Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Qupperneq 29
 oo FÖSTUDAGUR 29. APRIL 1994 37 Úr einu af þrettán stuttverkun- um. Hafnsögur eru mörg stuttverk Hafnsögur er nafn á þrettán stuttum verkum sem leikfélagið Hugleikur sýnir í Hafnarhúsinu um þessar mundir. Verkin eru öll stutt en misstutt eða allt niður í tvær mínútur. Að sögn aðstand- Sýningar enda Hugleiks er það markmið þeirra sem standa að leikhópnum að semja allt sjálf, en meðal Hug- leikara eru Sævar Sigurgeirsson og Ingibjörg Hjartardóttir, en alls taka þátt í þessari uppfærslu níu manns. Sýning þessi varð til vegna þess að menn vissu af ýmsum smáverkum hvor hjá öðr- um og nafnið er tilkopiið vegna þess að sýningar eru í Hafnarhús- inu. Elías Guðmundsson. Sérhæfa sig í steinsteypu- viðgerðum „Við hjá Steinprýði erum frum- kvöðlar í notkun á sérblönduðum viðgerðarefnum sem notuð hafa verið í steinsteypuviðgerðir og frágang á húsum og erum við þeir einu sem eru lifandi í þeim bransa í dag. Það fyrirtæki sem við höfum haft umboð fyrir frá upphafi er Thoro og er banda- rískt en allt frá því Steinprýði var stofnað, 1972, höfum við verið að búa til okkar eigin efni, Elgo köll- um við það, ogjafnt ogþétt höfum við aukið framleiðsluna. í dag er íslensk framleiðsla 50% af við- gerðarefnum sem við notum. Og einmitt þessa dagana erum við Glæta dagsins að koma út með nýja seríu af Elgo-vörum,“ segir Elías Guð- mundsson hjá Steinprýði hf„ en það fyrirtæki hefur sérhæft sig í viðgerðum á steinsteypu og múr. „Viðgerðarefnin sem við erum með eru fyrir allar gerðir af stein- steypu- og múrviðgerðum, en or- sakir skemmda geta verið af margvíslegum orsökum. Við er- um með þrjú efni sem spanna yfir allar þær tegundir viðgerða sem steypan eða múrinn þarfn- ast.“ Elías sagði aðspurður að skemmdir í steinsteypu væru hrikalegt dæmi. „Það var tekið út fyrir nokkrum árum og þá var þetta mjög slæmt og ástandið hef- ur farið versnandi með hveiju ári og á eftir að versna næstu tvö til þrjú árin.“ Elías kvað þeirra eigin framleiðsu standast aUan sam- burð við sambærilegar erlendar vörur og væru einnig allt að því helmingi ódýrari. Ófærtvíða áVestfjörðum Leiðin Reykjavík - Akureyri er greiðfær en ófært vegna snjóa við Eyrarfjall. Fært er um mestallt Aust- urland en snjór er á vegum. Ófært Færð á vegum er á Mjóafjarðarheiði. Ófært er um Gjábakkaveg vegna snjóa og þung- fært á leiðinni Galtalækur - Sultar- tangi en annars fært um Suðurland. Á Reykjanesi eru allir hlutar greið- færir en hámarksöxulþungi er 7 t. Ófært er vegna snjóa á Dynjandis- heiöi og Hrafnseyrarheiði en annars er greiðfært á Vestfjörðum. Ófært er á Lágheiði og Öxarfjarðarheiði en annars fært en snjór á vegum Norö- ur- og Norðausturlands. Astand vega E3 Hálka og snjór @ Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir án lyrirstööu m. . __ o Lokaö ® Þungfært (A) Aurbleyta Áslákur: Poppsveitin góðkunna Lipstick Lovers ætlar að ota sínum tota á Ásláki í Mosfellsbæ í kvöld og ann- að kvöld. Áslákur, sem stendur við þjóðveg númer 1, er kannski eini Skemmtanir skemmtistaðurinn sem getur falliö undir skilgreiningu sem er vinsæl meðal Ameríkana og kallast „Ro- adhouse“. Fiórmenningarnir sem skipa Lipstick Lovers ætla að skapa réttu stemninguna á Ásláki. Það er antiars að frétta af hljóm- sveitínni að hún er á fullu að und- irbúa sinn árlega landsrúnt en áö- ur en að honum kemur leika þeir meðal annars i Félagsmiðstöðinni Lipstick Lovers. Arnardal á Akranesi næstkomandi fimmtudag og í Selinu á Seltjamar- nesi á föstudag eftir viku. Þeir sem skipa Lipstiek Lovers eru: Anton Már, gítar, Bjarki, söngur og gítar, Sævar Þór, bassi, og Ragnar Ingi, trommur. Gönguferðir í ná- grenni Stykkishólms í Stykkishólmi er hægt að bregða sér í margs konar göngutúra, bæði í bænum og fyrir utan bæinn. Stutt ganga getur verið út í Súgandisey Gönguleiðir sem nú er orðin landfost. Einn hring- ur, sem hægt er að ganga, getur legið til vesturhafnarinnar og með Lan- deyjarsundi í- Búðarnes, þar sem fyrsti verslunarstaðurinn var. Síðan má halda áfram með hesthúsunum og flugvellinum á Kallhamar. Áfram er haldið vestur fyrir Skjaldarvatn þar sem snúið verður við en nú aust- ur á milli vatnanna á veginn. Á Skjaldarvatni og Ögurvatni má búast við fuglalífi snemma sumars, til dæmis ýmsum öndum og flórgoða. í staö þess að ganga veginn til baka má halda út með endilöngum Nes- 13 - J * Kiöey 33 Kallhamai Þessi hárprúða stúlka fæddist á Fæðingardeild Landspitalans 16. apríl kl. 16.25, en þann sama dag hefði langafi hennar orðið 100 ára. Hún var 4332 grömm við fæðingu og 55 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Laufey Vilmundardótt- ir og Hermann Hinriksson. Hún á einn litinn bróður, Hinrik Nikulás, sem er fimmtán mánaða. Oliver Stone við gerð Himins og jarðar. Hringnum lokað Bíóhöllin sýnir um þessar mundir nýjustu kvikmynd Oli- vers Stones, Himin og jörð, sem er síðasta myndin um tríólógíu hans um stríðið í Víetnam. Sú fyrsta var Platoon. Það er einnig sú kvikmynd sem frægust er og gerði Oliver Stone að þekktum leikstjóra. Sú kvikmynd fjallaði beint um stríðið og var ein her- sveit í brennideplinum. Born on the Fourth of July var meira um afleiðingar stríðsins á hermenn, andlega og líkamlega. Hitninn og jörð gerist eins og Platoon í Víet- nam en einnig í Bandaríkjunum Bíóíkvöld og segir frá lífsbaráttu víetnam- skrar stúlku. Oliver Stone hefur sýnt það að hann er stórhuga leikstjóri, ræðst yfirleitt á garðinn þar sem hann er hæstur, samanber kvikmyndir á borð við Wall Street, þar sem hann tók á fjármálaspillingu, JFK, þar sem hann kom fram með vafasama kenningu um morðið á John F. Kennedy, og The Doors sem fjallaði um ævi söngvarans Jim Morrison. Nýjar myndir Stjörnubíó: Fíladelfía Háskólabíó: Robocop 3 Laugarásbió: 8 sekúndur Bíóborgin: Fúll á móti Bíóhöllin: Hetjan hann pabbi Saga-bíó: Fingralangur faðir Regnboginn: IB 5 Gengiö Almenn gengisskráning LÍ nr. 103. 29. apríl 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 70,790 71.010 71,680 Pund 106,810 107,130 107,250 Kan. dollar 51,200 51,400 52,220 Dönsk kr. 10,8340 10,8770 10,8850 Norsk kr. 9,8060 9,8450 9,8440 Sænsk kr. 9,1620 9,1990 9,0870 Fi. mark 13,0960 13,1480 12,9380 Fra.franki 12,4050 12,4550 12,5210 Belg. franki 2,0651 2,0733 2,0792 Sviss. franki 50,0600 50.2600 50,3500 Holl. gyllini 37,8700 38,0200 38,1100 Þýskt mark 42,5400 42,6700 42,8700 Ít. líra 0,04434 0.04456 0,04376 Aust. sch. 6,0430 6,0730 6,0920 Port. escudo 0,4135 0,4155 0,4151 Spá. peseti 0,5212 0,5238 0,5221 Jap. yen 0,69980 0,70190 0,68370 írskt pund 103,830 104,350 103,420 SDR 100,52000 101,02000 100,90000 ECU 82,1500 82.4800 82,6400 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan vogi og heim í Hólm. Þessi hringur Heimild: Einar Þ. Guðjohnsen, er um 4-5 tíma ganga. Gönguleiðir á íslandi. 7— T~ T~ 7T~ í> &> e IO ii 11 71 1 * lle 17" 4 19 lo 5/ Lárétt: 1 ullarkemba, 6 hrosshúð, 8 guö- ir, 9 skaut, 10 góð, 12 garði, 13 svell, 14^ fijóangar, 16 róleg, 18 viðbót, 20 spíri, 21 uppstökki, 22 rykkom. Lóörétt: 1 slóttuga, 2 kliður, 3 tittur, 4 glysið, 5 lausagrjót, 6 viðmót, 7 fiskamir, 11 ákafur, 15 mann, 17 ásaki, 19 róta. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 form, 5 gól, 8 erjar, 9 te, 10 ið, 11 áliti, 12 trollið, 14 bót, 15 alda, 17 óm- ak, 18 urr, 19 kúrir, 20 óp. Lóðrétt: 1 feit, 2 orðróm, 3 ijá, 4 mall, 5 grillur, 6 ótti, 7 leiðar, 13 otar, 14 bók, 15 qItíi Ifi HrtS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.