Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON •Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SiMI: (96)25013. BLA.ÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblaö 180 kr. m/vsk. Vonbrígði D-lista manna Niðurstöður skoðanakönnunar DV nú í vikunni urðu sjálfstæðismönnum mikil vonbrigði. Enn einu sinni hafði þeim mistekizt að snúa vöm í sókn í baráttunni fyrir borgarstjómarkosningamar í Reykjavík. Þetta gerðist, þótt D-lista menn hefðu reynt ýmislegt nýstárlegt til að varðveita meirihluta sinn í borgarstjóm. D-hstinn í Reykjavík hefur í stórum dráttum verið í sama farinu í allan vetur. Hann var í minnihluta í borg- inni strax samkvæmt skoðanakönnun DV í nóvember, með rúm 45 prósent þeirra, sem afstöðu tóku. Þá var enn ekki gefið, að hinir flokkarnir mundu bjóða fram samein- aðir. Þegar það gerðist, féll fylgi sjálfstæðismanna í fyrstu niður í tæp 37 prósent þeirra, sem afstöðu tóku. Meiri- hluti sjálfstæðismanna í Reykjavík var á fallanda fæti. Mikið þurfti til að rétta hann af. Síðan háfa sjálfstæðismenn í borginni haldið um- fangsmikið prófkjör. Ætla mátti, að sú athygli, sem próf- kjörið vakti, mundi verða til að auka fylgi flokksins. Það gerðist alls ekki, samkvæmt skoðanakönnunum, og urðu það sjálfstæðismönnum mikil vonbrigði. Afsögn Markúsar Amar Antonssonar borgarstjóra og koma Árna Sigfússonar í það embætti kom mjög á óvart og var örþrifaráð til þess að sjálfstæðismenn gætu að nýju átt vonir um að halda meirihlutanum í borgar- súórn. Þetta átti að styrkja flokkinn í áróðursbarátt- unni. Markúsi hafði mistekizt að heilla fólkið, og nú skyldi nýr maður freista þess. Áherzlan skyldi lögð á „mjúku málin“, sem andstæðingarnir höfðu að mestu „átt“. í fyrstu virtist þetta heldur auka fylgi flokksins, en þó htið. Samkvæmt því, sem nú hefur komið fram um fylgi hstanna í borginni, er rökrétt að fuhyrða, að leikfléttan hafi misheppnazt. Nú gerist það í skoðana- könnunum DV, að sjálfstæðismenn njóta áfram einungis fylgis rúmlega 41 prósents þeirra, sem afstöðu taka. Þetta hlutfah var um 42 prósent fyrir mánuði. Eftir þetta telja margir, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki von um að rétta úr kútnum fyrir kosningamar eft- ir mánuð. Um skeið var rætt.um möguleika á nýju fram- boði, sem menn úr Sjálfstæðisflokki stæðu að. Nú hefur verið falhð frá því. Tahð um það framboð spihti fyrir D-hstanum, þar sem almenningur sá „glundroða“ 1 liði „hægri“manna, eins og margir óttast sundrungu 1 því R-hsta hði, sem oft er kennt við „vinstri“. Staða Sjálfstæð- isflokksins í borginni er svo vonlítil, bæði samkvæmt skoðanakönnun DV og öðrum skoðanakönnunum þessa dagana, að hún verður varla verri. Nýtt framboð hefði tekið fylgi bæði frá D-hsta og R-hsta. Þó verður að telja ólíklegt, að slíkt framboð hefði fengið oddaaðstöðu í borg- arstjórninni. Margs konar leikfléttur sjálfstæðismanna hafa þannig farið út um þúfur. Nú er orðið svo skammt til borgar- stjómarkosninga, að vonlítið er, að þeim verði kleift að vinna meirihluta 1 borginni. En ríflega 20 af hundraði borgarbúa em enn óákveðnir og geta ráðið úrshtum, þegar á hólminn kemur. Vel að merkja nýtur R-hstinn nú fylgis um 44 prósenta af öhu úrtakinu í skoðanakönn- un DV, á móti 31 prósenti D-hstans. Þannig þyrftu þau ósköp að gerast, ef miðað er við D- og R-hsta, að D-hstinn fengi nær aht það, sem enn er óákveðið, nokkuð sem vafalaust gerist ekki. Því bendir aht th þess, að þau miklu tíðindi verði, að Sjálfstæðisflokkurinn missi borgina. Það yrði meira áfah en útreið flokksins í þingkosningum. Haukur Helgason Stórveldið Rússland Eitt af því síðasta sem haft var eftir Richard Nixon um alþjóðamál var að Bandaríkjamenn yrðu að hafa hugfast sært stolt Rússa, um- fram allt mætti ekki vanmeta hversu mjög þeir sakna stöðu Sov- étríkjanna sálugu sem risaveldis. Rússland er arftaki Sovétríkj- anna í augum umheimsins en utan- ríkisstefna Rússlands er ekki fram- hald á utanríkistefnu Sovétríkj- anna, hvað sem líður allri ósk- hyggju um að ísland öðhst aftur fyrra mikilvægi í hernaðartaíli austurs og vesturs. Útlönd nær Aðalatriöiö í rússneskri utanrík- isstefnu er aö ná undirtökunum í öllum þeim fyrrum Sovétríkjum sem nú eru í laustengdu bandalagi sem Samveldi sjálfstæðra ríkja, að undanskildum Eystrasaltsríkjun- um sem þó verða óhjákvæmilega nátengd Rússlandi en standa utan SSR. Markmiðið er í rauninni að endurreisa rússneska keisara- dæmið í nýju formi og stefnan er framhald á klassískri rússneskri útþenslustefnu eins og hún hefur verið allt frá dögum ívans grimma. Fyrsta stefnumálið er að tryggja rússneskar herstöövar í öllum ríkj- unum tólf um alla framtíð. Stórt skref í þá átt náðist þegar Úkraína samþykkti að leigja Rússlandi Sevastopol undir Svartahafsflot- ann og skipta honum. Jafnframt hafa Rússar náð kverkataki á Hvíta-Rússlandi með samningum Kjallariim Gunnar Eyþórsson blaðamaður neska minnihlutans í þessum ríkj- um með efnahagsþvingunum. Bosnía Rússar eru í vandræðum með Bosníu, þeir styðja Serba en vilja ekki gera stuðning viö þá aö fráfar- aratriði í samvinnu við Vesturlönd. Rússar hafa ekki áhuga á ævintýr- um utan síns hefðbundna áhrifa- svæðis en þeir ætlast til þess að það áhrifasvæði sé virt. Þvi neita þeir aö viðurkenna rétt NATO til útþenslu í austurátt, hina nýju klisju um „félagsskap til frið- ar“. Þeir vilja fá aðgang að vest- rænum mörkuöum, því sætta þeir sig við forystu Vesturlanda í Bosn- íu. Þeir vilja vera viðurkenndir sem risaveldi, því sækjast þeir eftir aðild að fundum sjö mestu iðnvelda heims. „Rússar eru í vandræöum með Bosníu, þeir styöja Serba en vilja ekki gera stuðning við þá að fráfararatriði 1 sam- vinnu við Vesturlönd.“ um myntbandaiag þar sem rúblan gildir. Áður hafði Georgía verið þvinguð inn í SSR með stuðningi við upp- reisnarmenn gegn Shevardnadze, forseta þar. Mið-Asíulýðveldin eru bækistöðvar rússneska hersins til vamar gegn Kínverjum. Næsta skref er að tryggja réttindi rúss- En umfram allt vilja þeir fá frið til að ráða yfir „útlöndum nær“, Sovétríkjunum fyrrverandi í SSR. Spurningin er hvort er mikilvæg- ara fyrir þá, samvinna við Vestur- lönd eða að byggja upp nýtt risa- veldi. Að áliti Nixons er þeim risa- veldið hugleiknara. Gunnar Eyþórsson Skoðanir annarra Afskiptaleysi hluthafa „Víðast hvar erlendis er skoðun hluthafa í al- menningshlutafélögum sú að þeir hafi ekki efni á að láta stjómunina afskiptalausa... Það verður til dæmis að ætla að það hefði verið sterkur leikur óánægjuaflanna í hlutahafahópi Islandsbanka að halda Orra Vigfússyni, fulltrúa þeirra í bankaráði frá því í fyrra, inni í ráðinu áfram jafnframt því að kjósa Pétur (Blöndal) og fá þar með tvo fulltrúa." HKF í Viðskiptabl. Mbl. 28. apríl. Sala SR í skötulíki „Ekkert sem kemur fram í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um söluna á SR-mjöh þarf að koma á óvart. Undirbúningi var áfátt, ráðgjöf var léleg og framkvæmdin í skötulíki. Allt var þetta ljóst þeim sem með málinu fylgdust frá upphafi... Það vom starfsmenn Þorsteins Pálssonar, einkum deildar- stjóri hans sem jafnframt var stjórnaiformaður SR- mjöls, undir beinni verkstjóm hans, sem báru ábyrgð á aö svona fór... Skýrsla Ríkisendurskoðunr gefur fyllsta tilefni til að ætla að sitthvað hafi verið brogað við söluna og hvernig að henni var staöiö." Úr ritstjórnargrein Pressunnar 28. apríl. Útlánatöpin í bankakerf inu „Hár fjármagnskostnaöur síðustu ára og sam- dráttur í atvinnulífinu hefur valdið miklum gjald- þortum og stómm framlögum i afskriftasjóði bank- anna. Þaö er ekki líklegt að nokkur banki hafi yfir svo hæfileikaríkum mönnum að ráða við að meta áhættu útlána, að hægt sé að kúpla þeim frá veruleik- anum í þjóðfélaginu. Haldi samdrátturinn áfram og fari atvinnuleysi vaxandi, eykst hættan á töpum í bankakerfinu. Ástandið er keðjuverkandi." Úr forystugrein Tímans 28. april.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.