Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ1994 Fólkífréttum Geir Sveinsson Geir Sveinsson, fyrirliöi íslenska handknattleikslandsliðsins, varð Evrópumeistari um síðustu helgi þegar félag hans, Alzira frá Spáni, sigraði í EHF-keppninni en með lið- inu leikur einnig annar íslenskur landsliðsmaður, Júlíus Jónasson. Starfsferill Geirerfæddur27.1.1964íReykja-. vík og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá MH og hefur lokið eins árs námi í sagnfræði við HÍ. Geir var sölumaður við heild- verslunina Ó.H. Jónsson í Reykja- vík 1985-86 og hefur starfaði við verslun föður síns, Skósöluna, Laugavegj 1, með hléum. Geir hóf ungur að æfa knatt- spyrnu og handknattleik hjá Val og keppti í öllum aldursflokkum í þess- um greinum. Hann spilaði fyrst með meistaraflokki Vals í handknattleik 1980, varð íslandsmeistari með Val 1988 og 89 og bikarmeistari 1988. Þá lék hann með spænsku Uðunum Granollers og Avidesa 1989-92 og varð spænskur bikarmeistari 1992. Geir lék aftur með Val veturinn 1992-93 og varö íslands-, bikar- og deildarmeistari. Geir hefur leikið 262 landsleiki og skorað 345 mörk. Hann hefur leikið með bæði Evrópu- og heimshði. Fjölskylda Geir kvæntist 5.6.1993 Guðrúnu Helgu Arnarsdóttur, f. 15.7.1964, flugfreyju. Foreldrar hennar: Arnar Jónsson leikari og Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstjóri. Sonur Geirs og Guðrúnar Helgu: Arnar Sveinn Geirsson, f. 30.8.1991. Bróðir Geirs: Sveinn Sveinsson, f. 16.3.1968, húsamálari ognemií sjúkraþjálfun, kvæntur Ingigerði Guðmundsdóttur, starfsmanni við Lánastofnun sparisjóðanna, þau eiga einn son. Hálfsystkini Geirs, samfeðra: Björn Ingi, f. 26.11.1951, jarðskjálftaverkfræðingur, kvænt- ur Katrínu Gísladóttur. Þau eiga fimm börn og Bjórn á son frá fyrra hjónabandi; Margrét Jóna, f. 12.10. 1953, húsmóðir í Kaliforníu, gift Jóni Þór Sveinbjörnssyni útvarpsvirkja, þau eiga einn son, Margrét Jóna á eina dóttur frá fyrri sambúð. Foreldrar Geirs: Sveinn Björns- son, f. 10.10.1928, d. 16.9.1991, for- seti ÍSÍ og kaupmaður í Reykjavík, og seinni kona hans, Ragnheiður Guðrún Thorsteinsson, f. 24.1.1932, verslunarmaður. Ætt Sveinn var bróðir Guðmundar Inga, aðstoðarpóst- og símamála- stjóra. Sveinn var sonur Björns kaupmanns Jónssonar, skipasmiðs í Reýkjavík, Björnssonar, b. á Yxna- læk, bróður Valgerðar, ömmu Garð- ars Gíslasonar, kaupmanns í Hafn- arfirði, föður Guðmundar, fyrrv. alþingismanns, en bróðir Garðars var Valur leikari, faðir Vals banka- stjóra.BjörnvarsonurÞorbjörns, . b. á Yxnalæk, Jónssonar, silfur- smiðs á Bíldsfelli, Sigurðssonar. .Móðir Björns var Katrín, systir Odds, langafa Steindórs bílakóngs, afa Geirs Haarde þingflokksfor- manns. Móðir Sveins var Ingibjörg, systir Jóns, afa Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur mannfræðings. Bróðir Ingibjargar var Hallgrímur, faðir Sveins, skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri. Ingibjörg var dóttir Sveins, kennara í Klungurbrekku og á Hálsi í Grundarfirði, Sveins- sonar og Guðnýjar, systur Kristj- áns, föður Eggerts stórkaupmanns. Ragnheiður Guðrún er dóttir Geirs Thorsteinsson, útgerðar- manns í Reykjavík, sonar Th. Thor- steinsson, kaupmanns í Reykjavík, bróður Davíðs Sch. Th., afa Davíðs Sch. Th. forstjóra. Hálfbróðir Th. Thorsteínsson var Pétur J. Thor- steinsson á Bíldudal, faðir Muggs og afi Péturs Thorsteinsson sendi- herra. Móðir Geirs var Kristjana Geirsdóttir „gamla" Zoega, útgerð- Geir Sveinsson. armanns í Reykjavík, bróður Tóm- asar, langafa Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra. Móðir Ragnheiðar var Sigríður Hafstein, systir Ástríðar, ömmu Önnu K. Jónsdóttur borgarfulltrúa og Jóns Gunnars Hannessonar læknis. Bróðir Sigríðar er Sigurður Hafstein, faðir Hannesar Hafstein sendiherra. Sigríður er dóttir Hann- esar Hafstein, skálds og ráðherra, sonar Péturs Havstein amtmanns og Kristjönu Gunnarsdóttur, systur Tryggva bankastjóra. Móðir Krist- jönu var Jóhanna Briem, systir Eg- gerts Briem sýslumanns, langafa Gunnars Thoroddsen forsætisráð- herra. Afmæli Skúlína Friðbjörnsdóttir Skúlína Friðbjörnsdóttir húsmóðir, Ásvallagötu 21, Reykjavík, er áttræð ídag. Starfsferill Skúlína fæddist að Bakkabæ í Innri-Akraneshreppi og ólst þar upp í foreldrahúsum til sextán ára ald- urs. Þá flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún var í vist hjá Þórarni Guðmundssyni konsertmeistara jafnframt því sem hún starfaði á saumastofu Guðsteins við Lauga- veginn. Skúlína kynntist eiginmanni sín- um 1934 en þau bjuggu fyrst á Rán- argötunni í Reykjavík til 1939 er þau fluttu til Akraness þar sem maður hennar stundaði sjómennsku. Þau keyptu síðan jöröina Hömluholt í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu og byggðu þar upp meðalstórt bú jafn- framt því sem maður hennar stund- aði sjómennsku á togurum frá Reykjavík á vetrum á meðan Skúl- ína sá um búreksturinn. Þau brugðu síðan búi 1958 og fluttu til Akraness þar sem maður hennar stundaði sjó- mennsku en hún vann í fiskvinnsiu hjá H.B. og Co ásamt heimilisstörf- unum. Skúlína missti mann sinn 1966 en ári síðar flutti hún á Ásvallagötuna í Reykjavík þar sem hún býr enn. j Skúlína missti heilsu 1992 og dvelur nú á öldrunardeild Landakotsspít- ala. Fjölskylda Skúlína giftist 7.6.1939 Bjarna Ein- arssyni, f. 1.11.1913, d. 1966, sjó- manni. Hann var sonur Einars Bjarnasonar, útvegsb. á Skjaldvar- arfossi á Barðaströnd, og Sigríðar Gestsdóttur húsfreyju. Börn Skúlínu og Bjarna eru Hrefna Bjarnadóttir, f. 13.9.1936, verkakona í Reykjavík; Einar Bjarnason, f. 16.7.1938, vélstjóri í Stykkishólmi, kvæntur Báru Jóns- dóttur og eiga þau fimm börn; Frið- björn Bjarnason, f. 27.1.1940, versl- unarmaður á Akranesi, kvæntur Sigríði Beinteinsdóttur og eiga þau tvö börn; Jón Tómas Bjarnason, f. 7.6.1942, vélfræðingur í Reykjavík; Kjartan Ó. Bjarnason, f. 22.6.1943, Guðmunda Regína Sigurðardóttir Guðmunda Regína Sigurðardóttir, fyrrv. húsmóðir, dvalarheimilinu Hlíf, Torfnesi, ísafirði, verður níræð ámorgun. Starfsferill Guðmunda Regína fæddist á Látr- um í Aðalvík og ólst þar upp i for- eldrahúsum við óll almenn sveita- störf. Eftir að hún gifti sig bjuggu þau hjónin að Látrum á árunum 1930-38 en fluttust síðan í Fh'ótavík þar sem þau bjuggu til 1945. Þá fóru þau aftur að Látrum þar sem þau bjuggu í eitt ár en fluttust þá í Hnífsdal. Þar áttu þau heima til 1989 er þau fluttust á ísafjörð til Halldórs sonar síns en þau hafa verið á Hlíf frál990. Auk heimilisstarfanna starfaði Guðmunda Regína í Rækjustöðinni íHnífsdalíáttaár. Fjölskylda Guðmunda gjftist 1931 Geirmundi Júlíussyni, f. 4.3.1908, húsasmiö. hann er sonur Júlíusar Geirmunds- sonar, útvegsb. á Atlastöðum í Fljótavík, og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju. Börn Guðmundu Regínu og Geir- mundar eru Halldór Geirmundsson, f. 29.1.1930, kaupmaður í Hafnar- firði, kvæntur Guðnýju Hermanns- dóttur, húsmóður og ræstingakonu, og eiga þau sex börn; Gunnar Geir- mundsson, f. 15.4.1931, húsgagna- smiöur í Kópavogi, kvæntur Gunn- hildi Magnúsdóttur, húsmóður og starfsmanni við Hótel Sögu, og eiga þau fimm börn; Geir S. Geirmunds- son, f. 25.5.1932, sjómaður í Sand- gerði, kvæntur Sigríði Sigfúsdóttur, húsmóður og verkakonu, og eiga þau fjögur börn; Helgi Geirmunds- son.f. 17.11.1934, sjómaðurá ísafírði, kvæntur Ernu Magnúsdótt- ur húsmóöur og eiga þau sex börn; Ásthildur Geirmundsdóttir, f. 19.6. 1936, starfsstúlka við leikskóla, bú- sett í Reykjavík, gift Kristófer Edil- onssyni, verkstjóra hjá ÁTVR, og eiga þau fjögur börn; Baldur Geir- mundsson, f. 15.10.1938, tónlistar- maður og skrifstofumaður á ísafirði, kvæntur Karitas Pálsdóttur skrifstofukonu og eiga þau fjögur börn; Karl, f. 13.3.1939, forstóðu- maður Hlífar á ísaflrði, kvæntur Rannveigu Hjaltadóttur kennara og eigaþauþrjúbörn. Guðmunda Regína og Geirmund- Guömunda Rogina Sigurðardóttir. ur eiga því þrjátíu og þrjú barna- börn en langömmubörn Guðmundu eru sextíu og eitt talsins. Systur Guðmundu Regínu voru Sigríður Sigurðardóttir, f. 1897, nú látin, húsmóðir í Kópavogi. Margrét Sigurðardóttir, f. 1911, d. 1990, hús- móðir í Bolungarvík. Foreldrar Guðmundu Regínu voru Sigurður Þorkelsson, f. 11.6. 1873, d. 25.2.1964, útvegsb. á Látrum í Aðalvík, og kona hans, Ólína Hall- dóra Sigurðardóttir, f. 11.7.1876, d. 25.7.1959, húsfreyja. r _ r *liflfr 30 búsund hver. 63 27 00 d. 14.1.1986, húsasmíðameistari, og á hann þrjú börn; Ketill B. Bjarna- son, f. 20.4.1945, vélvirki á Akra- nesi, kvæntur Helgu Gísladóttur og eigá þau tvö börn; Kristinn Þ. Bjarnason, f. 14.5.1949, sjómaður í Stykkishólmi, og á hann þrjú börn; JónínaE. Bjarnadóttir, f. 27.8.1951, sálfræðingur í Svíþjóð, gift Ola Gu- stafson. Systkini Skúlínu: Stefán Frið- björnsson, f. 12.7.1907, d. 25.5.1988, verslunarstjóri og b. í Nesjum, Sandgerði, var kvæntur Jónínu Eggertsdóttur og eru börn þeirra þrjú; Friðbjörg Friðbjórnsdóttir, f. 26.1.1909, húsmóðir, gift Ragnari Sigurðssyni og urðu börn þeirra átta; Guðjón Friðbjörnsson, f. 28.11. Skúlina Friðbjörnsdóttir. 1910, d. 3.5.1990, skipstjóri, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur og eign- uðust þau eitt barn; Skúli Frið- björnsson, f. 29.11.1910, d. 8.5.1911. Foreldrar Skúlínu voru Friðbjörn Sigvaldason, f. 27.11.1872, d. 2.12. 1947, útvegsb. í Bakkabæ í Innri- Akraneshreppi, og kona hans, Kristjana M. Stefánsdóttir, f. 30.5. 1871, d. 12.7.1953, húsfreyja. Til hamingju með afmælið 4. maí 80 ára Sigurbjörg Jósíasdóttir, Þórúfelli 14, Reykjavik. 50ára 75ára Stefanía Kris tinsdóttir, Hrafnsstðöum, Ðalvfk. Gróa Frí ma n nsdót tir, Áusturgötu 19, Hafnarfirði. Anna Fanney Ambjörnsdóttir, Gufunesvegi l, Reykjavík. : Álfh ildur H j ördí s Jó nsdó 11 ir, Suðurvör 8, Grindavík. G uðr ún Sigurðardóttir, Laufvangi 5, Ha&arfirði. RoarKvam, Fossbrekku, Svalbarðsstrandar- hreppi. Oddur Pétursson, Kambsvegi 17, Reykjavík. 70ára Daníel Helgason, Gnoðarvogi 82, Reykjavík. 40 ára 60ára Helga 3Þór & Árnadóttir, Hamrablið LGrundarfirði, Arnbiðrg Sveinsdóttir, Kluidiuberfi31,Ha&iarfirði. Garöar H. Björgvinsson, Lyngheiði 13, Hveragerði. Haukur Bj a r na son, Kvistalartdi 9, Reykjavík. Sigurbjörg Einisdóttir, Eskihlíöl2b,Reykjavík. Rósa Sigriður Gunnarsdóttir, Rauðalæk 45, Reykjavík. Bjarney S. Gunnarsdóttir, Suðurvangi 14, HafnarfirðL Ólafux Jónsson, Aðallandi 14, Reykjavík. Gunnur Higdis Gunnarsdóttir, HofL Hraungerðishreppi. Brynjólfur Sveinsson, Buggvisbraut 17, Dalvík. Norœan Hanson Dennis, Héðinsbraut 1, Húsavík. 8E^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.