Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Fréttir Skoðanakönnun DV um sjálfsstjóm borgarhverfa: Borgarbúar vilja f á völd í hverf in sín Yfirgnæfandi meirihluti íbúa Reykjavíkur vilja að borgarhverfin Ummæli fólks í könn- uninni „Ég held að það væri til góðs að auka sjálfstæði hverfanna,“ sagöi kona. „Þessu lýðræðisbrölti fylgir bara kostnaður," sagði eldri kona. „Reykvikingar hafa engu fengið að ráða hingað til. Hverfastjórnir væru til bóta,“ sagði karl. Hverfastjórnir yröu til að gera einfalt mál flókiö,“ sagði kona. „Ég held að núverandi fyr- irkomulag sé-það skásta," sagði karl. Annar karl sagði Reykjavík ekki það stóra borg að það tæki þvi að gera hverfin sjálfstæðari. „Þetta er ekki tímabært og krefst meiri undirbúnings,“ sagði hann. „Sjálfsstjórn borgarhverfa yrði of þung í vöfum og kostnaðurinn gæti íarið úr böndunum. Hug- myndin á hins vegar rétt á sér,“ sagöi karl. Yngri kona sagöist sjá bæði kosti og galla við aukna sjálfsstjóm borgarhverfanna. „Fólkið í hverfunum veit best hvemig það viil nota þá peninga sem fara í sameiginlega sjóði,“ sagði ungur maður. Kona sagði að fóik ætti að fá að ráða sínu nánasta umhverfi. „Ég hef aldrei leitt hugann að þessu," sagði kona. „Aukin sjálfsstjórn er kjaftæði og kaUar á þungt og mið- stýrt kerfi,“ sagði miðaldra karl. „Borgarhverfin eru alltof lítil til að fá sjálfsstjórn," sagði ungur karl. - tæplega28prósentvlljaóbreyttástand fái aukna sjálfsstjóm. Þetta er niður- staða skoðanakönnunar sem DV framkvæmdi í vikunni. Af þeim sem tóku afstöðu vilja 72,1 prósent að hverfin fái aukna sjálfsstjórn en and- víg eru 27,9 prósent. Urtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns, allt kjósendur í Reykja- vík. Jafnt var skipt á milli kynja. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða and- vígur aukinni sjálfsstjóm borgar- hverfa?" Könnunin fór fram á mánu- dags- og þriðjudagskvöld. Skekkju- mörk í könnun sem þessari em tvö til þrjú prósentustig. í skoðanakönnuninni tóku 84,9 prósent úrtaksins afstöðu til spurn- Niðurstaða skoðanakönnunarinnar Spurt var: „Ertu fylgjandi eöa andvígur aukinni sjálfsstjórn borgarhverfa?" Fjöldi Hlutfall Fylgjandi aukinni sjálfsstjórn 367 61,2% Andvígir aukinni sjálfsstjórn 142 23,7% Cákveðnir 88 14,7% Svara ekki 3 0,5% ingarinnar. Fylgjandi aukinni sjálfs- 23,7 prósent. Óákveðnir reyndust stjórn borgarhverfa reyndust 61,2 14,7 prósent og 0,5 prósent neituðu prósent úrtaksins en andvíg voru að svara. Aukin sjálfsstjórn borgarhverfa nda í Reykjavík samkvSskoðanakönnun DV AndMglr Rússneskur radíóverkfræðingur vinnur á Þórshöfn: Keyrir til Moskvu á Lödu meðaðraítogi Vladimir Katsjentsjev, radíóverkfræðingur, hefur notað fritimann til að gera upp gamla og lúna Lödu og i sumar ætiar hann að keyra á Lödunni til Moskvu. DV-mynd Sigurður DVvannífirma- keppniFáks Firmakeppni Fáks var haldin nýlega i góðu veðri. Rúmlega 150 firmu styrktu Fák aö þessu sinni. Keppt var í fimm flokkum. Óánægju hefur gætt meðal félaga með keppni í karlaflokki því hhm hefðbundni áhugamaður átti vart möguleika á sigri en með því að bæta við meistaraflokki rættist úr. Meistaraflokkurinn er nefni- lega skipaður þeim knöpum sem telja sig vera atvinnumenn i greininni og veija þeir sjálfir hvort þeir séu gjaldgengir þar eða þá annars staðar. DV sigraði í meistaraflokki. Sveinn Ragnarsson keppti á stóð- hestinum Óríon frá Litla-Bergi fyrir DV og stóö efstur. _ í barnaflokki sigTaði íspan og var keppandi fyrirtækisins Davíð Matthíasson á Vini. í unglingaflokki sigraði Jón Ól- afsson byggingameistari og var Ragnheiður Kristjánsdóttir kepp- andi fyrirtækisins á Rökkva. í kvennaflokki sigraði Ár- mannsfell. Fulltrúi fyrirtækisins og sigurvegarí var Guðrún Edda Bragadóttir á Jöru. Formaður Fáks, Viðar Hall- dórsson gerði sér lítið. fyrir og sigraði í karlaflokki á Prinsi. Hann keppti fyrir Pjetur 0. Niku- lásson. -E.J. Rússar láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og gott dæmi um það er Vladimir Katsjentsjev, radíóverk- fræðingur og fyrrum yfirmaður fjar- skipta á flugvelli í Moskvu. Vladimir hefur búið á Þórshöfn síðustu tvö árin, starfað þar í fiski og notað frí- tímann til að gera upp gamla og lúna Lödu. í sumar hyggst hann fara með Norrænu til Noregs og keyra á Löd- unni með aðra í eftirdragi gegnum Noreg, Svíþjóð og Finnland alla leið til Moskvu í sumarfrí til fjölskyld- unnar sem hann hefur ekki séð í tvö ár. „í sumar ætla ég að fara til Rúss- lands gegnum Noreg, Svíþjóð og Finnland á Lödunni þó að ég viti ekki hvernig mér gengur miUi Sankti Pétursborgar og Moskvu því að þar getur ýmislegt ófyrirsjáanlegt komið upp á. Ég kom fljúgandi til íslands haustið 1992 til að vinna en ég bjó í Moskvu og kom beinustu leið þaö- an,“ sagði Vladimir þegar DV hafði samband við hann á Þórshöfn ný- lega. Vladimir frétti af atvinnumögu- leikum á íslandi gegnum kunningja sinn í Moskvu sem kvæntist íslensk- um lækni. Þar sem launin eru marg- falt lægri í Rússlandi en á íslandi ákvað hann að fara utan til að þéna peninga. Fjölskyldan, eiginkona hans og sonur, átti ekki heimangengt og varð eftir í Rússlandi. Vladimir líkar vel á íslandi og ætlar að koma aftur hingaö eftir sumarfríiö þó að óvist sé hvort fjölskylda hans kemst meö honum. Fíknieöiamálið: Óljóst hvenær yfirheyrslur getahafist Eftir þinghald í stóra fíkniefna- máhnu í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær er ijóst að óvíst er hve- nær yfirheyrslur heflast í málinu. Ákveðið var að aðalmeðferðin hefjist 9. maí en þá verður á því tekið hvort réttarhöldin verði opin eða haldin fyrir luktum dyr- um. Búast má við að ákæruvaldið fari fram á að þegar yfirheyrslur fara fram yfir sakborningunum 18 verði réttarhöldin lokuð því hætta geti skapast á því að ákærðu fylgist með og fái upplýs- ingar um hvað aðrn segja fyrir dóminum - m.a. í gegnum ijölm- iðla og aðra. Ef til þess kemur að dómarinn fallist á kröfu ákæruvaldsins um aö hafa réttarhöldin lokuð má búast við að verjendur ákveði að kæra þá ákvörðun til Hæstarétt- ar. Þetta mun þá þýöa einhverja töf á að yfirheyrslur hefiist. Við þinghaldiö í gær var ákveð- ið að þegar yfirheyrslum Ijúki verði tekið tveggja vikna hlé á réttarhöldínum. Verjendur fá þá tíma til að afla gagna og kalla til vitni. Ákæruvaldið hefur þegar iagt fram lista með 12 vitnum sem veröa yfirheyrð eftir hléið. -Ótt Tveir menn voru fluttir, að þvi að talið er ekki alvarlega slasað- ir, á slysadeild Borgarspítala í fyrradag. Mennirnir voru að vinna að viðgerð á skyggni á húsi við Laugaveg þegar skyggnið brast undan fótum ann- ars þeirra og féil hann um 4 metra i götuna. Hluti verkpalla, sem hinn mannanna stóð á, hrundi einnig þannig að hann féll líka í götuna. Eins og fyrr sagði voru meiðsl mannanna ekki talln alvarleg en annar meiddist á fæti en hlnn á öxl. DV-mynd Sveinn Akranes: Fiskimjöls- verksmiðjan stækkuð „Þetta er nú ekki mikil stækk- un, Við höfum verið að gera smá- vegis lagfæringar á verksmiðj- unni undanfarið og nú langar okkar aö stækka hana þannig að afköstin aukist um 150 torrn á sólarhring,“,sagði Haraldur Stur- laugsson, forstjóri HB & Co á Akranesi um stækkun á Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akra- ness. Hann sagði að ekki stæði til að auka þróarrýmið heldur bara bræðsluaíköstin. Þróarrýmið er 3300 tonn og eftir stækkun ætti verksmiðjan að geta brætt 600 tonn á sólarhring. Haraldur sagö- ist vonast til að breytingum yrði lokiö fyrir næstu loðnuvertíö. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.