Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 Neytendur Verðkönnun DV á ís: Allt að 240% munur á verði - dýrasti bamaísinn kostar 170 krónur Vegna fjölda ábendinga um ótru- legan verömun á ís milli verslana fór DV á stúfana og kannaði verð þessa svalandi ljúfmetis í 10 verslunum á höfuðborgarsvæðinu og 6 verslunum á landsbyggðinni. í ljós kom að allt að 240% munur er á hæsta og lægsta verði á minnsta ís verslananna án dýfu. Munurinn á stærsta ísnum var ekki eins mikill en mikill engu að síður, eða 150%. Könnunin var gerð með þeim hætti að hringt var í verslanimar fyrir helgina og spurt um verð á barna; og fullorðinsís með og án dýfu. í nokkrum tilvikum var um það að ræða að verslanirnar buðu upp á lít- inn ís, millistærð og stóran eða lít- inn, stóran og risa, en aðeins var tek- inn minnsti og stærsti ís hverrar búðar. Hér er að sjálfsögðu aðeins veriö að kanna verð, hvorki stærð né bragðgæði. Dýrari á landsbyggðinni Samkeppnin er augljóslega mun meiri á höfuðborgarsvæðinu því þar er verðið hagstæðast í flestum tilfell- um. Þrjár verslanir, ísbjöminn, Sæl- gætis- og vídeóhöllin og íssel, bjóða upp á á barnaís á 50/60 krónur og fullorðinsís á 90/100 krónur. Ódýrasti fullorðinsísinn án dýfu fékkst hjá Svarta svaninum, á 80 krónur. Blómaskálinn Vín við Akureyri sker sig úr með hæsta verðið fyrir lítinn ís meö og án dýfu, 170/180 kr. í versluninni Brynju á Akureyri og í Vín kostar stór ís án dýfu 200 kr. Dýrasti ísinn í könnuninni var svo- kallaður risi hjá ísbúðinni á Akur- eyri á 220 krónur með dýfu. Þar var boðið upp á þrjár stærðir, sem og í Kringlunni, á Egilsstöðum og í ísbúð- inni, Álfheimum. Minnsti og stærsti ís í brauði án/með dýfu: ísbjöminn, Eddufelli 6 50/60 kr. 90/100 kr. íssel, Rangárseli 2 50/60 kr. 90/100 kr. Sælgætis- og vldeóhöllin, Garðabæ 50/60 kr. 90/100 kr ísbúðin, Kringlunni 50/65 kr. 150/170 kr. ísbúðin, Álfheimum 2, Rvík 55/65 kr. 120/145 kr. Svarti svanurinn, Rauðarárst. 60/75 kr. 80/100 kr. Perlan, kaffitería 145/160 kr. 175/200 kr. Bónusís, Ármúla 59/69 kr. 99/109 kr. ísbúðin, Aðalstr. 4 80/90 kr. 110/120 Skalli, Rvíkurv., Hafnarf. 60/75 kr. 90/110 Frábærsf., Isafirði 140/160 kr. 160/180 kr. Blómaskálinn Vín v/Akureyri 175/180 kr. 200/21 Okr. ísbúðin, Akureyri 120/130 kr. 195/220 kr. Brynja, Akureyri 150/170 kr. 200/- kr. Fossnesti, Selfossi 130/145 kr. 170/190 kr. Söluskáli v/Fagradalsbr., Egilsst. 80/90 kr. 150/170 Verðkönnun á ís Minnsti án Stærsti án dýfu dýfu Lægst Hæst Lægst Hæst Úrgangur að gróður- mold á 3 mánuðum 1 könnun sem Iðntæknistofnun lét gera í fyrra kom í ljós að hægt væri að minnka sorphirðukostnað vem- lega hjá litlum hæjarfélögum þar sem íbúarnir flokkuðu sorpið og stunduðu heimajarðgerð. Nú er að hefjast annað tilrauna- verkefni í heimajarðgerð á Islandi, Grænlandi og í Færeyjum sem felst í því að nokkrar íjölskyldur í hverju landanna munu taka þátt í að endur- vinna lífrænt sorp sem fellur til á heimilunum. Tuttugu fjölskyldur á Kjalamesi munu taka þátt í verkefninu hér á landi og setja úrganginn í sérhönnuð plastílát sem standa við hús þeirra. Gert er ráð fyrir aö matarleifar, garð- úrgangur og annað lífrænt efni brotni niður og verði aö gróðurmold á aðeins þremur mánuðum með því að nota umrædd ílát. Verkefnið ætti aö gefa vísbending- ar um hvemig best væri að standa að því að fá almenning til þess að flokka heimilissorpið og gera heima- jarðgerð almennari en nú er. igJljll Dýrasti barnaisinn kostar 170 krónur. Fólk ósátt við of háan símareikning: Sundurliöun eina leiöin - segir Þórunn Tómasdóttir hjá innheimtu Pósts og síma „Þetta er auðvitað mjög svekkj- andi. Ég er aö fá reikning upp á 12 þúsund krónur og önnur kona hér í bænum fékk reikning upp á á 22 þúsund krónur. í báðum tilfellum eru þetta u.þ.b. helmingi hærri upp- hæðir en við emm venjulega að greiða. Ég veit um fleiri hér í bænum sem hafa fengið óvenju háa reikn- inga. Þetta er ergilegt því að manni er sagt að ekkert sé hægt að gera en síðan heyrir maður af dæmum eins og í Reykjavík á dögunum þar sem Póstur og sími viðurkenndi mistök sín og endurgreiddi fólki hluta reikn- inga,“ sagði kona á Djúpavogi í sam- tali við neytendasíðu DV fyrir helg- ina. Töluvert mun vera um það að fólk leiti til Pósts og síma vegna þess að því finnst þaö vera að fá óvenju háa reikninga. Eina leiðin til þess að vera með allt sitt á þurru er að fá sundur- liðun reiknings. Þar fást upplýsingar um öfl símtöl nema þegar hringt er í innanbæjar „í þeim tilvikum þegar upp koma mál sem vafl þykir leika á um að allt sé með felldu er fólki boðið upp á að fylgst verði með símanum í ákveðinn síma. Oftast sættist fólk svo á að það hafi bara ekki gert sér grein fyrir því aö það hringdi þetta mikið. Við getum ekki skoðað reikn- inga aftur í tímann svo við mælum með því viö fólk að það nýti sér sund- urliðun símareikninga. Kostnaður- inn við það er ekki svo mikifl," segir Þórunn Tómasdóttir hjá innheimtu Pósts og síma. Varðandi það aö sumir séu að fá endurgreidda reikninga segir Þór- unn þaö vera í þeim tflvikum þegar hægt er að merkja ákveðið ferli hjá fjölda einstaklinga. Enginn vafi leiki á því þegar svo er. DV íslenskar kartöflur Vegna góðrar tíðar upp á síð- kastið er búist við að innlendar kartöflur komi á markað eftir u.þ.b, tíu daga og muni fijótlega upp úr því fara að anna eftir- spurn. Ekki verður heimilaður frekari innflutningur á kartöflum nema gegn sérstökum leyfum sem veitt verða fyrirfram. Tölu- vert er til af innfluttum kartöfl- um í landinu og meira væntan- legt á næstu dögum. Sl. haust voru innfluttar kartöflur boðnar til sölu löngu eftir að innflutningi lauk en samkvæmt búvörulögum á innlend framleiðsla að hafa for- gang á markaði þegar hún er til. Óréttmætir skilmálar Neytendasamtökin hafa óskað eftir því við samkeppnisráð að það leggi bann við ákvæðum í skilmálum um greiðslukort, jafnt debet- sem kreditkort. Einkum er gerð aðthugasemd við skilmála um ábyrgð aðila þar sem korthafi ber mjög víðtæka ábyrgð á út- tektum á kort en kortaútgefendur geta firrt sig ábyrgð hafi þeir sýnt „eðlilega aðgæslu". „Þeir samningsskilmálar sem hér hafa verið nefndir teljast óréttmætir þvi samkvæmt þeim er um að ræða ójafnvægi millli réttinda og skyldna annars vegar kortaútgefenda og hins vegar korthafa. Skilmálar þessir eru mjög einhliða þar sem verulega hallar á neytandann, þ.e. korthaf- ann,“ segir í bréfi Neytendasam- takanna. Skilmálamir eru settir einhliða af kortaútgefendum og korthafar geta ekki haft áhrif á efni þeirra. Jafhframt áskilja kortaútgefendur sér rétt tii þess aö breyta skilmálunum einhliða. Neytendasamtökin benda á að hér á landi skorti löggjöf um greiðslukortastarfsemi eða um aðra sambærilega greíöslumiöl- un likt og þekkist annars staðar á Norðurlöndum. Notendur deb- et- og kreditkorta njóti því tak- markaðrar lagaverndar. Grilluppskriftir: Skilafrestur til 14. júlí Uppskriftir eru nú farnar að streyma að í grilluppskriftasam- keppni Nýrra eftirlætisrétta, SS, Bylgjunnar, DV, Bílaleigu Akur- eyrar, Ferðaþjónsutu bænda og Shell. í verðlaun eru 10 glæsilegir vinningar til ferðalagsins. ítreka skal að skilafrestur rennur út nú á fimmtudaginn, 14. júlí, og síðan verða úrslit kynnt föstudaginn 22. júlí. Agúrkur (Kr/kg) H Hæsta J^Næst {Jíægsta lægsta Verslanlr í könnuninni Hagkaup (249) Fjaröarkaup (189) Kjöt & fiskur (279) Nóatún (268) Bónus(177) Garöakaup (289) 10-11 (248) ..........

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.