Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 15 Af nám verðtrygg- ingar óæskilegt Á undanfömum árum hefur ítr- ekað verið flutt frumvarp til laga um að banna verðtryggingu íjár- skuldbindinga. Á yfirstandandi þingi bíður eitt sbkt afgreiðslu. Ekki nægileg tiltrú Mjög varhugavert er að ætla að afnema núverandi heimildir til að verðtryggja fjárskuldbindingar. Það er ekki svo langt síðan að hér á landi ríktu neikvæðir raunvextir með tilheyrandi neikvæðum áhrif- um á sparnað landsmanna, þ.e. eignarýrnun og ónógur sparnaður. Þótt þokkalega líti út í dag um horf- ur í vaxtamálum og stöðugleika í íslensku efnahagslífi er ekki komin nægileg reynsla á getu okkar að viðhalda efnahagslegum stöðug- leika. Nægileg tiltrú hefur ekki byggst upp hjá landsmönnum sem réttlætt getur afnám verðtrygging- ar. Ef það skref yrði tekið við nú- verandi aðstæður er hætt við að einstaklingar og fyrirtæki geri kröfu um hærri ávöxtun vegna aukinnar áhættu sem þeir skynja með afnámi verðtryggingar. Það KjaUarinn Jóhann Þorvarðarson hagfræðingur Verslunarráðs íslands vinnur gegn þeirri viöleitni að ná vaxtastiginu niður hér á landi svo atvinnutækifærum geti fjölgað. Rauntölur sýna, (sjá mynd 1), að vextir óverðtryggðra verðbréfa hafa verið hærri en verðtryggðra bréfa á undanfórnum misserum. Þau rök að verðtryggingin fjölgi greiðslustöðvunum og gjaldþrotum á ekki við rök að styðjast heldur þvert á móti. Á að vera valmöguleiki Jafnframt er hætt við að dragi úr sparnaði, en hann hefur verið með minnsta móti ef við berum okkur saman við önnur vestræn ríki. Ástandið var verst á árunum um kosti eru vextir hærri en ella á innlendum fjármagnsmarkaði og þannig stuðlað að erlendum lán- tökum í ríkara mæh en æskilegt er. Að teknu tilliti til íslensks efna- hagslífs í fortíð, nútíð og nánustu framtíð er ekki æskilegt að afnema verðtrygginguna og auka þar með á óvissutilfinningu landsmanna, en óvissa er einn af þeim þáttum sem hefur mikil áhrif á vaxtastig hverju sinni. Verðtrygging á að vera val- „Þótt þokkalega líti út í dag um horfur 1 vaxtamálum og stööugleika í íslensku efnahagslifi er ekki komin nægileg reynsla á getu okkar aö viðhalda efna- hagslegum stöðugleika.“ 1975-1980, en sparnaður hefur vax- ið jafnt og þétt eftir á verðtrygging fjárskuldbindinga var komið á 1979 eiris og mynd 21 sýnir. Heilbrigt efnahagslíf verður að búa við viðunandi sparnað, að öðr- möguleiki á íslenskum fjármagns- markaði um leið og áhersla er lögð á að efnahagslegan stöðugleika. Jóhann Þorvarðarson Almenn skuldabréf Verðtryggð skuldabréf Raunvextir verð- og óverðtryggðra skuldabréfa Einkavæðing er ekki alltaf slæm í framhaldi af skipbroti „einka- væðingar" íhaldsins á SVR (les: launalækkunarvæðingu) hefur Reykjavíkurlistinn heitið þvi að breyta strætó aftur í borgarfyrir- tæki. Sem sagt aftur í fyrra horf stofnanaregluveldisins með öllum þeim göllum sem shku ástandi fylgja. Skattpeningarnir nýtist Ég er þeirrar skoðunar að það loforð sé vanhugsað. Því þótt Sveins Andra/Sveins Björnssonar- íhaldinu hjá SVR hafi nánast ekk- ert gengið th með einkavæðingunni hjá strætó annað en að lækka laun- in enn meira hjá vagnstjórunum en orðið er í dag (ásamt því að herða enn meira á vinnuálaginu þar), þá er rétt og mannúðleg teg- und einkavæðingar það sem koma skal í rekstri flestra fyrirtækja og margra hálfopinberra og alopin- berra stofnana. Það sem vinstri menn verða að fara að gera sér meira grein fyrir er að markmið þeirra hlýtur að vera að skattpeningarnir nýtist sme best og að farið sé sem best með viðskiptavini (borgarana) og Kjalkiinn Magnús H. Skarphéðinsson fyrrv. vagnstj. SVR starfsfólk atvinnuveganna. Útboð verkefna leiðir langoftast til lækk- unar rekstrarkostnaðar. Og hægt er, ef menn treysta ekki útbræddu verkalýðshreyfingunni til að standa vörö um lágmarksmann- réttindi og mannsæmandi laun á vinnustöðum, að hreinlega binda öh slík lágmarksákvæði í útboðs- lýsingunum verkefnanna. Mjúkur einkarekstur Fáir ef nokkrir geta borið á móti þvi að mjúkur einkarekstur er langtum geðslegra og mannúðlegra rekstrarform flestra aðila sem ná- lægt shku koma. Og á ég þá við starfsfólk jafnt sem viðskiptavin- ina (þegnana) sem og rekstraraðfi- ana. Sé einhver í vafa um þetta atriði bið ég hinn sama bara um að hugsa um mismuninn á stofn- anaskrímslinu Bifreiðaeftirliti rík- isins og Bifreiðaskoðun íslands hf. nú. Það borga allir með glöðu geði hærri skoðunarkostnaðinn hjá hlutafélaginu við þaö eitt að losna undan þeirri mannlegu niðurlæg- ingu sem trunturnar hjá ríkiseftir- litinu sýndu gestum sínum iðulega forðum. Eftir marga barnasjúkdóma og allmörg Sveins-Andra-hliðarspor verður trúlega náð breiðri sátt í þjóðfélögum framtíðarinnar um einkarekstur bróðurparts heU- brigðis- og menntakerfanna, og engum mun detta í hug eftir það að fá opinberan rekstur aftur með leiðinlegu kennslunni og vonda matnum þar. Magnús H. Skarphéðinsson „Þaö sem vinstri menn verða að fara að gera sér grein fyrir er aö markmið þeirra hlýtur aö vera að skattpening- arnir nýtist sem best og að farið sé sem best með viðskiptavini (borgarana) og starfsfólk atvinnuveganna.“ Tilbóta „Stefna Reykjavíkur- listans er að sem flestir borgarbúar hafi tækifæri til þess að taka þátt í upphyggingu Guðrún ögmunds. borgarmnar og hafa áhrif frambjóðandí á8 nánasta . R-|is,ans' umhverfi sitt. í öllum hverfum Reykjavíkur vinna sjálfstæð félög borgara ómetanlegt starf í þágu samfélagsins. Reykjavíkurlistinn vill ýta undir enn frekara starf af þessu tagi. í því skyni mun hann skapa íbúasamtökum að- stöðu tU þess að starfa. Okkur langar til að vera með reynslu- hverfi og skipuleggja í samræmi við það heilsugæslu, skólamál, öldrunarmál og löggæslu í hverf- inu í samvinnu við viðkomandi fagnefnd þannig að þessi þjón- usta samræraist þörfum íbúanna. Þannig má auka þjónustuna, bæta gæði hennar og nýta íjár- muni betur. Með reynsluhverfi má komast að raun um hvort sjálfstæði og ábyrgö íbúanna eykst. Bein samskipti hverfisbúa og stjórnsýslubúa aukast og líkur á farsælum lausnum fyrir íbúa hverfisins aukast einnig. Það auðveldar lausn staðbundinna daglegra vandamála og gerir mun léttara að taka upp nýjungar hverju nafni sem þær nefnast. Til dæmis má nefna faglegt sam- starfsnet mismunandi deilda fiöl- skylduþjónustunnar í hverfmu, svo sem dagvistunar, fiölskyldu- ráðgjafa og skóla sem auka myndi samhæfmgu þjónustunn- ar og bæta hana.“ Oskilvirkni „Frambjóö- endur eigmlegs Alþýðu- bandalags, Alþýðu- flokks, Fram- sóknarílokks og Kvenna- iista segjast hjálmsson, ætla að opna bjóðandl Sjálfstæð- stjómkerfi tsflokksins. borgariimar, koma á lýöræðis- legri stjómarháttum og setja ein- hvers konar hverfaráð. Enginn hefur þó útskýrt hvernig á að framkvæma þessar hugmyndir. Borgarfulltrúar hafa umboð sitt frá kjósendum og bera ábyrgð gagnvart þeim. Borgarfulltrúar em fulitrúar fyrir öll hverfi borg- arinnar og geta ekki framselt umboð sitt. Hverfissfiórnum hef- ur verið komið á fót í nokkrum borgum á Norðurlöndum og hef- ur stjórnkerfið orðið óskilvirk- ara, deilur roUU hverfahluta al- gengar og árangur neikvæður. Sfiómkerfi Reykjavíkurborgar er sennilega meö því opnasta og stolvirkasta sem þekkist meðal höfuöborga á Norðurlöndum. Viðtalstímar og fundahöld borg- arstjóra, borgarfulltrúa eöa emb- ættismanna meö íbúasamtökum, foreldra- og kennarafélögum, ibúum, fulltrúum fyrirtækja og stofnana, til að kynna ýmsa þætti borgai’málanna eða leita lausrn á ágreiningsmálum era mjög al- geng. : Fundargerðir ráða og neínda era opinberar og fundir borgarstjómar opnir. Yfirlýsing- ar þeirra eru mjög svipaðar þeim sem fulltrúar vinstri flokkanna lýstu yfir fyrir borgarstjórnar- kosningarnar 1978. Þeir aðhöfð- ust hins vegar ekkert 1978-1982."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.