Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Vidskipti Ufsi á fiskm. •<8 Fi Fð Mé Þr Mi Fi Ávöxtun húsbréfa Bensín 98 okt. tunna Þýska markið Fö Má Þr Mi Fi Kauph. í Frankfurt Vaxtalækkun áhúsbréfum Meöalverö fyrir ufsa á fisk- mörkuðum hefur rokkaö til og frá að undanfómu, eða frá 34 í 45 krónur kílóiö. Framboðið fer stöðugt minnkandi. Ávöxtun nýjustu flokka hús- bréfa náði niður fyrir 5% múrinn í gær þegar hún fór í 4,98. Á einni viku hafa húsbréfavextir lækkað um 0,10 prósentustig eða 2%. 98 oktana bensín í Rotterdam lækkaði lítillega á miðvikudag eftir stöðuga hækkun dagana á undan. Meðalverðið var 170,50 dollara tonniö sl. miðvikudag. Gengi marksins gagnvart krón- unni er sem fyrr stöðugt. Sölu- gengið var 42,61 króna í gær. Hlutabréfavísitalan DAX-30 í Frankfurt var í 2250 stigum um miðjan dag í gær, allnokkru hærri en fyrir viku. Forstöðumaöur VÍB um skýrslu Ríkisendurskoðunar: Aðfinnslur einkum túlkunaratriði Sjávarútvegsráðherra fékk í gær skriflegar greinargerðir um skýrslu Ríkisendurskoðunar frá Verðbréfa- markaöi íslandsbanka, VÍB, og sölu- hópi á hlut ríkisins í SR-mjöli. Ráð- herra hyggst ekki birta þessar grein- argerðir fyrr en þær hafa verið kynntar í fiárlaganefnd Alþingis. í samtali við DV sagðist Sigurður B. Stefánsson, forstöðumaður VÍB, hafa ýmislegt við skýrslu Ríkisendur- skoðunar að athuga en hann sendi ráðherra sex blaðsíðna greinargerð. „Ríkisendurskoðun tekur undir þau atriði sem okkar ráðgjöf var byggð á. Það er að Haraldur Haralds- son lagði ekki fram upplýsingar sem sýndu fram á að hann haíði fiárhags- legt bolmagn til þess að ganga til kaupa á þessum hlutabréfum, jafnvel þótt hann fengi til þess framlengdan frest. Ríkisendurskoðun tekur fram í skýrslunni að endanlegt söluverð hlutabréfanna hafi verið iúnan þeirra marka sem talið var eðlilegt í verðmati VÍB og engin athugasemd er gerð við aðferðafræðina þar,“ sagði Sigurður. „Það sem Ríkisendurskoðun finn- ur að okkar hlut í málinu eru aðal- lega túlkunaratriði. Ég get haldið því fram eftir á að tímaáætlun hefði átt aö vera öðruvísi en við gátum engan veginn orðið við ósk Akureyrarbæj- ar um lengri tilboðsfrest. Það er óréttlátur dómur að ráðgjöf okkar hafi ekki verið vönduð. Hún var eins vönduð og kostur var á,“ sagði Sig- urður. Hann gagnrýnir Ríkisendurskoðun fyrir að „víkja ekki einu orði“ að sölunni sjálfri og hvernig kaupendur hafa staðið við allar sínar skuldbind- ingar, jafnvel þótt fiárlaganefnd Al- þingis hafi beðið um slíkar upplýs- ingar. Islandsbankabréfin ruku út í gær: 18 prósenta hækkun á fimm klukkutímum um 11 milljóna króna viðskipti Fjárfestar tóku heldur betur við sér í gær og keyptu hlutabréf í ís- landsbanka fyrir tæpar 11 milljónir króna. Þegar viðskipti hófust klukk- an niu í gærmorgun var gengi bréf- anna 0,81 en fimm klukkutímum síð- ar var gengið komið í 0,96. Það reynd- ust síðustu viðskipti dagsins og alls urðu þau 19 samkvæmt upplýsingum frá Landsbréfum hf. Á aðeins fimm tímum hækkuðu því íslandsbanka- bréfin í verði um 18,5%. Þetta verða að teljast mikil við- skipti því þar til í gær var búið að höndla með hlutabréf íslandsbanka fyrir 21 milljón króna frá áramótum, þar af fyrir um 15 milljónir í þessum mánuði. Alls nema því viðskipti með hlutabréfin um 32 milljónum króna fyrstu fióra mánuði ársins. Aðeins í Gengl 1 0,95 0,9 0,85 0,8 0,75 0,7 Kl. Gengi hlutabréfa Islandsbanka 1 "fim mttr 4-2) „oka íerm 1! í mil yó« a ki ; vi Sskipti 9 10 9.30 12.00 16 11 1445 ---—....> þessari viku hljóða viðskiptin upp á 15 milljónir. Þau 19 viðskipti sem fóru fram í gær með hlutabréf íslandsbanka voru öll frá verðbréfafyrirtækjun- um. í hópi seljenda var Verðbréfa- markaður íslandsbanka. Skýringin á líflegum viðskiptum er einkum talin sú mikla umfiöllun sem varð um aðalfund bankans sl. mánudag. Fregnir um hagnað það sem af er árinu eru einnig taldar hafa ýtt við fiárfestum. Fjármálaspekingar spá því að hlutabréf Islandsbanka hafi náð botninum og muni hækka í verði á næstu vikum og mánuðum. Hlutabréfaviðskipti voru almennt lífleg í gær. Meðal annars fór gengi Flugleiðabréfanna úr 1,06 í 1,12. Dollarinn á niðurleið Gengi dollars gagnvart íslensku krónunni hefur verið að lækka und- anfama daga. Sölugengið var 71,39 krónur í gærmorgun en var 72,59 krónur fyrir tveimur vikum. Lækk- unin nemur 1,6% á þessum tíma. Sterlingspundið hefur haldist stöð- ugt í verði og sömuleiðis gjaldmiðlar eins og þýska markið og jeniö. Frá því fyrir viku er gengið örlitlu hærra á dönsku krónunni, sænsku krónunni, franska frankanum, spænska pesetanum og ítölsku lír- unni. Hins vegar hefur svissneski frankinn lækkað lítillega. Um gang mála á erlendum gjald- eyrismarkaði er það helst aö frétta að dollarinn hefur lækkað töluvert gagnvart þýska markinu og sömu- leiðis japanska jeninu. Hins vegar hefur gengi marksins og jensins gagnvart helstu gjaldmiðlum verið að hækka. fyrirhugaður ásundmaga Fyrirhugað er að flytja út fros- inn eða ófrosinn sundmaga til Hong Kong eða Kína og er um nýjung að ræða þar sem slíkm' útflutningur hefur litið sem ekk- ert verið stundaður af hálfu ís- lendinga. Haraldur Hansen hjá Prima Marketing hefur unnið að þessum útflutningi og er hann þegar kominn í samband við aðila í Hong Kong sem vilja kaupa óverkaðan frosinn sundmaga. Búist er við að stofnkostnaður viö útflutninginn verði 11 núllj- ónir króna og hefur borgarráð Reykjavíkur samþykkt að veita 1,2 milljónir króna sem víkjandi lán i verkefnið á móti jafnháu framlagi frá Aflvaka Reykjavikm' hf. Gert er ráð íyrir að útflutning- urinn hefiist innan tveggja mán- aða frá þvi bankaábyrgð kemur. Áætluð útfiutningsverðmæti eru 50 milljónir króna á mánuði. Búist er við að verkefnið skapi strax tíu störfi SparisjóðurKefla- víkurhagnast Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum; Hagnaður varð af rekstrí Spari- sjóðs Keflavíkur á síðasta ári um rúmar 18 milljónir króna. Að meðtöldum hlutdeildarreikningi nam hagnaðurinn tæpuin 26 milljónum. Hagnaður eftir skatta nam 15,6 milljónum króna. Heild- arinnlán sparisjóðsms og veð- deildar í árslok 1993 námu 5,3 milljörðum og höiðu aukist frá 1992 um tæp 3,37%. Heildarútlán sparisjóðsins og veðdeildarinnar i árslok námu 4,9 milljörðum sem er 7,1% meira en frá fyrra ári. Yfirdráttarlán juk- ust um 31,7% milli ára. Heildar- tekjur námu 914 milljónum en heildargjöld um 896 milljónum. Hlutdeild Sparisjóðs Keflavikur í innlánum allra sparisjóða í land- inu hélst um 15% á síðasta ári. Markaðshlutdeild sparisjóðsins í innlánum á meðal innlánsstofn- ana á Suðurnesjum var 53% á síðasta ári. hjáSparisjáði Norðfjarðar Um 11,5 milljóna króna hagnað- ur varð af rekstri Sparisjóðs Norðfiaröar í Neskaupstað á sið- asta ári. Þetta er öllu betri af- koma en árið 1992 þegar hagnað- urinn var 4,6 milljónir króna. Á síðasta ári jukust innlán í sjóðn- um um 5,8% úr382 Í405 milljónir. Útlán jukust um 8% milli ára, úr 449 í 485 milljónir króna. Þá jukust afskriftir útlána um þriðj- ung milli ára. Árið 1992 afskrifaði sjóðurinn um 29 milljóna króna útlán en á síðasta ári voru af- skriftimar tæpar 38 milljónir. Landbúnaðar- sýningíSkaga- firðiíjúní Mikið verður um að vera í Skagafirði helgina 10.-12. júni nk. Ráðstefna og sýning fer fram á Sauðárkróki um hátækni í land- búnaði með yfirskriftinni „Land- búnaður 2000. Þekking-tækni- framfarir". Um leið fer fratn sýn- ing á Hólum í Hjaltadal á því sem í boöi er í Bændaskólanum. Meðai þeirra sem standa að þessum viðburðum eru Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Háskóli islands, Hólaskóli og Kaupfélag Skagfirðinga. Mark- ; miðiö er aö hefia islenskan land- búnað til vegs og virðingar og kynna þær tækniframfarir sem orðið hafa í greininni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.