Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 Stuttar fréttir Sjö útiendingar drepnir íslamskir heittruarmenn í Alsír drápu sjö útlendinga í gœr og hafa þá 49 útlendingar látiö lífiö á 30 mánuðum. Áframmeðsmjöríð Norður-Kóreumenn hafa lagt til að haldið verði áfram að und- irbúa leiðtogafund kórésku ríkj- anna. Kravtsjúktapaði Leonid Kravtsjúk, fráfarandi for- seti, tapaði í forsetakosn- ingunum í Úkraínu fyrir Leonid Kútsjma meö sjö prósentustiga mun um helg- ina. Nýi forsetinn hefur hvatt til einingar landsmanna. Uppreisnarmenn náigast Uppreisnarraenn í Rúanda sækja að síöasta stóra bænum sem er milli þeirra og sfjómar- hersins. Lokaatiaga fyrír fríð Frakkar og Bretar ætla aö gera lokatilraun til að fá deiluaöila í Bosníu til að fallast á frið. Viðreísn í Aden Ráðherrar í sfjóm Jemens reyna að stöðva gripdeildir í borginni Aden. Gamiir skólaféiagar Li Peng, forsætísráðherra Kína, hitti Ion Iliescu, forseta Rúmeníu og gamlan skólafélaga frá Moskvudögunum. Franskir og bandarískir vís- indamenn skipta með sér ágóðan- um af prófi til aö greina eyðni. Falskt neyðarkall Hvalveiði- andstæðingur- inn Paul Wat- son hefur veriö sakaður um að senda út lalskt neyðarkall cft- irásiglingunaá norska varð- skipið í síðustu viku. Norska lög- reglan rannsakar máliö. Eldarkveiktir Norður-írskir mótmælandatrú- armenn kveiktu varöelda til aö minnast gamallar orrustu. Haítístjórn hótaó Haítístjóm hefúr verið hótað öllu illu vegna brottrekstrar eftir- litsmanna með mannréttindum í landinu. Kaffi hækkarenn Kaffi hækkaði enn í gær eftir að frost skemmdi kaffitré í Brasil- iu eina ferðina enn. Clintonogblöðin Clinton Bandaríkjafor- seti sem er í heimsókn hjá Helmut Kohl segir aö Þýska- land eigi að taka aö sér stærra hlut- verk á alþjóðavettvangi en þýsku blöðin segja rulluna kannski of stóra. ÖruggtíNoregi Umferðaröryggi er meira í Nor- egi en öömm löndum Evrópu, segir í danskri könnun. Skilorðsbundinn dómur Dómstóll í Suður-Kóreu breytti þriggja ára fangelsisdómi stofh- anda Hyundai í skilorðsbundinn dóm. Reuter, NTB Utlönd Þrír ákærðir fyrir skemmdarverk á norskum hvalbát: Grænfriðungar lausir úr haldi lögreglunnar Grænfriðungarnir þrír sem hafa verið ákæröir fyrir gróft skemmdar- verk með því aö skera á skutulslín- una í norska hvalbátnum Senet voru látnir lausir seint í gærkvöldi. Skipi grænfriöunga, Siriusi, er einnig heimilt að sigla frá bænum Egersund en lögreglan lagði hald á fjóra létta- báta svo áhöfn skipsins geti ekki haldið áfram að trufla hvalveiðar. Vakt var yfir bátunum í nótt. Þremenningarnir, tveir Bretar og einn Hollendingar, eiga yfir höfði sér allt að íjögurra ára fangelsi, verði þeir fundnir sekir. Norska lögreglan lagði einnig hald á myndbandsvél og spólu sem sýnir ástandiö um borö í Siriusi þegar strandgæslan tók skipið í sína vörslu á sunnudagskvöld. „Það voru uppi efasemdir um lög- mæti þess að halda Siriusi og hinum þremur ákærðu,“ sagði Magnar Sandstöl, yfirlögregluþjónn í Eger- sund. Ástæðan er sú að Sirius var tekið á alþjóðlegri sighngaleið þótt það hafi verið innan norskrar efna- hagslögsögu. „Það er ljóst að þetta fólk er með duglega lögfræðinga á sinum snær- um og þá er það jú mikilvægt að maður sé réttum megin við lögin. Það er jú alltaf mikilvægt að fara eftir þeim,“ sagði Sandstöl. Hrefnan sem Senet var með í eftir- dragi þegar grænfriðungar skáru á línuna hvarf í haíiö og er ekki ljóst hvort hún lifði af. Kjötið af dýrinu var metið á um eina og hálfa irúlljón íslenskra króna. Grænfriðungar hafna fullyrðing- um Norðmanna um að með atferli sínu hafi þeir aðeins framlengt þján- ingar dýrsins. „Þaö átti veika von. Það er betra en ekkert," sagði græn- friöungurinn Stefan Flothmann sem var um borð í Siriusi. NTB, Reuter ■^inaÍiÉ’y__________________________________ Lítil stúlka kælir sig með vatni úr brunahana í bænum Graz í Austurríki. í síðustu viku hefur mikil hitabylgja gengið yfir miðhluta Evrópu og hitinn farið yfir 30 gráður. Almenn ánægja rikir með þessa veðursæld og fólk flykkist i laugarnar eða i skemmtigarða til að njóta sólarinnar og hitans. Simamynd Reuter ísól og sumaryl Hjónaband Michaels Jacksons og Lisu Presley: Jackson neitar öllu Yasser Arafat: Flytur heim eftir áratuga útlegð Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hef- ur flutt heimkynni sín til Gaza svæðisins á heimastjórnarsvæði Palestínumanna í ísrael eftir ára- tuga útlegð. Arafat fór fyrir mikilli skrúðgöngu með konu sinni, Suhu yfir Egypsku landamærin í morg- un og nam staðar í þorpinu Rafah á heimastjórnarsvæðinu. Arafat lýsti því yfir að þó að hann hefði flutt heimkynni sín til Gaza, muni hann halda áfram baráttunni fyrir réttindum þjóðar sinnar á hernumdum svæðum ísraela. „Menn mega ekki gleyma því að þjóðfélagsbygging Palestínuaraba hrundi gjörsamlega á meðan á hernámi Israela stóð og það er því ljóst að við verðum að byggja hana upp frá grunni,“ sagði Arafat. Viðræður fara nú fram í Kairó miUi fulltrúa ísraela og liðsmanna PLO um sjálfstjóm Palestínu- manna á afganginum á Vestur- Yasser Arafat er fluttur til Gaza. Símamynd Reuter bakkanum og hvemig standa eigi að stjórn Palestínumanna á svæð- inu sem koma til að leysa ísraelsk- ar hersveitir af hólmi. Arafat eyddi síðustu nótt sinni í útlegö í Kaíró í gærkvöldi í einni af höllum Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands. Reuter Sögusagnir um að poppgoðið Mic- hael Jackson hafi gengið í hjónaband með Lisu Mariu Presley, dóttur Elvis Presley, fengu byr undir báða vængi þegar frægur rithandarsérfræðingur lýsti því yfir aö undirskriftin á hjú- skaparsáttmálanum væri Jacksons. Talsmaður Michaels Jacksons hefur hins vegar borið þessar sögusagnir alfarið til baka. Fyrstur til að koma þessum sögu- sögnum af stað var dómarinn Al- varez Perez frá Dóminíska lýðveld- inu. Hann sór og sárt við lagði í sam- tah við fjölmiðla að hann hefði gefið Jackson og Lisu Mariu Presley sam- an í lok maímánaðar í kapellu sinni í þorpinu Vega aðviðstöddum tveim- ur vitnuni og lífvörðum Jacksons. Að sögn Perezar kysstust brúðhjónin að lokinni vígslunni, þó án ástríðu. Fáir lögðu trúnað á sögu Perzar þar til honum barst óvæntur liðsauki. Einn færasti rithandarsérfræðingur Bandaríkjanna, Charles Hamilton, kannaði undirskriftina á hjúskapar- sáttmálanum og komst að því, sjálf- um sér til miklllar fúrðu, að undir- skriftin væri Jacksons. „Ég er 75% viss um að ég hef rétt fyrir mér, en ég hef boriö undirskriftina saman við Talsmenn poppgoðsins Michaels Jacksons bera til baka sögusagnir um að hann hafi gengið i hjonaband með Lisu Mariu Presley, dóttur Elvis Presleys. Símamynd Reuter 30 rithandarsýnishom frá Jackson." sagði Hamilton. Hann er einn þekktasti sérfræðing- ur Bandaríkjanna í rithandarsýnis- homum og þekktastur fyrir að hafa flett ofan af „dagbókum Hitlers" og sannað að þær væru falsaðar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.