Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Veiðifélag Elliðavatns Stangaveiði á vatnasvæði Elliða- vatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfs- björg, unglingar (12-16 ára) og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns • T Vinningstölur miðvikudaginn:|27- apríl 1994 Aðaltölur: @@@ (20) (24) (26^ BÓNUSTÖLUR :©(§)(§) Heildarupphaeð þessa viku: 49.612.448 á Isl. 1.506.448 |i Uinningur fór til: UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Finnlands Smáauglýsingar i\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\V Opið í dag, föstudag, kl. 9-22. Opið á morgun, laugardaginn 30. apríl, kl. 9-16. Lokað sunnudaginn 1. maí. Opið mánudaginn 2. maí kl. 9-22. Ath. Smáauglýsing í helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 á föstudag. Smáauglýsingar Þverholti 11 - sími 632700 ISJ FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR 111 Síðumúla 39 — 108 Reykjavík - Sími 678500 Sýningar og vorhátíð í félagsmiðstöðvum aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar. Félags- og tómstundastarf 25 ára. Sýningar á handavinnu og listmunum aldr- aðra og vorhátíð verða í eftirtöldum félags- miðstöðvum aldraðra: 1. Dagana 29. apríl-1. maí, kl. 14.00-17.00 verður opið hús í Hæðargerði 31 og Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi (föstudag, laugardag og mánudag). 2. Dagana 7.-9. maí, kl. 14.00-17.00, verður opið hús í Seljahlíð v/Hjallasel og í Hvassaleiti 56-58 (þar verða einnig munir frá Furugerði 1). 3. Dagana 14.-16. maí, kl. 14.00-17.00, verður opið hús í Hraunbæ 105, Lönguhlíð 3, Bólstaðarhlíð 43 og Norðurbrún 1. 4. Dagana 29.-30. apríl verður vorhátíð á Aflagranda 40. Opið hús allan föstudaginn og á laugardaginn verður húsið opnað kl. 14.00 og lýkur dagskrá með dansi að kvöldi. Dagana 13.-15. maí verður sumargleði á Vesturgötu 7, opið hús frá kl. 14, starfsemi kynnt og dansað. Allir velkomnir Geymið auglýsinguna Öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Fréttir Miklar endurbætur á Skeiðsfossvirkjun Vinna viö stíflugarðinn þar sem m.a. kafari var að störfum. DV-mynd Örn Öm Þórarinsson, DV, Hjótum; Nú stendur yfir vinna við stíflu- garð Skeiösfossvirkjunar í Fljótum. Verið er að undirbúa ísetningu á nýjum lokubúnaði í botnrás garðs- ins. Verktaki við þann verkþátt er Vélsmiðjan Stál hf. á Seyðisfirði. Talsvert er síðan undirbúmngur verksins hófst. Raforkuframleiðslu var hætt 21. mars og miðlunarlón virkjunarinnar tæmt. Þá þegar hófst undirbúningur sem heimamenn á staðnum og starfsmenn Rarik á Sauðárkróki unnu við fram að pásk- um. Síðar í þessum mánuði veröur hafist handa við viðgerð á rörinu sem flytur vatn frá stíflugarðinum að afl- vélum virkjunarinnar, m.a. er ætl- unin að sandblása hluta af rörinu. Áætlaö er að nýi lokubúnaðurinn verði fullfrágenginn um 20. júní en raforkuframleiðsla mun geta hafist talsvert fyrr. Síðar í sumar verður skipt um rafal og rafbúnað í einni aflvél virkjunarinnar þannig að verulegar endurþætur verða við Skeiðsfossvirkjun á þessu ári. Óðinn með Dríf u í tog Varðskipið Óðinn dró í gær- morgun Drífu ÁR í var við Vest- mannaeyjar. Drífa hafði fengið í skrúfuna. Landhelgisgæslan fékk til- kynningu um það rétt fyrir klukkan þrjú um nóttina og var Óöinn kominn með skipið í tog upp úr klukkan sex. ísf irðingar vilja endurbyggja skíðasvæðið á Seljalandsdal Siguijón J. Sigurðsson, DV, Isafirði: Níutíu af hundraði þeirra sem tóku afstöðu við spurningu vikublaðsins Bæjarins besta á ísafirði um hvar byggja skuli nýtt skíðasvæði fyrir ísfiröinga völdu Seljalandsdal. 8,75% vildu að skíðasvæði yrði byggt upp í Tungudal en aðeins 1,25% vildu að Breiðadalur yrði fyrir valinu. 200 ísfirðingar tóku þátt í könnun- inni sem svarar til 8,5% þeirra sem eru á kjörskrá fyrir komandi bæjar- og sveitarstjórnarkosningar. 144 vildu byggja að nýju á Seljalandsdal, 14 vildu að nýtt skíðasvæði yrði byggt í Tungudal, 2 vildu að Breiða- dalur yrði fyrir valinu. 6 neituðu að svara spumingunni. 34 eða 17% sögðust vera óákveðnir í máli þessu. „Ef þetta er skoöun bæjarbúa, sem ég get svo sem alveg trúað, sýnist mér ekkert annað koma til greina en að byggja upp að nýju á Seljalands- dal. Nefnd, sem er að skoða hugsan- leg skíðasvæði, mun skila af sér í júní og fljótlega eftir það verður tek- in ákvörðun um hvar nýtt skíða- svæði verður byggt,“ sagöi Smári Haraldsson, bæjarstjóri á Ísaíirði, um niöurstöðu könnunarinnar. Grindavík: Búningsklefar við knattspyrnuvöll Ægir Már Káiason, DV, Suðumesjum: „í fyrrasumar var samþykkt í bæj- arstjórn að byggja búningsklefa við knattspymuvöllinn. Þar hafa verið litlir, ófullkomnir klefar en aðkomu- liðin hafa þurft að notast við bún- ingsklefa í íþróttahúsinu," sagði Gunnar Vilbergsson, formaður ungl- ingaráðs knattspymudeildar Grindavíkur, í samtali við DV. Verið er að byggja glæsilega bún- ingsaðstöðu fyrir knattspymudeild- ina í Grindavík og mun húsnæðið verða tilbúið fyrir fyrsta leik Grind- víkinga á íslandsmótinu í vor. Húsið veröur um 180 m2 og verða þar tveir klefar, um 35 m2 hvor, auk annarra herbergja. Kostnaður við húsið er rúmlega 17 milljónir króna og sér knattspymu- deildin um bygginguna. Gamla hús- ið, sem hefur verið notað í um 15 ár, er 70 m2 allt húsið og hefur aöstaðan þar verið mjög slæm vegna þrengsla. „Bæjarstjómin hér í Grindavik Húnámiklarþakkirskildarfyrirþað hefur verið mjög jákvæð við okkur góða verk sem hefur verið unnið og aðrar íþróttadeildir í Grindavík. hér,“ sagði Gunnar. Gunnar Vilbergsson við nýja húsið. DV-mynd Ægir Már

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.