Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14. 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SÍMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Að ráði Mandela
Mikilvægt er, að ísland haldi áfram að taka þátt í efna-
hagslegum refsiaðgerðum og öðrum þvingunum gegn
ríkjum og stofnunum, sem ganga svo langt út fyrir mörk
velsæmis, að samstaða næst á fjölþjóðlegum vettvangi
um að reyna að kúga ráðamenn þeirra til endurbóta.
Stundum er haldið fram, nú síðast af íjórtán íslenzkum
undirskriftamönnum, að refsiaðgerðir eigi ekki rétt á
sér, því að þær feh 1 sér hóprefsingu, sem komi niður á
saklausu fólki. Refsingum megi aðeins beita gegn ein-
stakhngum, ekki hópum, og ekki án dóms og laga.
Undirskriftamenn telja, að refsiaðgerðir umheimsins
komi mest niður á almenningi í þessum ríkjum og auki
þannig beinlínis kúgun fólks. Mest þjáist böm, sjúkhngar
og gamalmenni í ríkjum eins og Serbíu, Líbýu og írak,
þar sem stjómvöld sæta efnahagslegum refsiaðgerðum.
Viðurkenndir fuhtrúar hinna kúguðu í ríkjum af þessu
tagi hafa þurft að taka afstöðu til þessara sjónarmiða.
Þeir telja allir, að efnahagslegar refsiaðgerðir af háifu
umheimsins séu nauðsynlegar, þótt skjólstæðingar
þeirra finni meira fyrir þeim en valdhafarnir.
Þannig barðist Nelson Mandela ahtaf fyrir efnahags-
legum refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku og þannig berst
séra Aristide fyrir efnahagslegum refsiaðgerðum gegn
Haítí. íslenzku undirskriftamennimir fjórtán eru því að
hafna ráðleggingum þessara mætu mannréttindasmna.
Nelson Mandela hefur tjáð sig rækilega um þetta
ágreiningsefni. Hann sagði, að erííðleikar skjólstæðinga
sinna vegna refsiaðgerðanna væm að vísu sárir, en tíma-
bundnir, því að refsiaðgerðimar mundu leiða th fahs
kúgunarvaldsins, svo sem raunin varð á í Suður-Afríku.
Þeir, sem hafa öðlazt frelsi í Suður-Afríku, em áreiðan-
lega að öhum þorra sammála um, að erfiðleikar vegna
refsiaðgerða hafi verið tiltölulega hthl fórnarkostnaður
th að ná þeim glæshega árangri, sem nú er öhum ljós,
þegar Nelson Mandela er orðinn forseti ríkisins.
Galhnn við efnahagslegar refsiaðgerðir er ekki sið-
ferðhegur, heldur sá, að stundum ná þær ekki árangri,
af því að þær em framkvæmdar með hangandi hendi.
Þannig haifa aðgerðimar gegn Serbíu ekki náð árangri,
einkum af því að Grikkir hafa smyglað vörum th Serbíu.
Með því að leyfa gróðafíknum Grikkjum að halda
uppi glæpastjóminni í Serbíu em leiðtogar vestrænna
stórvelda að sphla árangri refsiaðgerðanna og gera þús-
undum Serba kleift að stunda þá glæpi gegn mannkyn-
inu, sem hefur gert þá að verst ræmdu þjóð vorra daga.
Ráðamönnum Vesturlanda ber raunar að heíja efna-
hagslegar refsiaðgerðir gegn Grikklandi fyrir aðstoð þess
við Serbíu. Sama má segja um refsiaðgerðir gegn Dómin-
íska lýðveldinu fyrir að leyfa víðtækt smygl th Haítí.
Refsiaðgerðir mega aldrei vera gatasigti.
Þar á ofan er nauðsynlegt, að ráðamenn Vesturlanda
geri sér grein fyrir takmörkunum refsiaðgerða. Þær ná
stundum ekki árangri, nema menn hafi póhtískan vhja
th að fylgja þeim eftir með hemaðaraðgerðum, þegar
búið er að rýra vamarmátt hinna hlu stjómvalda.
Auðvitað verður fólk að átta sig á, að efnahagslegar
refsiaðgerðir em aðeins viðeigandi, þegar útbreidd sam-
staða er með lýðræðisríkjum heims um skhgreiningu
vandans. Slíkar aðgerðir em afar slæmar, ef þær em
einkum þáttur í viðskiptastríði og hagsmunapoti.
Af framansögðu er ljóst, að það er siðferðisskylda
stjómvalda að verða ekki við ósk fjórtán undirskrifta-
manna um, að ísland hverfi frá aðhd að refsiaðgerðum.
Jónas Kristjánsson
Greinarhofundur segir minnkandi aflaheimildir og lækkandi afurðaverð hafa komið geysihart niður á svæðum
eins og Vestfjörðum þar sem atvinnulifið er háð þorskveiðum.
Bætt samkeppn-
isstaða
Árum saman háðu forsvarsmenn
útflutningsfyrirtækja og lands-
byggðar sameiginlega baráttu fyrir
hagsmunum sínum við efnahags-
stjórnun í landinu. í málflutningi
þeirra var sem rauður þráður sú
skoðun að skynsamleg efnahags-
stjórnun væri forsenda bætts hags
landsbyggðarinnar og útflutnings-
atvinnuveganna.
Hvers var krafist?
í þessu sambandi lögðu talsmenn
atvinnulífs og landsbyggðar meg-
ináherslu á að kveða niður verð-
bólguna. Stöðugt var uppi krafan
um að skrá gengi krónunnar svo
að það stuðlaði að jafnvægi í við-
skiptum við útlönd og þar með jafn-
ræði með útflutnings- og innflutn-
ingsgreinum.
Enn fremur lögðu forsvarsmenn
atvinnulífs og landsbyggðar
áherslu á mikilvægi þess að vextir
lækkuðu og yrðu í samræmi við
það sem gerðist í samkeppnislönd-
um okkar. Þá var ævinlega bent á
mikilvægi þess að leggja niður
veltu- og kostnaðarskatta sem legð-
ust á fyrirtæki án tillits til afkomu
þeirra.
Hvað hefur áunnist?
Nú þegar við lítum yfir sviöið er
athygbsvert að bera saman raun-
veruleika dagsins við kröfur fyrri
ára.
Verðbólgan er að minnsta kosti
ekki meiri en í samkeppnislöndum
okkar; í sumum tilvikum lægri.
Raungengið hefur ekki verið hag-
stæðara útflutningi og samkeppn-
isgreinum um áratugi. Það er jöfn-
uður í viðskiptum við útlönd og við
erum jafnvel farin að greiða niður
Kjallarinn
Einar K. Guðfinnsson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
á Vestfjörðum
erlendar skuldir.
Vextir hafa lækkað á síðustu
misserum þótt við blasi að bank-
arnir hafi ekki fylgt vaxtalækkun
hins opinbera eftir, eins og öll efni
standa þó til. Loks hefur verið gert
sérstakt átak í því að lækka skatta
á fyrirtækjum og afnema aðra al-
veg eins og aöstöðugjaldið, til þess
að styrkja stöðu atvinnulífsins.
Er þá allt í lagl?
Menn geta þá kannski spurt. Er
þá allt í himnalagi? Því er fljótsvar-
að. Því miður er svo alls ekki. Ytri
skilyrði hafa veriö okkur sérlega
óhagstæð. Lækkandi afurðaverð og
minnkandi aflaheimildir hafa kom-
ið geysihart niður. Sérstaklega á
svæðum eins og Vestfjörðum þar
sem atvinnulífið er háð þorskveið-
um.
Tæplega þohr nokkur atvinnu-
grein eða byggð svo skelfilegt
tekjutap sem þar hefur orðið í kjöl-
far aflasamdráttar. Þess vegna er
nauðsynlegt að bregðast við þeim
vanda með sérstökum hætti til þess
að koma í veg fyrir byggðavá og
atvinnubrest.
Hagsmunir okkar sem þjóðar
liggja í því að byggja upp öflugt
atvinnulíf. í þeim efnum megum
við ekki láta héraðaríg villa okkur
sýn. Það geta ekki verið hagsmunir
einna eða neinna að láta atvinnulíf-
ið fara á hhöina á tilteknum land-
svæðum. Þess vegna hljóta menn
að standa saman um þá viðreisn
sem nauðsynleg er í atvinnulífinu.
Einar K. Guðfinnsson
„Hagsmunir okkar sem þjóöar liggja 1
því að byggja upp öflugt atvinnulíf. í
þeim efnum megum við ekki láta hér-
aðaríg villa okkur sýn.“
Skoðanir annarra
Gnótt frídaga
„Öllum ætti að vera ljóst að ástand efnahags-
mála undanfarin ár hefur síður en svo búið í haginn
fyrir það aö á íslandi gildi einhverjar aðrar og rýmri
leikreglur en annars staðar. Hugur manna hefur
löngum staðið til aukins frítíma, hvort sem hann er
fenginn með styttri vinnuviku eða fleiri frídögum,
og þaö er sannarlega langtímamarkmið atvinnurek-
enda aö menn beri meira úr býtum fyrir minna erf-
iði. En ef íslendingar ætla að veita sér lilunnindi
umfram aðrar þjóðir verða þær kjarabætur sóttar í
bætta afkomu og vöxt fyrirtækja.“
Guðni N. Aðalsteinsson hagfr. i Fréttabréfi VSÍ
Á goðastalli
„Margoft hefur verið bent á hvar uppspretta
fikniefnavandans er og hverjir auglýsa vöruna mest
og best. En flestir kjósa að hta fram hjá því og beina
sjónum að sölumönnum, sem í raun gera ekki annað
en sinna kahi markaðarins. Vandamálin eru neyt-
endumir og fyrirmyndir þeirra. Dýrkendur sjá aldrei
neitt neikvætt í fari eða gjörðum þeirra sem þeir
dýrka... Fjölmiðlunin fer afar mjúkum höndum um
þá sem hún lyftir á goðastah, þegar þeim verður á
í messunni, og um þá gilda aht önnur siðgæðislög-
mál en annað folk.“ Oddur Ólafsson í Tímanum 9. júlí
Krafa til sveitarf élaga
„Það sem helst ógnar hinum efnahagslega bata,
sem farið er að örla á hér á landi, er hinn mikh haha-
rekstur ríkissjóðs á undanfömum árum. Er ljóst að
ef ekkert veröur að gert er hætta á að vaxtalækkanir
undanfarinna mánaöa verði skammgóður verm-
ir... Að lokum em það líka skattgreiðendur, einstakl-
ingar jafnt sem fyrirtæki er verða að fjármagna um-
frameyðsluna. Það verður því ekki síður að gera þá
kröfu th sveitarfélaga landsins en ríkisins að miða
útgjöldin við tekjur.“ Úr forystugrein Mbl. 9. júlí