Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 Sviðsljós f hringiðu helgarinnar Það má með sanni segja að vel hafi tekist til hjá söngvurunum í Hárinu á frumsýningarkvöldinu á fimmtudegin- um. Áhorfendur jafnt sem leikendur skemmtu sér konunglega. Hann Ásbjörn Björnsson flugáhugamaður var stoltur með listflugvéhna sína, UFO, sem er 10 ára gömul, á flugsýningu flugmódelfélagsins Þyts á Hamranesi á sunnudag. Ólafsdóttir voru á frumsýningunni á Hárinu í íslensku óperunni sl. fimmtudagskvöld og eins og sjá má voru þær stórhrifnar af sýningunni. Merming___________ Sumartónleik- ar í Skálholti Tónleikahald í Skálholti virðist ætla að verða með svipuðu sniði í sumar og undanfarin sumur. Á laugar- dag voru tvennir tónleikar haldnir þar sem leikin voru verk frá barokktímanum. Undirrituöum gafst kostur á aö koma á síðari tónleikana. Þar lék Bachsveitin í Skálholti ásamt einleikurunum Önnu M. Magnúsdótt- ur á sembal og Ulf Söderberg á orgel. Konsertmeistari var Ann WaUström. Á efnisskránni voru verk eftir G.F. Hándel, H.I.F. Biber og J.S. Bach. Eins og er yfirleitt með tónleikahald hér á landi hafa Skálholtstónleikar notið mikillar aðsóknar und- anfarin ár. Er þaö í sjálfu sér umhugsunarefni hvern- ig á því stendur. Svo virðist sem fólk fáist yfirleitt ekki til þess að gera neitt nú til dags, nema í kjölfarið á harðvítugum auglýsingaherferðum. Á tónleika hins vegar streymir fólk árið um kring hvatningarlítið eða hvatningarlaust af sjálfsdáðum og er gott til þess að vita. Laugardegi í Skálholti er vel variö í tónlist, kaffi og spjall í fógru umhverfi og óvíst að lífið hafi upp á margt öllu betra að bjóða. Meðal verkanna sem flutt voru má nefna tvo parta úr Mensa Sonora eftir Biber, lipurlega skrifað verk með fínlegum þokka en ekki sérlega stórt í andanum. Orgelkonsert Hándels í B dúr hljómaði einnig vel. Þar mátti m.a. heyra fræga passacagliu sem trúlega er flestum kunnari í útsetningu fyrir tvær fiðlur. Þegar kom aö sembalkonsert Bachs í d moll var hins vegar eins og ný veröld, víðari og dýpri, birtist hlustendum. Krafturinn í hinni einfóldu laghnu sem konsertinn hefst á er með óUkindum. Sami andans styrkur svifur yfir vötnum í Hljómsveitarsvítu Bachs nr. 1 í C dúr, Tónlist Finnur Torfi Stefánsson sem undirritaður gat því miður ekki hlýtt á til enda. Flutningurinn á þessum tónleikum var svoUtið mis- jafn. Einleikararnir áttu ágætt framlag og margir ein- stakir hlutir komu vel út í hljómsveitinni. SamspiU var hins vegar stundum ábótavant og samstillingu sömuleiðis. Svo virtist sem til bóta hefði verið að hafa strangan hljómsveitarstjóra til að halda flutningnum betur saman. Oft getur gefið góða raun að leika án hljómsveitarstjóra ef sveitin er ekki of stór og þátttak- endur eru vel samspilaðir fyrir eða æfmgatími ótak- markaður. Þegar þessi skilyrði eru ekki fyrir hendi er yfirleitt betra að hafa stjórnanda. Þær Herdís Þorvaldsdóttir leikkona, Ólöf Pálsdóttir, myndhöggvari og fyrr- verandi sendiherrafrú, og Sigrún Jónsdóttir myndhst- arkona voru viö opnun sýningar Ragnheiðar Jónsdóttur Ream í Norræna húsinu á laugardag. Þeim fannst sýningin yndisleg og myndimar framkaUa Hún Hanna María Einarsdóttir, sem mun gifta sig 16. júU næstkomandi, var klædd upp sem spákonan „Madam Rosíta" af vinkonum sínum sem héldu henni gæsapartí. Hún spáði fyrir vegfarendum á Austurvelli fyrir aðeins 10 kr. og gekk svo vel að hún gat fengið sér að borða eftir spádómana. Mynd H.J. Það var líf og íjör og hörð barátta á Sandskeiði á sunnudag. Hann Þórir Kristinsson var þar að keppa á íslandsmóti í mótokrossi. Aö hans sögn var brautin fín en keppendur voru orðnir þreyttir eftir fyrri umferðina og svo byrjaöi að rigna mönnum til mikiUar armæðu en við spyrjum að leikslokum. Hann Pálmi Karlsson fisksali var glaður í bragði um helgina en hann var mjög vinsæll þar sem hann var svo heppinn að hafa hrefnukjöt tU sölu í Kolaportinu um helgina. Að hans sögn er þaö ekki bara landinn sem kann að meta hrefnuna, útlendingar eru stórhrifnir líka og þá sérstaklega ítalir, Þjóðverjarog Japanar. DV-myndSIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.