ensku „We want to buy your Lada Samara." DV-myndir Sveinn Gagnrýnandi New York Book Review: Jákvæð heilsíðu- grein um bók Ólafs „Absolution er verðug viðbót við- styrka alþjóðlega hefð sem kaha má Sögur hins bitra bandaríska píla- gríms - þ.e. sögur af körlum og kon- um sem hafa flúið tif Bandaríkjanna í þeirri von að geta byrjað líf sitt upp á nýtt en uppgötva síðan að syndir og draugar fortíðarinnar gegnsýra thveruna sem fyrr,“ segir Brad Leit- hauser, gagnrýnandi New York Book Review, hins virta bandaríska bók- menntatímarits, í langri grein sem birtist í blaðinu fyrir síðustu helgi. Þar fjallar hann um bók Ólafs Jó- hanns Ólafsson, Fyrirgefningu synd- anna eða Absolution eins og hún heitir á ensku. í greininni, sem fyhir samtals rúma blaðsíðu af dagblaðsstærð, er farið lofsamlegum orðum um bók Ólafs Jóhanns, söguþráðurinn rakinn og ýmsar vangaveltur um samband að- alpersónanna og siðferðhegar spurn- ingar sem fram koma. Leithauser spyr hvort heimurinn þurfi virkhega aðra bók um haturs- fuhan mann. Hann segist svara ját- andi svo lengi sem sömu hæfileikar ráöa ferðinni og í þessari sögu. „Söguþráðurinn er hsthega saman settur en um leið kröftugur. Les- andinn sogast með og minningabrot úr fortíðinni eru fimlega ofm inn í atburðarás nútímans." Leithauser setur helst út á per- sónusköpun Olafs þar sem aðalper- sónan, Pétur Pétursson, er annars vegar. Persóna Péturs sé of gegnsæ eða fyrirsjáanleg. Styrkleiki sögunn- ar liggi miklu fremur í söguþræðin- um en persónusköpuninni. Leithauser er kunnugur verkum Hahdórs Laxness. Honum fmnst verk Ólafs Jóhanns langa vegu frá verkum Hahdórs en þar sé persónu- sköpunin geysilega sterk og samofin umhverfi persónanna á einstakan hátt. Aðalsöguhetjan leitar samúðar í sögulok. Leithauser segir að „það beri hstrænum eiginleikum Ólcifs Jóhanns vitni að lesandinn er reiðu- búinn aö veita þessa samúð.“ Borðapantanir í síma 679967 ^ SPARISIOÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS -fyrir þig og þína AUK / SlA X94-97

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.